Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 15 Nýjar bækur ■ Er allt að verða vitlaust? eftir Iðunni Steinsdóttur. Ný ungl- ingabók eftir Iðunni Steinsdóttur sem nefnist Er allt að verða vit- laust? Þetta er saga úr umhverfi sem allir unglingar þekkja. Iðunn Steinsdóttir hefur áður sent frá sér fjölda barna- og unglingabóka sem notið hafa vinsælda. I kynn- ingu útgefanda segir: „Hér segir frá vinunum Flóka, Hildu, Arnari og Olgu sem eru ýmsu vön, en stendur þó sannarlega ekki á sama um yfirganginn í töffaraliðinu í níunda bekk, sem lætur þau alls ekki í friði.“ . Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð I Prentbæ hf. Bókin kostar 1.580 krónur. ■ Bara vinir eftir Janet MacLeod Trotter. Út er komin unglingabókin Bara vinir eftir Jan- et MacLeod Trotter. í kynningu útgefanda segir: „Lulu hefur alltaf haft mestan áhuga á fótbolta og verið eins og ein af strákunum, en þegar bestu vinir hennar, Sid og Sally, fara að vera saman verður hún fyrir meiriháttar áfalli. Hún ákveður að bregðast við með því að breyta ímynd sinni og skipta um hárgreiðslu, fatastíl og félaga. Og þá kemst hún í kynni við Vince og klíkuna hans.“ Útgefandi er Iðunn. Sigríður Rögnvaldsdóttir þýddi bókina, sem er prentuð í Prentbæ hf. Bókin kostar 1.280 krónur. ■ Palli var einni í heiminum eftir danska rithöfundinn Jens Sigsgaard með teikningum eftir Arne Ungermann er kominn út á íslensku í 5. útgáfu. Þýðandi bókar- innar er Vilbergur Júlíusson. Palli var einn í heiminum kom fyrst út hjá Gyldendal í Kaupmannahöfn 1942 og hefur síðan verið gefinn út á nær 40 tungumálum í milljón- um eintaka í öllúm heimsálfum. Bókin kom fyrst út á íslensku 1948. Útgefandi er bókaútgáfan Björk. Bókin kostar 741 krónur. ■ Þrjár bækur í bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabækurn- ar eru komnar út; Kolur í leik- skóla er nánast framhald af bók- inni, Þegar Kolur var lítill sem kom út 1991. Höfundar eru hinir sömu, Lucille Hammond og teikn- ari Eugine Fernades. Bókin segir frá því þegar Kolur tregðast við að fara í leikskóla en eftir að skólavist- in hófst undi hann sér vel. Útgefandi er bókaútgáfan Björk. Bókin er prentuð í Prent- verki Akraness hf. og kostar 170 krónur. Geiturnar þrjár. Hún kemur nú út í 2. útgáfu. Höfundur hennar er Ellen Rudin og teiknari Lilian Obligado. Útgefandi er bókaútgáfan Björk. Bókin er prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Bókin kostar 170 krónur. Gettu hver ég er. Hún kemur nú út í 2. útgáfu. Höfundur hennar er Ruth Leon og teiknari Mamuro Funai. Útgefandi er bókaútgáfan Björk. Bókin er prentuð í Prent- smiðjunni Odda og kostar 170 krónur. Stefán Júlíusson íslenskaði þessar þijár bækur. $■ .fu ■ ' - si mím I agnadeild Hallar ími. 813211 oe 81! !fNt s - * -.ig| ERO 722 Stóllinn er búinn einstökum stillimöguleikum s.s. ó hæð, setudýpt og örnuim, fjöörun á baki og sérhæíðum veltibúnaði á setu. Við hönnun stólanna var lögð mikil áhersla á samvinnu viö lækna, sjúkraþjálfara og arkitekta til þess að ná sem bestum árangri. með heilsuvernd, fállegt útlit og notagildi í huga. ERO 722 hlaut hönnunarverölaun Norska % útflutningsráðsins 1992. f. . r'"\.„&*$&?** v;-;’’Vv; * l Vegna magninnkaupa og hagstæöra samninga býðst nú FJÓRTÁN þúsund KRÓNA AFSLÁTTUR Verð aðéms kr. 39.873, Verðáður 53.873.- VERÐLAUNASTOLLINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.