Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 Mikil aðsókn að versl- •m nnum á sunnudögum NEYTENDUR virðast taka vel þeirri nýbreytni húsgagna- og mat- vöruverslana á höfuðborgarsvæðinu að hafa opið á sunnudögum, t.d. komu yfir sex þúsund manns á 4 tímum í verslun IKEA síð- asta sunnudag. Formaður Neytendasamtakanna tekur vel í þessa auknu þjónustu við neytendur. Gestur Hjaltason, verslunar- stjóri IKEA, sagði að síðasta sunnudag, hefðu 6.300 manns komið í verslun IKEA á fjórum tímum. Þetta væri meiri aðsókn á hvem klukkutíma en áður hefði þekkst hjá versluninni. Gestur sagði að mest hefði komið í IKEA á einum degi um 17.000 manns en þá hefði opnunartími yfir daginn verið lengri. Að sögn Gests var mikil sala. Hann sagði að það tíðk- aðist víða í Evrópu að hafa verslan- ir opnar á sunnudögum og væru það miklir verslunardagar. Þessi opnunartími gæfi allri fjölskyld- unni tækifæri til þess að koma saman og hún hefði rýmri tíma til að versla. Að sögn Gests verður opið á sunnudögum út ágúst en síðan á að meta stöðuna. Ef niður- staðan verður góð verður opið á sunnudögum fram að áramótum en lokað frá janúar til júlí. Gestur sagði að ástæðan fyrir því að ekki yrði opið á sunnudögum fyrri hluta árs væri sú að fyrstu mánuðir árs- ins væru daufir og síðan væri fólk í sumarfríi. Hann sagði að þessi lenging opnunartíma svaraði kostnaði. Að sögn Gests hefur starfsfólk- tekið vel í þessa ný- breytni. Hann sagði að það yrði að passa að ofgera ekki starfsfólki en enginn væri skyldugur til þess að starfa á sunnudögum. Aðspurður um lengingu opn- unartíma verslana sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, að hann fagnaði auk- inni þjónustu við neytendur og að svo virtist sem neytendur kynnu vel að meta þessa þjónustu. Hann sagði að hann treysti á að sam- keppni tryggði að verðlag héldist í lágmarki. Neytendur kæmu ekki til með að kaupa meira þó að búð- ir væru opnar lengur en verslanir hefðu af þessu tilkostnað. Jóhann- es telur að markaðurinn muni leita að jafnvægi þannig að þeir sem bjóði lágmarksverð bjóði minni þjónustu. Hann sagði að Neytenda- samtökin hefðu ekki fengið neinar athugasemdir eða ábendingar um að lenging opnunartíma hefði haft áhrif á verðlag. Jóhannes sagði að lokum að hann hefði lengi verið á þeirri skoðun að óeðlilegt væri að stjómvöld ákvæðu opnunartíma verslana, það ætti að vera val versl- unarmanna og neytenda. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 12. AGUST YFIRLIT: Fyrir norfian og austan land er dólítill hæðarhryggur en 995 mb lægð um 70 km suður af Hornafirði, þokast austur. SPÁ: Hæg breytileg átt. Léttskýjað með köflum víða um land, þó hætt við skúrum í uppsveitum sunnanlands, og þokubökkum við norður- og austurströndina. Hiti 8-18 stig, hlýjást suðvestan- og vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg suövestlæg átt. Víða bjart veður um norðan- og austanvert landið, en skýjað með köflum suðvestanlands. Hiti á bilinu 9 til 16 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG. Suðaustan og sunnanátt um iand allt. Rigning eða skúrir um mest allt land. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðanlands. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt / / / r r r r r Rigning Léttskýjað * / * * / r * r Slydda Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma <jfc Skýjað Alskýjað V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindðrin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v súld = Þoka stig.. FÆRÐ A VEGUM: <ki. 17.301 gær) Allir helstu vegír um landið eru nú greiðfærir. Hlöðuvallavegur hefur verið opnaður, þannig að fjallabílum er nú fært um ailt hálendið. Uxa- hryggir og Kaldidalur eru opnir allri umferð. Vegna vegagerðar verður þjóðvegur 1, Vesturlandsvegur milli Úlfarsfellsvegar og Skálatauns, lok- aður frá kl. 19.00 í kvöld til kl. 7.00 í fyrramálið. Vegtfarendum er bent á þjóðveg 430, Úlfarsfellsveg. Ferðalangar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áður en lagt er af stað í langferö til þess að forðast tafir vegna framkvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og í grænni Ifnu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í gær UMHEIM að ísl. tíma hitl veður Akureyri 10 alskýjað Reykjavík 13 léttskýjað Bergen 13 skýjað Helsinki 30 mistur Kaupmarmahöfn 11 skýjað Narssarssuaq 9 alskýjað Nuuk 6 rigning Ósló 19 skúr Stokkhólmur 19 skúr Þórshöfn 12 þoka Algarve 30 léttskýjað Amsterdam 10 ekkert Barcelona 27 skýjað Berlín 23 hálfskýjað Chicago vantar Feneyjar 28 léttskýjað Frankfurt 24 skýjað Glasgow 17 skýjað Hamborg 21 skýjað London 20 úrkoma Los Angeles 21 mistur Lúxemborg 20 skýjað Madríd 28 léttskýjað Malaga 26 heiðskírt Mailorca 30 iéttskýjað Montreal vantar NewYork 26 mistur Orlando 24 léttskýjað París 22 skýjað Madelra vantar Róm 32 léttskýjað Vín 25 skýjað Washington 24 þokumóða Wlnnipeg 12 skýjað ÍDAGkl. 12.00 Heimild: Veðufstofa islands (Byggt á vaðurspá kl. 16.1S (gær) Gamla prestssetrið á Sauðanesi. Morgunblaðið/SPB Prestssetrið á Sauða- nesi í endurbyggingu ÞJÓÐMINJASAFN vinnur nú að viðgerðum á gamla prestbústaðnum á Sauðanesi á Langanesi. Húsið var byggt af Vigfúsi Sigurðssyni prófasti árið 1879 og yfirsmiður var Sveinn Brynjólfsson. Verkið er unnið i samvinnu við heimamenn, sem hyggjast nota húsið sem ferðamannamiðstöð og sýningarmiðstöð. Júlíana Gottskálksdóttir, starfs- maður Þjóðminjasafns, sagði húsið einkum merkilegt sökum aldurs og staðsetningar. „Á 18. öld var nokk- uð byggt af steinhúsum hér á landi, en svo varð um það bil aldarhlé. Prestbústaðurinn á Sauðanesi var byggður um það leyti sem aftur var farið að byggja hús úr tilhöggnu grjóti, á undan Alþingishúsinu." Að sögn Júlíönu komst húsið í vörslu Þjóðminjasafns árið 1989 frá kirkjumálaráðuneyti, en í fyrra var hafist handa um skoðun á því og mat á ástandi. „Það er athyglisvert við þessa framkvæmd að verkið er að miklu leyti unnið í samvinnu við heimamenn. Kostnaður mun nema nokkrum milljónum, og er hann að mestu borinn af Húsfriðunarsjóði. Upplagseftirlit: Uppeldi gefið út í flestum eintökum Upplagseftirlit Verslunar- ráðs Islands hefur sent frá sér staðfestar upplagstölur fimm tímarita og fimm kynningarrita frá mars tíl júní á þessu ári. Þeir kynningarbæklingar og þau tímarit sem hér eru talin upp eru þau einu sem nýta sér þjónustu upplagseftirlits Versl- unarráðsins, og hafa þannig fengið opinbera staðfestingu löggilts endurskoðanda á upp- lagi sínu. Eitt tölublað af tímaritinu Upp- eldi kom út á þessu tímabili í 10.000 eintökum, fjögur tölublöð komu út af Heimsmynd og var meðaltalsupplag þeirra 8.564 ein- tök, fjögur tölublöð komu út af Æskunni og var meðaltalsupplag þeirra 7.114 og tvö tölublöð komu út af 3T og var meðaltalsupplag þeirra 6.500 eintök. Heilbrigðis- mál komu ekki út á þessu tíma- bili en á tímabilinu nóvember 1991 til júní 1992 komu út tvö tölublöð og var meðalupplag þeirra 7.265 eintök. Nesútgáfan sf. gaf út fímm kynningarbæklinga á þessu tíma- bili og þeir eru: Around Iceland í 29.600 eintökum, Around Reykja- vík Summer ’92 í 25.000 eintök- um, Á ferð um ísland í 25.270 Maðuriim sem lést við köfun MAÐURINN sem lést við köfun undan Vatnsleysu- strönd á sunnudag hét Sigur- grímur Vernharðsson. Hann var 34 ára gamall, fæddur 7. janúar 1958, var til heimilis að Holti 2, Stokkseyr- arhreppi, og lætur eftir sig eig- inkonu og tvö böm. eintökum, Complete Iceland Map 1992 í 40.000 eintökum og Comp- lete Reykjavík Map ’92-’93 í 40.000 eintökum. -----» ♦ ♦---- * Akeyrsla tafði 110 farþega TÆPLEGA 10 tlma seinkun varð á brottför SAS-farþegaflugvélar með 110 farþega innanborðs á leið til Kaupmannahafnar á Kefla- víkurflugvelli síðastliðinn mánu- dag, eftir að lyftara hafði verið ekið á væng hennar. Að sögn Hafsteins Árnasonar, stöðvarstjóra SAS í Leifsstöð, varð óhappið er verið var að hlaða vélina skömmu fyrir áætlaða brottför kl. 8.35 í gærmorgun. Skipta þurfti um stykki í vængnum og kom það með Flugleiðavél frá Ósló um kl. 16 sama dag. -----» ♦ ♦---- Framtíð smyrilsung- anna óráðin ÓVÍST er hvað gert verður við smyrilsungana tvo sem fundust í vesturbænum um helgina. Nátt- úrufræðistofnun íslands á að ákveða framtíð unganna en vegna sumarfría starfsmanna þar verður ákvörðun liklega ekki tekin í inálinu fyrr en í lok ágúst. Rannsóknarlögreglan fann ung- ana laugardaginn 8. ágúst í íbúð í vesturbænum og kom þeim í fóstur í Húsdýragarðinum. Þegar blaða- maður Morgunblaðsins grennslaðist fyrir um framtíð unganna var á báðum þessum stöðum vísað á Nátt- úrufræðistofnun. Þar var einnig fátt um svör þar sem fuglafræðing- ar stofnunarinnar eru ekki væntan- legir úr sumarfríi fyrr en í lok ágúst og enginn við til þess að sinna málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.