Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 19

Morgunblaðið - 06.02.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1990 19 landsmarkað á vertíðinni 1988. „Verðið er það lágt í Bretlandi að það borgar sig ekki að frysta flök á þann markað," sagði Gísli. ■ Stafnes KE frysti tæp 700 tonn af síld á síðustu vertíð, aðallega á Japansmarkað en skipið frysti 300-350 tonn á Japansmarkað á vertíðinni 1988, að sögn Hilmars Magnússonar útgerðarmanns. Hann sagði að skipið hefði fryst smávegis í beitu á síðustu vertíð. „Japanir greiddu okkur 100-105 yen (42-44 krónur) fyrir 250 gramma síld og stærri. Hins vegar greiddu þeir okkur 120 yen (um 50 krónur) fyrir 300 gramma sfld og stærri í lok vertíðarinnar og við erum mjög ósáttir við að Stafnesið skuli ekki hafa fengið að frysta síld eftir 20. janúar, því mjög góð sfld gekk inn á Austfirðina eftir áramót- in,“ sagði Hilmar Magnússon. Hamar SH frysti 28 tonn í beitu og eitt tonn á Japansmarkað á síðustu vertíð. Hins vegar frysti skipið 30-40 tonn á Japansmarkað á vertíðinni 1988, að sögn Kristins Friðþjófssonar útgerðarmanns. „Það vantaði tilfinnanlega stóra síld til frystingar á Japansmarkað á síðustu vertíð,“ sagði Kristinn. Um 11.800 tonn af síld fiyst á síðustu vertíð Um 2.100 tonnum minna en á vertíðinni 1988 Kvenfélaga- samband Is- FRYST voru um 11.800 tonn af síld á nýliðinni vertíð, þar af um 2.200 tonn í Siglfirðingi SI, Jóni Finnssyni RE, Stafiiesi KE og Hamri SH. Á vertíðinni 1988 voru fryst 13.900 tonn af síld, þar af um 500 tonn í Jóni Finnssyni, Stafiiesi og Hamri. Frystihús, sem aðild eiga að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, frystu 6.600 tonn af síld á síðustu vertíð en Sambandsfrystihús 3.000 tonn. Á vertíðinni 1988 fi-ystu SH-hús 9.300 tonn af síld og Sambands- frystihús 4.050 tonn. Fryst voru um 3.600 tonn af síld á Japans- markað á síðustu vertíð en um 5.000 tonn á vertíðinni 1988. SH-hús frystu 5.600 tonn af síld á Evrópumarkað og um 1.000 tonn á Japansmarkað á nýliðinni vertíð. Þau frystu hins vegar 5.900 tonn á Evrópumarkað og 3.400 tonn á Japansmarkað á vertíðinni 1988. Sambandsfrystihús og Siglfirð- ingur SI frystu 3.668 tonn af síld á nýliðinni vertíð, þar af 2.528 tonn á Evrópumarkað og 1.140 tonn á Japansmarkað. Á vertíðinni 1988 frystu Sambandsfrystihús 4.050 tonn af síld, þar af 1.200 tonn á Japansmarkað, að sögn Teits Gylfa- sonar hjá sjávarafurðadeild Sam- bandsins. Teitur sagði að Siglfirð- ingur hefði fryst 670 tonn á síðustu vertíð, þar af 206 tonn eftir áramót. Hann sagði að Japanir hefðu greitt að meðaltali 108 yen (um 45 krónur) fyrir kflóið af sfld, sem fryst var á síðustu vertíð. Á vertíðinni 1988 hefðu þeir hins vegar greitt 850 Bandaríkjadali (um 51.300 krónur á núvirði) fyrir tonnið af frystri síid. „í yenum talið er verðið svipað og í fyrra en yenið hefur fallið allmikið gangvart Banda- ríkjadal," sagði Teitur. Fryst voru rúm 800 tonn af síld um borð í Jóni Finnssyni RE á síðustu vertíð, þar af 26-27 tonn af beitu en afgangurinn var frystur á Japansmarkað, að sögn Gísla Jó- hannessonar útgerðarmanns. Gísli sagði að Japanir hefðu greitt 90-100 yen (38-42 krónur) fyrir 250-300 gramma síld og 110 yen (46 krónur) fyrir 350 gramma sfld og stærri. Jón Finnsson RE frysti 158 tonn af sfldarflökum á Bret- lands 60 ára 1. febrúar 1990 eru 60 ár liðin frá stofnun Kvenfélagasambands íslands. í tilefiii þessara tíma- móta mun KÍ halda Vorvöku í Reykjavík dagana 29.-31. marz næstkomandi, ennfremur verður þá haldinn hátíðafundur. Aðai- ræðumaður fundarins verður dr. Ellen McLean frá Nova Scotia í Kanada, fv. formaður Associated Countrywomen of the World, sem er alheimssamband kvenfé- laga í 70 löndum í öllum heimsálf- Það er ekkert til sparað við framleiðslu kubbanna. Hafðu ávallt öskju við hendina. Kjarna kókos, munaðar marsípan og keisaralegt coníak. Freyjukubbar, dáindis öskjur - dýrindis innihald. um. Lizzíarkórinn, sem er söngkór kvenna úr Suður-Þingeyjarsýslu, mun koma til Reykjavíkur og syngja á hátíðafundinum. Stjórnandi kórs- ins er Margrét Bóasdóttir. Kórinn mun einnig halda tónleika í Lang- holtskirkju sunnudaginn 1. apríl. Vorvakan hefst með opnun lista- verkasýningar á Hallveigarstöðum. Listasafn Alþýðusambands íslands hefur góðfúslega orðið við beiðni KÍ um að setja saman sýningu á listaverkum eftir íslenskar konur. Á þessu afmælisári eru 22 héraðssam- bönd í KI, í þeim eru um 250 kven- félög með um 23.000 meðlimi. Formaður KÍ er Stefanía M. Pét- ursdóttir. Áskriftarsimirm cr 83033

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.