Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Júlíus Byssumaðurinn yfírbugaður fyrir utan Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Víkingasveitarmenn leita á honum og eru jafnframt viðbúnir því að fleiri kunni að vera í húsinu. Umsátursástand í miðbænum í nótt: Víkingasveitin handtók byssumann SÉRSVEIT lögreglunnar í Reykjavík, Víkingasveitin, handtók mann við Hafiiarhúsið rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Hann hafði hleypt af tíu skotum úr haglabyssu inni í húsinu en kom sjálfur byssulaus út. Lögreglunni var tilkynnt um manninn upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi. Lögreglan lokaði göt- um við Hafnarhúsið og Víkinga- sveitarmenn komu vopnaðir og hettuklæddir og voru alls yfir 20 lögreglumenn á svæðinu. Var göt- unum lokað í um klukkustund. Kunningi mannsins, sem var á lögreglustöðinni, náði símasam- bandi við hann í Hafnarhúsinu þegar klukkan var langt gengin í eitt og að loknu því samtali, klukkan sjö mínútur fyrir eitt, kom hann byssulaus út á Tryggvagötu og lagðist niður þeg- ar Víkingasveitarmenn þustu að. Inni í húsinu var gömul hagla- byssa af Remington-gerð. Hafði verið hleypt af 10 skotum úr henni á hluti inni í húsinu. Að sögn lög- reglu er ekki vitað til að maðurinn hafi skotið út úr húsinu eða ógn- að fólki. Hann var fluttur á lög- reglustöðina en yfirheyrslur yfir honum voru ekki hafnar þegar blaðið fór í prentun í nótt. Óljóst með niðurstöðu miðnæturfundar ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins: Mýrdalur: Póstbíll fauk ótaf veginum Litla-Hvammi. PÓSTBÍLL er var að koma frá Reykjavík til Víkur í Mýrdal í gærmorgun fauk útaf veginum um fímm kílómetrum vestan við Vík í mikilli hálku og fór á hlið- ina. Bílstjórann sakaði lítið, en hann mun þó eitthvað hafa mar- ist. Mikill norðaustanvindur var um þetta leyti, og feykti hann bílnum útaf þar sem vegurinn var ein svell- glæra. Vel gekk að rétta bílinn við og ná honum upp á veginn aftur. Var hann síðan dreginn á verkstæði til Víkur en reyndist lítið skemmd- ur. Bíllinn fór síðan til baka héðan í gærkvöldi, en hafði þá tafist um fjórar klukkustundir. Snjór er nú yfir allri jörð hér í Mýrdal og víða svellalög. Einkum eru vegir mjög hættulegir víða sök- um hálku, og varasamir þegar eitt- hvað er að veðri. Sigþór Freyja fékk 200 kr. á kg METVERÐ, eða 202,03 króna meðalverð, fékkst fyrir rúm 16,6 tonn af afla Freyju RE, sem seld voru úr einum gámi í Bretlandi í gærmorgun. Fyrir þennan af la fengust 33.386 pund, eða rúmar 3,3 milljónir króna. Verð á salt- fiski hækkar VERÐ á saltfíski fer nú heldur hækkandi á helztu mörkuðum okkar erlendis. Sölusamband íslenzkra fískframleiðenda vinn- ur nú að gerð samninga við fjög- ur stærstu markaðslöndin. Samn- ingum er meðal annars lokið í Portúgal og segir Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri SIF, að verð sé að styrkjast og vonir standi til batnandi afkomu. Tillaga kom frani í nótt um frestun samningafundar HVORKI forsvarsmenn aðila almenna vinnumarkaðarins né ráð- herrar ríkisstjórnarinnar vildu láta hafa nokkuð eftir sér um niður- stöðu fundar aðila í nótt, en þar gaf ríkisstjórnin svar við hvað hún gæti gert til að greiða fyrir gerð kjarasamninga aðila. Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- sljóri VSÍ, sem sátu fúndinn, sem lauk á öðrum tímanum í nótt, fóru til að skýra samninganeftidum frá niðurstöðu fundarins og vildu ekkert fullyrða um hvort framhald yrði á samningafúndinum í nott. Klukkan hálf þrjú í nótt kom fram tiliaga um að fresta fúndi til 17 í dag. Þóttu of margir endar lausir í svari ríkisstjórnarinnar. Aðilar vinnumarkaðarins fóru þess á leit við ríkisstjómina að hún tryggði fjárveitingu að upphæð 700 milljónir, sem vantar upp á til að hefur legið tilbúið í fjármálaráðu- neytinu. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði að málin hefðu verið rædd á þessum fundi og hann teldi að samkomulag hefði nálgast mikið. Skýrt hefði verið frá niður- stöðu ríkisstjómarinnar, en hann gæti ekki sagt frá henni að svo stöddu. Samkomulag hefur tekist við bankana um lækkun nafnvaxta í áföngum þannig að nú um mánaða- mótin lækki þeir úr rúmum 29% í 22%, um þamæstu mánaðamót, 1. mars, í 18% og 1. apríl í 14%. Skýringu hækkandi verðs á salt- fiski má meðal annars rekja til minna framboðs en oft áður. Til þessa hefur verið greitt úr saltfisk- deild Verðjöfnunarsjóðs um 6% að meðaítali á söluverð saltfisksins og segir Magnús að með þeim hækkun- um, sem náðst hafi í Portúgal megi búast við að útborgun úr sjóðnum falli niður. Þá sé enn ekki ljóst hver þróun tolla verði, en áætla megi að tollfrjáls kvóti verði upp- urinn í lok febrúar eða marz og við taki 7% tollur fyrsta apríl. Engu að síður ætti hækkandi verð að bæta afkomu saltfiskverkenda enda veiti ekki af því eftir langvarandi tap. halda búvöruverði óbreyttu vegna síðastliðins árs. í öðru lagi var far- ið fram á það við ríkisstjórnina að hækkuð verði frítekjumörk elli- lífeyrisþega um 5.200 krónur, þannig að tekjutrygging skerðist seinna sem því nemur, en þetta er talið kosta ríkissjóð á bilinu 200-250 milljónir. í þriðja lagi var þess farið á leit við ríkisstjórnina að hún tryggði lækkun fram- færsluvísitölunnar um 0,3%, en það er talið kosta um 300 milljónir króna. Aðilar funduðu hver í sínum hópi um svör ríkisstjórnarinnar þegar Morgunblaðið fór í prentun og var óljóst hver niðurstaðan yrði. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun ríkisstjórnin ekki hafa tekið illa í að halda aftur af verðhækkun landbúnaðarvara, en tregar var tek- ið undir erindi er varða lífeyrismál- in. Sama gildir um framlagningu frumvarps um lífeyrismál sem lengi Ók snjósleða fótbrotinn ÞRÍTUGUR Reykvíkingur fótbrotnaði þegar snjósleói hans valt á leiðinni frá Landmannalaugum í Eldgjá á laugardag. Maðurinn ók sleðanum sjálfúr I eina klukkustund að bíl. Félagar hans óku hon- um svo til byggða, þar sem gert var að fætinum. Maðurinn fór ásamt nokkrum félögum sínum að Veiðivötnum á föstudag. Bíla sína skildu þeir eft- ir við Hrauneyjarfoss, en héldu áfram á snjósleðum. Á laugardag voru þeir á ferð frá Landmanna- laugum inn í Eldgjá þegar sleði mannsins valt. Varð hægri fótur mannsins undir sleðanum og sköf 1- ungurinn brotnaði. Félagar mannsins hlúðu að hon- um og þegar sársaukinn í fætinum hafði dofnað ákvað hann að aka sleða sínum sjálfur að bílunum. Ferðin að bílunum tók um eina klukkustund. Félagar hans bjuggu um hann í einum bílanna og óku honum á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem gert var að brotna fætin- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.