Morgunblaðið - 14.09.1994, Page 2

Morgunblaðið - 14.09.1994, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leitað að erlendum ferðamanni við Gullfoss Ottast að hann hafi fallið í fossinn LEIT AÐ 29 ára gömlum ítölskum ferðamanni, sem óttast var að hefði fallið í Gullfoss í gær, verður haldið áfram í dag. Að sögn Ámunda Kristjánssonar, hjá svæð- isstjórn björgunarsveitanna í Ár- nessýslu, sem stjórnaði leitinni í gær, verður farið með sporhund á leitarsvæðið í dag. Maðurinn var ásamt fleirum í skoðunarferð við Gullfoss um há- degisleytið í gær. Þegar hann skil- aði sér ekki í rútuna létu samferða- menn hans vita að hans væri sakn- að. Strax vaknaði hræðsla um að maðurinn hefði fallið í fossinn þrátt fyrir að enginn hefði orðið vitni að því. 40 björgunarsveitarmenn leituðu Lögregla fór á staðinn og_ síðan voru björgunarsveitir úr Árnes- sýslu kallaðar út. Þeir fóru með bát á Hvítá og gengu með ánni beggja vegna frá fossinum og nið- ur að Drumboddsstöðum, u.þ.b. 14 km leið. Um 40 björgunarsveit- armenn tóku þátt í leitinni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, var kölluð út og einnig var leitað úr annarri lítilli þyrlu og úr einka- flugvél sem kom frá Flúðum. Leitinni var hætt rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi og átti að halda henni áfram snemma í morgun. «r. ÓTTAST var að maðurinn hefði fallið í Gullfoss. Leitað var að honum úr lofti á tveimur þyrlum og einni flugvél og á jörðu niðri. Morgunblaðið/Kristinn FÉLAGAR úr Slysavarnafélagi Biskupstungna við leit á Hvitár- bökkum í gær. Þrjár aðrar björgunarsveitir tóku þátt I leitinni. Kostnaður við knývenda 10 til 15 milljónir KOSTNAÐUR við endurbætur á knývendabúnaði allra Boeing-flug- véla Flugleiða er á bilinu 10 til 15 milljónir króna. í vetur verður settur aukabúnaður í stýrikerfi knývenda á hreyflum Boeing 737 og 757 véla félagsins. Við það verður öryggis- kerfíð sem á að tryggja rétta virkni kerfisins þrefalt. Þessar breytingar voru ákveðnar í fyrravetur og verða unnar í tengslum við stórskoðun vél- anna í vetur. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, eru þessar breytingar á stýrikerfum knývenda Boeing-vélanna liður í eðlilegu við- haldi og þróun vélanna, en ekki gerð- ar að kröfu flugmálayfirvalda. Gera verði skýran greinarmun á slíkum endurbótum og því þegar öryggi flugvélategunda er dregið í efa. Þró- un þessa aukabúnaðar lauk í júní og er sá hluti sem fer í 737-vélamar kominn til landsins. Stöðugar endurbætur Einar segir að flugslys, sem varð í Tælandi 1991 er Boeing 767 frá Lauda Air fórst, hafi verið rakið til þess að knývendir varð virkur á öðr- um hreyfii vélarinnar í flugi. Þessi búnaður á aðeins að virka þegar vélin er á flugbraut og er notaður sem bremsa. „Þetta slys beindi at- hyglinni að öryggisbúnaðinum og verksmiðjurnar útbjuggu viðbót við stýrikerfi knývendanna sem gerir öryggið þrefalt gegn rangri virkni," sagði Einar. Þegar þessi búnaður var boðinn til sölu þótti Flugleiðum sjálf- sagt að kaupa hann og var tekin ákvörðun um það í fyrravetur. Bún- aðurinn er ekki dýr og felst aðal- kostnaðurinn í vinnulaunum. Bilun í Múlastöð VEGNA bilunar sem varð í Múlastöð Pósts og síma urðu liðlega 20 þúsund símanúmer í Reykjavík sambands- laus í eina og hálfa klukkustund í gær. Bilunin varð um kl. 17.30, en kl. 19 hafði tæknimönnum tekist að koma símakerfinu í eðlilegt horf án þess þó að vita af hverju bilunin staf- aði. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Pósts og síma, benti allt til þess í gærkvöldi að sam- bandsleysið hafi orðið vegna bilunar í hugbúnaði símstöðvarinnar, en rannsókn á orsökunum stóð þá jrfir. Hún sagði að ekki væri talið að bilun- in í gær væri neitt skyld þeim bilun- um sem urðu á símkerfinu í Reykja- vík síðastliðinn vetur, en þá urðu ákveðin símanúmer sambandslaus af og til en í skemmri tíma en raun varð á i gær. Þau númer sem sam- bandslaus urðu í gær byijuðu á 67, 68, 81, 87 og 88, en þau eru flest í Múlahverfi, Breiðholti, Grafarvogi og Árbæjarhverfi. Félag’svísindastofnun Háskólans kannar hug kjósenda Fylgi við Jóhönnu 10,1% þeirra sem tóku afstöðu í þjóðmálakönnun Félagsvisindastofnunar HÍ, dagana 9.-11. september, sagðist myndu kjósa Jóhönnu Sigurðardótt- ur ef gengið yrði til alþingiskosninga nú. Fylgi Alþýðuflokksins hefur dvínað um nærri helming frá sambærilegri könnun í júní síðastliðnum. Nú naut flokkurinn stuðnings 5,8% svarenda en fékk 10,4% í júní. Fylgi annarra flokka breyttist minna. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til þess að stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar hafi fækkað talsvert en þeim sem eru hlutlausir í afstöðu til stjómarinnar hefur fjölgað. Morgunblaðið/Eyjólfur MEÐ nýjan hjálm á höfðinu og þann gamla í hendi. Hjálmurinn bjargaði Vogum. Morgunblaðið. mælist rúmlega V estfjarðaaðstoð Samein- ingarvilji meiri en vænst var SAUTJÁN umsóknir um svonefnda Vestfjarðaaðstoð, þar sem tilnefnd voru 25 fyrirtæki, bárust starfshópi um styrkingu atvinnu- og þjónustu- svæða á Vestfjörðum áður en um- sóknarfrestur rann út sl. föstudag. Aðstoð ríkisins hljóðar upp á 300 milljónir króna og er skilyrði fyrir lánveitingu að fyrirtæki sameinist og að þau séu í sameinuðum sveitar- félögum eða sveitarfélögum sem ætla að sameinast. Eyjólfur Sveinsson, formaður starfshópsins, segir að farið verði yfír umsóknirnar og athugað hvort fyrirtækin uppfylli þau skilyrði sem sett eru í lögum um aðstoðina. Eyjólfur segir að í sumum tilvik- um séu ekki tilgreindar þær fjár- hæðir sem fyrirtækin telji sig hafa þörf fyrir, sem sé í samræmi við auglýsingu nefndarinnar. „Við vilj- um einfaldlega að menn gefi sig fram og við munum vinna með þeim í leit að hagræðingarmöguleikum. Aðstoðin mun síðan taka mið af því hversu vænlegir kostirnir eru og hversu mikla hagræðingu þeir hafa í för með sér,“ segir Eyjólfur. Hann segir að umsóknirnar hafi verið ívið fleiri en menn hafi átt von á og þær beri með sér að áhugi og vilji fyrirtækja á að skoða sam- einingarvalkosti og aðra möguleika á styrkingu sé meiri en menn hafi gert sér vonir um. FJÖGURRA ára drengur, Krist- inn Sigvaldason, getur þakkað öryggishjálminum sínum að ekki fór verr en skyldi þegar hann lenti fyrir bfl, þar sem hann var að hjóla á sunnudag. Kristinn var fluttur á sjúkrahús í Keflavík en fékk að fara heim eftir skoðun með tvo plástra og skrámur víða á líkamanum. Hjálmurinn hans var hins vegar ónýtur eftir áreksturinn. Eftir þetta hefur hjálmurinn verið til sýnis fyrir börnin á leik- skólanum og síðar verður hann sýndur nemendum barnaskólans. Helsta breytingin frá þjóðmála- könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var í júní síðastliðnum er að nú segist tíundi hluti svarenda myndu kjósa Jóhönnu Sigurðardótt- ur. Þegar fylgi hennar er greint eftir landshlutum kemur í ljós að Jóhanna nýtur 14,8% stuðnings í Reykjavík, 10,1% stuðnings á Reykjanesi og 5,6% stuðnings á landsbyggðinni. Flestir tapa fylgi Fylgi flestra stjómmálaflokka hefur dalað frá því í júní, fylgi Ai- þýðuflokksins þó sýnu mest. Vin- sældir Sjálfstæðisflakksins hafa dvínað frá því hann fékk 40,7% stuðning í júní og mælast nú 36,5%. Stuðningur við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag hefur lítið breyst og stuðningur við Kvennalista hefur minnkað úr 14,5% í júní í 13,1% nú. 1,4% svarenda sögðust styðja sameiginlegt framboð á borð við Rey kj avíkurli stann. Fylgi ríkisstjórnarinnar Svarendur vora spurðir hvort þeir myndu segja að þeir væru stuðningsmenn ríkisstjómarinnar eða andstæðingar. Stuðningsmönn- um hefur fækkað úr 43,3% svar- enda í júní síðastliðnum í 32,5% nú. Hlutlausum hefur á sama tíma fjölgað úr 15,8% í 24,9% og beinum andstæðingum stjórnarinnar fjölg- að úr 40,9% í 42,6%. ■ Alþýðuflokkur missir/6 Atvinnuleysi í ágúst 1985-94, hlutfall af vinnuafli '85 '86 '87 '88 '89 '90 ’91 '92 '93 ’94 Atvinnu- leysi eykst SAMTALS vom 4.862 að meðal- tali á atvinnuleysisskrá í ágúst- mánuði, sem jafngildir 3,5% af áætluðum mannafla á vinnumark- aði. Þetta em 442 fleiri atvinnu- lausir en í júlímánuði og 532 fleiri en vora atvinnulausir í ágúst í fyrra. Atvinnuleysið var mun meira hjá konum en köríum, en atvinnu- lausir karlmenn voru 1.862 sem jafngildir 2,3%. Atvinnulausar konur vom hins vegar tæplega 3.000 sem jafngildir 5,2% atvinnu- leysi. Samkvæmt upplýsingum vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytis vom alíka margir atvinnu- lausir síðasta dag júlímánaðar og síðasta dag ágústmánaðar eða 4.715, þannig að atvinnuleysi fór minnkandi undir lok mánaðarins. Er það rakið m.a. til loka kvótaárs- ins og lítillar loðnuveiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.