Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 18

Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Áferð örlagavefs Hönnuður leikmyndar og búninga í sýningu Þjóð- leikhússins á óperunni Valdi örlaganna er Hlín Gunnarsdóttir og ljósameistari Björn Berg- sveinn Guðmundsson. Þau segja frá hugmyndum sínum um umgjörð tónlistarinnar. MARGA morgna, áður en vinna hófst í Þjóðleikhúsinu við Vald örlaganna, hittust- fjórar lykilmanneskjur í uppsetningu óperunnar. Heima hjá leikstjóranum hlustuðu þau á tónlistina, drukku mikið te og ræddu áherslur, aðferðir og útlit sýningarinnar. Sveinn Ein- arsson leikstjóri og Rand- ver Þorlákssona aðstoðar- leikstjóri, Hlín Gunnars- dóttir hönnuður leikmynd- ar og búninga og Bjöm Bergsveinn Guðmundsson ljósameistari ákváðu að hlaða ekki óþarfa skrauti á óperuna, engu sem beindi athygli frá tónlist Verdis. { frásögninni vildu þau undirstrika hið almenna, boðskapinn um stríð, hefnd og ást, frekar en binda sig við þröngt sögusvið ákveðins tíma og landsvæðis. Svo liðu margar vikur og flöldi fólks kom að óperunni. Hlín Gunn- arsdóttir Björn Guð- mundsson Smám saman tók hún á sig þá mynd og þann tón sem leikhúsgestir fá fyrst að njóta á laugardaginn. í hléi einnar æfingarinnar í leik- húsinu settist ég niður með Hlín og Birni og spurði fyrst hver hugmyndin væri að baki leikmyndarinnar. „Eiginlega er það vefur- inn, örlagavefur óperunn- ar,“ svarar Hlín eftir svö- litla umhugsun. „Fyrst þótti mér þetta of sjálfgefið, en eftir talsverðar vangaveltur um aðrar leiðir kom ég aft- ur að þessari. Áherslan er á áferð leikmyndar og bún- inga, textíl eða vefnað sem er margslunginn og raknar í sundur. Forlögin hafa búið undir og eru að sýna sig, fólk velur sér ekki örlög, heldur stjómast þau af aðstæðum. Það verða til dæmis örlög Alvaros að útrýma fjölskyldu unnustu sinnar, eins konar ómeðvituð hefnd Morgunblaðið/Kristinn VALD örlaganna á sviði Þjóðleikhússins. sem endar þegar hann verður vald- ur að dauða Leonóm sjálfrar. Ég reyni að sýna þennan örlagavef í táknmynd, með áferð og ákveðnum breytingum innan leikmyndarinnar. Súlur brotna og í ljós kemur kross eða kaðall, við emm stödd inni eða úti, á krá eða við sjúkrabeð, vefur- inn breytir sér og býr sífellt til ný svið.“ Bjöm Bergsveinn bætir við að lýsingin sé heldur ekki afgerandi á þann hátt til dæmis að himinninn verðir rauður þegar sagan berst til Spánar. „Ljósin eru aðeins til að- stoðar framvindunni," segir hann, „styðja en eiga ekki að trufla. I ópem ganga engir stælar. Ég reyni að sleppa öllu sem ekki er nauðsyn- legt og fara fínt í hlutina.“ Björn hefur áður lýst Don Giovanni í ís- lensku ópemnni og segir ílíka að- stöðu aðalmun þessara verkefna. En Vald örlaganna sé vandasamt því senur séu margar og stuttar. Þrátt fyrir að hver þeirra hafi sín sérkenni verði að gæta eðlilegs flæðis í lýsingunni. „Þetta er skemmtileg nákvæmnisvinna sem erfitt er að lýsa í orðum. Fólk þarf að sjá hana. Éf áhorfandinn skynjar dramatík verksins og ljósin hjálpa til þess er ég ánægður.“ Þessi ópera Verdis fjallar um ást, hefnd og fordóma, trúarhita og ofsa stríðsins. Hún sýnir hvernig forlög hafa manneskjuna að leik- soppi. Liðnir atburðir em áhrifa- valdar og í sviðmynd Þjóðleikhúss- ins búa ýmsar minningar. Þar glitt- ir í ríkidæmi þótt yfirborðið sé ryk- ugt og máð. Örlögin em allra, jafnt ríkra sem fátækra. Leikmyndin er margræð og vefurinn slunginn eins og áhorfandinn sér þegar allt kem- ur saman: Tónlistin og túlkun henn- ar, sagan, dramað og sviðið. Fjölbreytt afmælisdagskrá Amnesty International Kvikmyndahátíð og ljóðalestur ÍSLANDSDEILD Amnesty Intemat- ional var stofnuð 15. september 1974, stofnfélagar vom 95. Nú, tutt- ugu ámm síðar, em tæplega fjögur þúsund félagar í deildinni. Afmælisdagskráin hefst fímmtu- daginn 15. september kl. 20.30 með opnun á veggspjaldasýningu í mynd- listarsal Hafnarhússins við Tryggva- götu. Á sýningunni verða veggspjöld eftir listamenn víða að úr veröldinni, sem gefin hafa verið út af Amnesty- deildum. Við opnun sýningarinnar mun Mulugetta Mosissa, fyrrverandi samviskufangi frá Eþíópíu, tala. Mulugetta sat 10 ár í fangelsi í heimalandi sínu vegna þjóðemis- uppruna. Eiginkona Mulugetta sat í fangelsi í níu ár, og fæddist sonur þeirra þar og upplifði fyrstu ár ævinnar innan fangelsisveggja. Fjölbreytt kvikmyndahátíð Föstudaginn 16. septmber hefst kvikmyndahátíð Amnesty í Regnbog- anum. Þar verða sýndar alls sjö kvik- myndir, þar af fímm leiknar og tvær heimildarmyndir. Allar myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni fjalla á einn eða annan hátt um málefni sem tengjast mannréttindum. Eftirfarandi myndir verða sýndar: 1. Defending Our Lives eftir Margaret Lazarus. Bandaríkin 1993. Þessi heimildarmynd fjallar um kon- ur sem fangelsaðar hafa verið fyrir að bana karlmönnum sem mis- þyrmdu þeim. Frásagnir þeirra af- hjúpa bæði umfang og vægðarleysi ofbeldis sem á sér stað á bandarísk- um heimilum. Myndin hlaut verðlaun bandarísku akademíunnar 1994. Myndin hefur einnig hlotið Emmy- sjónvarpsverðlaunin og fjölda ann- arra viðurkenninga. 2. Tango Feroz eftir Marcelo Pineyro. Argentína 1993. Tango Feroz segir sögu nokkurra ungra hugsjónamanna í Buenos Aires í lok sjöunda áratugarins. Myndin er áhri- í tilefni af 20 ára starfí Amnesty á íslandi stendur íslandsdeildin fyrir gölbreyttrí af- mælisdagskrá til að velqa athygli á starf- semi og markmiðum samtakanna. faríkur vitnisburður um hvern- ig nota má orð og tónlist æsk- unnar til að beijast gegn kúg- unaröflum. Myndin er tekin í Buenos Aires og telst vera tímamótaverk í argentískri kvikmyndagerð. 3. Fire Eyes eftir Soraya Mire. Bandaríkin 1993. Þessi mynd fjallar um þá útbreiddu venju að „umskera" stúlkubörn á unga aldri. Höfundur myndarinnar er fædd í Sómalíu 1961. Hún var umskorin 13 ára gömul. í myndinni tekur hún til meðferðar alla þætti þessarar al- dagömlu siðvenju og varpar rýrð á rætur hennar og andmælir þeirri fullyrðingu að hún sé heilsusamleg, eigi sér stoð í trúarsetningum íslams og hjálpi ungum stúlkum til að ná sér í eiginmenn. Myndin hefur vakið gífurlega athygli. Hér er ekki einung- is um persónulegan vitnisburð að ræða heldur sögulega heimild. 4. Reporting on Death eftir Danny Gavidia. Perú 1993. Þessi kvikmynd er byggð á mannskæðri uppreisn sem gerð var í fangelsinu E1 Sexto í Perú 27. mars 1984. Myndin fjallar um Anel, sjónvarps- fréttakonu frá Venezúela, sem send er á vettvang til að fylgjast með óeirðunum. í Líma fær Anel sér til aðstoðar kvikmyndatökumanninn Alfredo. Myndin fjallar um hvernig þau takast á innbyrðis vegna ólíkrar afstöðu til fréttamennsku og hvemig ofbeldi leiðir af sér ofbeldi sem þau bera að nokkru ábyrgð á. Myndavél- in hefur óvænt og einkennileg áhrif á gang mála. 5. Testament eftir John Akomfrah. Bretland 1988. Þessi áhrifaríka kvikmynd sveiflast milli skáldlegra og skýrandi kafla og segir sögu Abenu frá Gahna, sem er hand- tekin eftir að Kwame Nkrumah var steypt af stóli 1966. Abena flyst frá Ghana til Englands og strengdi þess heit að hverfa aldrei framar heim til ættlandsins. Síðar fer hún ásamt fámennum hópi sjón- varpsmanna aftur til Gahna, för hennar um harmsögulegt landslag goðsagna og minninga verður heim- koma útlaga sem hefur týnt sér í landi gleymskunnar. 6. Trahir (Svik) eftir Radu Miha- ileanu. Frakkland/Rúmenía 1993. Þessi verðlaunamynd fjallar um kjör rithöfunda og menntamanna undir stjórn kommúnista í Rúmeníu. Mynd- in greinir frá tvöföldu lífí, annars vegar skálds sem stjómvöld umbera, hins vegar lífí leynilegs uppljóstrara. Einn sterkasti þáttur þessarar kvik- myndar er blæbrigðarík lýsingin á hinum óljósu mörkum milli „góðs“ og „ills“ í einræðisríkjum. 7. Varsjá eftir Janusuz Kijowski. Pólland/Frakkland 1992. Sviðið er Varsjá árið 1943. Ungt par flýr frá ljöldamorðunum í gyðingahverfínu. Með flóttanum eru þau ekki einung- is að reyna að bjarga eigin lífi, held- ur líka filmum sem eru heimildir um grimmdarverk sem hafa verið unnin í gyðingahverfínu. Þau fá húsaskjól hjá eldri konu sem sækist eftir ástum unga mannsins. Líf unga parsins veltur á því að hin þroskaða kona komist ekki að því að þau eru hjón en ekki systkin. Kvikmyndahátíðinni lýkur 21. september. Fyrírlesari frá Eþíópíu Laugardaginn 17. septmber kl. 14.30 flytur Mulugetta Mosissa fyrir- lestur í Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. f fyrirlestrinum íjallar hann um reynslu sína af pólitískri kúgun í Eþíópíu, baráttu fyrir réttindum Oromofólksins, stjómmálaástand í Eþíópíu í dag og mannréttindaástand í landinu. Dansleikur og upplestur Laugardagskvöldið 17. september efnir Amnesty til stórdansleiks í Rósenbergkjallaranum. Húsið opnar kl. 20.30. Hljómsveitin Spaðar og Perlubandið leika fyrir dansi. Þriðjudaginn 20. september kl. 20.30 verður efnt til upplestrarkvölds í myndlistarsal Hafnarhússins undir fyrirsögninni „Úr ríki samviskunn- ar“. Fjöldi þekktra rithöfunda kemur fram við það tækifæri. í tilefni 20 ára starfsafmælis ís- landsdeildar Amnesty Intemational kemur út allstórt alþjóðlegt Ijóðasafn sem Sigurður A. Magnússon hefur snúið á íslensku. Sömuleiðis skrifar hann ítarlegan inngang og gerir grein fyrir skáldunum sem verk eiga í bókinni. Hún ber heitið „Úr ríki samviskunnar" og hefur að geyma 130 Ijóð eftir 102 skáld hvaðanæva úr heiminum, þar á meðal sjö íslensk skáld. Bókin verður seld í þágu sam- takanna. Hér er um að ræða verk sem ekki á sér neina hliðstæðu á íslenskum bókamarkaði. Amnesty-miðstöð verður I mynd- listarsal Hafnarhússins við Tryggva- götu 15.-25. september. Þar verður upplýsingamiðlun um starfsemi Am- nesty Intemational meðan vegg- spjaldasýningin stendur yfír. Húsið verður opið kl. 14-22 daglega. Leikhús frú Emilíu Ævintýri Trítils LEIKHÚS frú Emilíu setti á síðasta ári upp bamaleikritið Ævintýri Trítils sem byggt er á sögu hollenska rithöfundsins Dick Laan og var það flutt við góðar undirtektir á höfuðborg- arsvæðinu og í leikferð um Norð-Austurland. Sýningin hefur verið tekin upp að nýju og verður sýnd áfram í vetur. Aðstandendur hennar em á fömm til Inari í Finnlandi dag- ana 15.-18. september sem fulltrúar íslands í norrænni leiklistarhátíð farandleikhúsa. Farandsýning þessi er eink- um hugsuð fyrir leikskóla og yngstu deildir gmnnskóla og er hún sniðin með þá hugmynd í huga að bömin séu leidd inn í töfra leikhússins; þeim er leyft að kynnast vinnu leikar- ans, fylgja honum inn í ævin- týrið og þegar þar er komið, að gerast þátttakendur í leik- sýningunni. Þeir sem'standa að sýning- unni em: Ása Hlín Svavars- dóttir leikstjóm og handrits- gerð, Guðrún S. Haraldsdóttir og Guðrún Auðunsdóþtir ieik- mynd og búningar, Ólafur J. Engilbertsson grímur, Helga Braga Jónsdóttir leikari, Kjartan Bjargmundsson leik- ari og Barði Guðmundsson Ieikari. Nýr tón- listarskóli NÝI músíkskólinn hefur tekið til starfa á Laugavegi 163 í Reykjavík. Sérstök áhersla er lögð á að kenna rytmíska tón- list eins og rokk, popp og blús. Kennt er á rafgítar, gítar, rafbassa, trommur, saxófón, flautu og söng. Nám í Nýja músíkskólanum er í námskeiðsformi. Er hvert námskeið 10 vikur í senn og hljóta nemendur prófskírteini að því loknu. Haldnir verða fyrirlestrar á vegum Nýja músíkskólans um ýmislegt sem tengist tónlist, nýjustu tækni og tónlistarvís- indum. Yfirkennarar við skól- ann em þeir Bjöm Thoroddsen gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Stefán S. Stefánsson saxófón- leikari og tónfræðikennari. Innritun stendur nú yfir og kennsla hefst mánudaginn 19. september. Tríó Þóris B. í Rósenberg TRÍÓ Þóris Baldurssonar mun leika í kvöld, mið- vikudags- kvöld, í Rós- enbergkjall- aranum við Austurstræti. Tríóið er skipað þeim Þóri Baldurssyni, sem leikur á hljómborð, Tómasi R. Einarssyni á bassa og söng- konunni Ólafíu Hrönn Jóns- dóttur. Tónlist sveitarinnar er klassískur jass. Þau Þórir, Tómas og ólafía munu skemmta gestum húss- ins næstu miðvikudagskvöld og hefst leikur hljómsveitar- innar ki. 22. Aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.