Morgunblaðið - 30.11.1993, Page 47

Morgunblaðið - 30.11.1993, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 47 MEISTARAKOKKAR Gísli o g Stefán elda fyrir þjóðhöfðingja Veislur þjóðhöfðingja eru yfirleitt með þeim allra veglegustu sem um getur og það sama á einnig við um þær, sem forseti íslands, frú Vigdís Finnboga- dóttir, býður til í opinberum heimsóknum. í veislum af þessu tagi er reynt að flagga því besta, sem land og þjóð hefur upp á að bjóða í mat. Þeir kokkar, sem fyrst og fremst hafa séð um matargerð í veislum for- setans á undanförnum árum, eru þeir Gísli Thoroddsen og Stefán Sigurðsson. Maturinn vakti mikla athygli Nú síðast héldu þeir með forsetanum út til Noregs og sáu um matinn í tæplega tvö hundruð manna matarboði, sem forseti íslands efndi til á Grand Hotel í Osló. Maturinn í þeirri veislu vakti vægast sagt mikla hrifningu allra viðstaddra og í kjölfarið ritaði Eiður Guðnason, sendiherra íslands í Noregi, bréf til þeirra Gísla og Stefáns þar sem sagði m.a.: „Mér er sérstök ánægja að koma því til skila að allir gestirnir, sem ég talaði við um kvöldið, og þeir voru margir, voru dolfallnir yfir matnum, ekki aðeins hve góður hann var, heldur og ekki síður hve listilega og frumlega hann var fram reiddur. Tveir hringdu sérstaklega í sendiráðið daginn eftir til að þakka fyrir og lýsa ánægju með matinn. Veisluvanir menn úr kerfinu sögðu slíkar veislur ekki gerast betri né glæsilegri. Allt hefur þetta vakið okkur stolt og við svörum því jafnan til að íslenskt hráefni sé frábært og íslenskir kokkar fagmenn og listamenn á heimsmælikvarða." Þeir Gísli og Stefán eru engir nýgræðingar í matargerð og hafa verið viðloðandi hana í fjölmörg ár. Undanfarin ár hafa þeir starfað saman á Hótel Óðinsvé og í Perlunni. Báðir hafa þeir verið í föruneyti forsetans í opinberum heimsóknum í fjölmörg skipti og séð um matinn annað hvort í veislum forseta eða Utflutningsráðs. „Við reynum að gera okkar besta og að hafa matseðilinn eins íslenskan og kostur er á. Oft höfum við fengið góð viðbrögð en aldrei jafn góð og í Osló,“ segja þeir Gísli og Stefán. Undirbúningur mikils virði Aðspurðir um hvernig þjóðhöfðingjaveislur væru undirbúnar sögður þeir þá aðstöðu, sem þeir fengju til umráða erlendis, vera mjög misjafna og því yrðu þeir ávallt að fara mjög vel undirbúnir. „Það má segja að eftir að matseðillinn hefur verið ákveðinn tekur það um fjóra daga að undirbúa förina og þar af heill dagur í að pakka niður. Þá er ekki heldur hægt að pakka niður viðkvæmasta hráefninu fyrr en á allra síðustu stundu.“ Þeir sögðu að þó að aldrei væri sami matseðillinn í tveimur veislum væri sumt sem þeir ættu sameigin- legt. Ef um hádegismat væri að ræða væri alltaf fisk- ur en í kvöldverðarboðum væri boðið upp á lamb. I veislunni í Osló var boðið upp á laxahreiður í for- rétt, lambahrygg með lerkisveppasósu í forrétt og skyr með blábeijakrapi í súkkulaðikörfu í eftirrétt. „Við reynum alltaf að nota þau íslensku hráefni sem við getum og vorum þarna að reyna að koma skyrinu á framfæri á annan hátt en venjulega,“ segja þeir. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Meistarakokkarnir Gísli Thoroddsen og Stefán Sigurðsson. Þá má geta þess að Stefán týnir ávallt sjálfur lerkisvep- pina, sem hann notar við matreiðslu. Mitterrand lauk lofi á Iaxinn Þeir Gísli og Stefán hafa í gegnum árin eldað ofan í marga ráðamenn og þjóðhöfðingja, jafnt innlenda sem erlenda, en á árum sínum á Oðinsvé og í Perlunni hafa þeir meðal annars séð um mat fyrir ráðherrabú- staðinn og borgarstjóraembættið. „Þegar Mitterrand kom hingað til lands í fyrsta skipti var hann svo hrif- inn af graflaxinum, sem hann fékk að við gáfum hon- um persónulega bakka af graflaxi. Þegar hann kom svo næst til landsins bað hann um að fá humar og graflax á ný.“ Matargerð á íslandi segja þeir hafa tekið miklum framförum á undanförnum árum ekki síst vegna þess að kokkar séu í auknum mæli famir að sækja reynslu til útlanda. „Áður fóru menn bara til Danmerkur en nú eru þeir farnir að fara mun víðar sem er mjög gott. Sjálfir reynum við að fará út að minnsta kosti annað hvert ár. Það er nauðsynlegt að halda sífellt áfram að endurmennta sig.“ Stefán Hilmarsson flytur m.a. allt efni fyrstu sólóplötu sinnar „LÍF" Aðeins þessir einu tónleikar. FRAM KOMA: Guðmundur Jónsson Friörik Karlsson Sigurður Gröndal Stefán Hjörleifsson Eðvarð Lárusson Eyjólfur Kristjánsson Ruth Reginalds Friðrik Sturluson Gunnlaugur Briem Jón Ólafsson Kjartan Valdimarsson Einar Bragi Bragason Ingólfur Guðjónsson Ingólfur Sigurðsson Eva Ásrún Albertsdóttir Magnús Þór Sigmundsson Erna Þórarinsdóttir FORSALA: MÚSÍK S MYNDIR: AUSTURSTRÆTI 22 ÁLFABAKKA 14 Mjódd REYKJAVÍKURVEGI 64 H.fj. SKÍFAN: KRINGLUNNI LAUGAVEGI 26 ÁRITANIR: 4. des. Skífan Kringlunni kl.14 10. des. Hljómar ísafirði kl.17 18. des. Eyjakaup Vestm. kl. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.