Morgunblaðið - 08.09.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 08.09.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8; SEPTEMBER 1994 23 nú stórglæsilegan miðbæ Hafnar- fjarðar. Einnig hefur verið deilt á mig fyrir að stuðla að því að reisu- legt verslunar- og þjónustuhúsnæði hafi risið í miðbænum með stuðningi bæjarins, sem fólginn er í ábyrgðum. Þær ábyrgðir eru að fullu tryggðar í húsinu. Hagsmunir bæjarins eru tryggðir. Starfsemi í þessu húsi, sem mun kalla til sín tugi nýrra starfa í verslun og þjónustu í Hafnarfirði, mun vonandi auðga allt athafnalíf í þessum efnum. Það eru líka hags- munir stjórnenda Hafnarfjarðarbæj- ar og allra bæjarbúa. Oflugt at- vinnulíf er forsenda framfara. Eftir því var unnið. Nú berast raunar af því fréttir að nýir stjómendur í Firð- inum vilji ganga mun lengra og kaupa hluta af þessu húsnæði fyrir hundruð milljónir króna fyrir skrif- stofur bæjarfélagsins. Það er auðvit- að stefnubreyting af þeirra hálfu og umdeilanlegt, en sýnir þó að þeir hafa áttað sig á mikilvægi öflugs miðbæjar og athafnalífs í góðum bæ. Listir og menning blómstra nú í Hafnarfirði sem aldrei fyrr. Það er reynt að gera tortryggilegt þótt öll þau mál hafi verið rakin margsinn- is og um þau íjallað í bæjarráði og meðal þeirra mála sem mjög voru ofarlega á baugi í síðustu bæjar- stjórnarkosningum. I skólamálum, félagsmálum, dag- vistarmálum, umhverfismálum og nánast öllum þjónustuþáttum við íbúa bæjarins hefur orðið bylting til hins betra. Það fmna allir Hafn- firðingar. Ég hygg að þessum óhróðri um mín störf í Hafnarfirði verði best svarað með því að vekja á því at- hygli, að Alþýðuflokkurinn var um 20% flokkur 1982. Undir minni for- ystu fékk hann 35% atkvæða 1986 og tók við stjórnartaumum í bæn- um. Eftir fjögurra ára stjórn fékk hann atkvæði nærri því annars hvers bæjarbúa, eða 48% og hreinan meirihluta. í síðustu kosningum fékk hann 38% atkvæða; næst- mesta atkvæðamagn sitt um ára- tuga skeið. Flestum ef ekki öllum ofangreindum málum og raunar miklu fleirum reyndu pólitískir and- stæðingar Alþýðuflokksins að þyrla upp í kosningabaráttunni. Svipað var raunar upp á teningnum í kosn- ingabaráttunni 1990. Þeim varð ekki ágengt. Þessar „uppljóstranir“ eru því ekki eingöngu ósannar, heldur líka gamlar „fréttir". Hafnfirðingar vita þúsundum saman um Hafnarfjörð fyrr og nú — um hinn öfluga bæ sem þeir búa í eftir átta ára stjórn jafnaðar- manna. Þeir muna hvernig var á árunum þar áður. Þar er ólíku sam- an að jafna. Það eru ofangreindar staðreyndir sem fara fyrir brjóstið á andstæðing- um Alþýðuflokksins og þeir telja affarasælast að ná sér niðri á for- ystumönnum hans með aðdróttunum og slúðursögum í slúðurblöð. Ein- hver hefði haldið að nýir stjórnendur í Hafnarfirði hefðu næg verkefni við að stjórna bænum og horfa fram á veg — leggja línur um það hvernig þeir ætla að þróa mál í Hafnarfirði næstu árin. Ekkert bólar hins vegar á því. Það er áhyggjuefni. Coit 1300 GLi 1.095.000. Lancer 1600 GLXi, sjálfskiptur 1.484.000.- Afmælisafsláttur á Mitsubishi r I tilefni 15 ára afmælis Mitsubishi á íslandi seljum við á næstunni takmarkað magn Mitsubishi bíla á hreint frábæru verði! Tryggðu þér bíl í tíma. Allt að 48 mánaða greiðslutími. X, Á Lancer GLXi 4x4, með sítengdu aldrifi. 1.790.000.- HEKLA Laugavegi 170 - 174 • Sími 69 55 00 ÚÐ A MITSUBISHI l . q írv.1 ao kc nn MOTORS Höfundur er félagsmálaráðherra. Scinni hluti greinar hans, sem fjallar m.a. um heilbrigðis- ráðherratíð hans, birtist í Morgunblaðinu á morgvn. M Y N D G Á T U A U G L Ý S I N G

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.