Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ _____________________________ÚRVERIMU Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi Ekki tímabært að sækja um ESB-aðild Horfið frá áformum um aðleggja SAS niður MAGNÚS Gunnarsson, formaður samstarfsnefndar atvinnurek- enda í sjávarútvegi (SAS), sagði að afloknum fundi nefndarinnar í þessari viku, að afstaða SAS á fundinum hefði verið sú að hverfa að sinni frá áformum um að leggja SAS niður, þar til ljóst væri hver staða atvinnulífsins verður, ef Norðmenn gerast aðil- ar að ESB. „Menn hafa kannski einhveijar mismunandi áherslur, að því er varðar afstöðuna til ESB,“ sagði Magnús, „en það er alger meiri- hluti fyrir því í sjávarútveginum, að það er ekki tímabært að við sækjum um aðild að Evrópusam- bandinu. Það kom mjög skýrt fram á þessum fundi.“ Jafnframt rætt um enn frekara samstarf „Menn hafa verið að velta vöng- um yfir framtíð SAS og þá hefur m.a. verið um það rætt, að leggja niður þennan óformlega sam- starfsvettvang. Það hafa verið lagðir í starfsemina ákveðnir fjár- munir og því var ákveðið að taka framhaldið til umræðu, vegna þess fyrirvara sem settur var í vor, um að ekki yrði endilega framhald á starfsemi samstarfsnefndarinnar, þegar þessu ári er lokið,“ sagði Magnús. „Nú var því spurningin sú, hvort við ættum að hætta þessu samstarfi eða halda áfram og nið- urstaðan á fundi okkar nú varð sú, að mönnum fannst ekki tímabært að ákveða nú að hætta. Jafnframt ræddu menn hvernig hægt væri að efla enn frekar formlegt sam- starf atvinnurekenda í sjávarút- vegi.“ Magnús sagði að m.a. væri ástæða þess sú, að enn væri óljóst hvernig hlutirnir færu í Noregi vegna væntanlegrar aðildarum- sókn Norðmanna að Evrópusam- bandinu. Auk þess væri ljóst að ekki væri útséð með það, hvernig menn tryggðu hagsmuni atvinnul- ífsins á Islandi, í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið, ef Norðmenn yrðu aðilar að ESB. Leggja til lækkun lágmarksverðs LAGT hefur verið til við fram- kvæmdaráð ESB, að viðmiðunar- verð eða svokallað lágmarksverð á fiski, sem fluttur er inn til Evrópu- sambandsins, verði lækkað um 3 til 5% á næsta ári. Tímaritið Euro- fish Report skýrir frá þessu í nýj- asta hefti sínu. Þar er sagt að lækkun lágmarksverðsins endur- spegli almenna lækkun á fiskverði innan sambandsins. Samkvæmt fyrirliggjandi tillög- um verðu lágmarksverð á þorski um 104 krónur og lækkar um 3% milli ára. Lágmarksverð á ufsa verður 53 krónur, á ýsu 73 krónur og á karfa 76 krónur miðað við gengi ECU nú. Um er að ræða ferskan fisk og er verð á íslenzkum físki að öllu jöfnu nokkru eða tölu- vert hærra en þetta lágmarksverð. Lágmarksverðið hefur áhrif með þeim hætti, að komi fiskur til sölu innan sambandsins, hvort sem er á mörkuðum eða ekki, má ekki selja hann undir því. Fari svo á uppboðsmörkuðum, að boð í fisk- inn nái ekki lágmarksverðinu, skal fiskurinn fara í mjölvinnslu á mjög lágu verði. Sjómönnum innan ESB er síðan bættur upp skaðinn og greiðslu frá sambandinu eins og fískurinn hefði selzt á lágmarks- verði. Sjómenn og útgerðir utan ESB fá hins vegar skellinn, nái fiskurinn ekki lágmarksverði. mmrra Corega töflur haldagerlum ogtannsteini á gervitönnum í skeffum í gervitönnum leynast hvers kyns afkimar og glufur sem eru gróörarstía fyrir gerla (bakteríur). Tannsteinn hleöst upp og þegar fram líöa stundir myndast andremma. Best er að eyöa gerlum (bakteríum) af gervitönnum með Corega freyöitöflu. Um leið losnar pú við öhreinindi, bletti og mislitun á tönnunum. Svona eintalt er þaðl Taktu út úr þér gervitennurnar og burstaöu þær með Corega tannbursta. Leggöu þær í glas með volgu vatni og einni Corega freyöitöflu. Iðandi loftbólurnar smjúga alls staðar þar sem burstinn nær ekki til! Á meðan burstar þú góminn meö mjúkum tannbursta. COREGA Geröu þetta daglega. Þannig kemur þú í veg fyrir aö gerlar (bakteríur) nái aö þrífast og þú losnar við tannsteininn og andardrátturinn veröur frfsklegur og þægilegur. Corega freyði- tíillur - frísklegur andardráttur og þú ert áhyggju- laus í návist annarra. Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Beitt í Verinu NÚ er sá tími kominn að afli veidd- ur á línu telst aðeins að hálfu til kvóta. Því róa margir með línuna nú yfir vetrarmánuðina og er oft mikið að gera í beitingunni. Hér eru þeir feðgarnir Jakob Ólafsson og Bjami Jakobsson að beita í verðbúðunum við Mýrargötu, sem bera hið sjálfsagða nafn Verið. Það er Bjarni sem aðallega sér um sjó- sóknina á Vífli RE, en faðir hans leggur honum lið. Kvennadeild Reykjaví kurde i Idar Rauða kross íslands Kvennadeild Rauöa krossins veröur meö kynningu á starfsemi sinni í Perlunni sunnudaginn 20. nóvember frá kl. 14-17. Jólaföndur, kökubasar, danssýning, nemendur frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. ARISTON ARISTON ÍTILBOÐ I (TAKMARKAÐ MAGN) i| Á BÖKIINAROFNUM fcj O G HELLUBORÐUM W BÖKUNAROFNAR FRÁ KR. 29.670,- slgr. OG HELLUBORÐ - - 15.700,-stgr. KJÖLUR hf. Suöurlandsbraut 22, SÍMI 888890 ARISTON 'ieyvt&Cti. t /5 an

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.