Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 1990 39 Svava Jóhanns- dóttir — Minning Fædd 6. desember 1915 Dáin 18. janúar 1990 Amma Svava var ein af mínum uppháldsmanneskjum. Ekki bara vegna þess að hún var amma mín heldur vegna þess að mér fannst svo mikið varið í hana. Lífsgleði hennar virtist oft óþijótandi. Hún var sterkur persónuleiki og sagði óspart sína skoðun á hlutunum. Það fór oft lítið fyrir kynslóðabilinu fræga þegar við amma ræddum saman því það var hægt að hlæja með henni eins og jafnaldra sínum. Hún þurfti þó að reyna margt á lífsleiðinni. Tvisvar sinnum varð hún ekkja og alla tíð vann hún hörðum höndum fyrir litlu kaupi. Hún virtist búa yfir einhverskonar innri styrk sem gerði henni kleift að sigla á móti andstreymi og sorg. Hún missti aldrei sjónar á björtu hliðum lífsins. Fjölskyldan stóð hennar hjarta næst, fyrst börnin og síðar barna- börn og barnabarnabörn. Helst vildi hún alltaf vera að hlaða í mann pönnukökum og heitu súkkulaði og var oft erfitt að standa upp frá borðum eftir veisluhöld í hennar húsum. Hún var líka óþreytandi við að heimsækja vini eða ættingja út og suður. Ekki var óalgengt að hún bankaði upp á hjá okkur í Garða- bænum í vonskuveðri, búin að taka tvo strætóa ofan úr Breiðholti með blómvönd í hendinni fyrir húsmóð- urina á bænum og nýbökuð rún- stykki í poka. Hún mætti líka alltaf fyrst í öll afmæli og naut þess auð- sjáanlega mikið að vera innan um afkomendur sína. Hún var ákaflega gjafmild og gaf stórt af litlum efn- um. En nú er hin mikla lífsorka ömrt)u upp urin. Hún hafði átt við veikindi að stríða í vetur en virtist á bata- vegi og síðast er við töluðumst við var hún full bjartsýni á framtíðina. Ekki grunaði okkur að tími hennar væri kominn. Ég á eftir að sakna hennar ömmu mikið og er henni afar þakklát fyrir allt sem hún gaf mér, allt frá pönnukökum til bjart- sýni og trúar á lífið. Minningin um hana verður alltaf björt og skýr í mínum huga. Guð gefi henni nú frið og ástvinum hennar styrk í sorginni. Inga Andlát tengdamóður minnar, Svövu Jóhannsdóttur, kom okkur öllum á óvart sem næst henni stóð- um. Okkur fannst sem hennar brottfarartími væri ekki kominn. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða um nokkurt skeið, en var nú að ná sér á strik á ný. Hún lagði hart að sér til að ná sama krafti og styrk og hún hafði áður en veik- indin knúðu dyra og var ánægð með framfarirnar sem hún greindi frá degi til dags. En hvíldin, sem hún tók sér í íbúðinni sinni í Breið- holtinu eftir sína síðustu gönguferð, var lengri og friðsælli en ætlað var. Svava var einstaklega Ijúf og geðgóð kona sem gott var að um- gangast. Hún var ekki hin dæmi- gerða, stjómsama tengdamóðir sem oft er rætt um. Nei, hún vildi ekki vera fyrir neinum, en sýndi bömum sínum og barnabörnum mikla um- hyggju. Þær eru ógleymanlegar margar ánægjustundirnar á heimili hennar á Siglufirði og nú síðast í Teigaselinu, þar sem hún naut þess að hafa börn sín og barnaböm í heimsókn og veita þeim af hjarta- hlýju sinni. Svava var fædd á Bjamastöðum í Unadal 6. desember 1915, dóttir Guðrúnar Ástvaldsdóttur og Jó- hanns Gunnarssonar bónda þar, síðar bónda að Krossi í Óslandshlíð í Skagafirði til dauðadags. Barn að aldri flutti Svava til Siglufjarðar með móður sinni og ólst þar upp. Hinn 17. febrúar 1934 giftist hún Ólafi Vilhjálmssyni verslunar- manni, sem þá var ekkjumaður. Ólafur starfaði síðast í Sparisjóði Sigluijarðár, en hann lést af slysför- um í janúar 1947. Svava var þá orðin ekkja aðeins 31 árs að aldri og hafði fyrir þremur börnum þeirra hjóna að sjá á aldrinum þriggja til tólf ára. Bömin em Þóra elst, gift Gústavi Nilssyni, en þau búa í Mý- vatnssveit, þá Guðrún, gift undirrit- uðum, og yngstur Jóhann, kvæntur Sigurbjörgu Sigurpálsdóttur úr Skagafirði, og eiga þau heimili í Reykjavík. Lífsbaráttan var hörð í þá daga, en Svava hefur alltaf verið afar bjartsýn og jafnan séð hinar björtu hliðar lífsins. Hún setti á fót mat- sölu í húsi sínu á Siglufirði og rak hana um nokkurra ára skeið á meðan bömin voru enn á unga aldri. Síðar réðst hún til starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og starfaði þar um árabil. Börnunum kom hún sjálf til mennta eftir því sem að- stæður leyfðu. Svava fluttist til Reykjavíkur á árinu 1968 og giftist þar síðari manni sínum, Jóni Ólafssyni loft- skeytamanni, á árinu 1970. Hann andaðist á árinu 1974. Síðustu 14 árin sá Svava um mötuneyti kenn- ara í Menntaskólanum í Hamrahlíð eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir vorið 1986. Líf Svövu var enginn dans á rós- um, en hún var lífsglöð kona, var sjálfstæð í hugsun og skoðunum og tók sínar eigin ákvarðanir. Hún hafði yndi af ferðalögum og varð oft hugsað til gömlu átthaganna og ættingjanna fyrir norðan, sem hún heimsótti gjaman þegar hún hafði tækifæri á summm, bæði í Skagafirði og á Siglufirði. Svava hafði gaman af að gefa og gleðja aðra og hún var einstaklega hjálp- söm hvar sem hún gat því við kom- ið. Ég minnist með þakklæti þeirra stunda sem hún dvaldi á heimili okkar við fæðingu barnabarnanna. Blessuð sé minning hennar. Ólafúr Nilsson Amma okkar, Svava Jóhanns- dóttir, lést á heimili sínu fimmtu- daginn 18. janúar síðastliðinn. Amma Svava fæddist að Bjarna- stöðum í Unadal í Skagafirði, þann 6. desember 1915, og var því 74 ára þegar hún lést. Hún fluttist ung til Sigluíjarðar og bjó þar, þangað til fyrir um 22 árum að hún fluttist til Reykjavíkur. Á Siglufirði vann hún í mörg ár á sjúkrahúsi staðar- ins, en eftir að hún flutti suður starfaði hún lengst af í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Við minnumst ömmu sem sterkr- ar konu sem með dugnaði og ósér- hlífni lifði fyrir það að láta fjöl- skyldu sinni og öðrum, sem í kring- um hana voru, líða vel. Á styrk hennar reyndi oft og tvisvar sinnum í lífi hennar þurfti hún að sætta sig við það hlutskipti að verða ekkja. Fyrri mann sinn og afa okkar, Ólaf Vilhjálmsson, missti hún aðeins 32 ára gömul og þá með börn sín þijú öll á unga aldri. Amma var einstaklega gjafmild og naut þess að gleðja fólk með gjöfum við hin ýmsu tækifæri, þrátt fyrir að hún hafi ekki haft mikið á milli handanna. Hún var félagslynd og hafði gaman af að vera innan um fólk, jafnt unga sem aldna og notaði hún hvert tækifæri sem gafst til að gleðjast með fjölskyldu sinni og vinum. Það var alltaf jafn gam- an að koma til ömmu og alltaf þótti okkur pönnukökurnar hennar í sér- flokki. Ein af minningunum um ömmu er hversu gaman henni þótti að klæða sig upp og er okkur sérstak- lega minnisstætt dálæti hennar á höttum. Einnig hafði hún gaman af því að ferðast og á seinni árum notaði hún þau tækifæri sem gáf- ust til að sjá sig um í heiminum. Sárt er að sjá á eftir henni ömmu eftir að hafa átt svo yndislegar stundir með henni í gegnum árin. Það er ekki síður sárt eftir að hafa síðustu vikurnar séð hana ná bata eftir veikindi sem hún átti við að stríða á síðastliðnu ári. Minninguna um trygga og góða ömmu munum við varðveita um ókomna tíð. Svava, Gerður og Nils Blömastofa Fnðfinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. t EigirHrtaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EGGERT SÆMUNDSSON, Skagabraut 39, Akranesi, sem andaðist 26. janúar verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 2. febrúar kl. 11.00. Unnur Leifsdóttir, Hrönn Eggertsdóttir, Hiynur Eggertsson, Jóhanna Lýðsdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS PÁLSSON, Drekavogi 6, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 31. janúar kl. 15.00. Helgi Þór Magnússon, Elín Magnúsdóttir, Þuríður Magnúsdóttir og barnabörn. Kristín Guðmundsdóttir, Sigurður Ingimarsson, t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN BERGÞÓRSDÓTTIR frá Hvammstanga, Vesturgötu 15, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 31. janúar kl.14.00. Alda Magnúsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólöf Magnúsdóttir, Þórir Magnússon, Hólmar Magnússon, Alexander Jóhannesson, Hermann Níelsson, Stefán Þórarinsson, Jensía M. Leó, Guðrún R. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir, HELGA ÁSMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellú fimmtudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Leifur Stefánsson og börn, Ásmundur Sigurjónsson, Lis Ruth Sigurjónsson. Pia Ásmundsdóttir, Kjartan Ásmundsson, Egill Ásmundsson, Stefán Yngvi Finnbogason, Hólmfrfður Árnadóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu hlýhug við andlát og út- för föður míns, tengdaföður, afa og langafa, DANÍELS VESTMANN, Álfhólsvegi 4, Kópavogi. Lilja Vestmann, Svavar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilega þökkum við öllum þeim sem sýndu ekkur vináttu og samúð við andlát og útför ástvinar okkar, GRÍMS V. SIGURÐSSONAR, Fellsási 1, Mosfellsbæ. Lára Bjarnadóttir, Sigurður Jón Grímsson, Rósa Sveinsdóttir, Sólveig Lára, Grímur Snæland Sigurðsson. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur alúð og vinarþel við fráfall SOFFÍU KRISTINSDÓTTUR, Flókagötu 16A. Vilhelm Kristinsson, Ólfna Guðbjörnsdóttir, Sigrfður Kr. Johnson og aðrir aðstandendur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginkonu, móður, dóttur og tengdadóttur, SIGRÚNAR HELGU LANGE. Sveinn Jónsson, Jóhann Ólafur Sveinsson, Jóhannes Lange, Auður Ágústsdóttir, Asgeir Jón Jónsson, Sigurbjörg Sveinsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, RÖGNVALDAR INGVARS HELGASONAR frá Borðeyri. Einnig til allra þeirra er aðstoðuðu hann og heimsóttu í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll um alla framtíð. Sigrfður Ingólfsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.