Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 21ro Flokkur polskra kommúmsta lagður niður: Harðlínumeim og umbóta- sinnar stofna nýjan flokk Ólíklegt talið að hinn nýi flokkur jafh- aðarmanna njóti trausts almennings Varsjá. Reuter. FLOKKUR kommúnista í Póllandi var leystur upp í gær og stofnaður nýr flokkur jaftiaðarnianna. í nýja flokknum er bæði að finna harðlínu- kommúnista og umbótasinna og telja fréttaskýrendur ólíklegt að hann komi til með að njóta trausts almennings fremur en kommúnistaflokkur- inn gamli sem hafði rúmlega tveggja prósenta fylgi í síðustu skoðana- könnun. Þá þótti óánægja flokksmanna koma berlega í ljós í gær er um 500 fulltrúar sáu ekki ástæðu til að taka þátt í kjöri framkvæmda- stjóra flokks jafnaðarmanna. Leszek Miller, sem talinn er til miðju- manna var kjörinn framkvæmdastjóri flokksins nýja en formaður var kjörinn Aleksander Kwasniewski, fyrrum íþróttamálaráðherra í stjórn kommúnista. Miller sem féllst á að gefa kost á sér í embættið, sagði á þinginu í gær að það væri sjálfsblekking að telja að alþýða manna myndi ganga til liðs við flokkinn nýja. Nýtt nafn myndi duga skammt og því þyrftu flokksmenn að sýna í verki að þeir væru ekki lengur aðeins strengja- brúður í höndum ráðamanna í Sov- étríkjunum. Lokaþing pólska kommúnista- flokksins fór fram í menningarhöll- inni í Varsjá en þá byggingu gaf Jósef Stalín, fyrrum einræðisherra í Sovétríkjunum, pólsku þjóðinni á sínum tíma. Grafarþögn ríkti í saln- um er fáni kommúnistaflokksins var borinn út í síðasta skiptið. Traust almennings í samþykkt þingsins sagði að full- trúum flokksins væri ljóst að þeim myndi aldrei takast að vinna traust almennings undir merkjum kommún- ismans. Hefði því verið ákveðið að leysa flokkinn upp og stofna nýjan flokk jafnaðarmanna. í stefnuskrá nýja flokksíns er hvergi minnst á helstu hugmynda- íræðinga kommúnismans þá Karl Marx og Vladímír Lenín. Ákaft var deilt á þinginu og reyndu umbóta- sinnar að flæma harðlínumenn á brott þannig að þeim tækist að stofna nýjan flokk án þeirra. Hið sama gerðu harðlínukommúnistar en á endanum náðist samkomulag um að fylkingarnar tækju höndum saman. A þennan hátt náðu fulltrúamir að sýna samstöðu út á við og koma í veg fyrir frekari klofning. A laugar- dag gengu nokkrir umbótasinnar af þinginu og tilkynntu að þeir hefðu stofnað nýjan flokk, „Bandalag jafn- aðarmanna". Eftir því sem næst verður komist gengu aðeins 106 full- trúar í hann þar af 28 fyrrum félag- ar í kommúnistaflokknum en rúm- lega 1.100 fulltrúar sátu þingið. Leiðtogi bandalagsins er Tadeusz Fiszbach, fyrrum flokksleiðtogi kommúnista í Gdansk, en áður hafði Lech Walesá, leiðtogi Samstöðu, lýst jrfir stuðningi við hann. Frekari klofiiingur hugsanlegur FVéttaskýrendur telja ólíklegt að það eitt að leggja niður flokk komm- únista nægi til að sannfæra alþýðu manna í Póllandi og er hugsanlegt talið að frekari klofnings sé að vænta t.a.m. að harðlínumenn stofni sér- stakan flokk. Á það er bent að al- menningur í Póllandi geti ekki hugs- að sér að styðja neinn þann flokk sem hafi fyrrverandi kommúnista innan vébanda sinna. Kemur þetta raunar glögjglega fram í skoðana- könnunum. I þeirri nýjustu sem birt- ist í málgangi stjórnarinnar Rzecz- pospolita reyndist fylgi kommúnista aðeins vera 2,2 prósent. Eldri menn hvattir til að víkja Leiðtogi kommúnistaf lokksins Mi- eczyslaw Rakowski tilkynnti á laug- ardag að hann myndí ekki gefa kost á sér i embætti leiðtogi nýja flokks- ins og hvatti mpnn af hans kynslóð til að víkja fyrir yngri mönnum. Rakowski sagði einnig í ávarpi sínu að nýi flokkurinn yrði að slíta öll tengsl við stalínismann og vitnaði til sigurs Samstöðu, hreyfingar stjórn- arandstæðinga, í kosningnum í júní í fyrra. „Þegar óttinn var ekki leng- ur til staðar kaus þjóðin Samstöðu. Við skulum horfast í augu við stað- reyndir málsins." Átök brutust út við menningar- höllina á laugardag er um 500 manns komu þar saman til að lýsa andúð sinni á kommúnismanum. „Burt með kommana," hrópaði fólkið í kór og kastaði dósum með rauðri málningu að byggingunni. Sveitir óeirðalög- reglu voru kallaðar út og beittu þær kylfum er mótmælin voru leyst upp. áeá tiiéetko keÉcJ HIGH-DESERT BLÓMAFRJÓKORN EGGERT KRISTJÁNSSON HF SÍMI 685300 15% afsláttur út febrúar Myndatökur frá kr. 6.500.- Ljósmyndastofurnar: Myndarfólk Keflavík, sími: 92-14290 Mynd Hafnarfirði, simi: 54207 Barna og Fjölskylduljósmyndir, sími: 12644 Ljósmyndastofa Kópavogs, sími: 43020 Öllum okkar tökum fylgja tvær prufustækkanir 20x25 cm. —.. \ er liagnýtt nám, semgetur opnaú þér nýiar leiúlr á vlnnumarkaúnum Jens Ólafsson, framkvæmdastjóri Grundarkjörsverslananna: „Hjá mérvinna m.a. tveir skrif- stofutæknar og er greinilegt að menntun þeirra er mjög góður und- irbúningur fyrir ábyrgðarstörf í fyrir- tækjum. Grundarkjörerfyrirtæki í stöðugri sókn. Velgengni þess byggist á góðu starfsfólki og fólk, sem lokið hefurskristofutækninámi er án efa fremst í þeim hópi. Það er því með glöðu geði, sem ég mæli með skrifstofutækninámi Tölvufræðslunnar". Ásdís Þórisdóttir, verslunarstjóri Grundarkjörs í Stakkahlíð: „Áðuren eg fór ískrifstofutækni- námið, vann ég sem afgreiðslumað- ur hjá Grundarkjöri. Ég kunni lítið á tölvur og bókhald og ákvað því að drífa mig á námskeið hjá Tölvu- fræðslunni. Skrifstofutæknínámið var mjög gagnlegt og skemmtilegt. Eftir að ég fékk prófskírteinið í hendurnar var mér boðin staða aðstoðarverslunarstjóra og skömmu síðarvarég orðin verslunarstjóri". [ Skrilstolutaikni skiptist í tölvugreinar, viðskiptagreinar og tungu- mál. Við bjóðum upp á morgun-, eftirmiðdags- og kvöldtíma. Námið tekur 3-4 mánuði og að þv( loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Tölvufræðslan Hringiú og tálú senúan tnekling TPT '•■'iiSiiSÍP’T Egils þykkni við þorsta WBBM' Æ Það er drjúgt og tækt þegar fjölskyldúita þyrstir. Blandið ljúffengan og ódýcah drykk! YDDA F5.46/S(A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.