Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 Ráðgjafarnefnd um fiskveiðiírumvarpið: Stjórnarflokkar bóka ým- ist andstöðu eða sérálit Þó er samstaða um grundvallarbreytingar eins og afiiám sóknarmarks og sérstakt fiskveiðiár RÁÐGJAFARNEFND um stjórnun fískveiða hefur skilað af sér til sjávarútvegsráðherra og leggur hún til að drög að frumvarpi til laga um stjórnun fískveiða verði lögð fram á Alþingi í núverandi mynd. Mikið er þó um bókanir nefndarmanna og sérálit. Fulltrúar allra sljórnmálaflokkanna nema Framsóknarflokksins bóka allir sérálit og eða andstöðu við fram komin frumvarpsdrög að lögum um stjórnun fískveiða. Bókanir hagsmunaaðilanna eru færri og styðja margir þeirra frumvarpsdrögin án athugasemda. Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag bóka andstöðu við ákveðna grundvallar- þætti svo sem úthlutun aflaheimilda til tiltekinna fískisskipa. Borg- araflokkur og Samtök um jafhrétti og félagshyggju hafna frum- varpsdrögunum einnig á svipuðum forsendum. Ljóst virðist því að frumvarpið taki breytingum í meðförum þingsins, enda nýtur það ekki stuðnings sljórnarflokkanna í þeirri mynd, sem það kemur frá ráðgjafamefndinm. Skúli Alexandersson, fulltrúi Alþýðubandalagsins, skrifar undir með fyrirvara um skerðingu botn- fiskaf lamarks vegna sérveiða, álag og vigtun á fiski, sem fluttur er óunninn á markað og að aflahlut- deild fylgi skipum við sölu. Hann áskilur sér rétt til að fylgja breyt- ingartillögum, sem fram kunni að koma í meðförum þingsins. Guttormur Einarsson, fulltrúi Borgaraflokksins, hafnar frum- varpsdrögunum. Hann segist munu beita áhrifum sínum á öðrum vettvangi til lagfæringa á þeim, enda geti hann ekki tekið ábyrgð á þeim afleiðingum, sem þau muni skapa allri þjóðinni og þó sérstak- lega landsbyggðinni, verði þau að lögum. Fulltrúar Kvennalistans, Unnur Steingrímsdóttir og Kristín Hall- dórsdóttir, hafna frumvarpsdrög- unum og nefna þar ýmislegt til. Þau séu í algjörri mótsögn við það markmið að stuðla að vemdun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna á íslandsmiðum. Kvennalistinn telur affarasælast að úthluta veiðiheim- ildum til byggðarlaga, vill efla verulega rannsóknir á auðlindinni og hafnar því að íslenzk útgerð haldi uppi erlendri fiskvinnslu á kostnað okkar eigin. Eiður Guðnason, fulltrúi Al- þýðuflokksins, telur að við mótun fiskveiðistefnu beri að taka meira tillit til byggðarsjónarmiða, sem gert sé í fyrirliggjandi frumvarps- drögum. í bókun sinni segir hann að ljóst sé að málið eigi eftir að taka breytingum í meðförum Al- þingis og þingmenn Alþýðuf lokks- ins áskilji sér rétt til að flytja og fylgja breytingartillögum, sem þar kunni fram að koma. Bókun Guðmundar H. Garðars- sonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins er svo hljóðandi: „Þrátt fyrir það, að ekki hefur tekizt heildar- samkomulag í ráðgjafamefndinni um tillögur að frumvarpi til laga um fiskveiðistjómun, er núgildandi lög falla úr gildi, get ég fallizt á að afgreiða málið úr nefndinni. Nauðsynlegt er að sjávarútvegs- ráðherra leggi fram á Alþingi frumvarp til laga um fiskveiði- stjómun sem fyrst. Sjálfstæðis- flokkurinn mun taka afstöðu til þess frumvarps, sem ráðherra mun væntanlega leggja fram á Alþingi, þegar þar að kemur.“ Fulltrúi Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, Jóhann A. Jóns- son, segist ekki geta samþykkt frumvarpsdrögin eins og þau liggi fyrir og tekið þannig ábyrgð á þeim afleiðingum sem þau muni skapa þjóðinni allri og þó sérstak- lega landsbyggðinni. Hann segir afleiðingu stefnu þeirrar, sem í frumvarpsdrögunum felist, skapa stjórrivöldum mikla erfiðleika og leiða af sér fólksf lutninga samfara Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar: Framboð tilkynnt í gær gegn núverandi formanni STARFSMANNAFÉLAG Reykjavíkurborgar hefur dregið sig út úr samningaviðræðum vinnuveitenda og launþega vegna væntanlegs stjómar- og formannskjörs í félaginu. Guð- mundur Vignir Oskarsson, slökkviliðsmaður, hefúr ákveðið að bjóða sig fram gegn Haraldi Hannessyni, núverandi formanni, í kosningum 10. febrúar næst- komandi. Guðmundur Vignir Óskarsson, mótframbjóðandi Haralds í for- mannskjöri, kvaðst hafa verið hvattur til þess af félagsmönnum að gefa kost á sér í formannskjör- inu. Sagði hann helstu ástæðu fyrir framboði sínu vera þá að hann teldi að margt mætti fara á betri veg í félagsmálum Starfsmannafélags- ins, einkum að því er lýtur samn- ingagerð og félagsmálum. „Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar er lægst launaða stéttarfélagið innan BSRB og ég tel að full reynsla sé komin á vinnubrögð fyrri stjórnar," sagði Guðmundur. „Ástæðan fyrir því að við drógum okkur út úr samningaviðræðunum er einfaldlega sú að við áttum von á mótframboði í formannskjöri. Það er ærið verkefni að standa í samn- ingagerð og ekki á það bætandi að vera jafnframt í slag um stöðu formanns,“ sagði Haraldur Hannes- son, sem vinnur þó að samnings- gerðinni á öðrum vettvangi því hann er 1. varaformaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Taldi hann óeðlilegt að sitjandi stjórn ynni að gerð kjarasamnings fyrir stjóm sem hugsanlega tæki við inn- an skamms. „Við teljum okkur geta gengið inn í þá kjarasamninga sem gerðir Haraldur Hannesson. verða þó svo við tökum ekki þátt í sjálfri samningsgerðinni, sagði Har- aldur. „Það gerðist nokkuð skyndilega að félagið dró sig út úr samninga- viðræðunum á þeim forsendum að stjómarkjör væri framundan. Þá hafði ekki verið tilkynnt um neitt framboð. Mér finnst ekkert óeðli- legt við það að fólk vilji hafa um einhveija kosti að velja í formanns- kjörinu," sagði Guðmundur Vignir í samtali við Morgunblaðið. í ■ lögum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að uppstillingamefnd sé skipuð í upphafi árs og hefur hún því hlut- verki að gegna að fylgjast með hverjir eiga að ganga úr stjóm og hveijir gefa kost á sér áfram. Nefndin á að ljúka störfum í síðasta lagi í byijun febrúar og að því lok- nu er öðrum félagsmönnum gefínn kostur á að tilkynna um framboð, Guðmundur Vignir Óskarsson. en 75 meðmæli verða að fylgja hveijum frambjóðanda. Kjörtíma- bilið er tvö ár. Guðmundur Vignir sagði að hann hefði verið beðinn um að bjóða sig fram gegn formanni félagsins innan uppstillingamefndarinnar en þá hefði hann talið að framboðið þarfn- ast meiri íhugunar. Þá lá fyrir ákvörðun formanns að hann gæfí kost á sér áfram og sömuleiðis fjög- urra af fimm stjórnarmönnum sem nú áttu að ganga úr stjóm. Þijú framboð bárust uppstillingamefnd- inni til stjórnarkjörsins þannig að efna varð til kosninga. Kosningam- ar fóru á þann veg að þeir fjórir einstaklingar sem gáfu áfram kost á sér náðu kosningu kjör og voru þar með inni á lista uppstillingar- nefndar. Ekki munaði þó nema einu atkvæði að varaformaður félagsins, Sjöfn Ingólfsdóttir, félli út af lista uppstillingarnefndar. Morgunblaðið/J6n Páll Ásgeirsson Meðan fiskveiðilöggjöfin er í brennidepli í landi, halda sjómenn veið- unum áfram og moka upp loðnunni. eignatjóni og félagslegum hör- mungum. Hreggviður Jónsson, fulltrúi Fijálslynda hægri flokksins, segir brýnt að frumvarp um stjómun fiskveiða verði lagt fram á Alþingi hið fyrsta. Flokkur hans muni þá taka endanlega afstöðu til fmm- varpsins. Farmanna- og fiskimannasam- band íslands hafnar fmmvarps- drögunum, fyrst og fremst vegna þess að í þeim er gert ráð fyrir sölu á óveiddum fiski. FFSÍ lýsir jafnframt yfir eindregnum vilja sínum til að finna lausn á því vandamáli, sem sala á óveiddum fiski sé í dag. Félag sambandsfisk- framleiðenda skrifar undir drögin með fyrirvara um að úr verði bætt í einstökum atriðum. Er þar nefnd- ur skortur á jafnræði milli greina innan sjávarútvegsins og sé það einkum hlutur fiskvinnslu og fisk- vinnslufólks, sem sé fyrir borð borinn. Þá sé í drögunum ekkert að finna, sem geti hamlað gegn hraðri og skipulagslausri röskun byggðar. Landssamband smábáta- eigenda fellst í megin dráttum á texta frumvarpsdraganna í trausti þess að tveimur atriðum verði kippt í liðinn. Þar er annars vegar tekið til grásleppubáta og málefna þeirra og hins vegar að nýjir bátar undir 9,9 tonnum skerði ekki aflaheim- ildir þeirra, sem fyrir eru. Sjómannasamband íslands telur frumvarpsdrögin málamiðlun. Fulltrúi þeirra segist þó tilbúinn til að standa að drögunum, þó svo að ýmislegt í þeim falli ekki að þeim skoðunum, sem ríkjandi séu innan Sjómannasambandsins. Full- trúi Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda bókar sérálit þar sem hann ítrekar tillögu sína um að veiðikvótar á úthafsrækju skiptist milli veiða og vinnslu. Verka- mannasamband íslands lýsir and- stöðu sinni við drögin, sem lög- festi um ófyrirséða framtíð eignar- hald útgerðar á þessari þýðingar- mestu auðlind þjóðarinnar. Verka- mannasambandið leggur til nokkr- ar breytingar á frumvarpsdrögun- um og er þar helzt að nefna ákvæði um fiskvinnslukvóta og að komið verði í veg fyrir sölu á óveiddum fiski. Fulltrúar Framsóknarflokksins, LÍÚ, Fiskfélagsins, Hafrannsókna- stofnunar, SH, SÍF, Þjóðhags- stofnunar og sjávarútvegsráðu- neytisins, skrifa undir skilabréf með frumvarpsdrögunum án at- hugasemda. Neitar að borga hest sem ekið var á: Alít að hesturinn hafi ekki átt að vera þarna - segir Magnús Svavarsson eigandi bílsins MAGNUS Svavarsson, eigandi Vöruflutninga Magnúsar Sva- varssonar á Sauðárkróki, hefúr ákveðið að láta reyna á fyrir dómstólum, hvort hann er bóta- skyldur fyrir að bíll fyrirtækis hans ók á hross, sem varð að afiífa. „Ég álít að hesturinn hafi ekki átt að vera þarna, og þess vegna neita ég að borga,“ sagði Magnús í gær í samtali við Morg- unblaðið. Atburðurinn varð að morgni síðastliðins fimmtudags, um sjö- leytið, á Sauðárkróksbraut, sem er milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Magnús segir að alla þá leið, sem er um 23 kílómetrar, sé vegurinn afgirtur og eigi Vegagerð ríkisins það svæði. „Það er margbúið að kvarta undan hrossum á þessaari leið,“ segir Magnús og hann kveðst hafa eftir lögreglu að þangað'hafi um 100 kvartanir borist. „Hrossin eru þarna bara fyrir það, að hliðin heim að bæjunum eru skilin eftir opin. Ég ákvað það fyrir löngu að ef ég lenti í þessu, skyldi ég neita að borga hrossið. Ég álít að næsta skref verði að eigandi hestsins komi með bótakr- öfu og þá legg ég fram bótakröfu á móti fyrir tjón á bílnum, því að ég álít að hrossin eigi ekki að vera þarna,“ segir Magnús. Hann hafði þegar samband við tryggingafélag sitt og fór fram á að tjónið yrði ekki greitt, nema fulljóst væri að svo bæri að gera. Hann kveðst vera reiðubúinn til að láta málið fara fyrir dómstólana, enda sé nauðsynlegt að fá úr því skorið hver réttur manna sé í þess- um efnum. Magnús segir að slysið virðist ekki hafa haft mikil áhrif á lausa- göngu hesta við þennan vegar- spotta. „Seinna sama dag, um fjög- urleytið, voru hestar á veginum á svipuðum stað og á laugardaginn var maður frá þessum slóðum að temja á veginum, þannig að þeir virðast ekki hafa miklar áhyggjur,“ sagði Magnús Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.