Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 félk f fréttum Nokkur brúðhjónanna, sem hafa gróðursett trén sín í Brúðhjónalundinum við Hótel Sögu. *mm;m TRE OG HJONABAND Þéttskipað í Brúðhj ónalundinum Hótel Saga hefur undanfarin tvö ár gefið brúðhjónum, sem halda veislu sína á hótelinu, tré í brúðkaupsgjöf. Trén eru merkt eigendum sín- um ásamt brúðkaupsdegi og hafa brúðhjónin gróðursett trén á Jónsmessu eftir brúðkaup í sérstökum reit, sem kallaður er Brúðhjónalundurinn og er stað- settur austan megin við hótelið. Að meðaltali eru haldnar 23 brúðkaupsveislur á ári á Hótel Sögu og hafa liðlega 30 manns komið saman á Jónsmessu und- anfarin ár í Brúðhjónalundinum og gróðursett á sjöunda tug tijá- plantna. Nú er reiturinn fullsetinn og verða ekki fleiri tré gróðursett að sinni.í framtíðinni getur unga fólkið heimsótt lundinn og séð hvemig trénu þeirra vegnar. Sum brúðhjón hafa komið reglu- lega til að skoða tréð sitt. ELDRAUN Gekk á logandi glerbrotum Njáll Torfason eða „Vestfjarða- skelfirinn“ svokallaði heilsaði upp á Bflddælinga á Héraðsmóti Hrafna-Flóka fyrir skömmu og sýndi þar ýmis hrikaleg og ótrúleg atriði sem fóru fyrir bijóstið á sum- um áhorfandanum. Njáll er þekktur fyrir að ganga berfættur yfír gler- brotabakka án þess að skaða sig. Njáll hitaði upp í nokkrar mínút- ur fyrir sýninguna með því að rífa sjö símaskrár. Þá reif hann einnig fjárlögin og var mun fljótari að afgreiða þau en þeir í þinginu. Síð- an hófst sýningin. Njáll var á stutt- buxum enda sól og blíða úti. Hann gekk yfír glerbrotabakkann fram og aftur og síðan yfír flöskustúta sömu leið. Þar næst tók hann unga stúlku í fang sér og dansaði með hana yfír glerbrotin. Heyra mátti á áhorfendum og sjá líka að þeim stóð ekki á sama'þegar þessi maður gekk yfír brotna flöskustúta svo það brakaði í glerbrotunum. í lokin lagðist Njáll á bakið á glerbrota- bakkann og lét kraftatröllið Baldvin Skúlason raða þremur gangstéttar- hellum á bringuna á sér en hver hella vegur 18 kg. Baldvin sveiflaði sleggjunni hátt og hamraði síðan hellumar allar í mél þar sem þær lágu hver ofan á annarri. Njáll reis upp eins og múmía og dustaði gler- brotin sem héngu á bakinu af. Ekki sást ein rispa né blóðdropi á karli. Það var ekki laust við að sumum áhorfendum flökraði við þessari sýningu, sem er áreiðanlega einstök í heiminum. Á Eldborg ’92 á Snæfellsnesi um verslunarmannahelgina betrum- bætti hann sýningaratriðin. Þar reif hann í sundur með höndunum bflbretti og gekk á logandi glerbrot- um þegar Ný dönsk lék lagið Alelda. R. Schmidt Njáll Torfason gengur á gler- brotum með unga stúlku í fanginu. Morgunblaðið/Róbert Schmidt SVISS Styr um hjónaband súkkulaðihöfðingjans -, HANDBOLTA W SKÓLI VALS Handknattleiksdeild Vals mun standa fyrir hinum árlega og vinsæla handboltaskóla nú í ágúst. Námskeiðið stendur yfir frá 17. til 21. ágúst kl. 09.00-12.00 fyrir krakka fædd 1978-1984. íþróttakennarar og vanir leiðbeinendur hafa umsjón með kennslu. Landsliðsmennirnir Valdimar Grímsson, Jakob Sig- urðsson, Geir Sveinsson og Guðmundur Hrafnkelsson koma í heimsókn. Skráning er í símum 623730 og 623731 frá kl. 09.00-12.00 og frá kl. 17.00-19.00 á skrifstofu Vals, Hlíðarenda. Bón- og bíloþvottastöðin, Bíldshöfða 8, símar 681944 - 681975. Verð á hlutabréfum Lindt & Spriingli-súkkulaðiverksmiðj- unnar féll í svissnesku kauphöllinni í síðustu viku þegar það fréttist að Rudolph Spriingli, aðaleigandi fyrir- tækisins, hefði kvænst Alexöndru Gantenbein í kyrrþey í byrjun mán- aðarins. Spriingli ætlaði að ganga að eiga hana í vor en þá fengu helstu ráðgjafar hans hann ofan af því. Nú lét hann ekki stöðva sig og fram- kvæmdastjóri Lindt, eins þekktasta súkkulaðifyrirtækis heims, sagði af sér í framhaldi af því. Það varð uppi fótur og fít í vor þegar Sprungli og Gantenbein sendu út tilkynningu um fyrirhugað hjóna- band. Sprungli er 72ja ára og hún 44. Hún var áður gift öldruðum eig- anda málmverksmiðju. Honum entist aldur til að selja verksmiðjuna og arfleiða hana að öllum sínum eignum áður en hann lést rúmu ári eftir að þau giftust. Hún keypti sér stórt og fínt einbýlishús fyrir arfinn og nú er Spriingli fluttur þangað til henn- ar. Hann skildi við eiginkonu sína eftir 45 ára hjónaband í vor. Ganten- bein var þá starfsmannaráðgjafi hjá fyrirtækinu og talið er víst að hún eigi þátt í að sonur hans hætti hjá því í vetur. Gantenbein er trúuð og var með- limur í bandaríska sértrúarflokknum I Am, en meðlimir hans trúa að þeir geti virkjað orku í kringum þá. Hún heldur fjölda trúarfyrirlestra og miðlar fólki mætti. Spriingli er trúaður og kirkjurækinn. Helsti ráð- gjafí hans benti honum á að Ganten- bein væri í I Am þegár þau komu úr ferð til Bandaríkjanna í vor og sagði honum ýmislegt fleira um for- tíð hennar. Sprungli aflýsti þá strax giftingunni og sagði fjölmiðlum að hann hefði heyrt hluti sem hann vissi ekki áður. Hann lét athuga hvort einhverjir úr trúarflokknum hefðu fengið vinnu hjá Lindt & Spriingli og lét kanna fortíð Gantenbein. Hún hafði ekki misnotað aðstöðu sína til að útvega trúbræðrum atvinnu og Sprungli sætti sig við litríka fortíð hennar. Hún hét bara Heiða þegar hún var þjónustustúlka á tvítugs- aldri en kallaði sig Alexöndru þegar hún fór að fara út með kaupsýslu- mönnum og skemmta körlum gegn greiðslu. Hún er vel lesin, kann að meta menningarlíf og hefur gaman af að sitja fyrir á myndum. En það hefur enginn náð mynd af þeim hjón- unum saman síðan þau giftu sig. Hún er heima við og hann sendi frá sér formlega yfírlýsingu í gær að hún muni ekki taka sæti í stjórn fyrirtækisins. Það gæti haft jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn og Lindt & Sprungli hætt að falla í verði.' HIÍAÍ'f ,-fJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.