Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 15 Nokkrar athugasemdir við nýleg stíórnarfrumvörp Fyrri hluti eftirDr. Magna Guðmundsson Frumvörp til laga, sem hér er vís- að til, varða samkeppni, fjármagns- tekjur, miðbanka og einkavæðingu. Ekki er ætlunin að ræða þau lið fyrir lið, heldur fáein vafaatriði, sem ættu að hvetja stjórnvöld til að skoða hug sinn um lagasmíðina. Frumvarp til samkeppnislaga Gildandi lög nr. 56/1978 eru um „verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti". Þau voru að verulegu leyti samin eftir danskri löggjöf, með nokkrum slæmum frá- vikum þó, sem ég gerði grein fyrir í bók minni „Hagfræði og stjórn- mál“ (1984), bls. 32-40. Nýju lögin eru kennd við sam- keppni eingöngu. Það er tímanna tákn, því að samkeppni er nú efst á baugi, nánast kennidómur heilla samfélagshópa og stétta. Hrun kom- múnismans, sem var þó í raun ósig- ur einræðis og kúgunar, hefir gefið markaðhyggjunni byr undir vængi. Það er eftir sem áður óbreytt, að samkeppni á víða erfitt uppdráttar. Skilyrðin fyrir henni eru sjaldan fyr- ir hendi og sízt í smáríkjum, þar sem rúm er aðeins fyrir eitt eða örsmá fyrirtæki í atvinnugrein, ef þau ætla að nýta kosti fjöldaframleiðslu. Þess utan eru neytendur harla ófróðir eða sinnulausir um lægsta markaðsverð, og í skjóli þess geta verzlanir selt sömu vöru með miklum verðmun. Slíkt gerist reyndar líka úti í hinum stóra heimi, eins og í lyfjaiðnaði, þar sem verðmunur er stundum marg- faldur, en gæðamunur enginn. Þar ræður máttur auglýsinganna. Danir, sem eru aðilar að EB, sömdu ný samkeppnislög 1989. Þeir halda þó fast við sína fyrri mats- reglu, sem gerir samruna fyrirtækja eða samkomulag þeirra á milli til- kynningaskyld, en ekki óheimil. Það er svo undir samkeppnisráði komið, hvort frekari upplýsinga verður krafízt af þeim, hvort samið verður við þau um breytingar eða öðrum gagnráðstöfunum beitt. Í íslenzka frumvarpinu, sem fyrir liggur, er tekin upp bannregla (10 gr.). Það kemur spánskt fyrir sjónir í landi, sem stöðugt er að steypa fyrirtækj- um saman í hagræðingarskyni, af því að þau standa sig ekki vagna smæðar. Að vísu eru veittar undan- þágur frá bannreglunni, en þær vilja flækja mál og torvelda framkvæmd laga. Jón Baldvinsson við eitt verka sinna. Jón Baldvinsson sýnir í Perlunni JÓN Baldvinsson opnar myndverkasýningu í Perlunni á morg- un, fimmtudaginn 13. ágúst, sem hann nefnir „Meðan ungur ég er“. Á sýningunni eru olíu- og akrýlmálverk máluð á striga í figúratívum stíl. í fréttatilkynningu segir að Jón hafi haldið margar sýningar bæði hér heima og erlendis og eigi að baki langan námsferil í málaralist. Hann hafi meðal ann- ars stundað nám í Danmörku og við San Francisco Institute of Fine Arts. Sýningin í Perlunni er opin alla daga fram til 2. september. Eins og títt er um löggjöf, sem beitir bannreglu í stað matsreglu, eru ákvæði um refsingu þung. Sam- kvæmt frumvarpinu varða brot fé- sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að fjórum árum (48. gr.). Slíkum viðurlögum í okkar réttarríki er að- eins beitt gegn meiri háttar afbrot- um, þegar fyrir hendi er fordæming misferlisins af hálfu almennings. Skv. frumvarpinu kemur sam- keppnisráð í stað verðlagsráðs og samkeppnisstofnun í stað verðlags- stofnunar (skrifstofu). Ekki fer vel á því, að VSÍ og ASÍ eiga að til- nefna tvo af fimm meðlimum sam- keppnisráðs. Reyndar eru þessi sam- tök vinnuveitenda og launþega með núverandi stjórnendum orðin eins konar systurfélög. En það er viðtek- in regla í sambærilegri löggjöf er- lendis, að meðlimir samkeppnisráðs séu óháðir sérhagsmunum, að þeir kunni skil á málefnum atvinnuvega og neytenda og hafí, sameiginlega, laga-, viðskipta- og tækniþekkingu. Þá á svonefnd auglýsinganefnd þriggja manna að vera samkeppnis- ráði til aðstoðar. Hún er óþörf, ef rétt er staðið að mannaráðningum. Hvert svo sem nafn laganna er, hlýtur markmið þeirra að vera að stuðla að hóflegu verðlagi líkt og ríkja myndi í fq'álsri samkeppni. I lögin verða að koma skýr ákvæði um upplýsingaskyldu fyrirtækja og um heimild samkeppnisráðs til íhlut- unar, ef út af ber. Frumvarp til laga um skattlagningu eigna og eignatekna Með frumvarpinu er fylgt þeirri grundvallarkenningu, að tekjuskatt- ur skuli fara eftir fjárhæð tekna, en Dr. Magni Guðmundsson. ekki tegund þeirra. í meginatriðum er stefnt að því að skattleggja vaxta- tekjur, sem voru gerðar skattfijálsar fyrir nálega 15 árum. Þetta frum- kvæði verður að teljast lofsvert, svo langt sem það nær. Og það er tíma- bært, því fjármagnsmarkaðurinn skilar gróða, meðan atvinnulífið berst í bökkum. Ýmsar reglur, sem skattanefndin setti sér að fara eftir, eru af hinu góða, þeirra á meðal einföldun kerf- isins, hlutleysi, frítekjumark o.fl. Því skýtur hins vegar skökku við, að hún vill skattleggja raunvirði eignatekna aðeins. Það er í einu orði sagt ófram- kvæmanlegt Jafnvel þótt koma mætti slíku í kring, yrði kostnaður fyrir peningastofnanir og skatt- heimtuna sjálfa meiri en ávinningur- inn. Þvílík skriffinnska fylgir. Sann- leikurinn er sá, að ekki er lengur grundvöllur fyrir verðtryggingu fjár- skuldbindinga. Hún er ekki tíðkuð í viðskiptalöndum okkar. Frá þjóðar- sátt til þessa dags hefir verðbólga í landinu verið viðunandi, jafnvel minni en ytra. Má vænta þess, að svo verði áfram, ef framfylgt er yfir- lýstri stefnu stjómvalda. Það er því bæði eðlilegt og sjálfsagt að hverfa frá lánskjaravísitölu. Það er siðferði- leg skylda í ljósi þess, að ekki eru lengur nein „rauð strik“ í kjarasamn- ingum. í stað vísitölunnar kemur þá kerfi breytilegra vaxta á langtíma- lán. Frítekjumark, sem skattanefndin leggur til, þ.e. skattfrelsi fjármagns- tekna allt að kr. 150 þús. á einstakl- ing, ætti að tryggja, að ekki dragi úr spariinnlánum. Hafa ber í huga, að sparifé í bönkum er að mjög miklu leyti bundið í bókum smárra upphæða. Bönkunum er að sjá til þess, að innstæður til árs eða lengur rýrni aldrei, og fara í því efni sömu leiðir og erlendir bankar. Einnig er æskilegt, gagnstætt til- lögu nefndar, að heimila áfram skattfrádrátt á innlán í húsnæðis- reikninga. Það er þjóðhagsleg nauð- syn og hefir gefizt vel erlendis. Sams konar skattfrádrátt mætti líka veita á spariinnlán ungmenna, sem hyggja á framhaldsnám. Allt þetta mun örva sparnaðarvilj- ann. Aðrir þættir minnka hins vegar sparnaðarþörfina. Svo er um fijáls- leg útlán bankakerfisins og lána- gleði hins opinbera, sem t.d. byggir yfir ríka sem fátæka. Ekki má gleyma kreditkortunum, sem hjálpa fólki til að eyða fyrst og borga svo. Meðan ríkissjóður er rekinn með milljarða króna halla, er brýnna að jafna þann halla en lækka aðrar skatttekjur, eins og lagt er til. Nefndin vill skattleggja eignatekjur fremur en eignir. Mælir vissulega margt með því. HSfundur er doktor í hagfræði. BOSCH BOSCH BOSCH Stórkosflegt verðtilboð á BOSCH heimilistækjum Dæmi: Verð áður Tilboðsv. stgr. Afsláttur Eldavél með keramikhellum 87.924,- 69.570,- 21% Veggofn 61.748,- 43.691,- 29% Undirborðsofn án klukku 51.939,- 40.500,- 22% Þvottavél 73.912,- 58.500,- 21% Þurrkari 51.340,- 39.990,- 22% Uppþvottavél 61.513,- 50.500,- 18% Tilboðið giidir meðan birgðir endast. Utsölustaðir: Jóhann Ólafsson & Co JRflMETRÓ SUNDABORG 13 • SlMl 688 588 I MJÓDD Neisti, Vestmannaeyjum. Leifur Haraldssson, Seyöisfiröi. Hákon Gunnarsson, Höfn, Hornafiröi. SÚN, Neskaupstaö. Straumur, ísafiröi. UTSALA 20-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.