Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU i YSINGAR Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólinn Laufásborg v/Laufásveg óskar að ráða matráð í fullt starfi. Einnig vantar leikskólakennara eða starfsfólk með aðra uppeldismenntun í 50% starf eftir hádegi. Tónlistar- eða myndlistarmenntun æskileg. Þá vantar leikskólakennara eða þroskaþjálfa í stuðningsstarf fyrir hádegi. Nánari upplýsingar gefa Carole Sch. Thor- steinsson og Anna Sveinsdóttir í síma 17219. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. yoy Kennarar Heimilisfræðikennara vantar strax í 2/3 stöðu við Þinghólsskóla í Kópavogi. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 42250. Tæknifræðingur Viljum ráða byggingatæknifræðing/verk- • fræðing til tímabundinna starfa. Þarf að hafa gott vald á Auto Cad. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merkt: „Bygg - 7501“, fyrir lokun 16. sept. Kammerkór Grensáskirkju Ókeypis söngkennsla fyrir pilta og stúlkur, 15-19 ára. Upplýsingar og skráning í síma 15263, hjá Margréti Pálmadóttur. Kórskóli Margrétar Pálmadóttur Kennsla fyrir 5-9 ára börn. Upplýsingar og skráning alla morgna 9-12 í sími 626460 og 15263. Frönskunámskeið - Alliance Francaise Haustnámskeið verða haldin 19. sept- ember-15. desember. Innritun fer fram alla virka daga kl. 15-19, að Vesturgötu 2, sími: 23870. ALLIANCB FRANCAISB Þýskunámskeið Germaniu Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna á öllum stigum hefjast 19. september. Innrit- að verður á kynningarfundi í Lögbergi, Há- skóla íslands, stofu 102, fimmtudaginn 15. september kl. 20.30. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 10705 kl. 11.00-12.30 eða kl. 17.00-19.00. Geymið auglýsinguna. Stjórn Germaniu. Háseta vantar Vanan háseta vantar á 200 tn. netabát frá Grindavík sem fer síðar á línuveiðar. Upplýsingar í síma 92-68755. Rannsóknarráð íslands auglýsir Rannsóknarráð íslands er stofnað sam- kvæmt lögum nr. 61/1994 er tóku gildi 1. júlí 1994. Hlutverk þess er að treysta stoð- ir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að stuðla að markvissu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun. Eftirfarandi stöður hjá ráðinu eru auglýstar til umsóknar: Staða yfirsérfræðings er fer með málefni Vísindasjóðs og aðstoðar úthlutunarnefnd og fagráð sem honum tengjast. Krafist er vísindalegrar sérmenntunar, mikillar starfs- reynslu og góðra samskiptahæfileika. Staða yfirverkfræðings er fer með málefni Tæknisjóðs og aðstoðar úthlutunarnefnd og fagráð sem honum tengjast. Krafist er verk- fræðilegrar sérmentunar, mikillar starfs- reynslu og góðra samskiptahæfileika. Staða deildarviðskiptafræðings er fer með söfnun og úrvinnslu hagtalna um rannsókn- ir, þróun og nýsköpun. Krafist er viðskipta- eða hagfræðilegrar sérmenntunar, mikillar starfsreynslu og góðra samskiptahæfileika. Staða deildarverkfræðings er aðstoðar fag- ráð og nefndir á vegum Rannsóknarráðs. Sérhæfing á sviði hugbúnaðarþekkingar æskileg. Staða alþjóðafulltrúa er fer með upplýsinga- mál varðandi alþjóðasamstarf og. aðstoðar fulltrúa íslands í Evrópusamstarfi sem Rann- sóknarráð samræmir. Krafist er góðrar há- skólamenntunar er nýst geti ífjölþættu starfi, málakunnáttu og góðra samskiptahæfileika. Staða skrifstofustjóra Tæknisjóðs er sér um verkefnabókhald og samninga varðandi styrki úr sjóðnum. Krafist er góðrar almennr- ar menntunar og mikillar reynslu í skipulags- vinnu á skrifstofu og hæfileika til nákvæmnis- vinnu. Staða skrifstofustjóra Vísindasjóðs er sér um verkefnabókhald og samninga varðandi styrki úr sjóðnum. Krafist er góðrar almennr- ar menntunar og mikillar reynslu í skipulags- vinnu á skrifstofu og hæfileika til nákvæmpis- vinnu. Staða skrifstofustjóra á almennri skrifstofu Rannsóknarráðs er sér um almenna skrif- stofuþjónustu og samskiptamál. Krafist er góðrar almennrar menntunar, og mikillar starfsreynslu, málakunnáttu, þekkingar á notkun helstu hugbúnaðargerða við skrif- stofuvinnu og útgáfustarfsemi. Staða skrifstofustjóra á alþjóðasviði sem sér um almenna þjónustu á alþjóðasviði og aðstoðar við útgáfumál. Krafist er háskóla- menntunar eða góðrar almennrar menntun- ar, ásamt mikilli starfsreynslu, kunnáttu í meðferð útgáfuforrita, góðrar málakunnáttu og samskiptahæfileika. Launakjör samkvæmt samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir um stöður þessar ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendast framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs fyrir 28. september nk. AUGLYSINGAR Ungbarnasund Námskeið í ungbarnasundi hefjast miðviku- daginn 28. sept. Kennt verður í sundlauginni á Kópavogshæli. Nánari uppl. og skráning í síma 643023. Sæunn Gísladóttir, íþróttakennari. : Skemmurtil ss niðurrifs Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í húseignir á Einarsreit við Reykjavíkurveg til niðurrifs og brottflutnings. Um er að ræða nokkrar stórar bogaskemmur og önnur hús, sem notuð voru til fiskvinnslu. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, s. 53444 og áhaldahúsið við Flatahraun, s. 652244. Húsin verða sýnd þeim sem þess óska eftir samkomulagi. Tilboðum skal skila á skrifstofu bæjarverk- fræðings á eyðublöðum sem þar fást eigi síðar en kl. 11.00 þriðjudaginn 20. septem- ber 1994. Bæjarverkfræðingur. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Borgfirðingar athugið! Opinn umræðufundur með Ólafi G. Einars- syni, menntamálaráðherra um nýja mennta- stefnu verður haldinn á Hótel Borgarnesi í kvöld kl. 20.30. Menntamálaráðherra. KIPULAG RÍKISINS Auglýsing um deiliskipulag Alviðru 1992-2012 Samkvæmt ákvæðum 4.4. í skipulagsreglu- gerð nr. 318/1985, með breytingu 1. júlí 1992 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi miðstöðvarsvæð- is Alviðru og aðkomu að Öndverðarnesi. Deiliskipulagstillagan nær til miðstöðvar- svaeðis Alviðru og aðkomu frá þjóðvegi 42, að Öndverðarnesi. Jafnframt er til sýnis tillaga að skipulagi jarða Alviðrustofnunar, Alviðru í Ölfushreppi og Öndverðarnesi í Grímsneshreppi. Tillagan ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu Ölfushrepps, skrifstofu Grímsnes- hrepps og hjá Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, frá 15. september til 13. október, á skrifstofutíma. Athugasemdum skal skila fyrir 1. nóvember á skrifstofu Ölfushrepps, Selvogsbraut 2, Þorlákshöfn, skrifstofu Grímsneshrepps, að Borg í Grímsnesi og skulu þær vera skrifleg- ar. Oddviti Ölfushrepps, Oddviti Grímsneshrepps, Skipulagsstjóri ríkisins. ÝMISLEGT Dansherra óskast Dansherra óskast fyrir 12 ára stelpu sem er 161 sm á hæð. Hefur verið í samkvæmis- dönsum í 4 ár. Upplýsingar í síma 92-27183 eða 92-27150, Valdís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.