Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.1990, Blaðsíða 28
MORGUNBLÁÐIÐ VJÐSMFTI/fflVINNUIÍr I>!ÍÍéjÍjl)AGtÍl{ 30. JANÚAR 1990 f Fólk ■ NOKKRAR breytingar varðandi starfsmannahald hafa átt sér stað hjá Örtölvutækni-Tölvukaupum hf. nýlega. Guðmundur B. Hólm- steinsson hefur verið ráðinn sölu- stjóri Hewlett Packard búnaðar hjá fyrirtækinu. Guðmundur er fæddur 1. júní 1952, lauk meistara- prófi í rafvirkjun frá Tækniskólan- um í Árósum 1980 og útskrifaðist sem rafeindaiðnfræðingur frá sama skóla 1982. Hann var sölumaður hja Benco hf. til 1985 og sama ár varð hann sölustjóri hjá Hewlett Packard á íslandi. Guðmundur er kvæntur Maríu Kr. Thoroddsen. ■ KARL Wernersson hefur verið ráðinn fjármálastjóri fyrirtækisins. Karl er fæddur 24. október 1962, útskrifaðist frá viðskiptadeild Há- skóla íslands, endurskoðunarsviði 1986. Hann starfaði frá ársbyijun það ár hjá Endurskoðun hf. til október' 1987, er hann hóf störf hjá Radíóbúðinni hf. fyrst sem skrif- stofustjóri og síðar sem forstöðu- maður tölvudeildar. ■ TRYGGVI Þorsteinsson hefur verið ráðinn sölustjóri Tulip tölvu- búnaðar hjá fyrirtækinu. Tryggvi er fæddur 8. júlí 1962, lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1983 og hóf sama ár fram; haldsnám í tölvunarfræðum í HI um leið og hann starfaði hjá SKÝRR. 1985-1988 starfaði hann hjá Skrifstofuvélum hf. við sölu og þjónustu á IBM PC tölvum og öðrum tölvubúnaði. Unnusta Guðmundur Karl Tryggva er Jóhanna Gunnlaugs- dóttir. ■ JÓHANN Másson hefur verið ráðinn sölumaður Decision Data búnaðar fyrir IBM S/3x og AS/400 ásamt ýmsum tengibúnaði. Jóhann er fædur 17. júlí 1964. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1984 og hóf sama ár fram- haldsnám í tölvunarfræðum við HI. Hann starfði áður sem söiumaður á tölvubúnaði hjá Heimilistækjum hf. Jóhann er kvæntur Margréti Geirsdóttur röntgentækni. Tryggvi Jóhann Aðeins þetta eina sinn fyrir aðeins 2.500 krónur í Glym 2. febrúar nk. Upplifið íslenskt þorrablót með RÍÓ allt kvöldið, Reyni Jónassyni, harmónikuleikara, söngkvartettinum BARKABRÆÐRUM ogfélög- um úr kvœöamannafélaginu IÐUNNI. Takið þcitt l vísnasamkeppni. Boröi hver eins og hann getur i sig látiö. Hinfrábœra hljómsveit UPPLYFTINGleikurfyrirdansi. Alltþetta og meira tilfyrir aÖeins 2.500 kr. Hinn landsþekktiþorramaturfrá Múlakaffi á boöstólnum! Borðapantanir í síma 77500 milli kl. 13-16 HúsiÖ opnaö kl. 19. Athugið: Aðeins þetta eina sinn! Á MARKAÐI Bjarni Sigtryggscon Nýfyrirtæki þnrfa taimfé Á dögunum varaði Brynjólfur Jonsson hagfræðingur við þeirri skattlagningu sem lögð er á ný- sköpun í atvinnurekstri með því að fjórtánfalda gjald fyrir skrá- setningu fyr- ____________________ irtækja. Fjár málaráðherra fór enn einu sinni offari í skattagleði sinni á sama tíma og ríkið ver miklum fjármunum til að auglýsa áskoranir til altnennings um að fylgj- ast grannt með hugsan- legum verð- hækkunum í verslunum. Það eitt út af fyrir sig er alvarlegt íhug- unarefni, að hið opinbera hækki sjálft gjaldtöku um 1400 prósent. Annað og ekki miklu skárra er sá þrándur sem lagður er í götu nýsköpunar í atvinnulífi. Vaxandi atvinnuleysi er hætt að vera árstíðabundið ástand og ís- land er í fýrsta sinn um áratuga skeið að mælast með varanlegt atvinnuleysi allt árið um kring. Smáfyrirtæki eru atvinnuuppspretta í nágrannalöndunum hefur verið ráðist gegn atvinnuleysis- vandanum meðal annars með þeim hætti að hvetja og örva til stofnunar nýrra fýrirtækja, og jafnvel í þeim ríkjum þar sem samneýsla er skorin hvað grimm- ast niður, svo sem í Bandaríkjun- um og Bretlandi, er varið til þess opinberu fé að hjálpa fólki að stofna ný smáfyrirtæki. Enda hefur það komið í ljós að smá og meðalstór fyrirtæki, einkum í þjónustugreinum, leiða tii flestra nýrra starfa. Hér á landi hafa iðnráðgjafar tekið til starfa víða um land með það á sinni könnu að auðveldlega nýsköpun í atvinnulífi. Þeim er ekki gert hægara um vik í því ætlunarverki með þessum skatti. Hundrað þúsund króna gjald skiptir litlu máli þegar verið er að stofna skattaskjól. En hætt _______________ er við því að „Ráðgjafar er víða þörf um rekstur og markaðsmál, veikustu hlekki margra nýrra fyrir- tækja.“ litlu fyrir- tækin, fjöl- skyldufyrir- tækin svo- kölluðu, sem stofnuð eru um nýjar hugmyndir eða stað- bundna möguleika líði fyrir þetta gjald. Brynjólfur Jónsson hef- ur bent á að þetta kunni að Ieiða til þess að menn kunni heldur að trassa það að skrá ýmis konar atvinnurekst- ur eða að minnsta kosti að bíða Tannfé í stað skattheimtu í stað þess að búa til hindran- ir af þessu tagi væri nær að hið opinbera ásamt sjóðum verka- lýðsfélaganna, legði nýjum fyrir- tækjum til stofnfé, eins konar tannfé, til að hjálpa þeim af stað. Sú aðstoð gæti til dæmis verið í formi ráðgjafar um rekstur og markaðsmál, en það eru iðulega veikustu stoðir nýrra fyrirtækja. Sá stuðningur gæti líka verið í formi víkjandi lána fyrstu árin, þannig að þau endurgreiðist þeg- ar sýnt er að fyrirtækið hafi kom- ist á legg og orðið matvinnungur. Umfram allt er það mikilvægt að hugkvæmni einstaklinganna og vilji þeirra til að takast sjálfir á við framleiðslu og rekstur sé virkjaður í stað þess að hrekja menn frá því að taka áhættu. Sameiginlegi velferðarsjóður- inn, sá sem er í vörslu fjármála- ráðherra, verður ekki beysinn í framtíðinni byggi hann ekki tekj- ur sínar á þróttmiklu og fjöl- breytilegu atvinnulífi. STJÓRNUNARNÁMSKEID FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGT. Innritun 09 upplýsingar í síma 82411 Hópar og smáir vinnustaðir - þetta er ykkar mál! 0 STJÓRIUUNARSKÓLINIU % Konráð Adolphsson Einkaumboð fynr Dale Carnegie námskeiðm"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.