Morgunblaðið - 06.02.1990, Síða 35

Morgunblaðið - 06.02.1990, Síða 35
oeei aAuaaai .0 auoAaui,fiifl<i aiaAuaviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR" 6. FEBRÚAR 1990 Þijár skýrslur um samskipti Islands við umheiminn: Páll Pétursson verði næsti forseti Norðurlandaráðs Fundar Alþjóða þingmannasambandið hér á landi árið 1993? ÓLAFUR G. Einarsson (S-Rn), formaður íslandsdeildar Norðurland- aráðs, greindi frá því á Alþingi í gær að Páll Pétursson (F-Nv) hafi verið tilnefndur af íslands hálfu sem næsti forseti Norðurlandaráðs, en Norðurlandaráð fundar hér í Reykjavík 26. febrúar til 2. marz næstkomandi. Sameinað þing ræddi í gær þrjár skýrslur er varða samskipti ís- lands við umheiminn: 1) Skýrslu íslandsdeildar Norðurlandaráðs, 2) Skýrslu íslandsdeildar Alþjóða þingmannasambandsins og 3) Skýrslu fulltrúa Alþingis í þingmannaneftid Fríverzlunarsamtaka Evrópu [EFTA]. Norrænt samstarf á krossgötum Ólafur G. Einarsson, formaður íslandsdeildar Norðurlandaráðs, mælti í gær fyrir skýrslu deildarinn- ar um norrænt samstarf 1989. Skýrslan fjallar um störf íslands- deildar Norðurlandaráðs, forsætis- nefndar ráðsins, fastanefnda þess, sem og aukaþing þess í Maríuhöfn í nóvember sl. og tillögur fulltrúa íslands í norrænu samstarfí. Ólafur sagði m.a. að Norðurlandaráð væri í vissum skilningi á krossgötum, m.a. vegna hraðrar framvindu mála í Evrópw, bæði í V-Evrópu þar sem stefnt væri að nánu efnahagsstarfi ríkja og þíðunnar í A-Evrópu. Störf Islandsdeildarinnar hafa undanfarið mótast af undirbúningi 38. þings Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Reykjavík 17. febrú- ar til 3. mars nk. Þingið verður haldið í Háskólabíói og í fyrirlestra- sölum í nýbyggingu bíósins sem og í fundasölum Hótel Sögu. Afhend- ing bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs fer fram í Borgarleik- húsinu. Áætlað er að 900-1.000 fulltrúar, embættismenn og frétta- menn sæki þingið. Miklar umræður urðu um skýrsl- una og hörmuðu nokkrir þingmenn að ekki lá jafnframt fyrir skýrsla samstarfsráðherra Norðurlanda en hún mun verða lögð fram í næstu viku. Júlíus Sólnes, samstarfsráð- herra, upplýsti að Þorsteinn Ólafs- son haft verið ráðinn forstjóri nor- ræna útflutningssjóðsins. Eiturlyf og atvinnuleysi Geir Haarde (S-Rv), formaður íslandsdeildar Alþjóða þingmanna-. sambandsins, fylgdi skýrslu deild- - arinnar úr hlaði. Alþjóða þing- mannasambandið hefur starfað í rúm hundrað ár og nú eru í sam- bandinu þjóðdeildir skipaðar þing- mönnum frá 112 ríkjum. ísland hefur tekið þátt í þessu samstarfi frá 1951. í máli Geirs kom fram að næsta þing sambandsins verður haldið á Kýpur í maímánuði nk. Það ræðir einkum tvö meginmál. Annars veg- ar eiturlyfjavandann, sem nú herjar á heiminn, og hinsvegar atvinnu/at- vinnuleysi og áhrif nýrrar tækni á atvinnustig og hagvöxt. Þá mun þingið einnig fjalla um þróunina í A-Evrópu. Haustþing sambandsins 1991 verður í Brasilíu og 1992 á Spáni. í umræðunni kom fram sð spurzt hafi verið fyrir um, hvort íslending- ar gætu tekið að sér þing alþjóða- þingmannasambandsins í náinni framtíð, en slíkt þinghald krefst mikils undirbúnings og töluverðs kostnaðar. Ekki hafa verið gefin skuldbindandi svör í þessu efni en málið mun í athugun. Fríverzlun með físk innan EFTA Matthías Á. Mathiesen (S-Rn) mælti fyrir skýrslu sinni og Jóns Sæmundar Sigurjónssonar (A-Nv), en þeir eru fulltrúar íslands í þing- mannanefnd EFTA. Þingmanna- nefndin á að vera EFTA-ráðinu til Ölaftir G. Einarsson, formaður íslandsdeildar Norðurlandaráðs. ráðgjafar um starfsemi samtak- anna og miðla upplýsingum um málefni milli EFTÁ og þingmanna EFTA-ríkjanna, sem og á milli þing- manna sjálfra. Hvert þjóðþing má tilnefna allt að 5 þingmenn í nefnd- ina. Núverandi formaður nefndarinn- ar er Ingvar S. Melin frá Finnlandi en á næsta fundi hennar, sem hald- Páll Pétursson, væntanlegur for- seti Norðurlandaráðs. inn verður í Austurríki í maí nk., tekur við Austurríkismaðurinn Pet- ar Jankowitsh, fyrrv. utanríkisráð- herra. íslendingar fengu knúið fram þá grundvallarákvörðun innan EFTA að samtökin tækju upp sem grund- vallarreglu fríverzlun með fisk á svæðinu, þótt gefínn hafí verið að- lögunartími til ársloka 1991. Stuttar þingíréttir 10 skip í smíðum erlendis í svari við fyrirspum frá Eiði Guðnasyni (A-Vl) upplýsir sjávar- útvegsráðherra að nú séu 10 skip í smíðum fyrir íslendinga erlendis, samtals um 4.200 brúttótonn. Veiðarfæri: einn skuttogari, fjögur togskip, fjögur skip fyrir línu-net- togveiðar og eitt nóta- og togskip. Útgerðarstaðir: Homafjörður þijú skip, Vestmannaeyjar tvö, Grinda- vík, Hrísey, Eskifjörður, Akureyri og Þorlákshöfn eitt á hvern stað. Vangoldnir skattar af verzlunarhúsnæði Fjármálaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Inga Bimi Alberts- syni (FH-Vl) um vangoldna skatta, ásamt dráttarvöxtum og verðbót- um, í álagningu sérstaks skatts á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði 1989. Heildarskuldir einstaklinga: höf- uðstóll 45_m.kr. og 4,4 m.kr. drátt- arvextir. Heildarskuldir félaga 112,7 m.kr. höfuðstóll og 15,6 m.kr. dráttarvextir. Stærstur skuldahali er í Reykjavík: Einstakl- ingar 29,5 m.kr. höfuðstóll og 2,9 m.kr. dráttarvextir. Félög 87,9 m.kr. höfuðstóll og 12,4 m.kr vext- ir. Reykjanes: Einstaklingar 11,2 m.kr. höfuðstóll og 1 m.kr. vextir. Félög 10,6 m.kr. höfuðstóll og 1,3 m.kr. Skuldir í stijálbýliskjördæm- um em minni en hvarvetna all- nokkrar. Heildarinnheimta sérstaks skatts á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði árið 1990 er talin verða um 425 m.kr. Lægst hlutfall lærðra kennara á Vestfjörðum Menntamálaráðherra hefur svar- að fyrirspum frá Danfríði Skarp- héðinsdóttur (SK-Vl) um hvert hlutfall sé milli gmnnskólakennara (full kennsluréttindi) og leiðbein- enda eftir kennsluumdæmum. Gmnnskólakennarar í Reykjavík skipa 96,99% starfa en leiðbeinend- ur 3,01. í öðmm kennsluumdæm- um er hlutfallið þetta: Reykjanes 89,39% og 10,61%, Vesturland 75,11% og 24,89%, Vestfirðir 49,56% og 50,44%, Norðurland vestra 60,62% og 30,38%, Norður- land eystra 79,08% og 21,92%, Austurland 62,28% og 36,72%, Suðurland 81,70% og 18,30%. Landið allt kennarar 83,30%, leið- beinendur 16,70%. Húsnæði íyrir aðstandendur sjúklinga Anna Ólafsdóttir Bjömsson (SK-Rv) og fleiri þingmenn Kvennalista flytja tillögu til þings- ályktunar, sem felur heilbrigðisráð- herra, verði hún samþykkt, að „leita nú þegar leiða ti! að leysa húsnæðisvanda aðstandenda sjúkl- inga sem þurfa að dvelja langdvöl- um fjarri heimilum sínum“. I greinargerð kemur fram að þetta eigi sérstaklega við um íbúa landsbyggðarinnar, sem þurfa að sækja sérhæfða læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leiðsögn fyrir útlendinga Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK-Vl) og fleiri þingmenn Kvennalista flytja tillögu til þings- ályktunar, sem „felur ríkisstjóm- inni að sjá um að útlendingar, sem taka sér búsetu á íslandi, hljóti skipulega fræðslu og leiðsögn sem miði að því að auðvelda þeim að takast á við daglegt líf í íslenzku umhverfí“. Fræðslan nái til kennslu í íslenzku, fræðslu um réttindi og skyldur í samfélaginu sem og um stofnanir þess og sögu landsins, staðhætti, menningu og þjóðlíf. Frjáls flugrekstUr Ásgeir Hannes Eiríksson (B-Rv) flytur tillögu til þingsályktunar um fijálsan flugrekstur og flug. Tillag- an gerir ráð fyrir því að samgöngu- ráðherra „undirbúi fmmvarp til laga um að gefa flugrekstur fijáls- an á íslandi ásamt leyfi til áætlun- arflugs, leiguflugs og vöruflutn- inga innan þeirra marka sem al: þjóðalög og samningar leyfa“. í greinargerð segir að „aukið frelsi sé eina leiðin til að þegnar landsins njóti allir sama réttar á þessu sviði..." Morgunblaðið/Sverrir Frá undirritun samningsins síðastliðinn föstudag. Sex sveitarfélög stofiia Almenningsvagna bs. STOFNSAMNINGUR byggðasamlags sex sveitarfélaga á höfiið- borgarsvæðinu um almenningssamgöngur var undirrituðu á fóstu- daginn. Byggðasamlagið heitir Almenningsvagnar bs. og er til- gangur þess að annast almenningssamgöngur fyrir þessi sveitarfé- lög. Stefnt er að því að Ijúka öllum nauðsynlegum undirbúningi fyrir 1. júlí 1992 svo að fullur rekstur geti hafist eigi síðar en 1. janúar 1993. Á föstudaginn vom níu manns tilnefndir í stjórn Almenn- ingsvagna bs. Það em Richard Björgvinsson og Guðmundur Odds- son fyrir Kópavog, Ingimundur Sig- urpálsson og Helga Kristfn Möller fyrir Garðabæ, Magnús Jón Áma- son og Jóhann Bergþórsson fyrir Hafnarfjörð, Sigurður Valur Ás- bjamarson fyrir Bessastaðahrepp, Páll Guðjónsson fyrir Mosfellsbæ og Pétur Þórðarson fyrir Kjalames- hrepp. Athugasemd frá Árna Gunnarssyni Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd: Á þingsíðu Morgunblaðsins í gær er frétt um þingskapaumræðu, sem stóð í um eina klukkustund í neðri deild Alþingis í gær, föstudag. Þar gagnrýndu stjórnarandstæðingar að fundur hefði verið boðaðar í deildinni á föstudegi og þar með vikið frá starfsáætlun Alþingis. Til umræðu var hið umdeilda fmmvarp ríkisstjórnarinnar um Stjórnarráð íslands, þ.e. stofnun umhverfís- málaráðuneytis. Af þessu tilefni sagði ég eftirfar- andi: „Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á stofnun umhverfismála- ráðuneytis. Fyrir jól, þegar reyna átti að afgreiða framvarp það, sem nú er til umræðu, varð að sam- komulagi að fresta umræðum og afgreiðslu þar til eftir jólaleyfi. Þá var um það rætt að taka málið á dagskrá þegar eftir að þing kæmi saman. Frumvarpið var afgreitt frá alls- heijarnefnd háttvirtrar deildar mið- vikudaginn 24. janúar. Þá þegar reyndi forseti að ná samkomulagi um það að málið fengi að koma á dagskrá. Það tókst ekki og var þá rætt um að málið kæmi á dagskrá sl. mánudag. Þá stóð svo á, að fram- sögumenn meiri- og minnihluta alls- heijarnefndar þurftu að fara er- lendis, og einnig hæstvirtur ráð- herra Hagstofu. Þá tókst samkomulag um, að málið kæmi á dagskrá fimmtudag- inn 1. febrúar, þ.e. í gær. Þá stóð svo á að slíta þurfti þingfundi klukkan 17.00 vegna óska Sjálf- stæðismanna um að fá tíma fyrir þingflokksfundi. Umræðumar stóðu þá í þrjár klukkustundir. I þessari viku hafa verið mjög stuttir fundir í háttvirtri deild, og að mati forseta er það fullkomlega eðlilegt að halda fund í dag, föstu- dag. Forseti er staðfastlega þeirrar skoðunar, að í þessu máli hafi verið farið fram með fullkomlega þing- legum hætti, og að ekki sé hægt að bera honum á brýn offors, óþing- legt framferði, eða aðra þá fram- komu, sem óþinglegt getur talist.“ í frétt Morgunblaðsins var ein- göngu sagt, að forseti neðri deildar hefði greint frá því, að ríkisstjórnin legði mikla áherslu á stofnun um- hverfismálaráðuneytis. Til viðbótar þessari forsögu má greina frá því, að forseti hafði ósk- að eftir samkomulagi um kvöldfund sl. fimmtudag, en á það var ekki fallist. Þegar föstudagsfundurinn hófst höfðu verið óvenjulega stuttir fund- ir í neðri deild frá því að þing kom saman 22. janúar, eða aðeins í 8 klukkustundir og 50 mínútur. For- seti taldi þingdeildarmenn ekki of- þjakaða af fundasetu. Varðandi þá gagnrýni, að vikið hafí verið frá starfsáætlun Alþing- is, sem forsetar semja í þingbyijun, þá er hún fyrst og fremst stefnu- mótandi um fundahald. Frá hennP hefur hvað eftir annað verið vikið og þá nær undantekningalaust í samráði við formenn þingflokka. Ég tel að frétt Morgunblaðsins um þessa umræðu hafi verið misvís- andi og óska eftir því að athuga- semdum mínum verði komið á fram- færi. Ég vil taka það skýrt fram, að ég hef í starfi mínu í vetur átt mjög gott og ánægjulegt samstarf við fulltrúa allra þingflokka í neðri deild og vona að svo verði áfram. Á föstudag tókst samkomulag á milli mín og formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar um fram- gang umrædds frumvarps. Sam- kvæmt því lýkur 2. umræðu þriðju- daginn 6. febrúar og 3. umræðu miðvikudaginn 7. febrúar. Reykjavík, 4. febrúar. Arni Gúnnarsson, forseti neðri ' deildar Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.