Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUfi 30. JANÚAK 1990y Reuter Mannfall í mótmælum í Júgóslavíu Fjórtán manns, hið minnsta, féllu í átökum í Kosovo-héraði í Júgóslv- aíu um helgina er Albanir sem búsettur eru þar mótmæltu yfir- gangái og meintum kúgunum Serba en héraðið heyrir undir Serbíu. Albanirnir kröfðust fijálsra kosninga og afsagnar flokksleiðtoga en öryggissveitir beittu táragási til að dreifa mótmælendunum. Að lok- um var gripið til skotvopna og er talið að 14 Albanir hafi fallið. Ráðamenn í lýðveldunum Króatíu og Slóveníu hafa hvatt leiðtoga Serba til að leita pólitískra lausna á deilu þessari en yfirvöld í Kró- atíu bragðust harkalaega við áköllum þessum í gær og sökuðu leið- toga lýðveldanna tveggja um að bera ábyrgð á skálmöldinni í Kosovo-héraði. Mikil spenna ríkti enn í héraðinu í gær og sýnir myndin Albana grýta sveitir lögreglu. VEGGTENNIS Skemmtileg íþrðtt sem allir hafa gaman af. ATH! Skólaafsláttur á tímabilinu 13.15-17.00 alla virka daga 9.30-16.00 laugardaga. Aðeins 250 kr. á mann Engjateigi 1 Símar 687701 og 687801 Ekkert lát á óveðri í Bretlandi St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímaimssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UM HELGINA gekk stormur yfir suðurhluta Englands. í gær voru mikil flóð á Vestur-Englandi. Búizt var við stormi og mikilli rigningu í gærkvöldi og nótt. Á fimmtudag í síðustu viku gekk mikið hvassviðri yfir Éngland og olli miklum skemmdum. 48 létust. Um helgina hvessti aftur og olli það nokkrum skemmdum. Enn eru tæplega 100 þúsund heimili í vest- urhluta Englands án rafmagns og ekki horfur á að þau fái rafmagn fyrr en í dag eða á morgun. í gærmorgun urðu mikil flóð í Sevem-ánni, sem fellur í Bristol- f lóa. Vatnsborð í ánni hækkaði um rúmlega 3 metra og áin flæddi yfir akra, akvegi og inn í hús. Umferð stöðvaðist víða á vegum vegna vatnsgangsins. I gærkvöldi var spáð hvassviðri á vestan- og sunnanverðu Eng- landi, en ekki var talið að það myndi valda svipuðum skaða og veðrið í síðustu viku. Gefnar hafa verið út viðvaranir vegna flóða- hættu í Skotlandi. Þar snjóaði mik- ið í síðustu viku, en hlýnað hefur mikið í veðri. alls staöar OSRAM HEILDSALA: JÓH. ÓLAFSSON & CO. H/F 43 SUNDABORG 13—104 REYKJAVÍK - SÍMI 688588 MAZDA E 2000/2200 tækifærí!! BÍLABORG HF FOSSHÁLSI 1.SÍMI 68 12 99 Einstakt Viö eigum til afgreiöslu STRA) nokkra MAZDA E2000/220( árgerö 1989 meö gluggum ; aöeins kr. 1.185.000 meö VSK Ennfremur sömu gerö mei ALDRIFI á kr. 1.535.000 me< VSK. Hafiö hraöar hendur, þv aöeins er um fáa bíla aö ræös Opiö laugardaga frá kl. 12-4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.