Morgunblaðið - 14.09.1994, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.09.1994, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1994 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell ANTONI Santiburcio i Moreno (framar) ásamt aðstoðarmanni sínum Josep M. Figueras i Jacomet. Islandstorg í Barcelona Ibúarnir himinlif- andi yfir nafngiftinni „FLESTIR íbúanna þekkja ekki ann- að íslenskt en íslenska saltfiskinn. Engu að síður eru þeir himinlifandi yfir nafngift torgsins. Áhuginn kom glögglega fram við lagningu horn- steinsins 17. júní,“ segir Antoni Santiburcio i Moreno, bæjarstjóri Sant Andreu bæjarhluta Barcelona- borgar, um nýtt íslandstorg í hverf- inu. Hornsteinn að törginu var lagð- ur 17. júní sl. Inn í hólk í hornsteinin- um var komið fyrir íslenskri og spænskri mynt, eintaki af Morgun- blaðinu og spænsku dagblaði, og vígðri mold frá Þingvöllum. Moreno sagði að hugmyndina að nafngift torgsins mætti rekja langt aftur. „Hún gæti hafist með sjálfri borgarmynduninni. Kjarni borgar- innar var lítill og umhverfis hann fjöldi iítilla þorpa. Smám saman stækkaði svo kjarninn og þorpin urðu hluti af borginni. Hverfið okk- ar, San Andreu, eitt þessara þorpa, varð hluti af borginni seint á 19. öld. En frá hverfinu hefur alla tíð legið vatnsæð til miðbæjarins. Á hana vildum við minna með nýju skipulagi. Okkur fannst við hæfi að gera vatnsæðina sýnilega og gos- brunnarnir minntu okkur á íslensk vatnsföll og Geysir,“ sagði Moreno. Tilgangur komu Moreno, Joseps M. Figueras i Jacomet aðstoðarmanns hans og Angeles Berengveres Tarré ritara hans, hingað til lands er tví- þættur. „Annars vegar sækjum við hingað alla tækniþekkingu varðandi gosbrunninn á torginu. Hann er hár og svipar til gosbrunnsins í Perl- unni. Hins vegar erum við hér til að afla tengsla vegna kynningar á næsta ári. Við stefnum nefnilega að því að efna til sérstakrar íslandsviku í Barcelona í tengslum við samnorr- æna hátíð í Madrid í lok mars. Von- ir okkar standa til að forseti ykkar geti komið og helst borgarstjóri líka. Jafnframt myndum við efna til kynn- ingar á ferðamöguleikum hér á landi og markaðsmálum," sagði Moreno. Hann dvaldist hér, ásamt aðstoð- armönnum sínum, í eina viku. „Mér finnst landið hrífandi og eins og ég sagði við einn af frammámönnum ykkar í ferðamálum er ég viss um að Katalóníubúum á eftir að líka vel að sækja ykkur heim. Þeir eru nefni- lega miklir útivistarmenn og njóta þess að klífa fjöll. Af þeim hafi þið nóg,“ sagði Moreno bæjarstjóri í Sant Andreu þar sem búa um 150.000 manns. Framkvæmdum við íslandstorgið í hverfinu á að ljúka í mars 1995. Kostnaður við þær nema um 150 milljónum íslenskra króna. Morgunblaðið/Árni Sæberg SMÁRASKOLI í Kópavogi hefur tekið til starfa og þar verður 6-10 ára börnum kennt í vetur í sex bekkjardeildum. Nýr grunnskóli í Kópavogi Smáraskóli verð- ur einsetmn SMÁRASKÓLI, nýr grunnskóli í Kópavogi, hefur verið settur í fyrsta sinn. Gert er ráð fyrir að skólinn verði einsetinn og munu allir nem- endur hefja skóla á sama tíma, yfir- leitt að morgni. Skráðir nemendur í vetur eru 110 á aldrinum 6 til 10 ára. Sex bekkjardeildir verða starf- andi, tvær í 1. bekk og ein í hveijum árgangi þar fyrir ofan. í vetur hefur skólinn til umráða fimm almennar kennslustofur á neðri hæð í 1. áfanga hússins auk þess eru fjórar kennslustofur í Drangey en það er timburhús á lóð skólans. Að loknum skóladegi verður boðið upp á dægra- dvöl fyrir yngstu nemendurna. Að- staða fyrir hana er í Drangey. Þjónar tveimur hverfum Skólinn mun þjóna tveimur íbúða- hverfum á Nónhæð og í Kópavogsd- al með um 3.500 til 4.000 íbúum. Hann tengist hverfunum með gönguleiðum og undirgöngum undir Fífuhvammsveg. Fullbyggður verður skólinn um 4.000 fermetrar að stærð og við hann er fyrirhuguð sundlaug. Vestan og norðan skólans er íþrótta- svæði Breiðabliks og þar er einnig Kópavogsvöllur, aðalleikvangur íþróttafélaganna í Kópavogi. Sveinn Ivarsson arkitekt hjá Arki- tektaþjónustunni sf., er hönnuður skólans. Starfsmenn skólans eru 18, þar af níu kennarar og skólastjóri er Valgerður Snæland Jónsdóttir. SELJUM N0KKRA LADA SAFIR 1500 cc 5GÍRA MEO „FRÍPAKKA“ AÐ VERÐMÆTI KR. 65.000 INNIHALD„FRÍPAKKA“ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■m Q vetrardekk á felgum, negld eða ónegld eftir vali * (auk sumardekkja) © hremsuljós í afturglugga Q útvarps- og kassettutæki 0 mottur ■ Q fullur bensíntankur Verð 558. 223 kr. á götuna ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 ÖRKIN 3114-2-21-21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.