Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 42

Morgunblaðið - 14.09.1994, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Svipar til sögxihetj- unnar BRAD Renford heitir strákurinn sem fer með hlutverk hundelta skjól- stæðingsins í kvikmyndinni The Cli- ent, og eins og söguhetjan kemur Brad frá sundruðu heimili, er kjaft- for og tilfinninganæmur. Brad er tólf ára gamall og ólst hann upp hjá föðurömmu sinni eftir skilnað foreldranna, en enginn ann- aí í fjölskyldunni hafði aðstöðu til að taka hann að sér. Leikstjóri The Client, Joel Schumacher, gerði ítar- lega leit að strák sem passaði í hlut- verkið og leitaði í KFUM-heimilum og skjólhúsum fyrir vandræðaungl- inga, en það var lögreglumaður sem séð hafði Brad leika í skólaleikriti sem benti Schumacher á hann. Hef- ur hann innritað Brad í góðan skóla, en ætlunin er að Schumacher ætt- leiði Brad þegar hann verður fjórtán ára. Kevin Costner 1 Stríð KEVIN Costner fer með aðalhlut- verk í myndinni War sem frumsýnd verður í Bandaríkjunum í nóvem- ber, en í henni leikur hann föður sem nýkominn er frá Víetnam í byrjun áttunda áratugarins og þarf að taka til hendinni við uppeldi barna sinna. Krakkana leika þau Elijah Wood og Lexi Randall, en í myndinni smíða systkinin sér tijá- kofa til að eiga afdrep í frá fátækt- inni í þorpinu sem þau búa í og þurfa þau að vetja kofann fyrir ágangi annarra krakka. Leikstjóri myndarinnar er Jon Avnet, en hann leikstýrði myndinni Steiktir grænir tómatar, sem naut mikilla vinsælda á sínum tíma. Þurfti Avnet að leita lengi til að fínna tré sem hann taldi heppilegt til að hafa kofann í, en það þurfti bæði að vera draugalegt og góður felustaður. Að lokum fann hann 800 ára gamalt eikartré í smábænum Beufort í Suður-Karól- ínu, en sögusvið myndarinnar eru sveitabyggðir Mississippi. Frú Burda er 85 ára ► KONAN bak við Burdablöðin vinsælu, Aenne Burda, hélt nýlega upp á 85 ára afmæli sitt með pomp og pragt í Salzburg. í tilefni þess höfðu mörg þýsk blöð viðtöl við frúna, og sagði hún þá meðal ann- ars að sé fyndist það leiðinlegt að verða gömul. „Eg held að það hafi verið auðveldara fyrir ömmu mína og langömmu að eldast því þá nutu hinir eldri virðingar í samfélaginu. Nú er æskudýrkunin svo mikil að það nálgast að vera sjúklegt." Frúin sem lítur með eindæmum vel út sagðist jafnframt sakna þeirra daga þegar hún þurfti að velta fyrir sér hverri krónu. „Ég kem frá litlum bæ i Þýskalandi og verð alltaf kona frá Jjtlum bæ.“ Milljónir kvenna hafa saumað sér fatnað eftir sniðum úr Burdablöðum og er því Frú Burda fyrir löngu orðin forrík. Hún segist þó elska blóm miklu meira en demanta og í frístundum málar hún blómamyndir af kappi. Aldrei fleiri í bíó SKÁLINN að Hvítárnesi, við rætur Langjökuls. Á neðri myndinni t.v. sést hjónabandssáttmálinn innsiglaður með kossi og á myndinni til hliðar er séra Pálmi Matthíasson ásaint brúðhjónunum Ernu Margréti Laugdal og Hafþóri Ferdinandssyni fyrir utan skálann að vígslu lokinni. Brúðkaup í óbyggðum Það er ekki á hverjum degi sem fólk lætur pússa sig saman í óbyggðum íslands, en það gerðist þó um síðustu helgi í skála Ferðafé- lags íslands að Hvítárnesi. Þar voru gefin saman í hjónaband Ema Margét Laugdal og Hafþór Fer- dinandsson stundum kallaður „Hveravall- askreppur“, enda hafa fáir menn skroppið oft- ar að Hvera- völlum með vistir póst. Það þótti því vel við hæfi að Haf- þór gifti sig í þessu umhverfi, við rætur Langjökuls, en hann var fyrsti maður sem fór yfir jökulinn á bifreið. Séra Pálmi Matthíasson gaf brúðhjónin saman og brúð- kaupsgestir komu um langan veg ►SUMARIÐ sem nú er að líða er eitt hið besta í sögu Hollywood síðustu ár. Átta kvikmyndir hafa rofið 7,5 milljarða múrinn í að- gangseyri og fjórar helgar í röð keyptu Bandaríkja- menn bíómiða fyrir meira en 7,5 milijarða króna. Alls hafa selst bíómiðar fyrir 150 miiyarða króna þar í landi í sumar. Stærstu myndir sumarsins eru teiknimyndin „The Lion King“, sem kemur hingað í haust, Forrest Gump, með Tom Hanks, en hún er væntanleg fyótlega, „The Client“, sem nú er sýnd herlendis með Tommy Lee Jones og Susan Sarandon, „Speed“ með Keanu Ree- ves, að ógleymdri „True Lies“ með Schwarzeneg- ger. Nýjasta og umdeild- asta myndin er svo „Natur- al Born Killers“ eftir Oli- ver Stone. Öðrum gekk ekki eins vel. í þeim hópi eru stórmeistarar á borð við John Huges, framleið- andi „Home Alone“ mynd- anna. Sú nýjasta úr verk- smiðju hans heitir Baby’s Day Out“ og gekk ekki í fólk, fremur en nýjasta mynd Rob Reiners, North eða mynd Lawrence Kasd- ans um Wyatt Earp. til að sam- gleðjast brúðhjón- unum í veislunni sem slegið var upp í ská- lanum að lok- inni vígslu. Láttu sannleikann aldrei eyðileggja fyrir þér góða frétt! Michael Keaton Glenn Close Robert Duvall Frumsýnd um helgina. THE Lion King er ein af stórmyndum sumarsins. FOLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.