Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ: ÞRIÐJUDAGUR 30; JANÚAR 1990 fclk f fréttum MANNASIÐIR Heilsað að hætti frumbyggja HOLIYWOOD LeikurRonald Reagan í Batman 2? Ronald Reagan fyrrum Banda- ríkjaforseti hefur verið eins og fló á skinni þessa mánuði sem liðnir eru síðan að hann dró sig í hlé og George Bush tók við. Hann eirir hvergi heldur þeytist heims- , homa á milli, heldur ræður og seg- ir brandara og þiggur himinháar fúlgur fyrir. Er haft fyrir satt, að forsetalaunin hafi verið smápening- ar hjá því sem hann rakar saman nú. En annars er mikið talað um það vestur í Bandaríkjunum, að Reag- an, sem er fyrrum Hollywood-leik- ari, hyggi ef til vill á endurkomu, eða „come back“ eins og Kaninn kallar það. Reagan hefur ávallt elskað sviðsijósið og þótt bráð- Ronald Reagan veifar til aðdá- enda fyrir nokkru, en frú Nancy stendur felmtri slegin fyrir aftan bónda sinn og minnir hann á að hylja skalla sinn. Skallinn er vegna geislameðferðar. skemmtilegur karl, ekki síst í for- setatíð sinni er hann gat slegið á létta strengi undir flestum kring- umstæðum, jafn vel um hin alvar- legustu mál. Það þætti því fáum ótrúlegt að hann vildi ekki gjarnan leika í einni eða tveimur kvikmynd- um, ekki virðist skorta starfsorkuna og hefur jafnvel geislameðferð við heilaæxli ekki hægt á honum. Orð- rómur er á kreiki um að það verði engin smámynd sem Reagan muni koma fram í, ef hann afræður það, engin önnur en „Batman 2“, en vitað er að framleiðendur fyrri myndarinnar, sem sló aðsóknarmet í Bandaríkjunum, hafa lagt hart að honum og boðið gull og græna skóga... / / FERÐ AM ALAR AÐ STEFN A Á EGILSSTÖÐUM 16. og 17. febrúar 1990 Dagskrá Föstudag ur 16. febrúar: O o 5 Ráðstefnan sett: Kristín Halldórsdóttir, formaður. Ávarp Steingríms J. Sigftíssonar, samgönguráðherra. Kl. 11:30 Framsöguerindi: a) Fræðslumál og menntun. b) Uppbygging ferðaþjónustu í dreifliýli. Kl. 13:00 Kynning ferðamálanefndar samgönguráðu- neytisins á störfum nefndarinnar. a) Framsaga formanns nefndarinnar Hjörleifs Guttormssonar. b) Nefndarmenn kynna hugmyndir og sitja fyrir svörum. c) Skoðanaskipti og fyrirspumir. Kl. 15:00 Ráðstefnugestir hefja umræður I 6 starfs- hópum. Laugardagur 17. febrúar: Kl. 09730 Starfshópar ljúka umræðum og ganga frá niðurstöðum og álitsgerðum. Kl. 13:00 Niðurstöður hópa kynntar og ræddar. Gengið frá tillögum og álitsgerðum. Kl. 17:00 Ráðstefnuslit: Kristín Halldórsdóttir, for- maður. Reiknað er með aukaflugi frá Reykjavík til Egilsstaða fimmtu- daginn 15. febrúar kl. 17:15, fbstudaginn 16, febrúar kl, 08:30 og frá Egilsstöðum til Reykjavíkur 18. febrtíar kl. 12:00. Flug- leiðir munu veita ráðstefnugestum 50% afslátt af flugfargjald- inu. Panta skal far hjá Flugleiðum en þátttaka tilkynnist til Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, Hótel Valaskjálf. Feróamálaráöislands árjS Einhell vandaöar vörur w. ARGON- SUÐUVÉL SGA 142 Kr. 23.696,- Skeljungsbúðin Síðumúla 33 símar 681722 og 38125 í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Menn eru misjafnir og sinn er siður í hveiju landi,“ sagði djúp vitur spek ingur einhverju sinni og fáir efast víst um gildi þessara vísdómsorða. Stjómmálamenn og konungborið fólk þurfa ekki síst að vera meðvitað um þessa óvefengj- ^nlegu staðreynd mannlegs lífs og raunar er það svo að til er sérstök stétt manna, siðameistarar, sem m.a. annast undirbúning opinberra heimsókna og sjá um að allt fari fram eftir settum reglum. Á dögun- um fór fram setningarhátíð Sam- veldisleikannna í Auckland á Nýja- Sjálandi og var þar mættur Játvarð- ur prins, fulltrúi Bretlandsdrottn- ingar. Siðameistarinn hafði sýni- lega sinnt starfi sínu af dæmafárri samviskusemi því Játvarður heilsaði fulltrúa frumbyggja, sem nefnast Maoríar, að hætti þeirra og neru þeir prinsinn og frumbygginn, Sir Hugh Kawaharu, saman nefjum drykklanga stund. Um tíu prósent íbúa Nýja-Sjálands munu vera Ma- oríar. Þess má geta, þó það komi þessu máli nákvæmlega ekkert við, að söngkonan fræga Kiri Tekanawa er Maoríi en nýverið söng hún fyrir rúmlega 100.000 manns í heima- landi sínu og munu það vera fjöl- mennustu klassísku tónleikar sög- unnar. Reuter Staðlarád íslands og Háskóli íslands boða til kynningarfundar um samræmingu hugbúnaðar í flskvinnslu miðvikudaginn 31. janúar kl. 16.30 til 17.30 í veitingastofu Tæknigarðs, Dunhaga 5. Dagskrá fundarins: Fundarstjóri: Páll Jensson, prófessor, verkfræði- deild HÍ. Stöðlun á sviði upplýsi ngatækni: Þorvarður Kári Ólafsson, UT-staðlaráði. Samræming hugbunaðar ífiskvinnslu, niðurstöð- ur verkefnisins: Snprri Agnarsson, prófessor, tölvunarfræðiskor HÍ. Umræður. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.