Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 14. SEPTBMBER 1994 23 Reynslan hefur sýnt að þegar mest hefur legið við, segir Markús Orn Antonsson, hefur Sjálf- stæðisflokkurinn, stærsta og traustasta þjóðmálahreyfingin, haft á hendi stefnumót- un í samskiptum við umheiminn. herra íslands um að Bandaríkja- stjórn hefði viljað ganga svo langt í samdrætti á Keflavíkurflugvelli að reynzt hefði nauðsynlegt að leita íiðsinnis framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins til að fá hana ofan af fyrirætlunum sínum. Þetta gefur tilefni til að spyija, hvers vænta megi af hálfu Banda- ríkjamanna í bráð og lengd. Skyld- ur þeirra eru ótvíræðar samkvæmt varnarsamningnum. Munu þeir í fyrirsjáanlegri framtíð leita eftir veigamiklum breytingum á honum eða hugsanlega segja honum upp í því augnamiði að kalla herlið sitt frá íslandi? Góð og ábatasöm samskipti við Bandaríkjamenn eiga áfram að verða þungamiðja í íslenzkri utan- ríkisstefnu. Að mörgu leyti erum við nær þeim en aðrar Evrópuþjóð- ir, landfræðilega og hugarfars- lega. Engu að síður erum við fyrst og síðast Evrópubúar og þurfum að svara áleitnum spurningum um hlutverk okkar í Evrópusamvinnu komandi ára. Látum heldur ekki tímabundin vandkvæði í sambúð okkar við Norðmenn spilla þeim ávinningi sem við höfum og mun- um hafa af aðild okkar að nor- rænu samstarfi. Ýmsir hafa varað við samruna Evrópu af því að hann væri af- sprengi drottnunarhyggju vestur- evrópskra sósíaldemókrata. Enn aðrir segja hann sprottinn af illri nauðsyn til að hafa hemil á Þjóð- veijum og vaxandi veldi þeirrra. Hvað sem því líður er þétting hins evrópska kjarna staðreynd, sem AÐSEIMDAR GREIIMAR við leiðum ekki hjá okkur. Mikil- vægra ákvarðana af okkar hálfu verður þörf innan tíðar. Ekkert er unnið með því að rasa um ráð fram með flumbrugangi og skammlífum yfirlýsingum fyrir fjölmiðla. Hins vegar verður að svara veigamiklum spurningum, sem íslenzkur almenningur vill fá auðskilin svör við í ljósi umræð- unnar, sem nú á sér stað. Mótun Evrópustefnu Helztu forystumenn í íslenzku atvinnulífi segja viðskiptahags- munum stefnt í voða ef við stönd- um utan ESB eftir að Norðmenn og önnur Norðurlönd eru gengin í það. Aðild að ESB á verulegan hljómgrunn meðal almennings. Ungt menntafólk fer þar á undan og telur ella hættu á að við lendum utangarðs varðandi samstarf Evr- ópuþjóða í menntum, vísindum og listum. Andstæðingar aðildar og efasemdamenn bera ugg í bijósti vegna óhjákvæmilegs fullveldisaf- sals íslendinga gangi þeir í ESB. Hversu afdrifarík er sú skerðing sjálfstæðis, sem aðrar lýðræðis- þjóðir í Evrópu hafa gengist undir með inngöngu sinni í ESB? Svör við þeirri spurningu og öðrum ámóta vilja Islendingar fá til að geta gert upp hug sinn. Það er hlutverk stjórnmála- manna að leiða fram gild rök með og á móti. Þeirra bíður síðan það verkefni að leggja yfirvegað mat á staðreyndir málsins og taka ákvarðanir. Reynslan sýnir, að þegar mest hefur legið við hefur Sjálfstæðisflokkurinn, stærsta og traustasta þjóðmálahreyfingin í landinu, haft á hendi farsæla for- ystu við mótun stefnunnar um samskipti okkar við önnur lönd. Nú, þegar íslendingar standa á krossgötum og nýir vindar blása í alþjóðamálum, þarf Sjálfstæðis- flokkurinn enn á ný að móta al- tæka stefnu og fá umboð þjóðar- innar til að leiða ísland til verðugs sætis er falli að nýrri skipan á vettvangi þjóðanna, og leggja um leið grundvöll að hagkvæmum samskiptum við þær á komandi áratugum. Höfundur er fyrrv. útvarpsstjórí og fyrrv. borgarstjórí. Afnám yfirdráttar treystir vaxtastefnuna Innistæðulausar ávísanir ríkisins FYRIR nokkrum árum var algengt að fréttir bærust af mikl- um yfirdrætti ríkis- sjóðs í Seðlabanka. Þegar verst lét fór þessi yfirdráttur yfir 10 milljarða króna í apríl 1991 rétt fyrir stjómarskiptin. Það er eins með ríkissjóð og fyrirtæki eða einstakl- inga að sveiflur eru í tekjum og gjöldum inn- an hvers árs og þegar gjöld eru meiri en tekj- ur þarf að grípa til lán- töku til að brúa bilið. En það er ekki sama hvernig staðið er að lán- töku ríkissjóðs. Yfirdráttur ríkis- sjóðs í Seðlabanka var mjög óæski- legur þar sem hann kom í veg fyr- ir að Seðlabankinn gæti haft eðlileg áhrif á skammtímavexti með mark- aðsaðgerðum og leiddi auk þess til óæskilegrar peningaprentunar og verðbólguþenslu. Ótakmarkaður yfirdráttur ríkis- sjóðs í Seðlabanka þýddi í raun að ríkið gat greitt út fé með innistæðu- lausum ávísunum. Þannig stuðlaði ríkisvaldið að þenslu í efnahagslíf- inu sem ekki voru verðmæti til fyr- ir. Þá leiddi ótakmarkaður yfir- dráttur í Seðlabanka til aðhalds- leysis í ríkisfjármálum eins og kom á daginn. Þessu varð því að breyta til þess að takst mætti að koma á stöðugleika í efnahagslífinu og eðli- legri vaxtamyndun. Vaxtaákvarðanir á markaðinn Árið 1992 gerðu fjármálaráð- herra og Seðlabankinn með sér samning þar sem yfirdráttarheim- ildir ríkissjóðs í Seðlabanka voru afnumdar í þremur áföngum. Árið 1992 hafði ríkissjóður þriggja millj- arða yfirdráttarheimild. Ari síðar var alveg tekið fyrir yfirdrátt ríkis- sjóðs en Seðlabankanum veitt heim- ild til að kaupa af ríkissjóði bréf til að jafna hallarekstur. Frá og með síðustu áramótum hef- ur ríkissjóður alfarið mætt ijárþörf sinni á almennum markaði. í framhaldi af þess- um samningi var ákveðið að helja sölu á ríkisverðbréfum í beinum útboðum og færa þannig ákvörðun um vexti á skamm- tíma- og langtíma- verðbréfum ríkissjóðs að mestu til markað- arins. Með þessu varð ríkisvaldinu gert skylt að keppa við aðra aðila um það ijármagn sem til var og komið var í veg fyrir ótakmarkaða peninga- prentun, sem áður var algerlega á valdi ríkissjóðs. Hver er reynslan af þessum breytingum? Vinnuhópur sem skipaður var til að skoða hvernig haga mætti greiðslustreymi gjaida, tekna og lánahreyfing ríkissjóðs hefur nýlega skilað áliti. Niðurstaða hans er að reynslan af samningi íjármálaráð- herra og Seðlabanka hafa verið góð. Útboðsfyrirkomulagið hafi reynst vel og peningamarkaður hér- lendis hafi styrkst við þessa aðgerð- ir. Þá hafi samningurinn gjörbreytt möguleikum Seðlabankans til að hafa áhrif á skammtímavexti með markaðsaðgerðum. Það var m.a. mikilvægt vegna áforma um fijáls- ar fjármagnshreyfingar og þróun skipulegs millibankamarkaðar fyrir gjaldeyri. Helstu tillögur vinnuhópsins um næstu skref við fjármögnun ríkis- sjóðs eru á þá leið að nauðsynlegt sé fyrir ríkissjóð að jafna dreifingu gjalda og tekna til að draga úr sveiflum á lánsijármarkaðnum. Jafnari dreifing lánsljárþarfar ríkis- sjóðs stuðlar að meiri stöðugleika og því er þetta brýnt. Dæmi um þetta eru þær miklu greiðslur sem ríkissjóður þarf að inna af hendi í ágústmánuði vegna greiðslan á Nýjar aðferðir við fjár- mögnun ríkissjóðs eru dæmi um varanlegar umbætur, segir Friðrik Sophusson, og telur að með þeim sé stjórnmála- mönnum veitt nauðsyn- legt aðhald. vaxta- og barnabótum, en þær leiða til þess að ríkissjóður þarf að sækja verulegt fjármagn á skömmum tíma á verðbréfamarkað sem aftur, en það stuðlar að óstöðugleika. Lávaxtatefnan fest í sessi Víða má bera niður í umbótum í ríkisrekstrinum. Þær nýju aðferðir sem ríkja í sambandi við fjármögn- un ríkissjóðs eru gott dæmi um varanlegar umbætur sem hafa margháttaða þýðingu. I fyrsta lagi er stjórnmálamönn- um veitt nauðsynlegt aðhald og peningaprentun í raun flutt úr þeirra höndum. Afleiðingar eru þær að vextir ákvarðast á markaði, en það hefur átt dijúgan þátt í þeim stöðugleika sem ríkt hefur í vaxta- málum undanfarið. í öðru lagi hefur þessi ákvörðun um að taka fyrir yfírdráttarheimild ríkissjóðs í Seðla- banka verið gríðarlega mikilvæg fyrir eflingu ijármagnsmarkaðarins hér á landi. Loks sýnir þessi breyting mjög áþreifanlega þá þýð- ingu sem afkoma ríkissjóðs hefur fyrir þróun vaxta en það er bæði æskilegt og eðlilegt. Nú ráða vænt- ingar markaðarins miklu um þróun vaxta. Ef ríkisijármálin eru í góðu horfi og áætlanir standast skapast væntingar á markaðnum um að stöðugleiki haldi áfram. Þar með helst vaxtastigið lágt. Höfundur er fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson hlutu mjög góðar undirtektir og frábæra dóma. í loks starfsársins var farin tónleikaför til Færeyja og tónleikar haldnir þar á tveimur stöðum. Boð um utanlandsferðir streyma að hljómsveitinni úr öllum áttum, og er það til marks um það orð sem hún hefur getið sér, m.a. með hljóðritunum sínum. Enn mætti hér minnast á að Sinfóníuhljómsveitin hefur oft fengið hingað heimsþekkta lista- menn, stjórnendur og einleikara, sem annars hefðu trúlega aldrei lagt leið sína til þessa afskekkta lands. Hún hefur líka skapað at- vinnu fyrir fjölda ungra íslenskra listamanna, sem ella hefðu sest að í útlöndum. Það hafa þeir þó því miður gert allmargir, ýmist vegna bágra launakjara hér eða af öðrum ástæðum. Slíkur at- gervisflótti er ef til vill alvarleg- asta vandamálið sem blasir við íslendingum í náinni framtíð, ef ekki tekst að bæta lífskjörin til muna. Fæst af því sem hér hefur verið talið verður metið til ijár af neinni skynsemi, og því er ljóst að út- reikningar sem eiga að sýna að „kostnaður við hvern áhorfanda“ sé 5.662 krónur, eins og þið hafið haldið fram, eru algerlega út í bláinn. Það dæmi er annaðhvort skakkt sett upp eða rangt reiknað, nema hvorttveggja sé. Hagræðing er mikið töfraorð nú á tímum. Það var ekki komið í tísku fyrir hartnær fimmtíu árum, þegar verið var að koma Ungt fólk er ekki heimskt, en það er stundum dálítið fljót- fært og minni þess er stutt, segir Jón Þórar- insson, sem fjallar um afstöðu ungra sjálf- stæðismanna til Sinfón- íuhljómsveitar íslands. Sinfóníuhljómsveitinni á laggirn- ar. En eftir á að hyggja voni það einmitt hagræðingarsjónarmið sem réðu miklu um þá fram- kvæmd. Það var verið að sameina smáar og óhagstæðar „rekstrar- einingar" í eina stærri og hag- kvæmari. Spurt er hvort ekki sé nú hægt að hagræða í rekstri hljómsveitar- innar. Það hefur verið gert eins og auðið er. Ef lengra á að ganga, verður það aðeins með þeim hætti að fækka hljóðfæraleikurum. Laun þeirra eru langstærsti gjaldaliður- inn, og þati geta ekki iægri verið. Slík „hagræðing“ væri helst sam- bærileg við það, að útgerðarfyrir- tæki seldi vel búinn togara með verðmætum aflaheimildum og keypti í staðinn mótorbát með miklu minni og verðminni „kvóta“. Þetta gæti ég skýrt betur ef þörf krefði, en sleppi því hér. Það kann að vera að slík örþrifaráð geti orð- ið nauðsynleg í útgerðinni, en sem betur fer eiga þau ekki almennt við í íslensku þjóðfélagi í dag og vonandi ekki í framtíðinni. Einhver ykkar lagði til að Sin- fóníuhljómsveitin yrði lögð niður. Víst má hugsa sér þetta. En væri þá ekki í leiðinni rétt að athuga að leggja niður Háskóla Islands og sjá til hvort ekki kæmu fram einkaháskólar að amerískri fyrir- mynd? Slíkir skólar eru góðir, það þekki ég af eigin reynd, en þeir eru dýrir. Eru íslenskir stúdentar undir það búnir að greiða menntun sína réttu verði? Eða eru „vitræn“ rök til að skattborgarar, sem aldr- ei hafa í háskólann komið, séu að „niðurgreiða" hana með hundruð- um þúsunda króna á hvern nem- anda? Er ungt fólk heimskt? spyr ann- ar greinarhöfundur fyrir skömmu. Hann svarar ekki spurningunni beinlínis, en vitnar til tveggja lát- inna manna sem ungir náðu mikl- um frama í stjórnmálum. Það má koma fram að báðir þessir menn voru meðal öflugustu stuðnings- manna Sinfóníuhljómsveitarinnar á fyrstu og erfiðustu árum henn- ar. Eysteinn Jónsson beitti sér fyrir því að lagt var fram á Al- þingi 1947-48 frumvarp til laga sem átti að tryggja henni rekstrar- grundvöll. Það náði ekki fram að ganga. En Eysteinn dugði hljóm- sveitinni oft vel, þegar hann var fjármálaráðherra á erfiðum tím- um. Á Alþingi 1950 var Gunnar Thoroddsen fyrsti flutningsmaður tillögu um styrk til hljómsveitar- innar úr ríkissjóði og mælti fyrir henni mjög einarðlega. Hann var þá borgarstjóri og hafði þegar tryggt sveitinni framlag úr borg- arsjóði. Nei, ungt fólk er ekki heimskt, en það er stundum dálítið fljót- fært, og minni þess er stutt. Gáfnamerki er að skipta um skoð- un og „hafa það heldur er sannara reynist" ef menn hafa hlaupið á sig. Fyrrnefnd fjárlagatillaga Gunn- ars Thoroddsen o.fl. var felld við atkvæðagreiðslu á Alþingi, en nokkrir þingmenn gerðu grein fyr- ir atkvæði sínu, sumir mjög stutt- lega. Það voru samdráttartímar. Ólafur Thors sagði: „Því miður nei.“ Gamall framsóknarmaður, sem líklega hefur verið næstur í stafrófsröðinni í nafnakallinu, sagði: „Með ánægju nei.“ Ólafur Thors lagði aldrei framar stein í götu Sinfóníuhljómsveitarinnar, en framsóknarmaðurinn hefur eflaust setið við sinn keip. Hvorum viljið þið, ungir sjálfstæðismenn, fremur líkjast? Nú um helgina birtist hófsamleg grein eftir formann SUS, þar sem lögð er áhersla á það eitt, að ríkis- stofnanir eigi að halda útgjöldum sínum innan ramma fjárlaga. Um þetta eru eflaust flestir sanmiála. En á verðbólgutímunum fram til 1990 mátti það heita regla að út- gjöld færu fram úr áætlunum, ein- att mjög verulega, og var Sinfón- íuhljómsveitin þar engin undan- tekning. Á töflu sem fylgir grein formannsins má sjá, að umframút- gjöld hljómsveitarinnar hafa verið komin niður í 0,5% árið 1992. Hækkun í 9% á næsta ári á sér þær skýringar m.a. að til komu ófyrirséðir gjaldaliðir, svo sem verðhækkanir lífeyris fyrrverandi starfsmanna, og nauðsynlegar endurbætur á Háskólabíói sem hljómsveitin hefur orðið að standa straum af, þótt þær komi að sjálf- sögðu ekki síður húseigandanum til góða. Með vinsemd og virðingu. Höfundur var fyrsti stjórnar- formaður Sinfóníubljómsveitar innar, síðar framkvæmdastjóri hennar um árabil og stjórnar- maðursíðustu 12 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.