Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 Aðalfundur Ný sljórn íFélagi lög- giltra endurskoðenda NÝ stjórn var kjörin á aðalfundi Félags löggiltra endurskoðenda sem haldinn var á Hótel Örk í Hveragerði laugardaginn 20. nóvem- ber. Aðalfundurinn samþykkti breytingar á samskiptareglum Félags löggiltra endurskoðenda en breytingarnar eru m.a. gerðar með tilliti til nýrra samkeppnislaga. Lagðar voru fram á fundin- um tillögur endurskoðunarnefndar félagsins að leiðbeinandi regl- um um skipulagningu endurskoðunar og samþykktar tillögur sömu nefndar að leiðbeinandi reglum um könnun á árshlutareikn- ingum. Þá var kynntur nýr bæklingur um endurskoðun og áritun á reikningsskil og hugmyndir félagsins um breytingar á lögum í þeim tilgangi að efla eftirlit með störfum endurskoðenda. Reikn- ingsskilanefnd kynnti niðurstöður úr gæðaeftirliti á endurskoðuð- um ársreikningum. Á aðalfundinum flutti formaður FSR, félags löggiltra endurskoð- enda í Danmörku, Ole Koefoed, erindi um stöðu og stefnumið end- urskoðenda. Á föstudag var ráðstefna félags- manna með yfirskriftinni Efna- hagsástandið og hlutverk endur- skoðenda. Ræðumenn voru Jón Sigurðsson seðlabankastjóri, Bjarni Þór Óskarsson héraðsdóms- lögmaður, Sveinn Jónsson aðstoð- arbankastjóri og löggiltur endur- skoðandi, Bjarni Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri hjá SH og löggiltur endurskoðandi og Gunnar Sigurðs- son löggiltur endurskoðandi. Ráð- stefnuna sóttu 104 félagsmenn. I félagi löggiltra endurskoðenda eru 206 félagsmenn og er hluti þeirra við önnur störf en endurskoðun. Rúnar Bj. Jóhannsson lét nú af formennsku og voru honum og öðrum fráfarandi stjómarmönnum þökkuð mikil og gifturík störf und- anfarin ár. Stjórn félagsins skipa að loknum aðalfundi: Þorsteinn Haraldsson formaður, Tryggvi Jónsson varaformaður, Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Sigurður Stef- ánsson, og Sigurður Þórðarson. Upplýsingamiðlun KUNERT Tölvutenging við verslunarskýrslur ■ ■ VuRUSKIPTIIM K' VID ÚTLÖND % , Verðmæti vöruút- og innflutnings jan. til okt. 1993 1992 (fob virði í milljónum króna) jan.- okt. f n . Jt 1993 jan.- okt. W fráfyrra ári á föstu gengi í %* Útflutningur alls (fob) 72.703,8 77.812,7 -0,9 Sjávarafurðir 57.985,2 62.602,9 0,0 Al 6.745,5 6.309,9 -13,4 Kísiljárn 1.425,4 2.149,0 39,6 Skip og flugvélar 383,3 455,1 - Annað 6.164,4 6.295,8 -5,4 Innflutningur alls (fob) 71.050,2 66.592,0 -13,2 Sérstakar fjárfestingarvörur 3.722,2 1.255,0 -68,8 Skip 3.207,2 766,6 - Flugvélar 76,5 174,3 - Landsvirkjun 438,5 314,1 -33,7 Tilstóriðju 4.283,8 3.834,9 -17,1 íslenska álfélagið 3.742,2 3.368,8 -16,6 (slenska járnblendifélagið 541,6 466,1 -20,3 Almennur innflutningur 63.044,2 61.502,1 -9,7 Olla 5.857,9 5.831,1 -7,8 Almennur innflutningur án olíu 57.186,3 55.671,0 -9,9 Vöruskiptajöfnuður 1.653,6 11.220,7 - Án viðskipta Islenska álfélagsins -1.349,7 8.279,6 - Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru 1.105,4 7.396.6 - | • Wað er við mfsðalgsngi á víðstöptavog; á þann mæíikvarða var vérö öflends g^cieyris í íanijar-októbúf 1993 3,090 hærra en á sama tíma áhð áður sokkabuxur hnésokkar Hf v/Nesveg, Seltj. VIÐSKIPTAVINUM Hagstofu Islands gefst nú kostur á að tengjast uppflettikerfi verslun- arskýrslna gegnum tölvukerfi Skýrr. Skýrslurnar innihalda tölulegar upplýsingar uni vöru- innflutning og -útflutning lands- manna. Þær eru gerðar eftir aðflutningsskýrslum innflytj- enda og útflutningsskýrslum útflytjenda og unnar á Hagstof- unni. Tölvukerfið er rekið og varðveitt af Skýrr. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar gefur uppflettikerfið fjölmarga valmöguleika og má t.d. leita upplýsinga um innflutning og útflutning eftir einstökum tollnúm- erum, tollköflum, SITC-númerum, mánuðum og löndum. Veittar eru upplýsingar um magn, fob-verð og cif-verð innflutnings og magn og fob-verð útflutnings. Þessi þjón- usta verður boðin á sérstöku kynn- ingarverði fyrst um sinn. Utanríkisviðskipti Innflutningur 10% minni en ífyrra VERÐMÆTI vöruinnflutningsins fyrstu tíu mánuði ársins var 13% minna á föstu gengi en árið áður. Að frátaldri sérstakri fjárfestingarvöru reynist annar innflutningur hafa orðið 10% minni en á sama tíma í fyrra. Innflutningur sérstakrar fjárfest- ingarvöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun), innflutningur til stór- iðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annars. Spariskírteini IITGAFU TÚNLEIKAR í Þjóðleikshúsinu í kvöld kl. 20:00 Miöaverð kr. 1.000,- Forsala í Þjóðleikhúsinu og í verslunum Skífunnar hf. Viðskipti innan eðlilegra marka fyrir vaxtalækkun ALLS voru keypt spariskírteini fyrir 162 milljónir kr. 29. októ- ber sl., daginn áður en ríkisstjórnin kynnti ákvarðanir sínar um aðgerðir í vaxtamálum. Það voru bankar og verðbréfafyrir- tæki sem mest keyptu af bréfunum. I svari viðskiptaráðherra við fyrirspum á Alþingi kom fram að viðskipti með spariskír- teini þennan dag hefðu ekki verið óeðlilega mikil. Steingrímur Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, bar upp fyrirspurn til viðskiptaráðherra á Alþingi um sölu ríkisins á verðbréfum og spariskírteinum fyrir vaxtalækk- unina 30. október. í máli hans kom fram að grunur léki á um að mik- ið hefði verið keypt vegna vitn- eskju um vaxtalækkun daginn eft- ir. Spurt var hversu mikið hefði selst af þessum bréfum 29. októ- ber og hver hefði verið ábyrgur fyrir að viðskipti voru leyfð þennan dag. I svari'Sighvats Björgvinssonar viðskiptaráðherra kom fram að samkvæmt samantekt Seðlabanka íslands hefði söluverð verðbréfa og spariskírteina þennan dag num- ið numið 162 milljónum króna. Hann sagði að viðskipti með spari- skírteini þennan dag hefðu ekki verið með óeðlilega mikil, a.m.k. væru dæmi um meiri viðskipti á einum degi. Sighvatur sagði að það hefði að sjálfsögðu verið fjár- málaráðherra sem var ábyrgur fyrir því að viðskipti voru leyfð þennan dag. Hann sagðist hafa skrifað Seðlabankanum og óskað eftir áliti hans á því hvort verð- bréfaviðskipti á þessum degi hafí verið með eðlilegum hætti en svar hefði enn ekki borist. Fyrstu tíu mánuði þessa árs voru fiuttar út vörur fyrir 77,8 milljarða króna en inn fyrir 66,6 milljarða króna fob. Afgangur var því á vöru- skiptunum við útlönd sem nam 11,2 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra var vöruskiptajöfnuð- urinn hagstæður um 1,8 milljarða kr. á föstu gengi. Miðað er við meðalgengi á viðskiptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris í janúar-október 1993 8,0% hærra en á sama tíma árið áður. Fyrstu tíu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins um 1% minna á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 80% alls útflutningsins og var verð- mæti þeirra svipað og á sl. ári. Útflutningur á áli var 13% minni en útflutningur kísiljárns 40% meiri á föstu gengi en árið áður. Útflutn- ingsverðmæti annarrar vöru (að frátöldum skipum og flugvélum) var 5% minna í janúar-október 1993 en árið áður. í októbermánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 9,6 milljarða kr. og inn fyrir 7,6 milljarða kr. fob. Vöru- skiptajöfnuðurinn í október var því hagstæður um 1,9 milljarða kr. en í október 1992 var hann óhagstæð- ur um 1,3 milljarða kr. fob. á sama gengi. S-K-l -F -A-N KRINGLUNNI SIMI: 600930 - STORVERSLUN LAUGAVEGI 26 SIMI: 600927 LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 - EIÐISTORGI SÍMI: 612160 MARGT SMATT GERIR HJÁLPARSTOFNUN \QTJ KIRKJUNNAR - meö þlnni lijálp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.