Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 Lífeyrissjóður Austurlands: Vextir lækkaðir til að liðka fyrir saniningnm LÍFEYRISSJÓÐUR Austur- lands ákvað á sunnudag að lækka vexti á verðtryggðum skuldabréfum sjóðsins í 6,9% og tók ákvörðunin þegar gildi. Lífeyrissjóðurinn hefur til þessa fylgt vegnum meðalvöxtum Seðlabankans, sem verða 7,9% 1. febrúar. Að sögn Gísla Markússonar, formanns lífeyrissjóðsins, ákvað stjórnin að taka af skarið og skera á hnútinn í kjölfar umræðu um þessi mál síðustu daga. Hann sagði að þetta væri þeirra viðleitni í kjara- málaviðræðunum í þeirri von að fleiri kæmu á eftir, en vextimir yrðu endurskoðaðir með tilliti til vaxtaþróunar. Fulltrúar vinnumarkaðarins sendu frá sér tilmæli til lífeyrissjóða í gær, þar sem þeir óska eftir að þeir lækki vexti á lífeyrissjóðslán- um. Gísli sagði að Lífeyrissjóður Austurlands væri einn af stærstu sjóðum landsins með um 15.000 sjóðsfélaga og þar af á sjöunda þúsund greiðendur. „Þetta stuðlar að því að lækka meðalvexti Seðla- bankans og við erum ánægðir og stoltir að vera fyrstir." Frumflutningur Sköpunarinnar: Minningar- skjöldur af- hjúpaður í DAG eru liðin 50 ár síðan Sköpun- in eftir Haydn var flutt í fyrsta skipti hér á landi. Frumflutningurinn var í bifreiðaskála Steindórs vestast við Sólvallagötu í Reykjavík. Af þessu tilefni hafa nokkrir af þeim sem tóku þátt í f lutningi tónverksins komið fyrir minningarskildi á húsinu og verður hann afhjúpaður við at- höfn klukkan 14.30 í dag. Morgunblaðið/Gísli Úifarsson Vegagerðarbíllinn er ónýtur. Hann hafnaði á vinstri hliðinni í sjónum og fylltist af krapa en ökumanninum, Jakobi Þorsteinssyni, tókst að komast upp að rúðunni farþegamegin, stanga framrúðuna úr og komast upp á hliðina sem hér sést, skríða siðan aftur eftir bílnum og stökkva upp í íjöru. Dráttarbíllinn ónýtur eftir snjóflóðið á Eyrarhlíð: Ekki talin ástæða að hafa fylgdarbíl GÍSLI Eiríksson umdæmisverkfræðingur Vega- gerðarinnar á ísafirði telur ekki ástæðu til að hafa fylgdarbíl með snjóruðningsbíl við mokstur vegarins á milli byggðanna á ísafirði og í Hnífsdal. Jakob Þorsteinsson, sem Ienti í snjóflóði þarna síðastliðinn laugardag, segir skelfilegt að hafa ekki fylgdarbíl. Gísli segir að ef talið væri nauðsyn- legt að hafa fylgdarmann við snjóruðningsvinnu vegna siyóflóðahættu á þessari leið væri ekki for- svaranlegt að opna veginn. Gísli segir að yfirleitt sé ekki talin ástæða til að hafa fylgdarbíl með vörubílum í þessum verkefnum, það væri oftar með hæggengari vélum á lengri leið- um. Þetta gæti þó verið álitamál. Þá væri þessi til- tekni vegur nánast innanbæjar, hann væri aðeins um 4 km langur, og kæmi ekki til greina að hafa fylgd- arbíl á þeirri leið nema í sérstökum tilvikum. Að mati Gísla geta aðrar aðferðir verið mögulegar til að fylgjast með mönnum við vinnu á þessari leið, til dæmis með fjarskiptum. Dráttarbíllinn sem lenti í snjóflóðinu var dreginn upp úr sjónum um helgina. Að sögn Gísla Eiríkssonar er hann ónýtur og telur Gísli að tjónið sé 7-8 milljón- ir kr. VEÐUR Suðureyri: v Heimild: Veðurslofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) í DAG kl. 12.00: VEÐURHORFUR í DAG, 30. JANÚAR. YFIRLIT í GÆR: Yfir Græniandi er 1.015 mb. hæð en um 1.000 km suösuðvestur af Vestmannaeyjum er víðáttumikil 943 mb. lægð sem þokast austsuðaustur og grynnist. Um 600 km suður af Horna- firði er vaxandi 960 mb. lægð sem hreyfist vestur. SPÁ: Austan- og norðaustan 6-8 vindstig víðast hvar á landinu. Skýjað um allt land og snjókoma eða slydda á Norðvestur- og Norðurlandi. Súld á Austurlandi en annars þurrt. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðaustanátt og fremur kait. Snjókoma um norðan- og austanvert landið en annars þurrt. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vinastig: ■ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, lieil fjöður er 2 vindstig. / r r f / / / Rigning r r f * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður C V ? \ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 0 slydduél Reykjavík 0 skýjaö Björgvln 4 haglél Helsinki 2 þokumóða Kaupmannahöfn 6 léttskýjað Narssarssuaq +2 alskýjað Nuuk +6 skýjað Ósló 3 hálfskýjað Stokkhólmur 4 alskýjað Þórshöfn 3 alskýjað Algarve 15 hálfskýjað Amsterdam 8 skýjað Barcelona 13 léttskýjað Berlín 7 hálfskýjað Chicago ■5-4 hálfskýjað Feneyjar 10 alskýjað Frankfurt 7 skýjað Giasgow 8 rlgning Hamborg vantar Las Þalmas vantar Lundúnir vantar Los Angeles 9 heiðskírt Luxemborg 4 skýjað Madri'd 7 léttskýjað Malaga 13 heiðskirt Mallorca 15 léttskýjað Montreal +2 alskýjað New York 3 alskýjað Orlando 17 þoka París 8 skýjað Róm 12 rignlng Vín 5 alskýjað Washington 6 alskýjað Wlnnipeg +19 4 skýjað Trilla sökk í höfn- inni á Suðureyri Suðureyri. Persý IS 777 sem er 5,5 tonna plasttrilla sökk í höfninni á Suðureyri aðfaranótt laugar- dagins 27. janúar. Það var á laugardagsmorgun sem menn komu að trillunni sokk- inni í Suðureyrarhöfn. Strax var Utanríkis- ráðherra Hollands í heimsókn HANS van den Broek utanríkis- ráðherra Hollands er væntan- legur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni. Ráðherrann kemur í boði Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra, til viðræðna um sam- skipti ríkjanna, EFTA og EB. Heimsóknin stendur í tvo daga og mun Van den Broek eiga fundi með frú_ Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra og Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra. Þá mun hann einnig heimsækja vamarstöð Atlandshafsbandalags- ins á Keflavíkurflugvelli. hafist handa við björgunarað- gerðir og um miðjan dag hafði tekist að koma trillunni aftur á flot. Ekki er vitað hvað olli slysinu en þó er talið líklegt að mikil snjókoma aðfaranótt laugardags- ins hafi átt þátt í því að báturinn sökk. Vegna mikilla snjóa hefur matsmönnum tryggingafélagsins ekki tekist að koma á staðinn til þess að meta tjónið en ljóst er að það er töluvert. - Sturla Borgarspítalinn: Nýr sjúkra- húsprestur STJÓRN Borgarspítalans hef- ur samþykkt að ráða sr. Birgi Ásgeirsson sóknarprest á Mos- felli, í stöðu sjúkarhúsprests og verða þá tveir prestar í fullu starfi við spitalann. Að sögn Magnúsar Skúlason- ar aðstoðarframkvæmdastjóra, er þörf á prestsþjónustu við spitalann allan sólarhringinn vegna slysadeildar og gjörgæslu- deildar og því nauðsynlegt að tveir prestar skipti með sér vökt- um. Tveir umsækjendur voru um starfið sr. Birgir og sr. Pétur Þ. Maack. fslenskir aðalverktakar: Samningaviðræður hafiiar SAMNINGAVIÐRÆÐUR milli ríkisins, Regins hf. og Sameinaðra verktaka sf. um aukinn eignarhlut ríkisins í Islenskum aðalverktök- um eru hafnar. Eigendur hafa skipað fulltrúa sína í samninganefhd. Þeir eru: Frá ríkinu: Stefán Friðfinnsson, Sighvatur Björg- vinsson og Guðmundur Karl Jóns- son. Frá Regin hf.: Guðjón B. Ól- afsson, Axel Gíslason og Sigurður Markússon. Frá Sameinuðu verk- tökum sf.: Halldór H. Jónsson, Thor Ó. Thors og Snorri Tómas- son. Auk þess verða kvaddir til sér- íræðingar eftir því sem þörf er á. Samkvæmt samkomulagi við- ræðuaðila er stefnt að því að samningum verði lokið fyrir aðal- fund Islenskra aðalverktaka á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.