Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 4 brother Allir nytjasaumar Sjáljvirkt hnappagat Loksaumur Teygjanl. beinn saumur Skrautsaumar Verðfrá 21.585 t“kr. stgr. Námskeið innifalið ®VÖLUSTEINNhf Faxafen 14, Sími 679505 Umboðsmenn um allt land. Biblía sem börnin geta lesið sjálf. Fæst í næstu bókaverslun. Rauðar rósir Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson Listhönnuðurinn Tinna Gunn- arsdóttir heur opnað smíðastofu og listþús að Hverfisgötu 82 (Vatnsstígsmegin) og i tilefni þess sýnir þar ung myndlistarkona, Erna G. Sigurðardóttir, nokkur verk sín. Listhúsið er lítið og niður af því er smákjallari, en það minnir um margt á listhús í latínuhverf- inu í París, sem sum eru ekki stærri. Þetta er frumraun listakonunn- ar Emu G. Sigurðardóttur hér á landi, en áður hefur hún haldið einkasýningu í Stokkhólmi og jafnframt tekið þátt í samsýning- um i Sviþjóð, Portúgal og Eng- landi. Nám stundaði hún við Myndlista- og handíðaskólann 1985-1989, og síðan Slade scool of fine art, London, 1990-1992. Á sýningunni eru níu mynd- verk, tré- og dúkristur og ein- þrykk með fulltingi blandaðrar tækni og stendur hún til 2. desem- ber. Um margt hefur þessi sýning svip frumraunar og bygging verk- anna mætti að ósekju vera yfir- vegaðri og markvissari í samræmi við eðli þeirra og stefnumörk ger- andans. Inntak verkanna er annars mjög persónubundið, sem kemur ekki einungis fram í þeim sjálfum heldur einnig yfirlýsingu listakon- unnar á einblöðungi. „Eg blanda saman raunverulegum atburðum úr lífi mínu og því sem er hulið öðrum/ eða leita inn á við. Verkin lýsa mínum grundvallarhugmynd- um um lífið, að ekkert hlýst af átakaleysi, þ.e. andiegu átaki fremur en líkamlegu. Þetta er ekki depurð heldur athöfn sem leiðir síðan til krafts og umbreyt- ingar. Ef það gerist ekki leiðir athöfnin til dauða eða stöðnunar." Það er rétt að það er dálítill drungi yfir myndefnavalinu, en um leið skín einhver innri ein- lægni úr myndunum, og eitthvað sem á skylt við dulinn kraftbirt- ing. Einna skýrast kemur þetta fram í myndinni „Erfið staða“ (3), sem er máluð á síðasta ári og hér togast á dulin öfl, slikja munúðar og blakkur veruleiki. Andstæða þessarar myndar er „Nakin kona“ sem er máluð ári áður og er í ofurfínum ljósum lit- brigðum. En best upp byggða og innihaldsríkasta myndin er vafa- lítið „Hugsað um rauðar rósir“ (5), sem máluð er á síðasta ári. Þetta er tilfinningarík en nokk- uð óræð frumraun, en ég hafði ánægju af innlitinu og ástæða er til að óska listakonunni velfarn- aðar og listhúsinu góðs gengis. íslensk-þýsk orðabók Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Björn Ellertsson: íslensk-þýsk orðabók. Iðunn 1993. Hugmyndin að Þýsk-íslenskri orðabók segir höfundur að hafi kviknað 1975 þegar hann starfaði sem þýskukennari. Árið 1977 gaf hann út tölvuunnið orðasafn sem teljast verður vísbending fremur en frumgerð að því 30.000 orða verki sem hér er til umfjöllunar. Á milli þessara verka liggur vinna og aftur vinna. Höfundurinn, Björn Ellerts- son, hefur oft þurft að spyrja sig hvort hann væri á réttri leið og lík- lega að svara úrtöluöflum sem hafa átt erfitt með að sjá að hér væri grundvöllur fyrir einstaklingsfrum- kvæði. Bókin hefur gengið gegnum margbreytilegt þróunarferli þau 18 ár sem hún var í smíðum. Aðferð höfundar við úrvinnslu bókarinnar var nýstárleg á sínum tíma þar sem hún var að öllu leyti tölvuunnin. Varla er það samt þetta sem þykir merkilegt við þessa bók heldur hitt að hún reynir að svara kröfum um að vera orðabók síns tíma. Þessi útgáfa af íslensk-þýskri orðabók er gleðileg staðfesting á því að einstaklingar meðal þessarar þjóðar hafa metnað og getu til þess að taka þátt í síauknu samstarfí þjóða á eigin forsendum. Slíkt fram- tak felur í sér ákveðin margfeldis- áhrif og þarf í þessu tilfelli ekki annað en að benda á skólafólk. Nú stendur því ekki einungis til boða litla, gula lófabókin frá þýska út- gáfufyrirtækinu Langenscheidts (sem er auðvitað samin með þarfir Þjóðveija í huga). i 12, sími 44433. Málfræðiupplýsingar Upplýsingar um beygingu og málfræði einstakra orða eru ýtarleg- ar. Höfundur fylgir algengum regl- um. T.d. er tilgreindur orðflokkur og beyging nafnorða og sagna sem og fallstjórn forsetninga. Beyging nafnorða er sýnd með því að til- greina endingar eignarfalls eintölu og nefnifalls fleirtölu (hæna, -u, -ur). Þessi aðferð er algeng, bæði í ís- lenskum orðabókum sem íorðabók- um yfir nágrannatungur okkar, enda gagnast hún ágætlega svo langt sem hún nær. Galli hennar afhjúpast í því hve illa hún lýsir íslensku máli. Beygingarendingar þess eru yfirleitt flóknari en í öðrum tungum og hljóð- breytingar stofnsérhljóðs ófyrirséð- ari og illlærðari. Samkvæmt þessu stendur: „vörður kk. varðar, verð- ir:..“ Hljóðbreytingar í þágufalli ein- tölu, „verði“, og fleirtölu „vörðum" eða „tré hk. -s, eru því alls ekki ljósar í huga þýsks lesanda. Hugsanlegt væri að ráða bót á þess- um vanda með því einfaldlega að sýna allar beygingarmyndir orða. Slíkt er hins vegar óþjált af tveimur ástæðum: tilteknar væru beygingar- myndir sem eru í sjálfu sér ekkert vandamál (t.d. aukaföll veikra kven- kyns nafnorða), og orðabókin myndi þar með bólgna út yfir öll velsæmis- mörk. Lausnin í Þýsk-íslenskri orðabók er meira en vel viðunandi. Megin- reglan er sú að birta vandbeygðar orðmyndir sem sérstakt uppflettiorð en síðan er vísað til stofnmyndar. Skulu hér tiltekin dæmi: föl - falur, förum - fara, gosið - gjósa, þöndum - þenja, aldar - öld, berki - börkur. Þessi aðferð nær til allra orðflokka þar sem hljóðbreytingar koma fram. Um einstök orð Orðaforði bókarinnar verður að teljast ríkulegur og endurspegla vel íslenskan og þýskan málheim á of- anverðri 20. öld. Hér eru fjöldamörg nýyrði og nýmerkingar sem hvorki er að finna í Þýsk-íslenskri orðabók Jóns Ofeigssonar né orðabók Lang- enscheidts. Til að gefa hugmynd um þetta opnaði ég bókina tilviljana- kennt og fyrir urðu blaðsíða 54 og 55, seinustu orð sem byija á b og þau fyrstu sem byija á d. Alis eru 98 orð á þessari síðu og af þeim eru 60 sem koma ekki fyrir í orðabók Langenscheidts. Meðal þeirra eru: bænahald, bændamenning, böggla- beri, bölvun, daðla, dagfarsgóður, dallur. Þessi orð eiga sér óumdeilan- legan þegnrétt í íslensku máli. Önn- Björn Ellertsson ur orð á þessari opnu eru umdeilan- leg að þessu leyti. Höfundur sýnir að hann hefur gengið til verks síns með opnum huga og verið vakandi fyrir því að tungumálið breytist. Dæmi um slíkt eru þessi orð af sömu blaðsíðu: „bæsa e-ð“, „bæti“, „böm- mer“. Eitt erfiðasta verkefnið við orða- bókargerð, sem er um leið aðalatrið- ið, er að þýða hin ólíklegustu blæ- brigði orðs yfir á aðra tungu. Það væri sannarlega mikill léttir ef tungumálin stæðust á þannig að eitt orð á einni tungu samsvaraði ná- kvæmlega öðru á annarri tungu. En svo er þvi miður ekki. Til að gefa hugmynd um hvernig höfundur hef- ur snúið sér að þessu leyti skulum við halda okkur áfram við bls. 54-55 sem dæmi. Þar eru 12 orð sem gef- in eru mismörg dæmi um í orðasam- böndum eða samsetningum. Þau eru: .íbæla e-ð (3 dæmi), bær (4 dæmi), bæra e-ð (2 dæmi), bæta e-ð (15 dæmi), böggla e-ð (1 dæmi), bölvun (2 dæmi), daðra við e- ð (1 dæmi), daga (1 dæmi), dagskrá (1 dæmi), dagur (32 dæmi), daiur (4 dæmi) dansa e-ð (2 dæmi). Spyija má hvort hlutfall notkunardæma eða orða- sambanda stakra orða sé svipað og í öðrum orðabókum. Vel má vera að hér séum við komin út á hálan ís en í trausti þess að slíkur saman- burður gefi vísbendingu um hversu verkið er ýtarlega unnið má nefna að hlutfall notkunardæma í íslensk- þýskri orðabók og orðabók Wahrigs er þeirri fyrrnefndu síst í óhag. Þýðing einstakra orða er yfirleitt unnin af nákvæmni og alúð. Þau fáeinu atriði sem hér verða tínd til er rétt að líta á sem undantekning- una sem sannar regluna. „Alla vega“ er þýtt sem ,jedenfalls“, sem verður að teljast vafasamt. Þótt „alla vega“ sé af stórum hópi fólks notað sem ígildi „að minnsta kosti“ er engin ástæða til þess að taka jafn einarð- lega undir slíkt og í þessari orðabók; a.m.k. hefði verið eðlilegra að bæta aftan við þýðinguna „allerlei". Dæmi eru um að maður sakni til- tekinna orða sem teljast verða al- geng. „Gerræði" kemur fyrir og er þýtt sem „Willkur", lýsingarorðs- myndin „gerræðislegur: willkúrlich" kemur þó ekki fyrir þótt tilfinning segi manni að hún sé miklu algeng- ari í þýsku en nafnorðsmyndin. Ekki skulu fleiri dæmi nefnd af þessu tagi enda auðvelt að viðurkenna að engin aðferð er til að draga hreina línu milli þess hvaða orð skulu í orða- bók og hver ekki. Gráa svæðið er hér stórt. Þjóða- og landaheiti eru yfirleitt skýrð í bókinni en allur gangur hef- ur verið á slíku í orðabókum. Endurtekningar Orðabækur einkennast yfirleitt af því að vera öðrum bókum þykkari. Það er því mikið hagræði ef niður- röðun er skipuleg og upplýsingar einfaldaðar, t.d. með auðskildum skammstöfunum. í heildina tekið er vel gætt að slíkum atriðum í þessari bók. Þó er eitt sem hefði þarfnast nánari úrvinnslu. Töluvert ber ein- mitt á endurtekningum sem teljast verða óþarfar og geta verið villandi. Stundum hefði að ósekju mátt spyrða saman orð sem líta nánast eins út og eru sömu merkingar. Hér má nefna að „grunsamur" og „grun- samlegur" fá hvort sína línuna og eru bæði þýdd sem „verdáchtig". Sömu sögu er t.d. að segja um orðin „kúluleg hk.“ og „kúlulega kvk.“. Bæði eru þýdd sem „Kugellager" og hefðu því mátt standa öll í einni línu. Svipaðar endurtekningar koma fyrir í notkunardæmum um einstök orð. Þannig hefði nægt að láta þýð- inguna á „sólin gengur til viðar“ og „sólin sest“ (þ.e. „die Sonne geht unter") koma einu sinni fyrir. Að lokum í lokin skal ítrekað að útkoma þessarar bókar hlýtur að verða vel þegin af mörgum. Islensk-þýsk orða- bók uppfyllir vel þær kröfur sem rétt er að gera til verks af þessu tagi. Allt bendir því til að hún muni bera ávöxt í hugskoti leikra og lærðra og auðvelda þeim þýskunám. Áralöng þrautseigja hefur' skilað sér í verðugu verki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.