Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 ATVINNUAUGl YSINGAR Kópavogur Vantar starfskraft við sölu og léttra skrif- stofustarfa. Ensku- og dönskukunnátta æski- leg, þó ekki skilyrði. Reyklaus vinnustaður. Svör sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „K - 7617“ fyrir 2/2. Baader-maður Vanur Baader-maður óskast til viðhaldsvinnu Baader-véla og almennrar verkstæðisvinnu. Upplýsingar gefur Kjartan Ragnarsson í símum 92-68168, 92-68422 og 985-22583. Þorbjörn hf., Grindavík. „Au pair“ London „Au pair“ óskast sem fyrst á gott heimili til að gæta 6 ára drengs. Enskukunnátta skil- yrði. Verður að hafa bílpróf og hafa gaman af börnum. Lysthafendur hringi inn nafn sitt og síma- númer í síma 91-25700 (Hótel Holt). M atvælaf ræði ng u r Matvælafræðingur óskar eftir starfi. Viðkomandi hefur 4ra ára starfsreynslu úr matvælaiðnaði við eftirfarandi verkefni: ★ Rannsóknastofustörf ★ Gæðaeftirlit ★ Þróun og rekstur gæðaeftirlitskerfa Viðkomandi óskar eftir að starfa á Stór- Reykjavíkursvæðinu en margt kemurtil greina. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „M - 6246“. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða nú þegar starfskraft til almennra skrifstofustarfa. Við gerum þær kröfur að viðkomandi sé stundvís og áreiðanlegur og geti fallið inn í okkar litla hóp. Æskilegur aldur 30-50 ára. Við bjóðum góða vinnuaðstöðu og laun eftir samkomulagi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast skrifstofu okkar á Funahöfða 19 fyrir 3. febrúar nk. Ármannsfell hf. QC* Anna Edström. herberai 312. Húsvörður Óskum að ráða húsvörð til gangavörslu og ræstinga í verslunarmiðstöðina Austurver. Þægilegur vinnutími. Upplýsingar, er greini aldur og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 5. febrúar merktar: „Austurver - 8903“. Sólarkaffi Arnfirðingafélagsins verður haldið í veitingahúsinu Ártúni, Vagn- höfða 11, laugardaginn 3. febrúar nk. og hefst kl. 20.30. Miðasala og borðapantanir verða í Ártúni laugardaginn 3. febrúar frá kl. 16.00-18.00. Hjúkrunarfræðingar Aðalfundur Reykjavíkurdeildar verður haldinn miðvikudaginn 31. janúar kl. 20.00 á Suður- landsbraut 22. Fundarefni samkvæmt lögum deildarinnar. Hjúkrunarfræðingar mætið og gefið kost á ykkur sem þátttakendum ífulltrúafundi í maí. Stjórn Reykjavíkurdeildar H. F. í. Húnvetningafélagið Árshátíð félagsins verður haldin þann 3. febr- úar í Glæsibæ, Álfheimum 74, og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Kórar úr heimahéraði, undir stjórn Ólafar Pálsdóttur, syngja ásamt Sigurveigu Hjaltested. Sitthvað fleira verður til skemmtunar. Aðgöngumiðar verða seldir 1. og 2. febrúar í Húnabúð, Skeifunni 17, frá kl. 17.00-21.00 síðdegis. ATVINNUHÚSNÆÐI Geymsluhúsnæði til leigu í miðbænum. Geymslur hólfaðar nið- ur í 25,50 eða 100 fm. Upplagt fyrir heild- sala, innflytjendur eða smásöluverslanir. Upplýsingar gefur Skipaafgreiðsla Jes Zim- sen í símum 14025 og 20662. TILBOÐ - ÚTBOÐ 1 33 f VERKAMANNABÚSTAÐIR í REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 30, 108 REYKJAVfK SÍMI 681240 Utboð Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum í jarðvegsskipti í húsgrunnum og bílastæðum í Borgarholtshverfi I. Gröftur er áætlaður 21.000 m3og fyllingar 18.000 m3. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VB, Suðurlandsbraut 30, gegn 5.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 8. febrúar nk. kl. 15.00 á skrifstofu VB. Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík. LIS TMUNA UPPBOÐ Málverkauppboð Gallerí Borg heldur málverkauppboð fimmtu- daginn 1. febrúar. Málverkauppboðið fer fram á Hótel Sögu og hefst kl. 20.30. Uppboðsverkin verða sýnd í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, miðvikudaginn 31. og fimmtudaginn 1. febrúar frá kl. 10.00-18.00. BOEG Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík Sími 9(1)24211 SJÁLFSTfEÐISFLOKKURINN F F 1. A G S S T A R F Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Kef lavík verður haldið i Glaumbergi, laugardaginn 3. febrúar, kl. 19.30. Jafn- framt mun tveggja vikna námskeiöi Stjórnmálaskóla Sjálfstæöis- flokksins í Keflavík verða slitið á sama tíma. Þátttaka tilkynnist í síma 12021 miðvikudag og fimmtudag milli kl. 18.00 og 19.30. Keflvíking- ar fjölmennið. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna I Keflavik. Sjálfstæðisflokkurinn á ísafirði Framboðsfrestur til prófkjörs Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á ísafirði vegna bæjarstjórnakosningana í vor. Prófkjörið veröur hald- ið helgina 24.-25. febrúar nk. Gögn varðandi framboðið fást hjá formanni kjörstjórnar, Jens Kristmannssyni, vs. 3211, hs. 3098. Fram- boöum ásamt tilskyldum meðmælum skal skilað til formanns kjör- stjórnar í síðasta lagi laugardaginn 10. febrúar. Kjörstjórn. Vestmannaeyjar Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélagið Eyglóð heldur aðalfund miðvikudaginn 31. janúar kl. 20.30 f húsi félagsins við Heimagötu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Bingó. Mætið vel. Stjórnin. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins Kvöld- og helgarskóli Kópavogur - Mosfellsbær Þriggja kvölda námskeið fyrir sjálfstæðiskonur Staður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. Tími: 5.-8. febrúar 1990. Dagskrá: Mánudagur 5. febrúar: Kl. 17.30-19.00 Ræðumennska og fundarsköp: Bjarndís Lárus- dóttir. Kl. 19.00 Matarhlé. Kl. 19.30-21.00 Greinaskrif: Þórunn Gestsdóttir. Kl. 21.00-22.00 Baejarstjórnarkosningar í Kópavogi: Birna Guðrún Friöriksdóttir. Þriðjudagur 6. febrúar: Kl. 17.30-19.00 Ræðumennska og fundasköp: Bjarndís Lárusdóttir. Kl. 19.00 Matarhlé. Kl. 19.30-21.00 Greinaskrif: Þórunn Gestsdóttir. Kl. 21.00-22.00 Bæjarstjórnarkosningar ( Mosfellsbæ: Helga Richter. Fimmtudagur 8. febrúar: Kl. 17.30-19.00 Ræðumennska og fundasköp: Bjarndis Lárusdóttir. Kl. 19.00 Matarhlé. Kl. 19.30-21.00 Greinaskrif: Þórunn Gestsdóttir. Kl. 21.00-22.00 Fræðslu- og útbreiðslumál v/komandi borgar- og bæjarstjórnakosninga: Bessí Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.