Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 n heimsóttum bæði gamlar og nýjar slóðir námsmanna í Höfn. Steindór hefur ríka frásagnargáfu og gaf mér skýra mynd af lífi og kjörum íslendinga á þeim tíma þegar hann stundaði nám sitt þar. Eg sagði honum frá mínu námi, hugðarefn- um og vinum og fann ekki hið minnsta fýrir þeirri rúmlega hálfri öld sem er á milli okkar í árum. Skilningur, glettni og jákvætt við- horf Steindórs til lífsins eru áber- andi í fari hans og hann er einstak- lega þægilegur í umgengni. Fyrir stuttu lágu leiðir okkar Steindórs aftur saman þegar við tókum bæði þátt í ritstjómarstarfi náttúrufræðingatals sem stendur til að gefa út á næstunni. Steindór hefur verið okkur í ritstjórninni ótæmandi viskubrunnur um þróun náttúrufræðinnar á íslandi og um íslenska frumkvöðla í greininni. Hann hefur skrifað talsvert fyrir okkur, m.a. um kennslu og kennslu- bækur í náttúmfræðum og um menntun og störf fyrstu íslensku náttúrufræðinganna. Þá hefur hann veitt okkur ýmis góð ráð og má segja að hann hafi á fundum með ritstjóm verið eins konar alfræðibók sem flett er upp í. Vonandi fáum við notið starfskrafta hans enn um ókomin ár. Til hamingju með afmælið Stein- dór! Fyrir hönd ritstjórnar Nátt- úrufræðingatals, Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir. Mildir, fræknir menn best lifa, sjaldan sút ala. (Hávamál.) Þegar við Þórarinn í Samveri gerðum sjónvarpsþáttinn um sr. Matthías, þótti einboðið að ræða við Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, þótt hann væri orðinn háaldrað- ur og sjón augna hans mjög tekin að dvína. Ytri sjónin þegar þrýtur, þrífast andans stundum rósir, kvað gamli Grímur, og var okkur Þórarni þetta full ljóst um Stein- dór, og ekki síst að verki loknu. Skemmst er af því að segja, að uppi á Sigurhæðum sat Steindór keikur gagnvart myndavélunum og mælti fram speki. Hann talaði að kalla sleitulaust meira en hálfa klukkustund, hafði enga minnismiða, en svo skipulega og miskviðalaust sem lesið væri af þaulsaminni bók. Honum skeikaði hvergi orðafæri, uppbygging né minni, kompósisjónin var óað- finnanleg, og efi er mér á að mann- gerð og ljóð Matthíasar hafi í annan tíma verið betur skilgreint svo ljóst og umsvifalaust. Sem betur fer er öll þessi upptaka til, því að hún var sannast sagna klippt með grátandi tári, þegar þátturinn var saman settur. Steindór Jónas Steindórsson frá Hlöðum í Hörgárdal er nú orðinn níræður. Hann ber hinn háa aldur með fádæmum vel. Hann gengur vaskur um götur hvem dag, og má illa viðra svo út af bregði, og myndi þá margur yngri maður og fullsjáandi kveinka sér, ef hik yrði á Steindóri Steindórssyni til dag- legra gönguferða. Gott er að hitta hann í Bótinni. Hann hefur alltaf eitthvað að gefa. Minni hans er fágætt, svo að erfítt er að finna hliðstæður. Og það er þá ekki heldur bundið sérgrein hans, náttúrurfræðinni. Hann er eins langt frá því að vera fagidjót eða greinargapi og hugsast getur. Hann er geysilega fróður um sögu íslands og bókmenntir. Fljótlegra er til dæmis fyrir mig að hringja í hann en að leita í bókum um kveð- skap 19. aldar, svo að dæmi sé tek- ið. Þar kann hann furðulega mikið, mér liggur við að segja upp á blað- síðu. Hann er örlátur, eða mildur eins og gamlir menn sögðu, á auð anda síns. Steindór Steindórsson er maður frækinn. Ekki dylur hann hug sinn né fer í launkofa með skoðanir sín- ar né hikar við að beijast fyrir þeim ef með þarf. Og einskis sporgöngu- maður er hann. Hitt er honum eðli- legt að fara í fyrirrúmi. Um hug- rekki hans gæti ég sett á blað margar dæmisögur, en þær verða flestar geymdar um sinn í þessari litlu afmæliskveðju. Aldrei vissi ég hug hans þó jafnhraustan og í snerru uppi í skóla, þegar uppreisn- argjarnir nemendur ætluðu að hrifsa völdin í stjórnleysisbylgjunni miklu kringum 1970. Var Steindór þó mjög skilningsríkur á nauðsyn breytinga og hafði afar róttækar skoðanir á sumum þáttum skóla- mála, og svo mikill lýðræðissinni var hann á borði, að hann lét for- ystumönnum í félagslífi nemenda í té sérstaka stofu í skólanum, þar sem þeir gáfu út blöð með skömm- um um skólameistara o.s.frv., þegar öllu skyldi bylt og ekkert mátti við svo búið standa. En þegar sæmd skólans og raun- gæðum skólameistara var misboðið til muna, sýndi hann þá ró og karl- mennsku sem dugði til þess að sanna mönnum, svo að ekki var um villst, hver stjómaði skólanum. Byltingin rann út í sandinn og var ekki reynd öðru sinni. Steindór var 66 ára gamall þegar hann tók við stjórn skólans á þess- um sviptingatímum. Steindór Steindórsson elur sjald- an sút. Hann er manna glaðastur, eins og Snorri Sturluson sagði um frægan höfðingja. Lífið hefur verið honum gjöfult, en því sem á móti hefur blásið, hefur hann tekið með æðruleysi - og vinnu. Afköst og afrek Steindórs eru mjög óvenjuleg, og fyrir þau hefur hann hlotið mak- legt lof, m.a. heiðursdoktorsgráðu frá Háskóla íslands. Þetta er lítil afmæliskveðja með þökkum fyrir viðkynninguna. Þegar ég kom fákænn sveitastrákur að taka utanskólapróf upp i MA, tók hann mér - á fyrsta prófinu sem ég gekkst undir - með þeirri góð- vild sem ég gleymi ekki, enda kannski ráðið úrslitum um fram- haldið. Síðan var hann áralangt samstarfsmaður minn og húsbóndi - og nú hjálparhella, viskubrunnur og gleðigjafi, því að Steindór kann margt skemmtilegt. Megi hann allar stundir vel haf- ast og góðs njóta. Gísli Jónsson. Borgarleikhúsið opnaði dyr sínar, prúðbúið fólk streymdi þar inn, það var hátíðarblær yfir öllu og spenna í lofti. Senn fylltist leikhússalurinn og athöfnin hófst. Hér skyldi minn- ast þess áfanga að þennan dag kom út fyrsta íslenska alfræðiorðabókin eftir margra ára þrotlausan undir- búning. Þetta var falleg og virðuleg athöfn, margir tóku til máls, hér- lendir og erlendir, og mæltist öllum vel. Því lengra sem á athöfnina leið varð hinum stóra hópi sem að AI- fræðiorðabókinni hafði unnið, æ ljósara að þau höfðu tekið þátt í stórkostlegu ævintýri sem myndi á ókomnum árum vera metið sem mikilvægt lóð á vogarskálar ís- lenskrar menningar. Stemmningin í salnum fór vaxandi eins og á góðri leiksýningu, þótt það sem raunveru- lega fór fram væri engin tilbúning- ur eða hugarsmíð, heldur raunveru- leikinn sjálfur. Þegar leið að lokum athafnarinnar kvaddi Steindór Steindórsson, fyrrverandi skóla- meistari, sér hljóðs og var leiddur til ræðustóls. Þar sem hann stóð á sviðinu hefur hann tæpast séð móta fyrir fólkinu frammi í salnum sök- um sjóndepru. Það leiðir af sjálfu sér að engin var hann með blöðin til þess að lesa af. Hann varð að treysta á minnið og andagiftina og lyfti samkomunni í hæðir. Án hiks eða endurtekninga flutti hann mál sitt af slíkri snilld að enginn fær gleymt sem þar var viðstaddur. Hjá honum fóru saman ótrúleg þekking, yfirburða minni, einstakt vald á ís- lensku máli og óvenju rík tilfinning fyrir myndrænni uppbyggingu. Til- vitnanir í bundið mál og óbundið og leiftrandi samlíkingar streymdu af vörum hans og féllu að lokum saman í einn farveg eins og tærar og glitrandi bergvatnsár sem á leið sinni til sjávar mynda að lokum stórfljót með beljandi orku, boða- föllum, djúpum hyljum og tignar- legum fossum sem enginn gleymir sem einu sinni sér. ' Þótt tæpir þrír áratugir skilji okkur Steindór að í aldri og við búum á hvoru landshorninu er hann þó sá vinur og félagi sem er ná- komnastur okkur hjónunum. Kynni okkar hófust 1967 þegar Þorsteinn Jópesson lagði til við mig að ég reyndi að fá Steindór til þess að taka saman síðara bindi ritverksins Landið þitt þar sem dagar sínir væru senn taldir. Það er skemmst frá því að segja að Steindór tók verkið að sér og þar með hófst hið nána samstarf okkar sem engan skugga hefur borið á allan þennan tíma. Það er ekki ætlan mín að rekja hér afreksskrá vinar míns, heldur vil ég nota tækifærið til þess að senda honum kveðjur og árnaðar- óskir okkar hjóna. Steindór er svo einstæður og sterkur persónuleiki að þeir sem notið hafa samfylgdar hans hafa hlotið mikil forréttindi. Fyrir það þökkum við á þessum merku tímamótum. Orlygur Hálfdanarson. Engum er skyldara en íslenskum skógræktarmanni að færa Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum kveðju við jafn virðulegt tækifæri og ní- ræðisafmæli er. Hann er öldungur íslenskrar grasafræði og hefir jafnframt í sex áratugi verið einn öflugasti og ótrauðasti málsvari skógræktar á íslandi. Fyrir það skal honum inni- lega þakkað á þessum degi. En við þurfum að þakka honum fleira: Með kenningu sinni um gróður á íslandi á ísöld og landnám plantna hér eftir ísöld lagði hann heimspeki- legan grundvöll að einum veiga- mesta þætti skógræktar hér: Inn- flutning tijátegunda til landsins. Með því að færa líkur fyrir því, að meira en helmingur íslensku flór- unnar við landnám hefði lifað síð- ustu ísöld af, sýndi hann fram á, að núverandi flóra íslands gæfi ekki rétta mynd af gróðurskilyrðum á landinu á okkar dögum, hér gætu miklu fleiri plöntur lifað og dafnað. Og í riti sínu „Gróður á íslandi", sýndi hann fram á, að neðan 400 m hæðarlínu tilheyrði ísland í raun barrskógabeltinu. Nú hefur náttúr- an sjálf staðfest þetta með því, að 14 erlendar tijátegundir hafa num- ið hér land á síðustu áratugum. Steindór gerði, í félagi við einn af sérfræðingum okkar í skógrækt, fyrstu gróskuflokkaskiptingu ís- lenska birkiskógarins, sem nýtist líka í starfí okkar að nýskógrækt. Slík gróskuflokkaskipting er í öllum þróuðum skógræktarlöndum grundvöllur að skipulögðum vinnu- brögðum í ræktun. Hún leiðbeinir okkur við að setja rétt tré á réttan stað. Það er ekki smávægilegt at- riði. Það er grundvallaratriði til þess að vita, hvað menn eru að gera. Steindór mótaði íslenska plöntu- samfélagsfræði með riti sínu „Gróð- ur á íslandi". Á henni hefir gróður- nýtingardeild Rannsóknarstöðvar landbúnaðarins byggt gróðurkorta- gerð sína. Á henni byggir áætlana- deild Skógræktar ríkisins sína vinnu, sem líkja má við vinnu arki- tektsins í mannvirkjagerð. Hér höf- um við skýrt dæmi þess, þegar undirstöðurannsóknir verða grund- völlur hagnýtrar vinnu. Brautryðj- endastarf Steindórs í plöntusamfé- lagsfræði var einmitt af þessum toga. Eg þakka Steindóri áratuga leið- sögn, ekki bara í skóla, þar sem ég var nemandi hans í fimm vetur, heldur enn frekar síðar á lífsleið- inni, þar sem hann hélt á þeim átta- vita, sem vísaði mér veg í starfi. Lifðu enn lengi keikur. Sigurður Blöndal. Nestor íslenskra grasafræðinga, og fyrirmynd allra hinna sem yngri eru, hinn aldni heiðursmaður Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum, grasafræðingur, menntaskólakenn- ari og skólameistari, er níræður í dag, 12. ágúst. Á þeim merkisdegi langar mig að senda þessum læri- meistara mínum í marga áratugi hjartanlegar hamingjuóskir með innilegu þakklæti fyrir allt, fyrr og síðar. Þegar ég kom til náms í Mennta- skólanum á Akureyri snemma árs 1945 var Steindór eini náttúru- fræðikennari skólans og hann kenndi mér alla mína vetur þar. Hann var oftast hressilegur og létt- ur í bragði sem kennari, en jafn- framt hlýr og mannlegur og kunm vel að taka græskulausu gamni nemenda þegar því var að skipta, og mat ég hann mikils strax þá. Þó hann fylgdi oftast nokkuð náið lexíu dagsins í kennslu brá hann stundum út af því, fór út fyrir efn- ið og jók við það frá eigin brjósti. Þá kom það vel í ljós hvílíkum feikna fróðleik hann bjó yfír, ekki bara um náttúrufræði almennt og þó náttúru landsins sérstaklega, held- ur einnig um sögu þess og mannlíf. Strax á þeim árum var mér það vel kunnugt að Steindór fékkst við rannsóknir á flóru og gróðurfari landsins og dáðist að því að auk þess að vera kennari var hann þekktur vísindamaður. Það var þó fyrst þegar ég hóf sjálfur nám í náttúrufræði með grasafræði sem aðalfag, að ég gerði mér smám saman grein fyrir því hve miklu Steindór hafði áorkað í fræðigrein sinni þá þegar, og miklu hefur hann bætt við síðan. Afköst hans eru hreint út sagt ótrúleg. Hann hefur skrifað mikinn fjölda greina um rannsóknir sínar í íslensk og erlend tímarit, sumar 2-300 bls. langar, auk nokkurra bóka, skrifað sjálfs- ævisögu í tveimur bindum, þýtt ein- ar 15 bækur á íslensku, flestar þeirra ferðabækur, þ.á.m. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Páls- sonar, ritstýrt tímaritinu Heima er best í 33 ár og skrifað mikið í það sjálfur um þjóðlegan fróðleik. Áuk þess hefur hann verið grasafræði- legur ráðunautur við gróðurkort Rannsóknastofnunar landbúnaðar- SJÁ BLS. 29 Bókhalds-og rekstramám 72 klst Byrjar 14. september Námið er hnitmiðað og sérhannað með þarfir atvinnulífs- ins í huga. Markmið námsins er að útskrifa nemendur með víðtæka þekkingu á bókhaldi og færslu tölvubókhalds. Aðalnámsgreinar: • Hlutverk bókhalds, bókhaldslög • Bókhaldsæfingar og reikningsskil • Viðskiptamannabókhald • Launabókhald • Virðisaukaskattur • Raunhæft verkefni - afstemmingar og uppgjör • Tölvubókhald - Opus Allt Ef þú vilt auka þekkingu þína á bókhaldi, styrkja stöðu þína á vinnumarkaðinum, starfa sjálfstætt og/eða geta notað bók- hald sem stýritæki í eigin fyrirtæki, þá er þetta nám fyrir þig. Viðskiptaskólinn býður uppá litla hópa, einungis reynda leið- beinendur, bæði dag- og kvöldskóla, sveigjanleg greiðslukjfyt Sérstakt grunnnámskeið haldið 7.-10. september. Takmarkaður fjöldi á hvert námskeið. Innritun þegar hafin. Viðskiptaskólinn Skólavörðustíg 28, Reykjavík Sími 62 41 62

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.