Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 1988 Dior kynnir nýtt ilmvatn á íslandi Von á 150 erlendum fréttamönnum í tengslum við kynninguna Kynningin fer að mestu fram 7. september, en síðan verður ferðast með blaðamennina um landið. Ilm- vatnið verður ekki sett á markað fyrr en 10. september. FYRIRTÆKIÐ Parfume Christ- ian Dior ætlar að kynna heimin- um nýtt ilmvatn fyrir karlmenn á íslandi dagana 7.-8. september nk. Af því tilefni eru væntanleg- ir hingað til lands aðalforstjóri og stjórnarformaður fyrirtækis- ins ásamt fjölmennu fylgdarliði. Einnig koma 150 fréttamenn hvaðanæva úr heimininum. Ólafur Kjartansson er umboðs- maður Dior á íslandi og sagði hann f samtali við Morgunblaðið að von væri á fjölda manns til landsins í tilefni kynningarinnar. Ásamt aðal- forstjóranum og stjómarformannin- um sem kóma til landsins í einka- þotu verða t\ ær prinsessur sem starfa hjá Parfume Christian Dior og sex aðrir starfsmenn. Fjöldinn allur af tækniliði kemur á undan til undirbúnings og þann 7. septem- ber koma fréttamennimir 150 hing- að frá París. Að sögn Ólafs er hér um að ræða heimskynningu á nýju ilm- vatni fyrir karlmenn frá Dior. vel sunnanverða Vestfirði." Ferðaskrifstofa ríkisins: Hópur starfsmanna ræðir kaup hlutabréfa Helgarveðrið: Bjart á Suður- og Vesturlandi ÚTLIT er fyrir norðanátt á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Hafsteinssonar veð- urfræðings verður væntanlega bjart á Suður- og Vesturlandi, en þungbúið og einhver væta á Norður- og Austuriandi. „Þetta verður þónokkuð ákveðin norðanátt, ég held það geti orðið leiðinlega hvasst," sagði Guðmund- ur. „Bjartviðrið mun líklega ná frá Skaftafellssýslum og vestur um land norður á Breiðafjörð eða jafn- HÓPUR tfu til fimmtán starfs- manna Ferðaskrifstofu ríkisiná á í viðræðum við fulltrúa sam- gönguráðuneytis um kaup á ferðaskrifstofunni. Ákvörðun um kaup hlutabréfa þarf að sögn Kjartans Lárussonar, forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins, að liggja fyrir um mánaðamótin. Stofnfundur hlutafélags ferða- skrifstofunnar verður haldinn 7. september og viku síðar tekur hið nýja hlutafélag, Ferðaskrifstofa fs- lands hf., við rekstrinum. Lögum samkvæmt má selja tvo þriðju hluta f fyrirtækinu en ríkið heldur þriðj- ungi. Að sögn Kjartans Lárussonar stefnir starfsmannahópurinn að kaupum á fullum tveimur þriðju hlutum. Þó segir hann ýmis ljón í veginum og enn sé of snemmt að segja til um málalyktir. Þar sem starfsmenn hafa for- gangsrétt um kaupin hefur ekki verið rætt við aðra aðila að sögn Ragnhildar Hjaltadóttur í sam- gönguráðuneytinu. Matsverð á Ferðaskrifstofu ríkisins er 32 millj- ónir króna. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Tvíburarnir Guðmundur og Sæmundur Jónssynir aka hér Uxahryggjaleið f alþjóðaralli Hjólbarða- hallarinnar. Þeir náðu forystu í gær eftir að hafa náð besta aksturstíma á erfiðustu leiðunum. í dag aka þeir Nissan 240 RS sínum á vegum sem þeir þekkja mjög vel og það kemur þeim til góða. Alþjóðarallið Oheppnin elti ökumennina VELTUR og ólán settu svip sinn á alþjóðarallkeppni Hjólbarða- hallarinnar f gær. Tvfburarnir Guðmundur og Sæmundur Jónssyn- ir á Nissan 240 RS voru einu toppökumennirnir sem sluppu klakk- laust frá fyrsta keppnisdeginum af þremur og höfðu forystu þegar Morgunblaðið fór í prentun. íslandsmeistararnir Jón Ragn- arsson og Rúnar Jónsson á Ford Escort RS töpuðu miklum tíma eftir að dekk hafði sprungið og voru í sjöunda sæti. Ólánssamari voru þó félagamir Steingrímur Ir.gason og Witek Bogdanski á Nissan 510, sem hættu keppni vegn bilunar í drifbúnaði. Jón S. Haildórsson og Guðbergur Guð- bergsson á Porsche 911 náðu að halda áfram keppni, þrátt fyrir að hafa misst framhjól undan á fullri ferð. Urðu þeir að aka hluta Kaldadalsleiðar á þremur hjólum, en náðu að halda áfram. í flokki óbreyttra bíla kollkeyrði Ámi Sæmundsson Mazda 323 4x4 keppnisbíl sinn, fór þijár veltur og varð að hætta keppni. Sömu- leiðis velti Bretinn Andrew Orc- hard á Peugeot 205 sínum bíl og varð að hætta því gat kom á bensíntank bílsins. Keppendur í rallinu aka sérleið- ir um Heklubraut, Dómadal og Línuveg við Sigöldu í dag en síðan verður næturhlé síðdegis við Hjól- barðahöllina í Fellsmúla. Staðan síðdegis í gær: 1. Guðmund- ur/Sæmundur 43,02 mín í refs- ingu, 2. Jón/Guðbergur 45,18, 3. Ólafur/Halldór 46,59, Sigurð- ur/Amar 47,42. G.R. Þjóðhagsstofnun telur launalækkun ekki ná til 10-20% launþega: Undir aðilum kjarasamninga komið að eitt gangi yfir alla - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra ÞJ ÓÐHAGSSTOFNUN telur að óvissa riki um hvort 9% lækkun launa nái til 10-20% launþega, þeirra sem starfi á eigin vegum eða f mjög litlum fyrirtækjum. Einnig telur stofnunin að lög- bundin lækkun á verðlagi gæti haft f för með sér 2-3% lækkun á næstu 2-3 mánuðum. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra segir að það sé forsenda fyrir niður- færsluleið að eitt gangi yfir alla, Þörf á verulegri hækkun búvöru um mánaðamótin - segir hagfræðingur Stéttarsambands bænda GRUNDVÖLLUR á verði búvöru er laus um næstu mánaðamót og kemur þá til kasta fimm-mannanefndarinnar að ákveða verð- hækkun. í stjórnarflokkunum hafa heyrst hugmyndir um að fresta ákvörðuninni um einn mánuð á meðan fjallað er um efnahagsaðgerð- iraar. Jafnt bændur sem sláturleyfishafar og seljendur teija sig eiga rétt á hækkunum. Ef tekið er tillit til hækkunar á kostnaði bænda einna þyrftu búvörur, mjólk og kjöt, að hækka um 4-5% að sögn Gunnlaugs Júlíussonar hagfræðings Stéttarsambands bænda. Eins og aðrir launþegar og at- vinnurekendur telja aðilar í land- búnaði kostnað hafa vaxið að und- anfömu. Búvöruverð var síðast ákveðið í júní. Hækki verð afurð- anna ekki þurfa bændur að skerða eigin laun, sauðfjárbændur um 5-6% og mjólkurframleiðendur um 9-10% að sögn Gunnlaugs. Verði laun og annar kostnaður lækkaður í anda „niðurfærslunnar" finna bændur ekki áhrifm fyrr en að ári að hans mati. „Annan kostnað þurfa menn að greiða og stór hluti hans hefur þegar gjaldfallið. Verðhækkanir búvöru miðast í rauninni aðeins við þær breytingar sem þegar eru orðnar. Bændur eru búnir að skuld- binda sig, féð á fjalli og heyið kom- ið í hlöðu. Þótt kostnaður lækkaði almennt kæmi það ekki til góða fyrr en síðar. Árangurinn gæti skil- að sér yfir lengra tímabil, á næsta ári,“ sagði Gunnlaugur. Sláturleyfishafar og heildsalar búvöru hafa ekki mótað kröfur um verðhækkun en ljóst er að staða margra í greininni er slæm, að sögn Margeirs Daníelssonar hag- fræðings sem situr í fímm-manna- nefndinni fyrir hönd kjötframleið- enda. „Uppgjör sláturhúsanna hefur verið á einn veg. Framleiðslan stendur ekki undir kostnaði. Það er þörf á verulegri hækkun," sagði Margeir. Margeir kvað launaliðina aðeins brot af sláturkostnaði og myndi kauplækkun því skila litlum ár- angri. „Allur tilkostnaður hefur hækkað í takt við það uppstreymi sem verið hefur í efnahagslífinu. Á meðan sláturfé fækkar hefur fasta- kostnaðurinn vaxið hröðum skref- um og fjármagnskostnaðurinn er farinn að vega mjög þungt hjá sumum húsanna. Fjárfesting hefur verið lítil í greininni undanfarið en þau bera flest byrðar frá fyrri árum. Beri þau ekki meira úr býtum er hætt við hruni í greininni á næsta ári. Öll rökin hníga að leiðréttingu á búvöruverði en við ráðum ekki ein- ir ferðinni," sagði Margeir Daníels- son. og það sé augljóslega komið und- ir því hvort aðilar að kjarasamn- ingum séu tilbúnir að leggjast á þá sveif. Hann segir að í dag verði ríkisstjómin að taka endanlega ákvörðun um hvort niðurfærslu- leið verði farin, og hvort frestað verði launa- og verðhækkunum sem eiga að verða 1. september. Þjóðhagsstofnun telur áhrif niður- færslu launa á verðlag vera mjög vandmetin og fari eftir því hvemig hún sé framkvæmd. Komið hafi fram að verðlagsstjóri meti verðáhrif nið- urfærslu launa mjög takmarkað ef lækkun launa sé ekki fylgt eftir með lagaskyldu. Sé siíkt gert telur Þjóð- hagsstofnun að miðað við þá lækkun tilkostnaðar fyrirtækja, sem launa- lækkun veldur, gæti verðlag lækkað um 2-3% á næstu 2-3 mánuðum. Gert er ráð fyrir að vegið meðalhlut- fa.ll launa af rekstrartekjum fyrir- tækja sé um 20%. Fyrstu áhrifin á framfærsluvísitöluna, samkvæmt lauslegu mati Hagstofu íslands á þessum forsendum, gætu verið 1-1V2%, sem hefði í för með sér, að vísitala framfærslukostnaðar, sem áætlað er að hækki um l'/2% 1. september gæti hækkað um nálægt >/2%. Þorsteinn Pálsson sagði við Morg- unblaðið að það væri forsenda fyrir þessari leið að þetta næði til því sem næst allra þannig að það gengi eitt yfir alla. Það væri augljóslega undir aðilum kjarasamninga komið að tryggja slíkt. Formenn stjórnar- flokkanna áttu í gær fund með form- anni og framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins, og sagði Þor- steinn þá hafa lýst því yfir að þeir myndu styðja niðurfærslu, ef í hana yrði ráðist, en þeir hefðu engin ráð til þess að knýja sína félagsmenn til að greiða lægri laun en þeir vildu. Formennimir munu í dag sitja fund með miðstjóm Alþýðusambands fs- lands. Þorsteinn sagðist aðspurður hafa orðið fyrir vonbrigðum með ályktanir þeirra launþegasamtaka sem í gær ályktuðu gegn niður- færsluleiðinni. Þegar borið var undir Þorstein hvort áætlun Þjóðhagsstofnunar, væri hún nærri lagi, þýddi ekki ann- aðhvort að niðurfærsluleiðin væri ófær eða að verslun og þjónusta yrði að taka á sig kjaraskerðingu, sagðist hann ekki eiga annað svar en Þjóðhagsstofnun hefði gefið, og hann hefði ekkert í höndunum um að hægt væri að ná meiri árangri. „Ég myndi auðvitað fagna því og vera tilbúinn til að styðja slíkt, ef ég fengi vísbendingar og staðreynd- ir þar um, umfram það sem Þjóð- hagsstofnun hefur þegar látið í té,“ sagði Þorsteinn. Hann benti einnig á að þótt kom- ið væri fram að mánaðamótum ágúst-september hefðu engar tillög- ur sést í ríkisstjóminni frá fjármála- ráðuneytinu um fjárlög og lánsfjár- lög næsta árs. Þannig að í sjálfu sér væri enn óljóst um þá megin for- sendu þess hvort niðurfærslan tæk- ist sem væri mjög aðhaldssöm fjár- lög og lánsfjárlög. Þorsteinn svaraði því játandi þeg. ar hann var spurður hvort ekki yrði að taka endanlega ákvörðun í dag um hvort niðurfærsluleið yrði farin svo tími gæfist til launaútreiknings fyrir mánaðamótin. Miðstjóm Sjálf- stæðisflokksins mun halda fund í dag þar sem niðurfærsluleiðin verður rædd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.