Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 11 Menntun sjómanna í eina öld Bókmenntir Sigurjón Björnsson Einar S. Arnalds. Stýrimannaskólinn í Reykjavík í 100 ár. Örn og Örlygur 1993. XXXII + 576 bls. Haustið 1991 voru liðin 100 ár frá því að formleg skólamenntun skipstjómarmanna hófst á íslandi á vegum hins opinbera. „Hinn 1. október 1891 var Stýrimannaskól- inn í Reykjavík settur í fyrsta sinn“ af skólastjóranum Markúsi F. Bjamasyni. Aldarafmælis var minnst með veglegum og virðulegum hætti á afmælisárinu, en alllöngu áður hafði verið ákveðið að rita sögu Stýrimannaskólans. Til þess verks var Einar S. Amalds fenginn og birtist nú sagan á bók hundrað ámm eftir að fyrstu nemendur skól- ans útskrifuðust. Saga Stýrimannaskólans er ein- staklega veglegt rit. Þar kemur fyrst til að hún löng, mikið lesmál, rúmar sex hundruð blaðsíður í stóm broti. Myndir em mjög margar og sumar hveijar glæsilegar. Loks er öll „útgerð" ritsins afar vönduð, t.a.m. er pappír af þeirri gerð að maður tekur sér ekki þyngri bók í hönd af sömu stærð. í rauninni em hér fjórar sögur í einni bók. Ein er sjálfur sögutext- inn. Auk forsögu (66 bls.) þar sem fjallað er um menntunarmál sjó- manna til ársins 1891 er rakin saga Stýrimannaskólans í annálsformi frá ári til árs. Er það að sjálfsögðu megintextinn (tæpar 350 bls.) Önn- ur er saga sögð í myndum. Mér virðist að öll „skólaspjöld" frá upp- hafí séu hér saman komin, auk geysilegs fjölda annarra mynda; af kennuram, úr skólastarfinu, af ýmiss konar tækjum, af skipstjóm- armönnum, skipum, stöðum og úr sjómannslífinu o.fl. Oft fylgja tals- vert langir textar afar fræðandi. Mikla sögu móttekur lesandinn því í myndum og meðfylgjandi textum. Þriðju söguna er svo að finna í fjöl- mörgum innskotstextum. Þar kenn- ir margra góðra grasa. Fróðleiks- pistlar eru þar margir, en einnig gamanmál sem lífga lesandann við lestur þessarar alvörubókar. Loks er að nefna fjórðu söguna, en það er skrá yfir alla sem útskrifast hafa úr Stýrimannaskólanum í Reykja- vík, Vestmannaeyjum og Dalvíkur- deildinni. Fæðingardags og -árs hvers og eins er getið, útskriftarárs og prófstigs. Nýjar bækur Skáldsaga eftir Guð- rúnu Guðlaugsdóttur Út er komin skáldsaga Guðrúnar Guðlaugsdóttur blaðamanns, Nel- likur og dimmar nætur, en þar gerir hún upp örlagaríka atburði í eigin lífi. Sagan segir frá konu sem verður fyrir mikilli lífsreynslu og er henni fylgt í meðbyr og mót- læti, - gleði og sorgum. í kynningu útgefanda segir: „Nellikur og dimmar nætur er hvort tveggja í senn; einlæg ástar- saga og magnþrungin frásögn sem vekur lesandann til umhugsunar um áleitnar spurningar: Er nokk- um tíma hægt að þekkja aðra manneksju til fulls, skynja hugsan- ir hennar, líðan og það sem býr að baki gerðum hennar, - jafnvel þótt um manns nánustu ástvini sé að ræða? Guðrún er landsmönnum að góðu kunn fyrir viðtöl sín og greinar, þar sem hún hefur fjallað um vand- meðfarin mál af næmi og skilningi og slegið á mannlega strengi. Skáldsaga hennar ber sömu merki. Hún skrifar af þekkingu og innsæi um viðkvæmt efni. Atburðarásin er grípandi og heldur lesandanum föngnum allt til loka en í textanum leynast átök og tilfinningar sem höfundur miðlar á áhrifamikinn hátt.“ Guðrún Guðlaugsdóttir Vaka-Helgafell gefur út. Það var G. Ben. prentstofa sem ann- aðist prentun bókarinnar sem er 238 blaðsíður að iengd. Nýjar bækur Ljóðabók eftir Krist- ján Þórð Hrafnsson LJÓÐABÓKIN Húsin og göturnar eftir Kristján Þórð Hrafnsson er komin út. Ljóðin í bókinni eru 37 talsins. Höfundurinn sem er fæddur árið 1968 hefur áður sent frá sér eina ljóðabók, í öðrum skilningi, 1989 og birt ijóð og þýðingar á erlendri ljóð- list í blöðum, tíma- og safnritum. Hann yrkir jöfnum höndum hátt- bundið og í fijálsu formi. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Bókin er prentuð hjá Prent- stofu G. Ben. og kostar 1.780 kr. Kristján Þórður Hrafnsson TELIGRAM TELEPATIC LOVESTORY PATHON LÁRUS ÞORLEIFSSON Einar S. Arnalds Til viðbótar þessu efni eru birt lög o g reglugerðir, vígsluræða bisk- ups 1891 og setningarræða skóla- stjóra við fyrstu skólasetningu og hátíðarræða skólameistara á 100 ára afmælishátíð skólans. Skrá er yfir skólastjóra, fasta kennara, stundakennara og prófdómara. Þá er atriðsorðaskrá, mannanafna- skrá, staða- og stofnanaskrá, heim- ildaskrá yfir prentaðar, óprentaðar og munnlegar heimildir og loks er mikil skrá yfir alla þá mörgu sem lagt hafa til myndefni. í sem stystu máli sagt er þetta mikla rit gríðarleg fróðleiksnáma um, að ég hygg, allt sem viðvíkur Stýrimannaskólanum frá upphafi. Manni virðist að sem stofnun hafi skólinn lengst af verið allfastur í sniðum; traust og nokkuð fastheldin stofnun. Að nokkm helgast það af því að mannaskipti í kennaraliði hafa ekki verið tíð. Skólastjórar hafa einungis verið fimm og fastir kennarar tuttugu og sjö. Virðast menn hafa unað sér vel í skólanum og verið hófsamir og stílfastir menn, sem ósýnt var um að gera miklar kröfur til annarra en sjálfra sín. Enda munu fáir skólar hafa verið léttari á fóðrum hins opin- bera. Er þó ósannað að árangur hafi þar verið lakari en annars stað- ar. Annállinn ber þó með sér að á seinni ámm fer mikilla breytinga að gæta. Tækniöldin hefur þar haf- ið ferð sína fyrir fullum seglum, enda annað vart gjörlegt. Höfundi bókar hefur tekist vel að skipa niður miklu efni og bera það fram á aðgengilegan hátt fyrir lesendur. Texti er skýr og lipur, sums staðar hressilegur þar sem efnið leyfir. Uppsetning er smekk- leg og vönduð og prófarkir hafa verið einstaklega vandlega lesnar. Myndir hafa prentast ágæta vel með örfáum undantekningum. Eins og hæfir í afmælisriti hefst það á heillaóskaskrá, sem er óvenju löng, 20 tvídálka blaðsíður. Ber hún með sér að Stýrimannaskólinn á marga velunnara. Enginn vafi er á því að eldri og yngri nemendur skólans auk fjöl- margra annarra munu taka þessari glæsilegu bók fagnandi hendi. Hún er öllum til sóma sem að henni hafa staðið. 911 91 97fl L^RUS Þ' VALD.MARSSON framkvæmdastjori . L I I JU'LIO/U KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiltur frsteignassli Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: í Laugardalnum - endurnýjuð sérhæð Glœsil. 5 herb. 2. hæð i fjórbhúsi um 130 fm. Nýtt parket, gler o.fl. Rúmg. forstherb. m. sér snyrtingu. Tvennar svalir. Sérhiti. Góður bilsk. Mikil og góð langtlán. Nýendurbyggð við Hraunbæ glæsil. 4ra herb. íb. á 1. hæð. Nýtt parket, gler o.fl. Stórt og gott eldh. Vélaþvottahús í kj. Ágæt nýstandsett sameign. Ákv. sala. Endaíbúð - sérþvottahús - bílskúr Mjög góð 5 herb. íb. á 2. hæð v. Stelkshóla. Sameign nýendurbætt. Mjög gott verð. Útsýni. Einbýlishús við Barðavog vel byggt og vel með farið steinh. ein hæð um 165 fm auk bílsk. Glæsi- leg lóð. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. ib. m. bílsk. Byggingarlóð óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir byggingarlóð f. einbhús. Æskil. stað- ur Vesturborgin, Skerjafjörður, Seltjarnarnes. Skipti mögul. á glæsil. sérhæð miðsvæðis í borginni. AIMENNA Fjöldi fjársterkra kaupenda. Margs konar eignaskipti. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Langagerði Mjög fallegt einbýlishús sem er kjallari. hæð og ris. Húsið er 215 fm ásamt mjög stórum bílskúr. 3 stofur, parket, 4-6 svefnherb. Fallegur garður. Steinhús í mjög góðu hverfi, í mjög góðu ástandi, mikið rými og fallegt umhverfi. FASTEIGN ER FRAMTID FASTEIGNA /ff' SVERRIR KRISTJANSSON LÖGGILTUR FASTEIGNASALI SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 68 7072 MIÐLUN SÍMI68 77 68 GÆÐAFLÍSAR Á GÓÐU VERÐI Stórhöfða 17, við Gullinbrú, súni 67 48 44 51500 Hafnarfjörður Hjallabraut - þjónustuíbúð Góð 2ja herb. þjónustuib., fyrir Hafnfirðinga 60 ára og eldri, á 4. hæð ca 63 fm. Áhv. byggsj. ca 3,2 millj. Verð 7,8 millj. Álfaskeið Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð í þríbýlishúsi. Klettagata Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta selst saman. Arnarhraun Góð 5 herb. íb. á 3. hæð í þríb- húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv. ca 1,5 millj. Lindarhvammur Glæsil. efri sérhæð ásamt risi ca 140 fm. Mikið endurn. Æskil. skipti á einbhúsi í Hafn- arfirði ca 200-300 fm. Trönuhraun Til sölu og/eða leigu efri hæð ca 350 fm. Hentugt sem kennsluhúsnæði, verslunar- og/eða skrifsthúsnæði. Nánari uppl. á skrifst. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hfj., símar 51500 og 51601. v 26600 allir þurfa þak yfir höfudid Hlíðarvegur - Kóp. 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæð í tvíb. Sérhiti. Laus. Verð 5,2 millj. Hraunbær Góð 2ja herb. íb. á 1. hæð. Litið áhv. Verð 5,0 millj. Laugavegur 2ja herb. íb. á jarðh. Sér bíla- stæði. Verð 3,9 millj. Vífilsgata Rúmg. 74 fm íb. á 2. hæð í 6-íb. húsi. Þarfn. stands. Laus. Verð 6,2 millj. Garðabær Gullfalleg nýl. ca 90 fm íb. á 4: hæð i 6-ib. blokk. innb. bílak. á jarðh. Þvherb. í ib. Verð 8,5 millj. Hólmgarður 3ja herb. íb. á 2. hæð í nýl. húsi gengt þjóníb. aldraðra. Verð 5,5 millj. Njálsgata 3ja herb. 67 fm íb. á 1. hæð í steinh. Nýtt eldh. Lagt f. þvottav. Laus. Verð 5,5 millj. Háaleitisbraut Rúmg. 5 herb. vel skipul. íb. í fjölbh. Skipti mögul. Mikið áhv. Laus fljótl. Engihjalli Falleg 4ra herb. íb. á 8. hæð í nýviðg. lyftuh. Parket. Fallegt útsýni. Verð 7,5 millj. Hraunbær 4ra herb. ib. á 2. hæð. Sameign endurn. og utanhússviðg. lokið. Góð ib. Laus fljótl. Verð 7,3 millj. Æsufell 5 herb. íb. á 2. hæð í nýstands. fjölbhúsi. Verð 7,5 millj. FASTEIGNAÞJÓNUSTAN Skúlagötu 30 3.h. Unisa kristjánsdóttir lögg. fast.sali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.