Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 Bretland: Skoðanamunur inn- an ríkisstj órnarinnar um þróun vamarmála St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SKOÐANAMUNUR er innan brezku ríkisstjórnarinnar um, hvernig- bregðast beri við þróuninni í Austur-Evrópu. Innan brezka varnar- málaráðuneytisins er farið að ræða hugmyndir um breytingar á varnarsteftiunni. til ráðuneytis síns. The Sunday Time 's sl. sunnudag segist hafa heimildir fyrir því að hugmyndir séu innan vamarmála- ráðuneytisins um mikinn niður- skurð. Breytingamar séu svo mikl- ar, að 250 þúsund manns.kunni að missa vinnuna í brezkum her- gagnaiðnaði, sem er helmingur mannaflans þar. Þá er gert ráð fyrir, að flestir þeirra 67 þúsúnd brezkra hermanna, sem staðsettir era í Vestur-Þýzkalandi, verði kall- aðir heim og hætt verði við fjöl- margar áætlanir um gerð nýrra vopna. Vamarmálaráðuneytið hef- ur neitað því að áform af þessu tæi séu til umræðu. The Times segir í frétt sl. mánu- dag, að vegna niðurskurðar á út- gjöldum til varnarmála í Banda- ríkjunum verði þremur herstöðvum Bandaríkjamanna í Bretlandi lok- að. Bandaríkjamenn hafa 66 her- stöðvar á Bretlandseyjum. Embættismenn fjármálaráðu- neytisins vilja að útgjöld til varnar- mála verði skorin niður. Nú veitir brezka ríkið 20 milljörðum sterl- ingspunda á ári til vamarmála, sem eru 5% af vergri þjóðarfram- leiðslu. Sambærilegar tölur hjá Frökkum era 4% og 3% hjá Vestur- Þjóðveijum. í þessari viku verður gefin út skýrsla um opinber útgjöld til næstu þriggja ára, en í henni er gert ráð fyrir 1% aukningu á út- gjöldum til varnarmála. Sú skýrsla var samin, áður en atburðir síðustu mánaða í Austur-Evrópu áttu sér stað. Hún er því nú þegar úrelt. Frú Thatcher, forsætisráðherra, telur allt of snemmt að ákveða niðurskurð á útgjöldum til varnar- mála nú. Fyrst verði að sjá, hveij- ar verði niðurstöður í afvopnunar- viðræðum austurs og vesturs og hvort lýðræði festist í sessi í Aust- ur-Evrópu. Brezki varnarmálaráð- herrann, Tom King, er ekki heldur reiðubúinn að fallast á niðurskurð AFGASRULLUR fyrir bílaverkstæöi Olíufélagið hf 681100 Vestur-Þýskaland: Mótmæla sovéskum her Reuter Rúmlega 20.000 Tékkar efndu til mótmæla á sunnudag fyrir framan sovéska herstöð í landinu. Maðurinn fremst á myndinni ber miða á enninu sem á er skrifað „Farðu heim“ á rússnesku yfir mynd af so- véskum skriðdreka. ■ LONDON — Lögreglan hand- tók 33ja ára gamla konu í sumarbú- stað í bænum Burford í Suður- Englandi á föstudag. í vörslu kon- unnar fannst kornabarn sem hún hafði rænt aðeins 36 klukkustunda gömlu á fæðingardeild sjúkrahúss í London. Lögreglan fékk ábending- ar hjá nágrönnum konunnar eftir að teikningar af henni og frásagnir af málinu höfðu birst í blöðum. Konan kom fyrir rétt í gær. ■ LONDON — Nýju sunnudags- blaði, The Independent on Sunday, var hleypt af stokkunum í Bret- landi síðastliðinn sunnudag. Blað- inu er einkum ætlað að ná til ungs, vel menntaðs fólks. Forráðamenn blaðsins gera sér vonir um að selja 500.000 eintök af hveiju tölublaði fyrsta árið. Nýja sunnudagsblaðið er systurblað dagblaðsins The Inde- pendent sem kom fyrst út fyrir rúmum þremur áram og hefur gengið mjög vel. Á ritstjórn sunnu- dagsútgáfunnar starfa 85 blaða- menn. ■ PEKING — Tólf kaþólskir bisk- upar hafa verið handteknir í Kína. Handtaka þeirra er liður í átaki yfirvalda til að stemma stigu við neðanjarðarstarfsemi kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Biskuparnir sem era á áttræðis- og níræðisaldri voru handteknir í síðasta mánuði þegar yfirvöld stóðu fyrir fjölda- handtökum í borginni Tianjin og héruðunum Shaanxi, Gansu, Hebei og Innri-Mongólíu. Kommúnista- stjórnin í Kína hefur sakað Vatí- kanið í Róm um að tilnefna biskupa með leynd og hlutast til um kínversk innanríkismál. Lafontaine nær öruggur sem kanslaraeftii jafnaðarmanna eftir mikinn kosningasigur í Saarlandi á sunnudag Bonn. Reuter. OSKAR Lafontaine, sigurvegari í kosningunum sem fram fóru í Saar- landi á sunnudag, var í gær útnefndur kanslaraeihi vestur-þýskra jafhaðarmanna. Lafontaine sagðist ætla að taka sér þriggja vikna umhugsunarfrest áður en hann tæki endanlega að sér að leiða flokkinn í þingkosningunum í desember. Á óvart kom hve sigur jafnaðar- manna í Saarlandi var stór en þeir fengu 54% atkvæða en 49% í kosn- ingunum 1985. Ósigur kristilegra demókrata, flokks Helmuts Kohls kanslara, undir forystu Klaus Töpf- ers umhverfismálaráðherra var að sama skapi mikill en hann hrapaði úr 37% fyrír fimm árum í 33% nú. Lafontaine, sem er forsætisráð- herra í Saarlandi, var að sjálfsögðu í sjöunda himni yfir úrslitunum en vestur-þýskir jafnaðarmenn höfðu áður ákveðið að bíða með að útnefna kanslaraefni flokksins þar til þessar kosningar væru um garð gengnar. Það er þakkað persónutöfram Lafontaines, að flokkunum yst til hægri og vinstri, repúblikönum og græningjum, tókst ekki að ná 5%- markinu til að koma manni á þing en Töpfer, frambjóðandi kristilegra 1 niuft mas niiík miít f Nlltt Nlltt Nllit Nllttl UTSALA 20-80% AFSLÁTTUR íþróttatöskur fró kr. 250,- • íþróttabolir fró kr. 595,- íþróttagallar frá kr. 1.200,- • íþróttabarnagallar frá kr. 800,- Körfuboltar frá kr. 700,- • Fótboltar frá kr. 700,- Úlpur frá kr. 2.400,- • Húfur frá kr. 50,- Fimleikafatnaður frá kr. 785,- • Nike skór frá kr. 450,-. Kuldaskór frá kr. 300,-. FRÍSPORT LAUGAVEGI 6 SÍMI 623811 demókrata, sagði, að „Saarlandsást" Lafontaines hefði fallið í góðan jarð- veg hjá kjósendum. Vegur Lafontaines hefur farið mjög vaxandi að undanförnu enda er hann snjall ræðumaður og ólíkur Helmut Kohl, sem þykir fremur sila- legur. Þegar Vestur-Þjóðveijar kunnu sér ekki læti vegna atburð- anna í Austur-Þýskalandi varð hann til að vara við holskeflu Austur- Þjóðveija í Vestur-Þýskalandi og sagði, að hún gæti valdið atvinnu- leysi og neyðarástandi í húsnæðis- málum. Var hann í fyrstu harðlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli en nú hafa hin vestur-þýsku ríkin farið að dæmi hans og dregið úr stuðn- ingi við landana úr austri. Kemur það fram í skoðanakönnunum, að þessi afstaða Lafontaines hafi mælst vel fyrir og ekki síst meðal verka- manna. Fyrstu viðbrögð Kohls kanslara voru að saka Lafontaine um lýð- skrum, sem hefði að vísu fallið „lönd- um“ hans í Saarlandi vel í geð en yrði ekki endurtekið annars staðar. I kosningunum á sunnudag tapaði flokkur fijálsra demókrata helmingi fylgis síns, fór úr 10% í 5%, en leið- togi flokksins, Hans-Dietrich Gensc- her utanríkisráðherra, hrósaði samt Lafontaine sem „hraustum dreng, sem þorir að segja það, sem enginn vill heyra“. Hafa þessi ummæli og önnur komið af stað vangaveltum um, að fijálsir demókratar séu að búa sig undir samstarf við jafnaðar- menn að desemberkosningunum loknum. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum hafa ríkisstjórnarflokkamir enn meirihluta meðal kjósenda en dagblaðið Die Welt segir, að sigur Oskar Lafontaine. jafnaðarmanna í Saarlandi hafi sál- fræðilega þýðingu, sem vegi miklu þyngra en kjósendafjöldinn þar, sem er ekki nema 2% miðað við landfð allt.v.. Þ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 ARMA PLAST ÁRMÚLA 16 OG 29, S. 38640 I HÖFÐABORG — Winni Mand- ela, eiginkona blökkumannaleið- togans Nelsons Mandela, sagði á blaðamannafundi á laugardag að ekki yrði staðið við fyrirheit um að láta eiginmann hennar lausan innan skamms. Hún sakaði suður-afrísk stjórnvöld um að leika sér að tilfinn- ingum hans. „Það er deginum ljós- ara að einhv^r snurða hefur hlaupið á þráðinn,“ sagði hún við frétta- menn sem biðu fyrir utan Victor Verster-fangelsið norðaustur af Höfðaborg. Hún sagði að eigin- maður sinn mundi aldrei taka í mál að verða látinn laus nema stjórn- völd gerðu áður ráðstafanir til þess að hann gæti starfað óhindrað og á lögformlegan hátt. Meðal skilyrða sem hann setti væri að starfsemi Afríska þjóðarráðsins (ANC) yrði leyfð og pólitískum föngum sleppt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.