Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.11.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1993 53 VELVAKANDI NIÐJAR OLAFS JÓNSSONAR DANNEBROGS- MANNS ÓLAFUR Jónsson dbrm. og þing- maður Húnvetninga og kona hans, Oddný Ólafsdóttir, fæddust 1811. Þau fluttu að Sveinsstöðum í Þingi árið 1844 eða fyrir hálfri annarri öld. Síðan hafa afkom- endur þeirra búið á Sveinsstöðum í beinan karllegg. Afkomendur þeirra eru beðnir að hafa sam- band við Magnús Ólafsson, bónda á Sveinsstöðum, í síma 95-24495 eða Ásrúnu Ólafsdóttur, hótel- stjóra á Blönduósi, í síma 95-24126 eða 24545. SKILABOÐA- SKJÓÐAN FRÁBÆR GUÐRUN hringdi og vildi lýsa ánægju sinni með leikritið Skila- boðaskjóðuna. Þau hjónin fóru á frumsýninguna sl. fimmtudag með böm sín og þeim fannst allt verkið hreint út sagt frábært. Sérstaklega létt var yflr leikmynd og búningum og öll önnur vinnu- brögð voru einstaklega vönduð. Allir voru mjög ánægðir, fullorðn- ir jafnt sem börn, og að sýningu lokinni brutust út mikil fagnaðar- og húrrahróp. GÓÐ ÞJÓNUSTA ÉG MÁ til með að þakka fyrir góða þjónustu sem mér var veitt í verslun Skífunnar á Eiðistorgi í síðustu viku. Ég kom inn í versl- unina á lokunartíma og bað um að fá að skjótast inn og velja hljómdisk sem ég hugðist gefa í afmælisgjöf sama kvöld. Afgreiðslumaðurinn, ungur síðhærður maður, sagði mér að taka þann tíma sem ég þyrfti og svo hjálpaði hann mér við að finna disk við hæfi. Það er skemmst frá því að segja að diskurinn hitti beint í mark hjá afmælisbarninu pg mér var þakkaði í bak og fyr- ir. Þessum þökkum vil ég koma áleiðis til Skífunnar fyrir frábæra þjónustu sem ég mun að sjálf- sögðu halda áfram að nýta mér. Mættu aðrar hljómplötuverslanir taka sér þetta til fyrirmyndar. R.Ó. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnt hjól GYLLT 24“ BXM-hjól með svört- um dekkjum, brettum og sæti, rauðu statívi og stöng (fyrir plast- flösku) tapaðist frá Laugardal í sumar. Viti einhver um hjólið er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 672283. Gleraueru töpuðust mgu jLOTT KRINGLOTT kvenmannsgler- augu í gylltri umgjörð töpuðust á leiðinni frá Verslunarskólanum að Stigahlíð sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 76523. Lyklakippa fannst TVÆR lyklakippur á einum hring fundust fyrir nokkru. Toyota-lyk- ill er á annarri kippunni ásamt tveimur húslyklum, en Subaru- lykill og tveir húslyklar á hinni. Upplýsingar í síma 625762. Gleraugu töpuðust ÉG tapaði gleraugunum mínum annaðhvort í Gunnarssundi eða við gatnamót Álfaskeiðs og Arn- arhrauns í Hafnarfírði föstudag- inn 19. nóvembersl. Hugsanlegur fínnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 50474. Týndur gullkross GULLKROSS á keðju, útskorinn í miðju, tapaðist laugardaginn 20. nóvember sl., annaðhvort á Kringlukránni eða þar í kring eða í leigubíl. Krossinn hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigand- ann. Finnandi vinsamlega hringi í síma 673007. Fundarlaun. Týnd gleraugu GLERAUGU í brúnyrjóttri um- gjörð töpuðust á Hressó eða í miðbæum föstudaginn 5. nóv- ember. Finnandi vinsamlega hringi í síma 654918. GÆLUDÝR Týndur köttur SVARTUR og hvítur fressköttur, með svart skott með hvítri týru í endanum, með bláa hálsól, átta mánaða gamall, fór frá Sæbóls- braut í Kópavogi sl. þriðjudag. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 642044. Týndur köttur BLÁGRÁ læða fór að heiman frá sér, Hjallabraut 68, Hafnarfirði, sunnudagskvöldið 21. nóvember sl. Hún var ómerkt. Hafí einhver orðið ferða hennar var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 50879. Pennavinir Átján ára finnskur piltur með margvísleg áhugamál: Hemmo Virtanen, Kaisankatu 1, 15610 Lahti, Finland. Tvítug þýsk stúlka með áhuga á hestum og útivist: Manuela Krimmer, Kernerstrasse 11, 71672 Marbach am Neckar, Germany. Frá Lettlandi skrifar 39 ára frí- merkjasafnari sem vill eignast ís- lenska pennavini: Ludvik Lasovski, Str. 18. November 45-3, LV-5403 Daugarpils, Latvia. Tvítug Ghanastúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum, íþróttum, ferðalögum o.fl.: Rosemond Aggrey, P.O. Box 30, 55 Methodist Road, Apam, Ghana. ítalskur 28 ára frímerkjasafnari vill komast í samband við íslenska safnara: Luca Leonardi, Via Tespi 102, 00125 Roma, Italy. LEIÐRETTIN G Nafn misritaðist í grein Ásgeirs Jakobssonar sl. laugardag misritaðist nafn konu Ólafs Kjartanssonar. Hún hét Þór- unn Þórðardóttir en ekki Kristín Jónsdóttir eins og stóð í greininni. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. . 12S2SSS: 30-nóv- laaa- 1. 5af5 3. 4. FJtXDI VINNNGSHAFA 87 2.824 UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1.988.258 345.390 6.848 492 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.318.832 kr. UPPlVSINGAR: SÍMSVARI91 -681511 lUKKUllNA991002 SÉRBLANDAÐ FYRIR ÍSLENDINGA 5 Continents kaffið er sérblandað og kemur á. borð vandlátra íslendinga í umbúðum sem tryggja að einstök bragðgæði blöndunnar haldist óskert alla leið í bollann. 5 Continents 100% ARABICA KAFFI Metsölublad á hvetjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.