Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 13 „Flokkurinn reisir stefnu sína og starf á þjóðfélagsgreiningu marx- ismans og einnig: „Sem sósíal- ískur verkalýðsflokkur berst Al- þýðubandalagið fyrir nýrri tegund lífshátta og menningar — sósíalísku þjóðfélagi þar sem félagslegum þörfum almennings verði að sem mestu leyti fullnægt með ríkulegri sameiginlegri þjónustu. Hið sósíal- íska skipulag, sem Alþýðubanda- lagið stefnir að, felur með öðrum orðum í sér breytingu á valdavef þjóðfélagsins, félagslegum tengsl- um og menningarháttum ... Frelsis- hugsjón sósíalismans er því ósam- rýmanleg frelsi auðmagnsins sem helgar yfirráð fámennrar stéttar yfír lífsskilyrðum almennings." Þeir, sem lesa þessar yfírlýsing- ar, þurfa ekki að fara í neinar graf- götur um að forystumenn úr röðum Sósíalistaflokksins hafí haft undir- tökin, þegar lög Alþýðubandalags- ins og fyrsta almenna stefnuskrá flokksins voru samþykkt. Síðla árs 1989 var því hafnað á landsfundi Alþýðubandalagsins að fella þessa stefnuskrá úr gildi. Henni hefur þó verið „kippt úr sambandi“ síðan. Formaður og framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins leysa fortíðar- vanda flokks síns síður en svo með því að efna til blaðamannafundar um fundargerðarbækur. Fundurinn var hins vegar ágæt áminning um það, hve víðtækur þessi flokkslegi vandi er. Stefnu flokksins hefur ekki aðeins verið kippt úr sambandi heldur er engu líkara en löppunum hafí verið kippt undan flokknum. Erfitt hlutskipti Alþýðubandalagið stendur síður en svo eitt í þeim sporum að þurfa að glíma við kommúníska og sósíal- íska fortíð og leita að leið frá henni inn í framtíðina. í síðasta töiublaði ritstins Problems of Communism er birtur útdráttur úr nýrri bók eft- ir Frank L. Wilson, prófessor í Bandaríkjunum, þar sem rætt er um kommúnistaflokka á krossgöt- um og breytt hlutverk þeirra í vest- rænum lýðræðisríkjum. Þar segir meðal annars: „Allir vestrænir kommúnista- flokkar hafa átt í erfíðleikum með að átta sig á því, hvernig þeir eigi að bregðast við breyttum aðstæð- um. Að einu leyti hefur breytingin verið erfíðari fyrir valdalausa kommúnistaflokka en hina í Aust- ur-Evrópu og Sovétríkjunum. í kommúnistalöndunum gengu menn í flokkinn af illri nauðsyn; flokks- skírteinið var nauðsynlegt til að ná pólitískum frama og til að tryggja sér félagslega og efnalega aðstöðu. Þetta var með öðrum hætti í Vestur- Evrópu, þar gengu menn í komm- únistaflokka vegna einlægrar sann- færingar um gildi hinna hugmynda- fræðilegu markmiða og þrátt fyrir að flokksaðildinni fylgdu félagsleg og pólitísk óþægindi. Það var miklu auðveldara fýrir kommúnista í Austur-Evrópu að afneita kenni- setningunum og jafnvel flokkum sínum en hina í Vestur-Evrópu. Meðal þess fáa, sem sá naut, er skipaði sér í eilífan minnihlutaflokk eins og kommúnistaflokk í Vestur- Evrópu, var hin tilfínningalega full- nægja, er fólst í því að veija hreina og óspjallaða hugsjón eða hug- myndafræði. Nú þegar kommún- istaflokkar hafa orðið að endurmeta stefnu sína og hverfa frá helstu kennisetningunum, hafa þessir virku flokksmenn tekið að óttast um inntak flokkshollustu sinnar, ekki síst þegar þeir sjá heilög grundvallarviðhorf víkja fýrir hversdagslegum pólitískum úr- lausnarefnum." Stjórnmálastarf Ólafs Ragnars Grímssonar mótast mjög af því, að hann lætur öll grundvallarviðhorf víkja fyrir hversdagslegum pólitísk- um úrlausnarefnum. Hann kann því að vera sá maður sem Alþýðu- bandalaginu dugi best í formanns- sæti, þegar flokkurinn stendur frammi fyrir því, að hugsjónagrund- völlur þess er hruninn. Nýjasta út- spil Ólafs Ragnars til að leysa fort- íðarvanda Alþýðubandalagsins missir hins vegar gjörsamlega marks. Vandinn er miklu meiri og djúpstæðari en svo, að unnt sé að ýta honum til hliðar með sýndar- mennsku eins og þeirri að opna ein- hveijar fundargerðarbækur, sem segja í mesta lagi aðeins hluta sög- unnar. Mikil spenna Mikil spenna hefur verið í sam- skiptum Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags undanfarin misseri. Magnaðist hún eftir að upp úr sam- starfi þeirra Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars slitanði, samstarfinu, sem kennt var við rauða ljósið og náði hámarki eftir kosningarnar í apríl 1991, þegar Ólafur bauð Jóni stól forsætisráðherra. Þessi spenna er ekki aðeins milli flokkanna heldur verður hennar vart innan Alþýðuflokksins og brýst þar fram í ýmsum myndum. Tók hún á sig nýja mynd í Alþýðuflokkn- um, eftir að nokkrir frammámenn í Alþýðubandalaginu gengu til liðs við flokkinn, af því að forystusveit Alþýðubandalagsins vildi ekki gera upp við hina kommúnísku fortíð. Var leitast við að breiða yfír þennan ágreining innan Alþýðuflokksins á síðasta flokksþingi hans en það tókst ekki nema að litlu leyti. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa löngum róið á sömu atkvæðamiðin. Tilurð Alþýðu- bandalagsins má rekja til tilrauna afla innan Alþýðuflokksins til að gera út af við hann með því að kaffæra hann með róttækri vinstri- stefnu. Með hruni kommúnismans eru þær tilraunir úr sögunni og innan Alþýðubandalagsins gætir vaxandi tilhneigingar til að hrifsa til sín það miðjusæti sem Alþýðu- flokkurinn hefur skipað. í því efni er Alþýðubandalagið raunar einnig að sækja inn á mið Framsóknar- flokksins. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar hér til að sameina vinstri menn í einum flokki. Þær hafa allar mistek- ist til þessa. Sennilegt er, að for- ystusveit Alþýðubandalagsins fari enn að hugsa sér til hreyfíngs í því efni. Vilji forystumennimir í raun horfast í augu við vofu kommúnis- mans í eigin flokki, kunna Ólafur Ragnar og félagar að ákveða að leyfa henni að sveima áfram í fund- argerðarbókum, lögum og stefnu- skrá Alþýðubandalagsins en ganga sjálfír til samstarfs við annan flokk á nýjum forsendum. Líkumar á því, að Alþýðubandalagið lyfti þeim aftur í ráðherrasæti fara sífellt þverrandi. Um slíka upphafningu forystumannanna snýst pólitísk barátta Alþýðubandalagsins nú en ekki varðstöðu um hreinar og óspjallaðar hugsjónir. HÖfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. Norræna húsið: Fyrirlestur um sögu íslenskrar menningar OPIÐ hús verður að veivju í Nor- mynd Osvalds Knudsens „Surtur fer ræna húsinu í kvöld, fimmtudags- sunnan". kvöldið 13. ágúst. Fimmtudaginn 20. ágúst verður Heimir Pálsson cand.mag. flytur síðasta Opna húsið í Norræna húsinu fyrirlestur á sænsku og nefnir: Is- á þessu sumri og þá mun Unnur landsk kultur genom tiderna" og Guðjónsdóttir annast íslandskynn- rekur hann þar sögu íslenskrar ingu ( myndum, dansi og söng. menningar í stórum dráttum. Aðgangur er ókeypis og allir em Kaffihlé verður eftir fýrirlesturinn velkomnir. og að því loknu verður sýnd kvik- ■ Wl' Úrslit í grillleik YífllfeUs hf. Heildarsala á tveggja lítra umbúðum á tímabilinu 5. júní til 5. ágúst var 1.516.622. Eftirtaldir 100 þátttakendur komust næst réttri tölu og hljóta í vinning veglegt gasgrill frá Esso. Nöfn hinna heppnu: Agnes Gísladóttir, Víðibergi 5, 220 Hafnarf., Auöur Ragnarsdóttir, Traðarlandi 17,415 Bolungarvík, Auður Ýr Helgadóttir, Logalandi 36, 108 Reykjavík, Ásgeir Sigtryggsson, Kambaseli 61, 109 Reykjavík, Atli Bergþórsson, Hvammabraut 4, 220 Hafnarf., Atli Þór Sigurðarson, Hlíðarvegi 34, 200 Kóp., Árni R. Garðarsson, Hjallavegi, 104 Reykjavík, Ásta Ragnarsdóttir, Drekahlíð 8, 550 Sauðórkr., Anna María Torfadóttir, Botni, Mjóafirði, 401 ísaf., Arnar Baldvinsson, Álakvísl 19, 110 Reykjavík, Ásdís Kristjónsdóttir, Aðalgötu 23, 550 Sauðórkrókur, Brynja Þorbergsdóttir, Suðurvangi 6, 220 Hafnarfj., Brynhildur Magnúsdóttir, Oddgeirshólum, 801 Selfossi, Bjarnheiður Jónsdóttir, Múlavegi 53, 710 Seyðisf., Burkni Birgisson, Hringbraut 46, 230 Keflavík, Drífa Garðarsdóttir, Köldukinn 26, 220 Hafnarf., Eybjörg Geirsd., Leirutanga 26, Mosfbæ, 270 Varmó, Erling 0. Vignisson, Jörundarholti 162, 300 Akranesi, Eiríkur Sigursteinsson, Holtsbúð 53, 210 Garðabæ, Eygló Jónsdóttir, Hraunbæ 66, 110 Reykjavík, Erla Þorsteinsdóttir, Gauksrima 5, 800 Selfossi, Elín Gunnarsdóttir, Gili, Bitrufirði, 500 Strandasýslu, Eiður Rúnarsson, Fagrabergi 58, 220 Hafnarf., Edda Bjarnadóttir, Brekku, Lóni, 781 Höfn, Einir Einisson, Búhamri 12, 900 Vestmannaeyjum, Franz Arason, Sogavegi 133, 108 Reykjavík. Guðrún Benediktsdóttir, Þinghólsbr. 45,200 Kópav., Guðrún Bergmann, Þverósi 2, 110 Reykjavík, Guðrún Ingibergsdóttir, Yrsufelli 13, 111 Reykjavík, Guðmundur Árnason, Túngötu 3, 240 Grindavík, Gunnar Ingi og Teitur, Sæbólsbraut 19, 200 Kópav., Gunnar Helgason, Stóra-Bóli, 781 Höfn, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Nónvörðu 14,230 Keflavík, Guðmann Levy, Miklubraut 84, 105 Reykjavík, Georg Ragnarsson, Mónabakka, Bergi, 230 Keflavík, Guðrún Björgvinsdóttir, Heiðarbæ 14,110 Reykjavík, Guðrún Valdimarsdóttir, Giljaseli 4, 109 Reykjavík, Guðm. A. Guðmundsson, Blöndubakka 20,129 Rvík, Halldóra Sölvadóttir, Vallhólma 12, 200 Kópavogi, Helga Sig., Valshólum 4, 111 Reykjavík, Hulda Sigfúsdóttir, Vesturbergi 28, 111 Reykjovík, Halldór Jokobsson, Skólavörðust. 23,101 Reykjavík, Hrólfur S. Jóhannesson, Vesturbergi 85,111 Reykjavík, Hörður Harðar, Sævargörðum 9, 170 Seltjamarnesi, Hafsteinn Jónsson, Staðarbakka 14; 109 Reykjavík, Heiðrún B. Hansd., Mýrartungu II, 380 Króksfjarðarn., Helga G. Ólafsdóttir, Lynghaga 4, 107 Reykjavík, Hugrún Ingólfsdóttir, Lundarbrekku 2,200 Kópavogi, Hafliði Ingason, Boðaslóð 4, 900 Vestmannaeyjum, Hannes Agnarsson, Álagranda 10, 107 Reykjavík, Hildur Rut, Svalbarði 3, 220 Hafnarf., Hilmar Sveinsson, Lyngmóum 11, 210 Garðabæ, Haukur Harðarson, Kríuhólum 4, 111 Reykjavík, Halldór Jónsson, Kringlunni 91, 103 Reykjavík, Haraldur Guðmundsson, Holtsbúð 49,210 Garðabæ, Hafþór Snæbjörnsson, Frostafold 36,112 Reykjavík, Halldóra Baldursdóttir, Bústoðavegi 49,108 Reykjavík, Ingvar Baldursson, Garðavegi 10, 220 Hafnarf., Inga Ásgeirsdóttir, Bjarkarbraut 9, 620 Dalvík, Jón Ingi Jóns'son, Rónargrund 1, 210 Garðabæ, Jóhanna Sigurðard, Heiðarhrauni 17, 240 Grindavík, Jensína S. Sfeingrímsdóttir, Dælengi 19,800 Selfossi, Kristín Hannesdóttir, Tjarnarbóli 10,170 Seltjarnarn., Kristinn Gestsson, Síðumúla 21, 108 Reykjavík, Kristín Helgadóttir, Lækjargötu 34E, 220 Hafnarf., Kristín Valtýsdóttir, Klyfjaseli 1, 109 Reykjavík, Kristjón Kristjónsson, Frostafold 129,112 Reykjavík, Kristín H. Jónsdóttir, Fannarfelli 2, 111 Reykjavík, Kristinn Þorleifsson, Aragötu 12, 101 Reykjavík, Linda Hugdís Guðmundsdóttir, Vengi, 755 Stöðvarf., Loftur Ingason, Trönuhjalla 21, 200 Kópavogi, Laufey Sveinbjörnsd., Lundabrekku 14,200 Kópavogi, Marteinn Björn, Veiðileysu, Strandarsýslu, Marta Hannesdóttir, Sólvallagötu 60,101 Reykjavík, Michael Haraldsson, Móvabraut 11-303, 230 Keflavík, Margrét Hinriksd., Klausturhvammi 32, 220 Hafnarfj., Margrét U. Kjartansdóttir, Hóagerði 23,108 Reykjav., María Rut Reynis, Heiðarbraut 7b, 230 Keflavík, Margrét H. Kristjónsd., Höfðaholti 5, 310 Borgarnesi, María G. Bórðardóttir, Brunnum 16, 450 Patreksf., Oddgeir Mór, Kringlumel, 301 Akranesi, Ólöf Pólsdóttir, Brautarholti, 270 Kjalarnesi, Ragnar Vilhjólmsson, Fasabraut 36b, 230 Keflavík, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Suðurgarði 16,230 Keflavík, Svava Jónsdóttir, Meistaravöllum 13,107 Reykjavík, Svala Grétarsdóttir, Móasíðu 7d, 603 Akureyri, Sigurjóna Haraldsdóttir, Dalseli 31, 109 Reykjavík, Svanhildur Pólmadóttir, Brekkustíg 31E, 260 Njarðvík, Skúli Egilsson, Barmahlíð 15, 105 Reykjavík, Vigdís Árnadóttir, Suðurvangi 23B, 220 Hafnarf., Valborg Einarsdóttir, Garðaflöt 19, 210 Garðabæ, Vilhelm Bergsveinsson, Ásgarðsvegi 2, 640 Húsavík, Unnur Ósk Björgvinsdóttir, Reynibergi 1,220 Hafnarf., Unnur B. Friðriksdóttir, Klettavík 3,810 Borgarnesi, Þórður Ólofsson, Lyngbergi 6, 815 Þorlókshöfn, Þorvarður Jóhannesson, Hóvallagötu 22,101 Reykjav., Þórður G. Andersen, Eyrargötu 15, 580 Siglufirði, Þór Sigurgeirsson, Austurströnd 4,170 Seltjarnarnesi, Örn Didier Jaross, Krókabyggð 8, 270 Mosfellsbæ, Zophus Arí Lórusson, Melabraut 21, 540 Btönduósi. Allir vinningshafar fá senda beiðni upp á vinninginn. Vinningshafar á höfuðborgarsvæðinu geta vitjað síns vinnings á þjónustustöð Esso við Gelgjutanga, en vinningshafar á landsbyggðinni fá sinn vinning afhentan á næstu Esso-bensínstöð. Vífilfell þakkar landsmönnum sem fyrrfrábæra þátttöku í þessari uppákomu sumarsins. Olíufélagið hf _ FAjCÍA .Sfflte (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.