Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 30.11.1993, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Úr kvikmyndinni Launráð sem nú er sýnd í Laugarásbíói. Launráð í Laugarásbíói LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á frönsku grín- og spennu- myndinni Max et Jeremie eða Launráð eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Myndin hefur hlotið góða dóma víðsvegar um heim, og með aðalhlutverkin fara tveir fremstu leikarar Frakka, þeir Christopher Lambert (High- lander, Subway) og Philippe Noiret (Cinema Paradiso). í fréttatilkynningu segir: „Mynd- in fjallar um leigumorðingjana Max og Jeremie, sem kynnast á skringi- legan hátt. Max er aldraður, vina- laus og að verða útbrunninn, en Jeremie er ungur og ákafur. Jer- emie er falið að myrða Max, þar sem hann getur verið hættulegur þeim sem hafa ráðið hann til verka. En þá gerir Max hinum unga leigu- morðingja tilboð og heldur lífi. Upphefst þar með sérkennileg og gamansöm vinátta á milli þessara mjög svo ólíku manna, sem eiga ekkert sameiginlegt nema óvenju- lega atvinnu. það er hin franska Claire Devers sem leikstýrir, en hún þótti breyta mjög um stíl með þessari mynd sinni, hafði áður einbeitt sér að list- rænum myndum. Með þessari mynd höfðar hún meira til fólksins, enda hefur myndinni verið vel tekið í Evrópu. Danski dómarinn Gert Schryberg að loknu íslandsmeistaramóti í samkvæmisdönsum „Greinilegt að dansinn er á uppleið hér á landi“ ____________Pans_______________ Jóhann Gunnar Arnarsson „ÉG VAR hissa á því að sjá hve mik- ið þið eigið af efnilegum ungum pör- um,“ sagði Daninn Gert Schryberg, einn þriggja dómara í íslandmeistara- keppni í Suður-amerískum og stand- ard-dönsum, með fijálsri aðferð, sem fram fór í Laugardalshöllinni, sunnu- daginn 28. nóvember. Keppnin var mjög vegleg í alla staði og hart var barist um hvert úrslitasæti. Keppend- ur voru tæplega 500 manns á aidrin- um 10 til 50 ára, og einnig var keppt í riðli atvinnumanna og stóðu allir keppendur sig með sóma. Heiðar R. Ástvaldsson, forseti Dansráðs íslands, setti keppnina kl. 14 og að því ioknu sýndu tvö pör „vagg og veltu“. Það voru þau Árni Traustason og Helga Þóra Björg- vinsdóttir frá Dansskóla Hermanns Ragnars og Jóhannes Bachman og Sigurrós Jónsdóttir frá Dansskóla Auðar Haralds. Þetta var mjög skemmtilegt sjónarspil, þar sem þarna voru á ferðinni minnsta og stærsta „vagg og veltu“-par lands- ins. Þar næst stigu á stokk stúlkur úr Jazzballetskóla Báru, með smekk- lega og vel uppfærða sýningu. Loks var komið að fyrri hluta fijálsu keppninnar og reið 14-15 ára riðillinn á vaðið og síðan hver riðill- inn á fætur öðrum. Aliir riðlarnir voru geysilega spennandi og hefur keppnin sjaldan verið svo hörð sem nú. Augljóst er að mikið var búið að leggja á sig og mikil og góð vinna hefur verið innt af hendi. Því eins og Daninn Gert sagði: „Það er ótrú- legt hvað þið hafið náð langt í dans- inum á svo stuttum tíma.“ Hann sagði jafnframt: „Mér þótti sérstak- lega gaman að sjá hve mikill áhugi er fyrir dansinum á íslandi og hve margir keppendur tóku þátt. Það er greinilegt að dansinn er á uppleið á Islandi!" Einn riðillinn var þó sérlega skemmtilegur, að öðrum ólöstuðum, en það var riðill 12-13 ára, þar var margt frábærra og bráðefnilegra para, sem mörg hver hafa náð mjög langt á erlendri grundu. Einnig var mjög gaman að sjá marga keppend- ur, sem ekki hafa keppt hér heima lengi. Keppendur voru dyggilega studdir af'tæplega 1.300 áhorfend- um, sem létu óspart í sér heyra. Eftir fyrri hluta fijálsu keppninn- ar var einsdanskeppni, með grunn- aðferð, sem setti skemmtilegan svip á þessa miklu skrautsýningu. Þarna var mikið af efnilegum dönsurum, sem sumir hveijir voru að stíga sín fyrstu skref í danskeppni. Þessi hluti gekk hratt fyrir sig og var gaman á að horfa. Spennan magnaðist jafnt og þétt er nær dró seinni hluta fijálsu keppninnar og skyldi engan undra því þarna var ijómi íslensks dans- íþróttafólks saman kominn. Riðlarn- ir voru geysilega jafnir, sem fyrr, og hefðu sjálfsagt fáir viljað standa í sporum dómaranna; þeirra Tom Walker frá Englandi, Trudi Barr frá Noregi og Gert Schryberg frá Dan- mörku, sem stóðu sig mjög vel, að flestra mati. Loftið var sannarlega rafmagnað er leið á úrslitin, en spennan náði hámarki í keppni atvinnumanna. í þeim riðli voru einungis þijú pör, þar af eitt par að keppa í fyrsta sinn, en það voru þau Ragnar Sverrisson og Unnur Berglind Guðmundsdóttir og eru þau fyrsta par til fjölda ára Atvinnudansarar á verðlaunapalli. Frá vinstri: Esther Inga Níelsdótt- ir, Haukur Ragnarsson, Kara Arngrímsdóttir, Jón Pétur Úlfljótsson, Unnur Berglind Guðmundsdóttir og Ragnar Sverrisson. sem keppir fyrir hönd D.S.Í. í at- vinnumannariðli. Hin pörin Jón Pét- ur Úlfljótsson og Kara Arngríms- dóttir og Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir keppa fyrir hönd F.Í.D. Öll stóðu þau sig mjög vel, eru verðugir fulltrúar íslenskra atvinnumanna. Nýjar reglur er varða búninga voru nýverið teknar í gildi og að sögn keppnisstjórans Jóhanns Arnar Olafssonar, gekk það nokkuð hnökralaust fyrir sig, eins og í raun keppnin öll. Skipulag keppninnar var gott og ekki verður hjá því komist að hæla „tölvufólkinu“ fyrir vel unn- in störf. Eitt var það þó sem hefði mátt hugsa fyrir það er keppnisskrá. Á svona stórri og veglegri keppni til- heyrir að hafa góða og vandaða keppnisskrá. Þrátt fyrir það verður ekki annað sagt en að þessi keppni sé ein skrautfjöðrin enn í hatt D.í. Úrslit í frjálsu keppninni: 12 og 13 ára: suður-amerískir dansar: 1. Sigursteinn Stefánsson og Elísabet Sif Haraldsdóttir DJK 2. Brynjar Örn Þorleifsson og Sesselja Sigurðardóttir ND TIL LESENDA MORGVNBLAÐSINS 56 síbna sérblað um matargerð, skreytingar, bakstur, föndur og fólk í jólaundirbúningi fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 1. desember. - kjarni málsins! UR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: Á föstudagsmorgun fundust fimm tunnur er innihéldu eitur- efni í geymslu fyrir ótollaðar vörur. Eiturefni þessi eru notuð af olíufélögunum við einhver verkefni. Tunnurnar höfðu verið geymdar innan um matvæli. Gat hafði komið á eina tunnuna og mun eitthvað af efninu hafa lek- ið út. Slökkviliðið var hvatt á vettvang og hreinsuðu starfs- menn þess vettvang. Tunnumar voru fluttar úr húsinu. Skömmu eftir hádegi á föstu- dag varð harður árekstur tveggja bifreiða á Bústaðavegi. Ökumaður og einn farþegi kvört- uðu yfir eymslum í hálsi. Síðdeg- is á föstudag varð stúlka fyrir bifreið á Reykjavegi í Mos- fellsbæ. Ekki er vitað hvers eðlis meiðslin voru, en stúlkan kvart- aði yfir eymslum í öxlum og í höfði. Á laugardagsmorgun lenti bifreið á umferðarmerki við gatnamót Miklubrautar og Skeiðarvogs. Bifreiðin valt við áreksturinn. Flytja þurfti öku- mann og farþega úr bifreiðinni á siysadeild, en meiðsli þeirra munu hafa verið minniháttar. Alls var tilkynnt um 33 umferð- aróhöpp um helgina. Þar af voru meiðsli á fólki í 5 tilvikum. Fátt fólk var á ferli í miðborg- inni á föstudagskvöld og aðf- ararnótt laugardags enda hið versta veður. Þó komu upp tvö meiðingamál, en í báðum tilfell- um náðust slagsmálahundarnir. í öðru tilvikinu veittist ölvaður 17 ára piltur skyndilega að ung- um manni um tvítugt og sló höfði hans við stöðumæli svo meiðsli hlutust af. Einn ölvaður sparkaði í rúðu, en sá var hand- tekinn við það sama. Menn á sjónpóstum hafa að jafnaði ágæta yfirsýn yfir það sem er að gerast á svæðinu og náðist til nefndra aðila fyrir tilverknað þeirra. Alls þurfti að handtaka 8 einstaklinga vegna ölvunar- háttsemi í miðborginni aðfara- nótt laugardags. Á laugardagskvöld og aðfara- nótt sunnudags var fjölmennast í miðborginni um það leyti er vínveitingastöðunum var lokað, eða 6-8 hundruð manns. Veð- ur var leiðinlegt svo fólk var fljótt að koma sér í bíla og hverfa til síns heima. Ekkert var af unglingum á svæðinu og ölvun á því fólki sem leið átti um var ekki áberandi. Tilkynnt var um innbrot í fyr- irtæki á Granda. Þar hafði verið stolið tölvu ásamt fleiru. Skömmu síðar handtók lögregl- an mann í íbúð í austurborginni. Þar fannst tölvan og annað það sem saknað hafði verið. Maður- inn var vistaður í fangageymsl- unum. Aðfararnótt laugardags var tilkynnt um yflrstandandi inn- brot í verslun við Seijabraut. Tveir menn, sem voru á staðnum, reyndu að hiaupa undan lög- reglumönnunum og fela sig þar innan dyra, en fundust eftir stutta leit. Annar mannanna hefur margítrekað komið við sögu afbrotamála. Um nóttina þurftu lögreglu- menn að hafa afskipti af öku- manni þar sem hann ók um Snor- rabraut. Sá var grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis, færður á lögreglustöðina og blóðsýni tekið úr honum, en síð- an fékk hann að fara fijáls ferða sinna. Bifreið mannsins var kyrr- sett. Tveimur klukkustundum síðar þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af ökumanni á Geirsgötu. Þar reyndist sami ökumaðurinn vera kominn á ný, nú á annarri bifreið. Aftur var hann færður á lögreglustöðina og blóðsýni dregið úr honum, en síðan var hann vistaður í fanga- geymslunum þar sem eftir lifði nætur. Á laugardagsmorgun fundust lyf utan dyra við Laugarnesveg. Um var að ræða töluvert magn af lyfinu Taffel, en það mun vera nokkuð sterkt róandi lyf. Lyfið hafði verið tekið úr bifreið í nágrenninu. Sunnudagsmorguninn var ró- legur. Þó var ungur maður hand- tekinn við innbrotstilraun í sölut- urn við Langholtsveg snemma morguns. Honum hafði tekist að skemma dyraumbúnaðinn tölu- vert áður en hann var handtek- inn. Næstu helgar verður ungl- ingaathvarfíð í miðborginni opið og þangað munu allir þeir ung- lingar sem sjást á ferli í eða við miðborgina verða færðir. Kvartað hefur verið yfír því að gestir beri með sér áfengi út af veitingastöðum að næturlagi um helgar. Slíkt er með öllu óheimilt og á leyfishafi að fylgj- ast sérstaklega með því að það gerist ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.