Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 Bush 23% á eftir Clinton samkvæmt nýrri könnun; Clinton með fylgi meirihluta fólks af nánast öllum þjóðfélag'sstigum Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. BILL Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, hefur forskot á George Bush Bandaríkjaforseta meðal nánast allra hópa bandarískra kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem dagblaðið The Boston Globe hefur látið gera. Niðurstöður könnunarinnar hafa verið túlkaðar á þann veg að efnahagur landsins þurfi að sýna ótvíræð batamerki til að dæmið snúist Bush í hag. Samkvæmt könnuninni myndu Clinton og A1 Gore, varaforsetafram- bjóðandi hans, fá 56% atkvæða ef kosið yrði nú, en Bush og Dan Qua- yle varaforseti 32%. Clinton virðist vera með meira fylgi meirihluta jafnt ungra sem ald- inna og ríkra sem fátækra um öll Bandaríkin. Aðeins einn hópur tók Bush reglubundið fram yfir Clinton og það voru skráðir repúblikanar. Hins vegar kváðust 20 prósent repú- blikana hlynnt því að Bush drægi sig í hlé. Athygli vekur að 75% stuðnings- manna auðkýfíngsins Ross Perot, sem um tíma hugði á óháð framboð, styðja nú Clinton. Er Perot lýsti því jrfír að hann hygðist ekki bjóða sig fram leiddu menn að því getum að stuðningsmenn hans myndu draga sig aftur inn í skelina og sitja heima á kjördag. Könnunin gefur hins veg- ar til kynna að 80% þeirra muni neyta atkvæðaréttar síns. Um þriðjungur aðspurðra kvaðst myndu snúast á sveif- með Bush ef efnahagurinn batnaði, þar á meðal 39% óráðinna kjósenda og 19% stuðningsmanna Clintons. Efnahags- mál ættu því að hafa forgang hjá forsetanum næstu mánuðina. Bush getur einnig glaðst yfir því að helmingur kjósenda kvaðst bera meira traust til hans í neyð, en Clint- ons. Aðeins 29 prósent tóku Clinton fram yfír Bush. Forsetinn hafði að- eins vinninginn þegar spurt var hvor þeirra byggi yfír sterkari persónu- leika og traustara siðgæðismati. Það er því engin furða að Bush hefur undanfarið hamrað á því að þessar kosningar snúist um að kjósa for- seta, sem hægt er að treysta. Breytingar eru hins vegar lykilorð- ið hjá Clinton. 70 prósent aðspurðra sögðu að kominn væri tími til að ný kynslóð tæki við stjóm landsins. Aðeins 15 prósent sögðu að svo væri ekki. Vert er að taka fram að þessi skoðanakönnun ber því vitni hver hugur kjósenda er nú. Flokksþing repúblikana hefst í Houston í Texas á mánudag og þar mun allt kapp verða lagt á að sýna fram á að Clint- on sé málsvari skattpíningar og eyðslusemi, jafnframt því sem reynt verður að kenna þijósku og eigin- hagsmunasemi demókrata á þingi um efnahagsvandann og beina þann- ig reiði kjósenda frá forsetanum að þingheimi. Það fæst ekki að vita fyrr en að flokksþingi repúblikana loknu hversu varanlegur sá meðbyr er, sem Clinton virðist njóta um þess- ar mundir. wmifíLMi WdSttKKTVH5BIS XuMOrnfí flNNBOCSDOTTIR Vigdís í bresku tímariti BRESKA tímaritið Hello! birtir í nýju tölublaði grein um Vigdísi Finn- bogadóttur forseta íslands. Þar segir í upphafí að Vigdís sé nú að hefja sitt fjórða kjörtímabil. í fyrstu hafí einkalíf hennar verið milli tannanna á fólki, hún sé fráskilin og hafí ættleitt bam fyrst ein- hleypra kvenna á íslandi. Hvað sem þessu líður njóti Vigdís vaxandi vinsælda og hafí gerbreytt ímynd embættis síns og stöðu íslands í hópi þjóðanna. Á myndinni sést opnan með umfjöllun tímaritsins. í stuttu viðtali blaðsins við forsetann segir Vigdís meðal annars að ein- hveijir hafí velt því fyrir sér hvemig í ósköpunum hún færi að án eigin- manns. Þá er haft eftir Vigdísi í lauslegri þýðingu: „Þeim þótti þetta með eindæmum, en eldri herra og góður vinur minn kvaðst glaður yfír því að ég væri ógift. Annars væri sama hvað ég segði, viðkvæðið yrði alltaf, maðurinn hennar sagði henni að segja þetta.“ Irak: Embættis- maður SÞ fordæmdur Bagdad. Reuter. STJORNVÖLD í írak fóru í gær hörðum orðum um Max van der Stoel, sérstakan eftir- Utsmann Mannréttindastofnun- ar Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum íraks, sem hafði sakað íraka um grimmilegar sprengjuárásir á þorp shíta í suðurhluta landsins. „Max van der Stoel virðist vera enn eitt nafnið á listanum yfir útsendaranna sem vilja vinna gegn írak,“ sagði í forystugrein dagblaðs íraska vamarmálaráðu- neytisins, al-Qadissiyah. Van der Stoel er fyrrverandi utanríkisráð- herra Hollands og gaf út skýrslu í síðasta mánuði þar sem hann lagði til að eftirlitssveitir yrðu sendar til íraks á vegum Samein- uðu þjóðanna til að rannsaka mannréttindabrot íraskra stjóm- valda. Staðhæft að Bush hafi átt ástarsamband við fyrrum ritara: Forsetinn segir fullyrðing- ar um framhjáliald lygi Kennebunkport. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti og kosningastjórar hans hafa brugðist mjög hart við staðhæfing- um i nýlegra útkomni bók, þess efnis að forsetinn hafi átt í ástar- sambandi við fyrrum ritara sinn, Jennifer Fitzgerald. Frétt þessa efnis var slegið upp á forsíðu blaðsins The New York Post í gær og var hún byggð á ummælum eins fyrrum sendiherra Bandaríkj- anna, Louis Fields, í nýrri bók sem ber nafnið „The Power House“. Í bókinni er staðhæft að Fields, sem Iést árið 1988, hafi fullyrt að hann hafí að ósk Bush séð til að hann og Fitzgerald fengju samliggjandi svefnherbergi á fundi í Genf árið 1984. Bush gegndi þá embætti varaforseta. „Þetta er meira en hrein og bein lygi. Þetta er fullkominn sori,“ sagði Mary Matalin, aðstoðarkosninga- stjóri Bush, í morgunþætti CBS-sjón- varpsstöðvarinnar í gær um þessar fullyrðingar. Sakaði hún demókrata um að hafa reynt að koma bókinni á framfæri við fjölmörg virðuleg blöð en að þau hefðu öll hafnað að birta upp úr henni. „Demókratar haga sér í þessu máli á sinn hefðbundna, nei- kvæða, sóðalega og subbulega hátt,“ sagði Matalin. George Bush sjálfur sagði á blaða- mannafundi með Yitzhak Rabin, for- sætisráðherra Ísrael, að þessar stað- hæfíngar væru „Iygi“. „Eg ætla ekki að láta það viðgangast að CNN spyiji mig svona dónalegra spurninga. Það veldur mér miklum vonbrigðum að þið spyijið mig svona spurninga," sagði forsetinn. Hann bætti því við að hann væri mjög reiður vegna stað- hæfínganna í bókinni en myndi samt ekki svara þeim að öðru leyti en því að þetta væri hrein lygi. Forsætisráðherra Svíþjóðar í blaðagrein: Svíar geta ekki verið hlut- lausir ráðist Rússar á Finna Stokkhólmi. Reuter. CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir í grein í dagblað- inu Svenska Dagbladet í gær að það sem helst gæti orðið til að ógna öryggi Svíþjóðar í framtíð- inni sé að einræðisstjórn verði Hussein Jórdaníukonungur: Á valdastólií 40 ólgn- og ófriðarár Nikósíu. Daily Telegraph. HUSSEIN Jórdaníukonungur fagnaði því í gær að 40 ár eru liðin frá þvi hann komst til valda en framtíð konungs i þeirri Ijóna- gryflu, sem arabísk stjórnmál eru, hefur ekki þótt björguleg þegar hann tók við krúnunni í byrjun sjötta áratugarins 17 ára að aldri, þá nemandi í Harrow-skólanum i Englandi. Hann nam einnig í herskólanum i Sandhurst áður en hann tókst embættisskyldur sínar á herðar. Hussein konungur hafði þegar kynnst af eigin raun hinum ofbeld- isfulla heimi sem hann var gerast beinn þátttakandi í sem þjóðhöfð- ingi. Hann hafði orðið vitni að því er afí hans, Abdullah konungur, féll í morðtilræði í Jerúsalem í júlí 1951. En hann sýndi fljótt, að hann var jafnfær og aðrir í valdataflinu í Mið-Austurlöndum, ef ekki klók- ari. Arabískir þjóðarleiðtogar hafa yfirleitt haldist við völd með því að beita hörku í skjóli alræðis, eins og Saddam Hussein í Irak. Hussein konunungur hefur ævinlega verið raunsæismaður og aldrei beitt afli fyrr en önnur ráð þrutu. Dæmi um þetta er þegar til uppgjörs kom milli hans og liðsmanna PLO, Frels- issamtaka Palestínumanna í sept- ember 1970, sem síðan var nefndur Svarti september. Þá voru Palest- ínumenn orðnir svo fyrirferðarm- iklir í Jórdaníu og konungsveldinu stóð hætta af. Raunsæi Husseins og vilji hans til að fara bil beggja í deilumálum í Mið-Austurlöndum hefur kallað yfir hann erfiðleika. Hann hefur. lifað af nokkur morðtilræði og bylt- ingartilraunir. Sú ákvörðun hans að ganga í lið með Gamal Abdel Nasser, forseta Egyptalands, í stríðsátökum við ísrael 1967 varð til þess að Jórdanir misstu Vestur- bakkann og austurhluta Jerúsal- emborgar. Viðleitni hans til að vera hlutlaus eftir innrás íraka í Kúveit leiddi til þess, að Vesturlönd og Arabaríkin sem fylgdu þeim að málum litu á hann sem stuðnings- mann stjómarherranna í Bagdad. En hann hefur öðlast virðingu jafnt vina sem óvina fyrir að halda fast við grundvallarskoðanir sínar. Fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa einkum beint sjónum sínum að hjónabandsmálum Husseins og íburðarmiklum lífsstíl. Hann er fjórkvæntur og hafa þijár af eig- inkonum hans verið útlendingar. Hingað til hefur honum tekist að viðhalda viðkvæmu valdajafn- væginu milli Bedúínanna og Palest- ínumannanna sem eru um 60% Hussein Jórdaniukonungur landsmanna. En Bedúínar óttast um sinn hag vegna fjölda Palest- ínumanna og áhrifa þeirra í þjóð- félaginu. Þá er konungurinn einnig undir þrýstingi frá þeim sem auka vilja lýðræði og þeim sem fylgjandi eru múhameðskri strangtrúar- stefnu. Jórdanía á við mikinn efnahags- vanda að stríða nú um stundir. Það lítur því út fyrir að 41. árið í stjóm- artíð Husseins verði í engu auðveld- ara en þau sem á undan eru gengin. komið á í Rússlandi á ný og að hinir nýju valdhafar myndu vilja ná sér niður á nágrönnum sinum. Nefndi Bildt sérstaklega rússn- eska þjóðemissinnann Vladimír Zhirinovskí í þessu sambandi og sagði hann vilja auka þrýsting á Eystrasaltsríkin og Finnland og hugsanlega sölsa þau undir vald Rússlands á ný. Bildt spyr í grein sinni hvernig Svíar gætu í slíkri stöðu gengið út frá því sem vísu að þeir ættu að vera hlutlausir. Minnti hann á að þegar Sovétmenn réðust inn í Finn- land árið 1939 hefði sænskur al- menningur tekið stöðu með Finnum þó að stefna stjómvalda hefði tak- markast við að lýsa því yfír að Svíar myndu ekki taka þátt í átök- unum. Sænski forsætisráðherrann hefur ítrekað haldið því fram á undan- fömum misserum að hlutleysi Svía sé orðið úrelt með falli kommún- ismans og upplausn Sovétríkjanna. Hefur hann átt í hörðum deilum við Ingvar Carlsson, formann Jafn- aðarmannaflokksins og fyrmm for- sætisráðherra, vegna þessa en Carlsson vill að Svíar standi áfram utan hemaðarbandalaga. Gekk jafnaðarmannaleiðtoginn svo langt á sunnudag að segja að Svíar ættu ekki að taka þátt í sameiginlegri varnarstefnu Evrópubandalagsins, en þeir stefna að því að verða full- gildir aðilar að bandalaginu árið 1995. Síðdegisblaðið Expressen sagði í kjölfar þessa í forystugrein að dagsins sem Carlsson lét þessi ummæli falla yrði hugsanlega ininnst í sögunni sem dagsins sem Svíar skelltu hurðinni á EB-aðild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.