Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 1990 17 um hinu ýmsu mál í vérkahring stofnunarinnar. Lokaorð Á síðari árum hefur stofnunin haft aukin afskipti af málefnum áhafna skipa þó þau hafi reyndar alltaf verið einhver. Með þróun í gerð skipa og búnaði þeirra, sem leitt hefur til fækkunar í áhöfnum skipa, hefur það komið í hlut stofn- unarinnar að fjalla meira um mennt- un og þjálfun áhafna, enda er nú almennt viðurkennt að góð menntun og þjálfun sjómanna er grundvallar- atriði í fækkun slysa á sjó. Alþjóðsamstarf hefur orðið vax- andi þáttur í starfi stofnunarinnar og má þar nefna samstarf á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um öryggi skipa, t.d. fiskiskipa, sem lögð hefur verið sérstök áhersla á af hálfu íslendinga. Eins og fyrr hefur verið sagt tók fyrrverandi sigl- ingamálastjóri virkan þátt í því starfi og hefur núverandi siglinga- málas stjóri fylgt því eftir innan Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar og á vettvangi Norðurlanda í sam- vinnu við siglingamálastofnanir á Norðurlöndum, í þessu má einnig nefna þróun reglna um smíði og búnað smábáta sem unnið hefur verið að á vegum siglingamálastofn- ana Norðurlandanna undanfarin 20 ár. Mengunarmái hafa orðið sífellt viðameiri þáttur í starfi stofnunar- innar nú síðari ár, bæði alþjóðlegt samstarf og eftirlit með mengunar- vörnum innanlands. Má ætla að sú starfsemi eigi enn eftir að aukast. í dag starfa 42 fastráðnir og 8 lausráðnir starfsmenn hjá Siglinga- málastofnun ríkisins að hinum fjöl- mörgu verkefnum er stofnuninni hefur verið falið að sinna um allt land. En eins og fram hefur komið eru meginverkefni Siglingamála- stofnunar ríkisins enn þau sömu og voru fyrir 60 árum, það er eftirlit með smíði og búnaði skipa, þó að fjölmörg önnur verkefni hafi bæst við. Höfundur er deildarstjóri fræðsludeiidar Siglingamáiastofnuimr ríkisins. R S .. X fí -jrJ P I 1 I I s vV 1 2 55 Höfðingkgt hádegi á Hótel Holti Ljúffengt ogLétt Næstu vikurnar býður Hótel Holt gestum sínum upp á sérstakan matseðil í hádeginu, þar sem léttleikinn og hollustan eru í fyrirrúmi. Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur að vild, með gæði og góða þjónustu að leiðarljósi sem fyrr. Forréttir Hreindýrapáte Rækjur og reyktur lax í ostasósu Gæs og avocado í pastasalati Rjómasúpa með fersku grænmeti Fitusnautt pastasalat með jógúrtsósu - Adalréttir Marineraðar grísasneiðar Grillað heilagfiski Heitt sjávarsalat í pastahreiðri Hreindýrasmásteik í púrtvínssósu Steikt karfaflök með spínatsósu Eftirréttir Heitt epli með vanillusósu Sítrónubollur með hunangi \ Forréttur, aðalréttur og eftirréttur kr. 995 Hafðu það fyrsta flokks — það kostar ekki meira. Bergstadastmti 37, Stmi 91-23700 h I I É K 55 55 9S 1 m 55 2 K X Oft er bagalegt að geta ekki náð sambandi við fólk sem þarf að vera mikið á ferðinni innan húss og úti við. Nú er sá vandi úr sögunni. Boðkerfi Pósts & síma gerir fólki kleift að senda boð lrá venjulegum síma til léttra boðtækja sem viðtakandi hefur í vasa sínum. Hann er í kallfæri hvar sem hann er. Boðtæki taka ýmist við tónboðum eða talnaboðum. Tækið sem Halldór smiður hefur í vasanum gefur frá sér fjögur mismunandi tónmerki. Hann og Anna kona hans hafa komið sér saman um að ákveðið tónmerki tákni að Halldór eigi að hringja heim. Anna hringir einfaldlega í svæðisnúmer boðkerfisins og fimrn stafa boðkallsnúmer og velur í framhaldi af því þá tölu sem kallar fram það hljóðmerki sem þau hafa valið í þessu skyni. Fyrirtæki geta komist hjá kostnaðarsamri farsímavæðingu með því að nota boðkerfið. Það getur líka virkað sem fullkominn símsvari og hægt er að senda boð til allt að 10 boðtækja Í einu. Boðkerfið er einnig til mikilla þæginda íyrir einstaklinga og eykur öryggi þeirra í fjölmörgum tilvikum. Merkjasendingar þess ná um allt Stór-Reykjavíkursvæðið og sendar hafa verið settir upp á Akureyri, Selfossi, Akranesi og Keflavík. BOÐKERFI PÓSTS OG SÍMA Stofhgjald fyrir boðþjónustu miðað við tónboðtæki er kr. 5000.- og ársfjórðungsgjald kr. 800.-. Stofngjald fyrir þjónustu talnaboðtækja er kr. 6000,- og ársfjórðungsgjald er kr. 1000.-. Á verðið leggst 24,5% Fáðu frekari upplýsingar um boðkerfið hjá söludeildum Pósts & síma Ármúla 27 I (fýrirtækjaþjónusta), sími 680580, | Kirkjustræti, sími 26165 og § Kringlunni, sími 689199 og á | Póst - og símstöðvum þar sem 3 sendar hafa verið settir upp. PÓSTUR OG SÍMI Við spörutn þér sporin Boðtæki eru seld í öllum söludeildum Pósts & síma og hjá nokkrum öðrum innflytjendum notendabúnaðar. Eru þau einnig nefnd símboðar. ÞAU NOTA BOÐKERFI PÓSTS & SÍMA Nð er lího l samband lilli þeirro þegor þou eru ekki soman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.