Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.08.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1992 ©1908 Umversal Press Syndicate // Ti'L hvcr$ erþ&ttcL. „ CÁ ttu-þer^- batncL hort ? " t Nei. Hann er enn of lítill til að geta notað þær ... að hátta... jnforgmMMaMfe BRÉF ITL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hlutverk ríkisútvarps er allt ann- að og víðtækara en einkastöðva Frá Bjama Sigtryggssyni: ÞAÐ virðist stundum eins og von- laust verk að leiðrétta misskilning fólks um hlutverk ríkisútvarps eins og þann sem sjá má í bréfi í Vel- vakanda 7. ágúst. Líkt og í ævin- týrinu forðum, þá er stundum eins og spretti tvö bréf með misskiln- ingi og rangfærslum fyrir hvert eitt sem er leiðrétt. Frá Guðrúnu Jacobsen: MÉR ER að detta í hug ef konan næði heimsyfirráðum, móðirin, hvort hún yrði nokkru sinni svo illa innrætt að myrða börn eða pynta meðbróður sinn eða drepa í einhvers konar átthagastríði, eins og er að gerast í Júgóslavíu og Suður-Afríku, að ég minnist ekki á skæruhemaðinn á írlandi og svo framvegis. Nú ku okkur Islendingum bera skylda til að taka við flóttafólki, Ieggja okkar skerf fram, hirða undan ríkisstjórnum viðkomandi landa, sem ekki em starfí sínu vaxnar. En hvað getum við gert öðm fólki til góðs, sem eigum fullt í fangi með okkur sjálf? Ég ætla aðeins að leggja á borð nokkrar staðreyndir: Hér vantar leikskóla og dagheimili fyrir öll böm. Að auki er kaup fólks sem annast þessar fáu stofnanir svo smánarlega lágt, að það er krafta- verk ef það á eftir bros til bam- anna á útborgunardag. Ekki nóg með það. Fjöldi kvenna hér á ís- landi gegnir allt upp að íjórum störfum á sólarhring. Heimili og bam eða böm bætist við. Ég leyfi mér að setja upp sólar- hringsvinnulista: Næturvalrt, 12 á miðnætti til 8 að morgni. Frá 8-12 á hádegi, umönnun fatlaðra. Síðdegis, skúringar. Kvöld, heim- í dag er enn hamrað á því að þjónusta Ríkisútvarpsins sé þving- uð upp á hlustendur hvort sem þeir nota sér hana eða ekki. Þetta er gmndvallarmisskilningur. Þjón- usta Landhelgisgæslunnar er ekki þvinguð upp á landsmenn, né held- ur Pósts og síma, Vegagerðarinn- ar eða Almannavama. Rekstur allra þessara stofnana er marg- þættur; einn sameiginlegur þáttur ili, bam eða böm. Hvenær sefur þessi kona? Annar vinnulisti. Næturvakt - Og þegar ég nefni næturvakt kvenna, em þær á hlaupum, kl. 8 póstburður frameftir degi, skúr- ingar hjá einu eða tveimur fyrir- tækjum, vinna á saumastofu eftir hádegi, eða þjónustustörf á spítala síðdegis. Heimili og bam bíður heima. Hvenær sefur þessi kona? Út á alla þessa hlutavinnu hrekkur kaupið ekki til. Stað- greiðsla skatta eykst, félagsgjald, stéttarfélagsgjald, húsaleigu þarf að borga eða afborgun af lífeyris- sjóðsláni, sem alltaf vex, þrátt fyrir loforð ríkisstjómar íslands síðastliðinn áratug. Vér fellum nið- ur lánskjaravísitöluna þegar verð- bólgan stendur á einsstafstölu. Sussu svei! Ofangreindur vinnulisti er til- einkaður einstæðu foreldri hér á íslandi. Kristilega gift fólk er ekki hótinu betur á sig komið til að taka við syndum annarra, það á nóg með sín 3-7 böm, án frádrátt- ar á skattskýrslunni, hvort sem það hefur tvö- eða þijúhundmð þúsund á mánuði. Staðgreiðslan hirðir sitt. Getum við bætt á okkur fleiri svefnlausum sólarhringum með viðtökum á stríðsþjáðum bömum? GUÐRÚN JACOBSEN Bergstaðastræti 34, Reykjavík. þeirra er að annast öryggi lands- manna. Aðeins Ríkisútvarpið nær hlust- endum á öllu byggðu bóli. Til þess var það stofnað og það hlutverk hefur löggjafinn falið því að sinna. Þangað flytur það menningu, fróð- leik og skemmtun. íslenska út- varpsfélagið var stofnað til þess að skila eigendum sínum góðri ávöxtun fjárfestingar sinnar. Það er mörgum viðbótarskostur en ekki öllum og engum skylda. Því em heldur ekki uppálagðar marg- víslegar skyldur Ríkisútvarpsins, sem em kostnaðarsamar en færa því engar tekjur. Þar má nefna varðveislu og úrvinnsla sögulegra hljóðblanda, upptöku á afrakstri tónlistarlífs um land allt, þjónustu við kirkjulegt starf og kynningu á íslenskri menningu meðal erlendra þjóða. Þarna er aðeins fátt eitt nefnt af því sem Ríkisútvarpið sinnir dag hvem á þess að krafist sé gjalda fyrir. Hálf þjóðin býr í Reykjavík eða næsta nágrenni og sumir þeirra eiga erfitt með að setja sig í spor þeirra sem ekki búa á þessu sam- þjappaða markaðssvæði, sem óneitanlega freistar einkastöðva í auglýsingahug. Utan Reykjavíkur skilja menn betur mikilvægi þess að Ríkisútvarpið fái að þjóna hlut- verki sínu, enda á útvarpið rætur sínar um land allt, eins og reyndar allir landsmenn í annan eða þriðja lið að minnsta kosti, en það heim- sækir ekki aðeins landsbyggðina með beinum útsendingum á tylli- dögum, og þá styrkt af reykvísk- um auglýsendum. Störf mín fyrir Ríkisútvarpið og samstarf við fólk um allt land hafa fært mér sönnur á það að starfsemi þess er ekki aðeins ómissandi liður í daglegu lífi og starfí fólks á landi og sjó, heldur einnig einn þeirra grunnþátta sem ekki má bregðast, eigi byggð að haldast um landið. BJARNI SIGTRYGGSSON Stóragerði 28, Reykjavík. Langnr vinnulisti HOGNI HREKKVISI Víkverji skrifar Víkveiji hefur undanfarið setið við lestur fyrsta bindis Sögu Reykjavíkur eftir Guðjón Friðriks- son. Það er hin fróðlegasta lesning í alla staði, og veilir bókin lifandi innsýn í daglegt líf Reykvíkinga á seinni hluta síðustu aldar og fyrri hluta þessarar. Margt er breytt síðan 1870, en þó ekki allt til batnaðar, að mati skrifara dags- ins. í fyrsta kafla bókarinnar kem- ur til að mynda fram að betri borg- arar í Reykjavík gátu keypt inn- flutta hollenzka og sænska osta og sumir gátu flutt inn eðalvín beint frá Frakklandi vegna kunn- ingsskapar við yfírmenn á frönsk- um herskipum! í viðskiptamálum var íslenzkt þjóðfélag 1870 því á margan hátt fijálslyndara en árið 1992. í millitíðinni hafa bændur, góðtemplarar og skattaglaðir póli- tíkusar komizt með puttana í mál- in og fengið ýmis höft, tolla og skatta innleidd. XXX Niður undan Eiðsgranda er ákaflega falleg sandfjara, þar sem gaman er að hlusta á öldugjálfrið á daginn eða virða fyrir sér sólarlagið á kvöldin. Því miður er þessi fallega fjara ekki nógu aðgengileg, því að ofan við hana hefur verið rutt upp ógurleg- um gijótgarði, sem er ekki auð- veldur yfírferðar. Víkveija fínnst að þegar lokið hefur verið holræsa- lagningu meðfram Eiðsgrandan- um eigi að ganga frá ströndinni með þrepum eða gangstígum niður að fjörunni, svo að fleiri geti notið hennar. xxx Víkveiji tekur fréttum af fyrir- huguðum byggingum á barmi Almannagjár með takmark- aðri hrifningu. Ætlunin er víst að byggja móttökuhús fyrir erlenda þjóðhöfðingja og aðra tigna gesti og einnig þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Víkveija fínnst barm- ur Almannagjár fallegastur eins og hann er og án einhverra „nútí- malegra" húskassa, sem arkitekt- ar myndu klína þar niður. Það er bara sjarmerandi að sjá erlend tig- inmenni fjúka um í rigningunni við Almannagjá í opinberum heim- sóknum og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn hlýtur að mega byggja annars staðar án þess að spilla náttúrufegurð staðarins. xxx Ráðhúsið í Reykjavík hættir sennilega aldrei að vera deiluefni manna á meðal. Mörgum, sem Víkveiji hefur hitt að máli, hefur komið á óvart að húsið skuli ekki vera málað, hvorki utan né innan. Sérstaklega tala margir um að neðsta hæð hússins, sem opin er almenningi, sé grámygluleg og litlaus. í þessum umræðum hefur komið fram hugmynd, sem Vík- veija fínnst bæði skemmtileg og frumleg, og framkvæmd hennar — sem Víkveiji viðurkennir að líklega verður aldrei af — myndi að minnsta kosti tryggja að eftir ráð- húsinu yrði tekið. Kunningi hans stakk upp á því að mála ráðhúsið bara bleikt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.