Morgunblaðið - 30.11.1993, Side 34

Morgunblaðið - 30.11.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Nýdönsk heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu í kvöld Nýdönsk Hljómsveitin Nýdönsk, Stefán Hjörleifs- son, Olafur Hólm, Björn Jörundur Frið- björnsson, Jón Olafsson og Daniel Har- aldsson. HLJÓMSVEITIN Nýdönsk ætti að vera flestum að góðu kunn, enda hefur hún verið í fremstu röð íslenskra rokk- og popphljóm- sveita síðustu ár. Með tímanum hefur Nýdönsk sótt í sig veðrið og þó hljómsveitin sé komin á þann aldur að teljast ráðsett, rúmra sex ára, vex vegur hennar enn og meðal verkefna síðustu mánaða eru annir við að semja lög og taka upp fyrir nýútkomna hljómplötu, Hunang, æfa fyrir tvenna stórtónleika Megasar í MH, þar sem Nýdönsk lék stórt hlutverk, semja ríflegan klukku- tíma lagabunka fyrir leikritið Gauragang sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu eftir áramót og undirbúa af kappi og kostgæfni útgáfutónleika Hunangs, sem verða í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Það hlýtur að teljast meira en viðeigandi fyrir Nýdanska að halda útgáfutónleika í leikhúsi, eins og hljómsveitin gerir í kvöld, ekki síst þegar um er að ræða Þjóðleikhúsið, þar sem hljómsveit hefur ekki haldið tónleika í á annan áratug. í spjalli við þá Stefán Hjörleifsson og Olaf Hólm kemur og fram að þeir félagar eiga gott innhlaup í Þjóðleikhúsið þar sem er'þátttaka þeirra í leikriti Olafs Hauks Símonarsonar, Gaura- gangi, en Nýdanskir voru fengnir til að semja sönglög við texta Ólafs, aukinheldur sem þeir daðra við Þalíu meðfram því að leika undir á hverri sýningu og koma fram í hópatriðum. Stefán segir efláust mega skrifa það á Gauragang að þeir félagar hafi fengið inni í Þjóðleikhúsið með útgáfutónleikana, enda nánast ógjörningur fyrir hljómsveitir að komast þar inn til að halda hljóm- svditartónleika, enda leikhúsið bókað frá morgni til kvölds við leikhús- vinnu. „Okkur hefur lengi langað að halda tónleika í Þjóðleikhúsinu," 3M Eyrnatappar segir Stefán, „enda er það glæsilegt hús og eftirsóknarvert að vera ekki þar sem allir eru. Okkur langar að hafa þessa tónleika virðu- og leik- húslega, með númeruð sæti og láta þá hefjast á leikhústíma, ki. 20.00, taka hlé og ámóta. Við leikum öll lög af nýju plötunni og svo tíu lög til viðbótar eða svo. Tónleikarnir verða allir teknir upp og myndritað- ir fyrir sjónvarpsþátt." Hrátt Hunang Þó Nýdanskir séu uppteknir af Gauragangi og vinnunni í kringum hann, leggja þeir eðlilega mesta áherslu á Hunang um þessar mund- ir og sú plata er aðalatriði tónleik- anna í kvöld. Ekki segjast þeir bú- ast við miklum erfiðleikum við að spila efni plötunnar á tón- leikum, enda hún tiltölulega gróf. Þeir hafa reyndar lýst því áður í viðtölum að ætl- unin hafi verið hafa hljóm á henni sem einfaldastan; að það sem spilað væri inn skilaði sér sem skýrast. Stefán segir að þeir hafi unnið plötuna í snörpum lotum og tekið sér frí inn á milli, sem skili vissulega vissum skýrleika, en ekki síst spennu sem gæði plöt- una lífi, því menn vissu ekki vel hvort þeir tónar sem slegnir voru hveiju sinni myndu skila sér á plötuna. „Upphaflega fórum við af stað og ætluðum að gera poppplötu, með strengjum og tilheyrandi,“ segir Stef- án, „en á meðan við vorum að vinna hana skiptum við um skoðun.“ Ólafur tekur undir þessi orð Stefáns og segir að upphaflega hafi átt að semja lög á plötuna í sameiningu og breyta þann- ig út frá þeirri venju að hver semdi sitt' sem allir sæju svo um að úsetja. „Það fór svo langt að um tíma hittumst við reglulega til að semja saman, en það skilaði ekki nógu miklu og þá fórum við í gamla farið að semja hver í sínu horni og síðan steyptum við öllu saman. Það er kannski ekki nógu mikill poppandi í okkur.“ „Mér fannst og finnst það að mörgu leyti skemmtileg hugmynd að gera popp- plötu,“ segir Stefán, „og við sömdum til að mynda saman í vor lagið Foss, sem varð lítil poppsinfónía. Það var bara ekki tími til að gera það að þessu sinni, þó ég efist ekki um að við eigum eftir að gera það einhvern- tímann seinna.“ „Það er líka ekki gott ef fimm manna hópur ákveður að hittast á ákveðnum stað og. stund að semja,“ áréttar Ólafur, „Það er frekar að einhver situr einn heima yfir kaffibolla og þá allt í einu flýg- ur honum í hug lag.“ „Við erum miklir andans menn,“ segir Stefán hátíðlega. Viðtal: Árni Matthíasson k AP Pr sPurn‘n u'Ka sPurn!"9Hvað£ Á t>etta i.nflpa- ... tv/rir seuoims sig eða í JÓLé' °° Zspurninf^purrfng. %d é ** P®tta . dag^ita fVrir,S®„i, .. 0 pX#*'8 -a6 trið' síðu s f/í 600 "Jlbóldnni, ,B* ** brer FJOLVIS, Kleppsmýrarvegi 8, pósthólf 8055, sími 681290, fax. 683290. Brauð handa hungruðum heimi HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar leitar til íslendinga eftir fjárframlög- um. Verkefni stofnunarinnar hafa flest verið meðal fólks sem hefur liðið mikla nauð erlendis en starfið innanlands hefur einnig aukist. Landssöfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar Margl smátt gerir eitt stórt JÓLASOFNUN Hjálparstofnunar kirkjunnar er að fara af stað. Stofn- unin sendir nú upplýsingabækling, gíróseðil og söfnunarbauk, allt á einu bretti og beinir þeim tilmælum til fólks að það klippi út söfnun- arbaukinn og lími hann saman. Hjálparstofnun leggur áherslu á að allir geti hjálpað — það muni um hvert framlag, einnig smápeningana úr bauknum. Verkefni Hjálparstofnunar kirkjunnar hafa flest verið meðal fólks sem hefur liðið mikla nauð erlendis, svo sem vegna hung- urs og stríðsátaka. Síðustu ár hefur einnig verið lögð æ meiri áhersla á svokallaða þróunarhjálp en þá er verið að hjálpa fólki til að bjarga sér sjálft. Erfiðar efnahagsástæður hafa einnig orðið til þess að hjálp- arstarf mnanlands hefur aukist félagasamtaka. Á liðnu starfsári veitti stofnunin neyðaraðstoð í fyrrverandi lýðveld- um Júgóslavíu og stóð fyrir fatasöfn- un í samvinnu við Rauða kross ís- lands. Hjálparstarf í Sómalíu hefur gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur. Skrifstofa Lútherska heimssam- bandsins í Nairóbí hafði yfirumsjón með hjálparstarfinu. Mörg þúsund tonn af hjálpargögnum hafa verið flutt til Sómalíu og hefur langmestur hluti þeirra komist til skila. Þróunaraðstoð Verulegur árangur hefur náðst í að bæta kjör barna í Andra Pradesh- héraði á Indlandi með því að styðja þau til náms. Þar hefur einnig verið reist 40 rúma sjúkrahús, hið eina fyrir 200 þúsund manna byggð, sem breytir aðstöðu til lækninga á ríkj- andi sjúkdómum á svæðinu, sérstak- lega augnsjúkdómum. Svipaða sögu er að segja frá Suður-Eþíópíu þar sem sjúkraskýli var byggt meðal tsemai-manna í Voitó-dalnum og þjónar það um 12 þúsund manna svæði. Ný verkefni Á nýbyrjuðu starfsári verða tekin upp ný verkefni í Mósambik og Eþí- ópíu. I Mósambik fer í hönd marg- háttuð uppbygging eftir áratuga borgarastríð. Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur tekið að sér að kosta byggingu nýrra vatnsbóla og endur- verulega, bæði til einstakhnga og byggingu annarra í Tete-héraði í norðurhluta landsins. Kostnaður verður kringum 5 milljónir króna. í Eþíópíu verður kostuð gerð vatns- tanka fyrir sjúkraskýli í Konsó þar sem koma 40 þúsund sjúklingar á ári. Á nokkrum stöðum í Suður-Eþí- ópíu verður einnig kostuð endur- bygging heimavistarhúsnæðis fyrir grunnskóla- og framhaldsskólanem- endur. Verkefnin í Eþíópíu munu kosta kringum 4-5 milljónir króna og dreifast þau á tvö ár. Innanlandsaðstoð Innanlandsaðstoð er vaxandi þátt- ur starfsemi Hjálparstofnunar kirkj- unnar og varði stofnunin um 3 millj- ónum til hennar á síðasta starfsári eða um 10% af heildarsöfnunarfé ársins. Aðstoðin skiptist í tvennt, annars vegar aðstoð við félaga- og líknarsamtök og hins vegar við ein- staklinga. Á síðasta ári hlutu Vernd, Miðstöð fólks í atvinnuleit, Stíga- mót, Geðhjálp og Alnæmissamtökin fjárstyrki frá stofnuninni. Umsóknir einstaklinga um aðstoð hafa aukist mjög verulega. Aðstoð stofnunarinnar hefur að mestu verið í formi úttektarheimilda á matvöru fyrir ákveðna upphæð. í einstaka tilvikum eru mál leyst með beinum fjárstuðningi. Aðstoð við einstakl- inga gengur alltaf í gegnum presta. Til þeirra leita einstaklingar og þeir koma umsóknum til Hjálparstofnun- ar kirkjunnar á framfæri. PHOENIX-námskeiðið LEIÐIN TIL ÁRANGURS Taktu ákvörðun núna um að gera þínar æðstu vonir að veruleika! Brlan Tracy Á PHOENIX-námskeiðinu lærir þú það sem til þarf til að ná árangri og skara fram úr. Þú lærir hin heillandi mynstur yfirburða, sem gera venjulegu fólki kleift að ná framúrskarandi árangri... í vinnunni og einkalífi. Síðustu PHOENIX-námskeiðin fyrir jól; Helgarnámskeið; 3. desember kl. 15.00—22.00, 4. og 5. desember kl. 10.00—16.00, 7., 8. og 9. desember kl. 16.00—22.00. PH0ENIX byggir á fyrirlestrum Brian Tracy, myndböndum, vinnubók og umræðum undir stjórn Fannýjar Jónmundsdóttur, sem jafnframt er leiðbeinandi námskeiðsins. Námskeiðið er haldið í húsnæði Stjórnunarfélagsins. Skráning er hafin! Nánari upplýsingar í síma 621066. Stjórnunarfélag Islands Ánanaustum 15 Sími: 621066

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.