Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Endurgerðar myndir af fólki frá víkingatímanum í Jórvík VÍKINGASAFNIÐ í Jórvík á Eng- landi er nú að hefja sýningu á „lifandi" víkingum, endurgerðum myndum af sjö manns, sem líklega voru uppi á svipuðum tíma eða nokkru eftir að ísland var numið. Eru myndirnar byggðar á haus- kúpum, sem fundist hafa í Jórvík, en aðferðir við að endurskapa útlit og andlitsfall manna eftir þeim eru orðnar mjög fullkomnar og mikið notaðar við rannsókn glæpamála. Er verið að vinna að fleiri og verða 31 alls. Þótt aðferðirnar við endur- sköpun mörg hundruð ára gam- alla andlita séu fullkomnar þá þarf dálítið af listrænu hand- bragði til að gera þau lifandi og var myndhöggvaranum Lynne Bandaríska sjón- varpsstöðin ABC Boeing vissi um hættuna Pittsburgh. Reuter. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin ABC sagði í umfjöllum um flugslysið í Pittsburgh, þar sem Boeing 737-300 þota fórst með 132 manns, að bæði Boeing-verksmiðjunum og banda- rísku flugmálastjóminni (FAA) hefði verið kunnugt um að knývendar flug- vélartegundarinnar gætu reynst hættulegir. Rannsókn á orsökum slyssins beinist fyrst og fremst að knývendum á öðrum hreyfli þotunnar. Cari Vogt, sem stjómar rannsókn á Pittsburgh- slysinu fyrir hönd öryggisstofnunar bandarískra samgöngumála (NTSB), sagði að ætlunin væri að líkja eftir flugi USAir-þotunnar í flughermi. Yrðu knývendar á hægri hreyfli sett- ir í gang og niðurstöður sem fengj- ust úr flugherminum bornar saman við upplýsingar sem fram koma á flugrita þotunnar sem fórst og aðrar upplýsingar sem fyrir hendi liggja um afdrifaríka vinstri veltu þotunnar í aðfluginu til Pittsburgh. Á mánudag gaf sig fram starfs- maður viðhaldsdeildar USAir sem sagðist hafa séð rauðbrúnan reyk- hnoðra koma út úr þotuskrokknum. O’Dowd fengið það verkefni. Tæknin ræður heldur ekki við eyrun eða nákvæmt útlit nefs og vara og hún segir ekkert um hvernig fólk var yfirlitum. „Þetta hefur verið afar erfitt en skemmtilegt enda er fólkið ólíkt og hefur sín ákveðnu persónuein- kenni,“ segir O’Dowd. Dominic Tweddle, aðstoðarfor- stjóri Fornleifasjóðsins í Jórvík eða York, segir, að ekki sé til betri leið við að nálgast fólk, líka það, sem er látið fyrir löngu, en að standa frammi fyrir því aug- liti til auglitis. „Þetta er furðuleg upplifun og nú hafa önnur söfn hér í landi og erlendis beðið okk- ur að vinna sams konar myndir fyrir þau.“ Kairó. Reut*r. NAFIS Sadik, framkvæmdastjóri mannfjöldaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sagði hana hafa heppnast frábærlega en ráðstefnunni lauk í Kaíró í gær. Páfagarður veitti skil- yrtan stuðning sinn við lokaályktun ráðstefnunnar en lagði á það áherslu að hann héldi fast við skoðanir sínar á fóstureyðingum og getnaðarvörn- um. Hefur andstaða Páfagarðs verið harðlega gangrýnd og eru uppi efa- semdir um hvort staða hans innan SÞ eigi að vera óbreytt. Tilgangur áætlunar SÞ er að draga úr fólksfjölgun með því að auðvelda fólki aðgang að fjölskylduá- ætlunum og að auka rétt kvenna til að taka ákvarðanir er varða þeirra eigið líf. SÞ segja að beri áætlunin árangur, verði mannkynið um 7,27 milljarðar árið 2015. Bregðist hún kunni fjöldinn að fara í 7,92 millj- arða árið 2015 og 12,5 milljarða árið 2050. Gagnrýni vísað á bug Páfagarður stóð gegn samþykkt lokaályktunar ráðstefnunnar fram undir það síðasta. Hefur hin harða afstaða Páfagarðs verið gagnrýnd á ráðstefnuni, bæði af kaþólikkum sem Víkingasafnið í Jórvík var opn- að fyrir 10 árum og er nú einn af 10 stöðum í Bretlandi, sem draga til sín flesta ferðamenn, innlenda sem erlenda. Þegar vík- ingar settust að í Jórvík, sem þeir gáfu nafn, voru þar 800 ára gamlar rústir rómverska virkis- bæjarins Eboracum og hvergi á Bretlandi hafa fundist meiri menjar um vikingatímann. Eftir- og öðrum. Sagði Frances Kissling, formaður félags frjálslyndra kaþó- likka, að Páfagarður hefði gert sér grein fyrir að hann hefði tapað á andstöðu sinni og með því að sam- þykkja ályktunina væri hann að reyna að bæta samskiptin við þjóðir heims til að tryggja stöðu sína hjá SÞ. Á ráðstefnunni virtust fjölmargir þeirrar skoðunar að endurmeta ætti stöðu Páfagarðs innan SÞ en hann á þar áheyrnarfulltrúa. Þá sagði Nic- olas Biegman, varaformaður nefndar er vann að ályktun ráðstefnunnar, að hann teldi að Páfagarður ætti að hugsa sig tvisvar um áður en hann tæki þátt í svipaðri ráðstefnu. „Páfa- garður er stjóm og kirkja... og það tvennt er erfitt að samræma,” sagði Biegman. Páfagarður hefur vísað þessari gagnrýni á bug, segist ekki einangraður í samfélagi þjóðanna. Túlka niðurstöðu að vild Fjöimörg ríki hafa Iýst því yfir að þau muni túlka ályktun mannfjöldar- áðstefnunnar eins og þeim sýnist affarasælast. Ali Taskhiri, formaður sendinefnd- ar írana sagðist ekki geta samþykkt myndirnar sjö eru af fólki, sem var á aldrinum frá fimm ára til fimmtugs, og hefur því öllu verið gefið norrænt eða íslenskt nafn. Gamall heitir sá fimmtugi og Brandur fimm ára gamalt barna- barn hans (Sjá myndirnar). Síðan kemur kvenfólkið, Gunnvör, Rannveig, Leoba (Ljúfa?), Inga og Álfrún. Heimild: The Independent orðalag sem léti kynlíf utan hjóna- bands óátalið eða ýtti undir hug- myndina um „öruggt kynlíf". Líbýu- menn mótmæltu orðalaginu „pör eða einstaklingar", en múslimsk ríki telja það í raun viðurkenningu á samkyn- hneigð. Þjóðverjar sögðu að mörg Evrópulönd hefðu viljað skýrari ákvæði um kynfræðslu fyrir full- orðna og ógift pör og réttindi manna í kynferðismálum. Bætt staða kvenna Þröstur Ólafsson, formaður ís- lensku sendinefndarinnar, ávarpaði ráðstefnuna í gær á síðasta degi hennar. í ræðu sinni benti hann m.a. á mikilvægi þess að bæta stöðu kvenna, sem væri grundvallarþáttur í aukinni velferð. Menntun kvenna yki möguleika þeirra á að draga úr barneignum. Lagði hann áherslu á að iðnríkin breyttu landbúnaðar- stefnu sinni í þá veru að opna mark- aði fyrir auknum innflutningi frá þróunarlöndum. Þá vakti Þröstur athygli á minni fiskveiðum, sagði nær öll fiskimið að fullu nýtt eða ofnýtt. Sagði hann að samfélag þjóð- anna yrði að ýta undir skynsamlega nýtingu auðlinda sjávar. Rússar falla í Abkhazíu TVEIR rússneskir friðar- gæsluliðar voru drepnir og einn særðist í fyrirsát í hérað- inu Abkhazíu í gær. Eru menn- irnir fyrstu gæsluliðamir sem falla frá því að Rússar hófu friðagæslu í þessu fyrrum hér- aði Georgíu. Um 3.000 rúss- neskir hermenn hafa verið í Abkhazíu frá því í júlí. Krímarþing til starfa JÚRÍ Meshkov, forseti Krím- ar, lét í gær undan þrýstingi þingmanna og lét kalla þingið saman að nýju. Meshkov leysti þingið upp um helgina og tók sér öll völd en þingmenn náðu fjölmiðlum á sitt vald á mánu- dag. Fjallaði fyrsti þingfund- urinn um ástandið í efnahags- málum, sem er í molum. Forsetafrú í framboð SUSANA Higuchi, forsetafrú í Perú, tilkynnti í gær að hún myndi bjóða sig fram í forseta- kosningum í landinu í apríl á næsta ári, þrátt fyrir að lög banni fjölskyldumeðlimum for- setans að sækjast eftir æðstu embættum. Higuchi hefur ekki búið með eiginmanni sínum, Alberto Fujimori, frá því um mitt sumar. Kólera í Albaníu og áKrím KÓLERUFARALDUR er nú í Albaníu og á Krím. í Albanínu eru þrír látnir og um 100 manns hafa veikst á einni viku. Nítján manns hafa veikst á Krím, á níu svæðum. Á Krím er aðallega um að ræða flæk- inga. Segja sérfræðingar í Úkraínu og Albaníu að ástand- ið sé ekki bjart. Minna fylgi Jafnaðar- manna DREGIÐ hefur úr fylgi Jafn- aðarmanna í Svíþjóð, sam- kvæmt nýjustu skoðanakönn- unum. Er hann nú með 42,8% fylgi samkvæmt könnumn I Dag en var með 45% fylgi fyrir viku sína. Þjóðarflokkur- inn, líklegasti samstarfsflokk- ur Jafnaðarmanna eykur fylgi sitt, úr 6% í 9,2%. Hægrimenn voru með um 22,5% Skæruverk- föll áfram FLUGVIRKJAR SAS-flugfé- lagsins á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn héldu áfram skæruverkföllum í gær, þriðja daginn í röð, og varð flugfélag- ið að aflýsa 30 flugferðum, flestum í innanlandsflugi. Á mánudag varð SAS að aflýsa 50 flugferðum vegna aðgerða flugvirkja. Samtök danskra vinuveitenda og dönsku laun- þegaamtökin (LO) urðu í gær sammála um að verkfallsað- gerðir flugvirkjanna væru ólögmætar og hvöttu þá til þess að Iáta af þeim. Mannfjöldaráðstefmmni í Kaíró lokið Efasemdir um stöðu Páfagarðs innan SÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.