Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 35 Minning: Guðmundur Þorleifs son skipsljóri Með hugheilli þökk minnist ég frænda míns, Sigurðar ísólfssonar. Hann er órjúfanlega tengdur bern- skuminningum mínum. Fyrstu minningarnar um hann eru þó íitað- ar því að ég var logandi hrædd við hann. Hann var kominn í heimsókn sem oftar með fjölskyldu sína að Móhúsum og hafði með sér kvik- myndatökuvél. Nú skyldi taka myndir af frændfólkinu við leiki og störf. Það þótti mér alveg voðalegt tiltæki og reyndi eftir megni að fela mig, bak við hurðir og glugga- tjöld og hvar sem hugsast gat. Mér fannst þessi stóri, mikli frændi allt í einu ógnvekjandi. Hann hafði bara gaman_ af og gerði oft gys að þessu síðar. Ég sættist svo sannarlega við hann. Jafnan þegar Sigurður kom í heimsókn að Móhúsum fylgdu honum hlátur og gleði. Frásagnirn- ar hans ógleymanlegu, lýsingar á spaugilegum atvikum og atburðum og kynlegum kvistum, og eftir- hermumar. Enginn stóð honum á sporði í þeim. Allt var það þó græskulaust og borið upp af mikilli hlýju. Sigurður var ekki .aðeins fá- dæma skemmtilegur maður, heldur líka einstaklega hlýr og elskulegur, mér fannst ég jafnan vera í miklu uppáhaldi hjá honum og að enginn skipti meira máli en ég, og hvað- eina sem ég hafði fyrir stafni. En auðvitað var ég ekki ein i heiminum hans Sigurðar, mér fannst það bara, og ég er veit að ég er ekkert ein um það, þannig var hann alltaf, svo heill og óskiptur. Þegar hann sett- ist við hljóðfærið varð maður vitni að þessu einstæða kraftaverki þeg- ar þessir stóru og sveru fingur gældu við nóturnar og töfruðu fram yndislegustu hljóma, lögin pabba hans, sem voru í sérstöku uppá- haldi heima, hvort sem það var „Fjólan" eða „í kvöld þegar ísinn er úti“ eða „Við komum hér saman á góðvinafund“ eða „Góður engill“. Já, ómur þeirra yljar manni enn, ómur bernskudaga, — en „stundin er liðin, hún leið svo hratt við ljóð- hreim og strengjaslátt". Það er ekki ofsagt að hann Sig- urður var frábær tónlistarmaður. Hann hefði áreiðanlega náð langt hefði hann fengið tækifæri til meira náms en völ var á hér. hann lék ekki aðeins á orgelið af mikilli snilli og færni, heldur líka af svo mikilli alúð og næmni, að það lyfti hverri stund og gæddi sérstökum töfrum. Eftir að við fluttumst hingað í bæ- inn dreif Sigurður mig í kórinn sinn, Fríkirkjukórinn, og ég tel það mikla gæfu að hafa fengið að vera þar með og njóta þess að vera samvist- um við hann á helgum stundum, og því góða fólki sem starfaði með honum í kórnum. Samstarf þeirra Sigurðar og séra Þorsteins Björns- sonar var líka svo einstaklega gott, borið uppi af gagnkvæmri virðingu og hlýju þessara músíkölsku öðl- inga. Já, hún var mörg „veislan“ sem maður naut í Fríkirkjunni. Og svo átti Sigurður til að bjóða mér upp á einkakonserta eftir messu, og þá lék hann hveija perlu orgel- bókmenntanna eftir aðra, það voru vinir eins og Cesar Frank og Boeli- mann, Pachelbel og Zipoli, að ógleymdum sjálfum Bach, en líka oft „Páll bróðir" og „pabbi“. Það var oft farið að rökkva þegar hann fylgdi mér heim og kom inn í kaffi, þar var hann sami aufúsugesturinn og þá var lengi skrafað og mikið hlegið í eldhúsinu heima á Braga- götunni og rifjaðar upp sögurnar frá Stokkseyri og þau Magga Jún. stríddu hvort öðru. Já, minningarnar streyma fram þegar horft er um öxl, minningar hlýjar, bjartar og ómþýðar. Þegar Sigurður Isólfsson er allur finnst mér sem slitnað hafi enn einn þráð- urinn sem tengir mig æskuheimili og átthögum. En minningarnar lifa. Ég lofa Guð fyrir þær og fyrir allt sem hann gaf mér með Sigurði ísólfssyni. Ég bið góðan Guð að blessa Rósu, konu hans, syni og ástvini alla. Guð huggi þau í sökn- uði og sorg. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. (H. Hálfd.) Kristín. Kveðja frá Úrsmiðafélagi ís- lands. Einn af félögum okkar, Sigurður Guðni ísólfsson, úrsmíðameistari og orgelleikari, lést að heimili sínu 31. júlí sl. Með Sigurði er fallinn frá næstelsti úrsmiður landsins, 84 ára að aldri. Sigurður var hið tíunda í röðinni af tólf börnum hjónanna Þuríðar Bjarnadóttur og ísólfs Pálssonar tónskálds og organista á Stokks- eyri. Hann ólst ekki upp í foreldra- húsum, heldur tók „ljósa“ hans, Sigríður Magnúsdóttir, hann í fóst- ur þriggja mánaða gamlan. Hjá henni og manni hennar, Guðna Árnasyni söðlasmið, var Sigurður alinn upp. Fyrstu árin á Stokkseyri en síðan í Reykjavík, þar sem hann átti heima æ síðan. Bemskuminningar átti Sigurður fáar frá Stokkseyri enda var hann aðeins tæpra sjö ára er hann flutti þaðan. Þó minntist hann allvel fyrstu „tónleikanna", sem hann hélt á ævinni. Þá var hann mjög ungur og feiminn en búinn að fá brennandi áhuga á að smíða sér leikföng úr tré. Erfitt var að fá efniviðinn og þegar hann fór til að sníkja sér spýtur til smíðanna sagð- ist hann ekki hafa talað heldur raul- að. Það varð til þess að smiðimir á staðnum stilltu honum upp á tóftar- garð og þar söng hann lag sem hann hafði lært af föður sínum. Að launum fyrir „tónleikana" fékk hann svo spýtur til að smíða og tálga, ásamt bijóstsykurmola í lóf- ann. Þannig komu fljótt fram þeir hæfíleikar sem í drengnum unga bjuggu. Tónlistargáfan, sem var svo rík í ættinni, og smiðshæfileikamir, sem leiddu til úrsmíðanámsins þeg- ar að því kom að velja ævistarfíð. Um það sagði Sigurður: „Smíðaþrá- in blundaði alltaf innra með mér og þarna fékk ég að einhveiju leyti útrás fyrir hana. Auk þess hafði Bjarni bróðir minn, sem lést 1924, fengið réttindi til að stunda úrsmíð- ar samkvæmt umsögn frá Magnúsi Benjamínssyni." Um þessar mundir var löggjöfín um iðnnám að breytast og valdi Sigurður því ekki sömu leið og bróð- ir hans, heldur fór í Iðnskólann árið 1925. Jafnframt því hóf hann verklegt nám á verkstæði Árna B. Bjömssonar gullsmiðs við Lækjar- torg og þar varð Sigurður Tómas- son úrsmíðameistari kennari hans. Sigurður veiktist og tafðist þess vegna í náminu en lauk því vorið 1931. Hann varð því fyrsti úrsmið- urinn sem lauk sveinsprófi sam- kvæmt reglugerðinni frá 1928. Meistararéttindi í iðn sinni fékk hann svo árið 1945. Að námi loknu vann Sigurður áfram við úrsmíðar á verkstæði Áma uns hann gerðist starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1938. Ursmíða- kunnáttan varð Sigurði þar nota- dijúg undirstaða en hann hafði umsjón með verki rafmagnsmæl- anna, sem svipar til gangverks í klukkum. Meðan Sigurður vann hjá Árna B. Björnssyni sá hann um það ásamt nafna sínum Tómassyni og rafvirkja að koma upp „Persil- klukkunni" á Lækjartorgi. Þeir luku því verki á gamlárskvöld árið 1929 og með hinu nýja ári 1930 hóf þessi merkisklukka feril sinn sem tíma- mælir á aðaltorgi bæjarins. Helstu trúnaðarstörf Sigurðar ísólfssonar á vegum Úrsmiðafé- lagsins voru í prófnefnd þess á ár- unum 1954-1966. Þau rækti hann af mikilli samviskusemi eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hend- ur. Sigurður átti mikið safn af klukkum, allt frá örsmáum úrum til sjóúrs og stórrar gólfklukku. Það var honum mikið metnaðarmál að líta vel eftir þeim og halda þeim réttum. Einnig átti hann gott safn bóka sem tengdust sögu úrsmíð- anna og gerð klukkna og úra. Hann fylgdist vel með öllum breytingum og framförum í iðngrein sinni, þótt hann segðist fyrst og fremst vera úrsmiður „af gamla skólanum". Stéttarbræður Sigurðar ísólfs- sonar kveðja hann nú með virðingu og þökk fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra allri send- um við samúðarkveðjur. Fæddur 24. ágúst 1918 Dáinn 2. ágúst 1992 Hinn 2. ágúst sl. lést í Reykjavík Guðmundur Þorleifsson skipstjóri og stýrimaður. Hann varð bráð- kvaddur á 74. aldursári. Guðmundur fæddist 24. ágúst 1918 í Þorlákshöfn. Foreldrar hans voru hjónin Þorleifur Guðmunds- son, bóndi og alþingismaður frá Háeyri, og Hannesína Sigúrðardótt- ir frá Akri á Eyrarbakka. Fyrsta áratuginn átti Guðmundur heima í Þorlákshöfn, þar sem faðir hans var bóndi og útvegsmaður. En það höfðu foreldrar hans einnig verið. Langafi Guðmundar var Þorleifur ríki á Háeyri Kolbeinsson, sem var á sinni tíð kunnur athafnamaður þar eystra og á vissan hátt þjóð- sagnapersóna. Lífið snerist um sjósókn og físk- verkun, eins og vænta mátti í Þor- lákshöfn. Guðmundur kynntist þeim störfum því mjög náið og þekkti frá blautu bamsbeini flest grundvallar- atriði sjósóknar og útgerðar. Þurfti því engan að undra að hann legði sjómennsku fyrir sig. Hann var reyndar aðeins fímmtán ára þegar hann réðist sem háseti á togara. Skipið sem Guðmundur var fyrst munstraður á var Kveldúlfstogarinn bv. Þórólfur, en skipstjórinn var móðurbróðir hans, Kolbeinn Sig- urðsson. Hann var kunnur aflamað- ur og frábær sjómaður, vandaður til orðs og æðis enda virtur vel af skipveijum sínum og útgerð. Það varð Guðmundi góður skóli að sigla með þessum frænda sínum. Hann var líka námfús og verklaginn og lærði fljótt vinnubrögð og störfin um borð í togaranum. En hann lærði líka að umgangast menn. Hann hefur skilið þau sannindi að til þess að geta stjórnað mönnum varð fyrst að læra að vinna sjálfur undir annarra stjórn, þar sem af- koman er undir því komin að rétt sé framkvæmt það sem fyrir menn er lagt og jafnvel örlög skips og áhafna geta þá verið í húfí. Eftir átta ára sjómennsku á tog- urum gekk Guðmundur í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk hinu meira fískimannaprófi þaðan vorið 1944, með góðum árangri. Ég hygg að Guðmundur hafí lært fleira en handtök við sjó- mennsku í skiprúmi hjá Kolbeini Sigurðssyni. Hann hefur veitt at- hygli festu og aðgætni frænda síns og tekið hvort tveggja sér til fyrir- myndar. Það hefur honum reynst létt, því efniviðurinn, stilling og skapfesta, var fyrir hendi. Það hafa þeir sagt sem með Guðmundi sigla að hann hafí ekki ætíð sagt margt, en að hvert orð hafí vegið þungt. Að stjórna togara er mikið og flókið ábyrgðarstarf því þar er ekki aðeins um að ræða að stjórna skipi á siglingu í öllum veðrum, heldur einnig beiting aflmikilla véla og veiðarfæra, sem notuð eru ásamt skipinu sjálfu, við hinar átakamiklu veiðar. Ekki er nóg að þekkja haf- flötinn, öldur og ágjöf — líka verð- ur að þekkja botninn, hafstrauma og dýpi, til þess að árangur náist við notkun botn- og flotvörpunnar. Að ekki sé talað um aðgerð og meðferð aflans. Við þau störf nýttust eiginleikar Guðmundar vel. Hann varð farsæll í starfi enda var honum umhugað um að fara vel með skip, veiðar- færi og afla og lagði ávallt áherslu á að koma með fyrsta flokks físk að landi. Það greiddi fyrir því að traustir sjómenn fengust í áhafnir og héldu tryggð við útgerðina. Eftir að foreldrar Guðmundar fluttust til Reykjavíkur bjó fjöl- skyldan í vesturbænum, á Ljósvalla- götu. Hann fór því ekki langt í leit að eiginkonu þegar þar að kom. Hann fann hana þar í nágrenninu, þar sem hún bjó svotil í næstu götu. Það var Dagmar Kristín Hannes- dóttir. Kr. Hannessonar málara- meistara og konu hans, Guðrúnar Kristmundsdóttur. Þau giftust sama árið og Guðmundur lauk stýri- mannaprófi. Börn þeirra eru: Bragi offsetskeytingamaður, f. 4. nóvem- ber 1945, kvæntur Guðrúnu Rík- harðsdóttur sjúkraliða. Þau eiga þijú börn og eitt bamabarn. Hann- es kennari, f. 8. janúar 1948, kvæntur Kristínu Ármannsdóttur kennara. Þau eiga tvö börn. Hanna Guðrún bankastarfsmaður, f. 19. ágúst 1952, gift Guðmundi Haf- steinssyni vélstjóra. Þau eiga tvö böm. Heimili þeirra Guðmundar og Dagmar hefur ætíð verið rómað fyrir snyrtimennsku og háttvísi. Enda voru þau einkar samrýmd í öllu lífi sínu og starfí, hjónin og börn þeirra. Guðmundur var vel gefínn og minnugur maður og unni heilshugar menningu þjóðar sinnar. Hann las mikið og átti reyndar gott safn ís- lenskra bókmennta. Það var skemmtilegt að ræða við hann um sögumar, ljóð eða þjóðsögur. Síðast núna í júlímánuði ræddum við sam- an um landnám í Borgarfirði, er við dvöldum í sumarbústað þar efra, systurnar, konur okkar og við Guð- mundur. Það var lærdómsríkt eins og endranær, því þessi efni vom í miklu uppáhaldi hjá honum. Hann var samviskusamur maður í hvívetna og mat mikils réttsýni og drenglyndi. Það kom skýrt fram í dagfari hans og vakti virðingu á honum. Því var hann varfærinn í ummælum sínum um aðra og fann oft málsbætur fyrir fólk sem ekki lágu í augum uppi. Hann hafði tals- verðan áhuga á landsmálum og fylgdist vel með. Viðhorf hans í þeim efnum einkenndust alltaf af hlutlægni og hófsemi. Köld rök- hyggja réði skoðunum hans enda hafði hann óbeit á kreddum og til- finningasjónarmiðum sumra fag- urgala. Lífsstarf hans var samantvinnað af þeirri skyldu að sjá farborða sjálfum sér og fjölskyldu sinni — og mestu framfarasókn þjóðarinnar til betri þjóðarhags. Þess minnast samtíðarmenn, vinir og aðstandend- ur Guðmundar Þorleifssonar með þakklátum huga nú þegar saga hans er öll. Blessuð sé minning hans. Ásgeir Pétursson. Er ég frétti lát Guðmundar Þor- leifssonar riíjaðist enn einu sinni. upp fyrir mér sú staðreynd hve oft er skammt milli lífs og dauða. Ég kynntist Guðmundi og Dag- mar konu hans fyrir um það bil hálfum öðrum áratug er Kristín dóttir mín giftist Hannesi syni þeirra. Mér féll Guðmundur strax vel í geð. Hann var snyrtimenni, hógvær og háttvís. Ekki þurfti lengi að eiga orðræður við hann til að komast að raun um að undir fáguðu yfir- borði bjó hann yfír ríkri kímnigáfu. Guðmundur var greindur vel og hafði yndi af lestri góðra bóka. Sérmenntun sína sótti Guðmund- ur í Stýrimannaskólann í Reykjavík, en þaðan útskrifaðist hann árið 1944. Sjómennska varð síðan aðal ævi- starf Guðmundar. Hann var lengst af yfirmaður á togurum og þótti farsæll í því vandasama starfi. Síð- ustu árin eftir að hann kom í land var hann starfsmaður í Hampiðj- unni. Guðmundur steig sitt mesta gæfuspor í lífinú er hann kvæntist ungur Dagmar Kristínu Hannes- dóttur. Hún hefur síðan staðið í blíðu og stríðu við hlið manns síns til hinstu stundar. Þau hjónin eignuðust þijú börn, tvo syni og eina dóttur. Þótt Guðmundur starfaði í landi síðustu árin hvarflaði hugurinn oft til liðinna daga á sjónum, þegar ýmist var siglt á sólglitrandi haf- fleti í ijómalogni eða skipið klauf krappar hvítfextar úthafsöldur. Mér flýgur í hug ljóð Amar Arn- arssonar: Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lðnd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bútur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. Fyrir stuttu var ég í fjölskyldu- boði með Guðmundi og konu hans. Þá bar á góma ánægjuleg ferð sem þau hjónin höfðu farið þar sem bæði var um að ræða siglingu og rútuferð. Þau höfðu farið í nokkrar slíkar ferðir til útlanda á undanförn- um árum. Guðmundur kunni vel við slíkan ferðamáta, því þá gafst næg- ur tími til að skoða sig um og rifja upp sögur og atvik sem hann kunni oft skil á. Nú hefur Guðmundur lagt upp í ferðina miklu, sem öllum er fyrir búin fyrr eða síðar. Að leiðararlokum sendi ég eigin- konu, bömum, tengdabörnum, barnabömum, langafabarni og öðr- um ættingjum og vinum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Bles’suð sé minning Guðmundar Þorleifssonar. Armann Kr. Einarsson. HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 -1 T | r 1" JJeLvBMÍÍ U | I HÍ5:- [ ■ Slórhöfða 17, við Gullinbrú. 1 sími 67 48 44 | Séifræðingar í l)lómn*Urcy(iii<>iiiii við öll Grkifa-ri Skólavörðustíg 12, á horni Berg'staðastrætis, sínii 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.