Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 Meira um lærdóm- ana af Landakoti Hvernig snertir málið lýðræði og al- mannahag? eftir Hörð Bergmann Eftir því sem meira er skrifað um Landakotsmálið fjölgar lær- dómunum sem almenningur getur dregið af. Það gefur ágæta innsýn í villandi málflutning sem vill ein- kenna átök milli þeirra sem kjömir eru af almenninig til að setja lög og fara með ríkisvaldið annars veg- ar — og þeirra sem stjóma rekstri og framkvæmdum fyrir opinbert fé hins vegar. Og málið varpar óvenju skýru ljósi á það sem hefur verið nefnt „hin óviðráðanlega kostnað- araukning í heilbrigðiskerfmu“. í Landakotsdæminu birtist vilji og málflutningur þeirra sem reka stofnunina með nokkuð sérstökum hætti. Meðölin, sem þeir beita í því skyni að fá að fara sínu fram og láta ríkisvaldið þjóna sjónarmiðum sínum, virðast óprúttnari en við eig- um að venjast í átökum af þessu tagi: glímu ríkisvalds og smákónga um notkun á almannafé. Að vísu kynntumst við svipuðum málflutn- ingi þegar fjármálaráðherra fór að reyna að láta bygginganefnd Flug- stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli halda sig innan ramma fjárlaga. Og þegar þáverandi menntamála- ráðherra fór að huga að fram- kvæmd fjárlaga í fræðsluumdæm- inu á Norðurlandi eystra. Þegar smákóngamir vilja sigla á byr úr ráðuneyti engu að ráða. Lögin eru þeirra. Hver brýtur lög? Framkvæmdastjóri Landakots- spítala birtir 19. þ.m. grein í Morg- unblaðinu þar sem margoft er dylgj- að um að það sé lögbrot af hálfu ráðherra að láta spítalann ekki fá það fé sem stjómendum þóknast að nota hvað sem fjárlögum líður. Eða em eftirfarandi ummæli um meinta „vanrækslu" fjármála- og heilbrigðisráðuneytis eitthvað ann- að en dylgjur af þessu tagi: „Van- ræksla þeirra leiðir ekki til þess, að spítalinn „bijóti flárlög" eins og það hefur verið orðað af ráðherra. I þessu sambandi getur aðeins einn maður brotið fjárlög." Framkvæmdastjórinn skrifar langt mál til að sanna að ríkið eigi lögum samkvæmt að greiða ákveðna upphæð og á hún greini- lega að miðast við það sem hann og stjóm spítalans telur „eðlilegt". Ekki lýðræðislega kjömir fulltrúar almennings sem samþykkja fjárlög sem viðmiðun um hvað teljist eðli- legt ráðstöfunarfé einstakra stofn- ana. Logi varpar fram þessari spum- ingu í upphafi umræddrar greinar: „Og hvaða ijárhæð hefur ríkið þá ábyrgst að greiða?" Og leitar svars- ins í almennt orðaðri lagagrein. Hann segir: „í 46. gr. laga um al- mannatryggingar er það ákveðið á svo afdráttarlausan hátt, að ekki getur farið milli mála. Gjaldið skal ákveðið „þannig að samanlagðar tekjur stofnunar standi undir eðli- legum rekstrarkostnaði á hverjum tíma miðað við þá þjónustu er heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra ákveður að stofnunin veiti.“.“ Þessa lagaklausu er auðvitað ekki hægt að nota til að ákveða „þannig að ekki fari milli mála“ hve mikið fé stofnun í heilbrigðiskerfinu skal fá. Það er gert með íjárlögum. Þau afmarka skýrt hvað heilbrigð- is- og tryggingaráðherra og meiri- hluti Alþingis á hveijum tíma telur „eðlilegan rekstrarkostnað" hinna ýmsu sjúkrastofnana. Ekki stjómir þeirra. Þær eiga að haga rekstrin- um í samræmi við ijárveitingamar. Þrengt að lýðræði Landakotsdæmið staðfestir al- varlegar veilur í hinu lýðræðislega fulltrúakerfí. Lýðræðislega kjömir fulltrúar og ríkisstjóm með meiri- hluta á Álþingi virðist að ýmsu leyti Hörður Bergmann „Ég þykist hafa fært rök fyrir því að þróun lýðræðis í landinu sé háð því að fjárlög ráði meira um meðferð og notkun á almannafé en sjtórnendur einstakra stofnana. Og einnig fyrir því að þegar tekn- ar verða ákvarðanir um þróun heilbrigðisþjón- ustu í framtíðinni verði litið með gagnrýni á ákvæðisvinnufyrir- komulagið sem verið er að breiða út innan þess.“ hafa takmarkaða möguleika á að koma lögum yfir stgömendur og embættismenn sem ákveða að virða ekki fjárlög. Sú hætta, sem þetta felur í sér fyrir þróun lýðræðis í landinu, er augljós. Því skyldu menn vera að ómaka sig að kjörborði til að kjósa sér fuUtrúa til að setja lög og útfæra þau ef útfærsla eins og gerð er í íjárlögum á ekki að gilda? Fái almenningur það á tilfinning- una að smákóngar séu að seilast til valda á sífellt fleiri sviðum hlýt- ur það að draga úr áhuga hans á að kynna sér stefnu og störf ein- hverra sem bara þykjast ráða en gera það ekki í raun. Landakots- dæmið er ekki eitt um að vekja slíkar tilfinningar eins og ég vék að í upphafí. En er það fróðlegasta sem við höfum nú til skoðunar. Það dæmi þarfnast líka sérstak- lega gagnrýninnar skoðunar vegna þess að þar em í málsvari menn sem hafa hagað ýmsu í rekstrinum með hætti sem Fjárlaga- og hag- sýslustofnun og Ríkisendurskoðun hefur talið athugavert. Og stjóm- endumir viðurkennt það að vissu marki. T.d. greinir Morgunblaðið þannig frá 5. þ.m. að í athugasemd- um, sem stjóm spítalans kynnti á blaðamannafundi segi „ ... að sennilega sé kominn tími til að taka upp viðræður við yfirlækni (rann- sóknajstofunnar um breytta kostn- aðarskiptingu en yfírlæknirinn fær í sinn hlut 30% af tekjum sem inn koma vegna rannsókna". Sérstaða ákvæðisvinnuspít- ala í grein, sem ég fékk birta í Morg- unblaðinu 3. þ.m. geri ég áhrif hins sérstaka fyrirkomulags sem er á greiðslum til lækna Landakots- spítala að umræðuefni. Þar em þeir ekki á föstum launum heldur fá greitt fyrir hvert læknisverk skv. taxta. Erlendis hafa menn rannsak- að áhrif ákvæðisvinnu við læknis- störf á kostnað og gæði þjónustunn- ar. Einn þeirra sem hefur dregið saman niðurstöður slíkra athugana á fyrirkomulaginu (fee system by private or govemment sponsored insurance schemes) segir: „Margar athuganir benda til að það auki aðeins kostnað án þess að þjónustan batni.“ (Alaster V. Campell: M_edi- cine, Health and Justice. Útg. Churchill Livingstone London 1978.) Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart. Seljandi læknisþjónustu skv. gjaldskrá er í algjörri sérstöðu miðað við aðra slíka seljendur. Hann getur nefnilega sjálfur ákveð- ið hvé mikið neytandinn (sjúklingur eða heilbrigður maður sem kemur í skoðun) skal fá. Og í flestum tilvik- um vilja bæði læknirinn og neytand- inn að það sé sem mest. Það er jú öruggast. Og læknirinn eykur jafn- hliða tekjur sínar. í mikilli úttekt á heilbrigðismál- um, sem gerð var af þrettán sér- fræðingum í sambandi við fram- tíðarkönnun forsætisráðuneytisins og gefin er út í bókinni „Gróandi þjóðlíf", er sagt um þetta efni: „Það er þekktur ókostur á einkarekstri í heilbrigðisþjónustu að framboð og notkun er lítið heft. Seljendur þjón- ustunnar hafa hagnað af því að gera sem mest og þetta vill leiða til ofnotkunar." Áhrif þess, að eins konar verk- takastarfsemi eða einkarekstur lækna þar sem unnið er skv. taxta í ákvæðisvinnu er starfsgrundvöllur þeirra á Landakotsspítala, eru auð- vitað margvísleg. Það sem skiptir máli í þessari umræðu eru áhrif þessa fyrirkomulags á vilja stjóm- endanna til að halda starfseminni innan ramma fjárlaga — og mögu- leika ríkisvaldsins, sem fulltrúa al- mennings gagnvart þeim, til að svo sé gert. Yfirlæknir spítalans, Ólafur Öm Amarson, segir í grein í Morg- unblaðinu 18. þ.m.: „Meginvandi spítalans er það hvemig meta á til fjár það pmagn“ þjónustu sem hann veitir." Eg skil þessi orð þannig að framboð læknanna á þjónustu við þá sem lenda inn á spítalanum (magn þjónustunnar) eigi að ráða því hve mikið af fé úr almannasjóð- um er notað þar. 'Vandamálið I hnotskurn Um þessi mál mætti hafa mörg orð og ræða þau frá rekstrarfræði- legu, pólitísku og siðferðilegu sjón- homi. Ég hef gert þær tvær hliðar málsins, sem ég tel mikilvægastar, að umræðuefni. Þær sem snerta lýðræði — og sjálfan rekstrargmnd- völlinn. Ég þykist hafa fært rök fyrir því að þróun lýðræðis í landinu sé háð því að ijárlög ráði meira um meðferð og notkun á almannafé en stjómendur einstakra stofnana. Og einnig fyrir því að þegar teknar verða ákvarðanir um þróun heil- brigðisþjónustu í framtíðinni verði litið með gagnrýni á ákvæðisvinnu- fyrirkomulagið sem verið er að breiða út innan þess. Landakots- dæmið er tekið hér vegna þess hve lýsandi það er um vandamálin sem þessu tengjast. Ég vona að fleiri en ég séu tilbúnir að ræða málið á. þessum grundvelli. Fjalla um hvem- ig þau tengjast lýðræðislegri fram- vindu og almannahag. Ræða stóra spumingamar sem málið vekur. Höfundurer fræðslufulltrúi. Reykjanesbrautin og umhverfi hennar Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands fer náttúruskoðunar- og söguferð og hugar að um- hverfismálum frá Reylgavík suður í Keflavík laugardaginn 27. ágúst. Farið verður frá Norræna hús- inu kl. 8.00, frá Náttúrafræði- stofnun íslands kl. 9.10, frá Ár- bæjarsafni kl. 10.00, frá Sjó- minjasafni íslands, Hafnarfirði, kl. 11.30 og úr Vogavík kl. 14.00. Fólk hafí með sér nesti en Lauf- skálinn í Flugstöðinni bíður upp á síðdegiskaffi. Allir era velkomn- ir. Áætlað er að ferðinni ljúki um kl. 20.00. Fargjald verður 800 kr. Ráðgert er að stansa á eftirtöldum stöðum og víðan Valhúsahæð, Árbæjarsafni, Straumsvík, Vogavík, Leifsstöð, Vatnsnes (Byggðasafn), Snorrastaðatjam- ir, Tóur II, Hvassahraunskatlar og Óttarstaðanámur. Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli á þrem samsíða leið- um á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, þ.e. Reykjanesbraut- inni, gamla bílveginum og gömlu þjóðleiðinni og hve stutt er í fjöl- breytilegt náttúralegt umhverfi frá þeim og miklar minjar um búskaparhætti og lífsbaráttu íslensku þjóðarinnar. Að áliti þeirra sem vel til þekkja er af fáum leiðum á landinu hægt að kynnastjafnvel jarðfræði íslands. Þess vegna er afar mikilvægt að umhverfí leiðanna sé snyrtilegt og þeim sem um þær fara sé gert auðvelt að skoða það sem þær hafa upp á að bjóða s.s. með út- skotum á veginum, leiðbeininga- spjöldum og auðkenningu ýmissa náttúru- og mannvistarminja. Þá þarf að varðveita og hlúa að þeim stöðum sem era á nátt- úruminjaskrá og veija þá fyrir spjöllum vanhugsaðra fram- kvæmda. Einnig þarf að lagfæra og endurbæta mannvirki frá fyrri tfð og tengja þau leiðinni. Það fyrsta sem erlendir ferða- menn sjá af landinu eftir að þeir hafa stigið út úr fiugvélinni, er það sem fyrir augun ber af Reykjanesbrautinni frá Leifsstöð til Reykjavíkur og einnig það síðasta sem þeir sjá af landinu þegar þeir yfirgefa það. Um allt þetta verður fjallað í ferðinni og það mun áreiðanlega koma flestum á óvart hve mikið þessar leiðir hafa upp á að bjóða og hve margt má frá þeim kynna. Kynntir verða bæklingamir: Suður með sjó, leiðsögn um Suð- umes eftir Jón Böðvarssori, Nátt- úrminjaskrá Náttúravemdarráðs 1988, Gönguleiðir um ísland, Suð- vesturhomið eftir Einar Guðjo- hnsen og Gönguleiðir á höfuð- borgarsvæðinu eftir Sigurð Sig- urðsson og Tómas Jónsson. Við höfum fengið okkur til aðstoðar ýmsa fróða menn sem verða með okkur alla leiðina eða hitta okkur á leiðinni. Þeir era: Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, Reykjavík, Jóhann Guðjónsson, líffræðingur, Hafnarfírði, Stefán Bergmann, líffræðingur, Seltjam- amesi, Páll Líndal, lögfræðingur, Reykjavík, Páll Bjamason, arki- tekt, Haftiarfirði, Ragnheiður Þórarinsdóttir, minjavörður, Reykjavík, Bjöm Þorsteinsson, bæjarritari, Kópavogi, Stefán Jú- líusson, rithöfundur, Hafnarfirði, Gunnar Erlendsson, bóndi, Kál- fatjöm, Helga Ingimundardóttir, launafulltrúi, Njarðvík, Guðleifur Siguijónsson, safnvörður, Keflavfk, Jón Böðvarsson, ritstjóri Iðnsögu íslands, Njarðvík. Þetta verður einstök ferð fyrir þá sem vilja kynna sér þessi mál og afla sér fróðleiks. (Frá N.V.S.V.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.