Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 37 BRÉF TIL BLAÐSINS Hvað er „frjálst kynlíf“? Frá Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur: HINN 13. nóv. sl. birtist grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Rofín tengsl". Höfundur er Kristín Matja Baldursdóttir sem hefur skrif- að ágætis pistla, „Buddan“, um ýmis- legt sem lýtur að spamaði í heimilis- rekstri og tölur í því sambandi. Ég vildi gjarnan heyra meira frá henni í þeim efnum. I grein sinni um rofin tilfinningatengsl íslenskrar æsku við uppalendur finnst mér þó að henni bregðist bogalistin með tölur og túlk- un á þeim. í kafla undir millifyrir- sögninni „lauslæti" tínir Kristín til tölur sem sýna að þungunartíðni meðal 15-19 ára kvenna á íslandi er hærri en hjá jafnöldrum í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku. Gott og vel, tölurnar rengi ég ekki. En mig rak hins vegar í rogastans þegar ég las það sem hún skrifar strax á eftir: „Með þessar tölur í huga ætti engum að dyljast að frjálst kynlíf viðgengst meðal unglinga á íslandi. Hjá flestum þjóðum heims telst slíkt hins vegar til lauslætis." í huga mínum kviknuðu nú margar spurningar og vangaveltur um á hvem hátt greinarskrif sem þessi viðhalda fordómum meðal lesenda um kynlíf unglinga og misskilningi á hugtökunum „fijálst kynlíf“ og „lauslæti“. Skyndikynni algengust meðal fólks á aldrinum 16-25 Mig langar að beina þeirri spurn- ingu til Kristínar Maiju hvað hún eigi við þegar hún nefnir hugtakið „fijálst kynlíf“? Mér fínnst æði marg- ir tönnlast á þessu hugtaki þegar kynlíf ungs fólks ber á góma og jafn- vel án þess að hafa fyrst skilgreint það. Aðspurðir svara sumir að það sé „kynlíf án ábyrgðar“ og tiltaka þá atriði eins og kæmleysi með notk- un getnaðarvarna, það að hafa kynmök án þess að tengjast hinni manneskjunni tilfmningaböndum, það að hafa marga rekkjunauta eða mörg skyndikynni. Þótt skyndikynni séu algengust meðal fólks á aldrinum 16-25 ára segir það hins vegar ekk- ert um tíðni skyndikynna. Niðurstöð- ur könnunar á kynhegðun íslendinga sem gerð var árið 1-992 sýna að töl- ur um fjölda rekkjunauta meðal ungs fólks gefa ekki tilefni til að ætla að ungt fólk stofni til margra skyndi- kynna. Meðal ungs fólks á aldrinum 16-19 ára hafa 3,6% haft fimmtán eða fleiri rekkjunauta um ævina og er fjöllyndi, samkvæmt þeirri skil- greinmgu, meðal íslenskra ung- menna mjög áþekkt því sem við- gengst meðal jafnaldra í Noregi svo dæmi sé tekið um samanburð við grannþjóð. Samkvæmt þessu er það Foreldra- vandamál? Bindindisdagur fjölskyldunnar er 24. nóvember Frá Þorgrími Þráinssyni: NÚ, þegar líður að bindindisdegi fjölskyldunnar, sem verður fimmtudaginn 24. nóvember, leitar hugurinn ósjálfrátt til þeirrar ógæfu sem neysla áfengis getur haft í för með sér. Ég segi ógæfa því ég þekki engin dæmi þess að áfengisneysla hafi leitt eitt- hvað gott af sér. Það er hreint óskiljanlegt að jafn vitiborin skepna og manneskjan tel- ur sig vera skuli stunda þá sjálfseyðingu að eyða þeim örfáu heilasellum sem hún notar í lifanda lífi! Það er stað- reynd að flest okkar hafa einungis þroska til að nota 7% af heilanum en þeir, sem gefa sér tíma til að hverfa reglulega úr hraða þjóðfé- lagsins og inn í notalega kyrrð og hugleiða, geta þroskað hæfileika sem hækkar þá prósentutölu veru- lega. Fólki verður tíðrætt um ung- lingavandamál, fíkniefnaneyslu unglinga og ofbeldi. Flest bendir til að unglingavandamál á íslandi sé smávægilegt miðað við það for- eldravandamál sem er til staðar. Hvernig eru foreldrar sem fyrir- myndir? Hversu margir foreldrar neyta áfengis og reykja í návist barna sinna? Hversu margir for- eldrar gefa sér tíma til að ræða við börnin sín um alvöru lífsins og gefa þeim tækifæri til að létta á hjarta sínu? Börn og unglingar þurfa að tjá sig og foreldrar geta ekki kennt vinnuálagi og tímaskorti um það hversu oft þeir vanrækja eðlileg samskipti við börnin. Börnin eiga að hafa forgang. Að mínu viti ættu foreldrar, sem hafa slæma samvisku hvað þetta varðar, að taka sig saman í andlitinu áður en þeir setja börnum sínum boð og bönn. Það er morgunljóst að álagið á hveija fjölskyldu eykst ár frá ári en til þess að framtíð þessa lands — börnin — fái sómasamlegt upp- eldi verðum við að sinna þeim bet- ur. Við getum ekki endalaust varp- að ábyrgð okkar sem foreldrar til dagmæðra, leikskóla eða skóla- kerfisins. Við, sem foreldrar, berum ábyrgð á því að börnin finni fyrir ást og umhyggju af okkar hálfu, njóti skilnings og geti leitað til okkar með ást og umhyggju af okkar hálfu, njóti skilnings og gæti leitað til okkar með allt sem á herðum þeirra hvílir. Unglingana þarf líka að faðma og þeir þurfa að fínna hversu mikils virði þeir eru. Hótanir og bönn gera illt verra og því hvet ég foreldra til að gefa sér tíma á bindindisdegi fjölskyld- unnar til að setjast niður og ræða við börnin og unglingana um lífið og tilveruna. Og ekki síst hversu mikils þau fara á mis í lífinu kjósi þau að drekkja sorgum sínum og áhyggjum með áfengi sér við hönd. ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON, ritstjóri íþróttablaðsins. GREINARHÖFUNDUR segir að lítill hluti ungs fólks á Is- landi stundi fjöllyndi. lítill hluti ungs folks á íslandi sem stundar fjöllyndi, þ.e.a.s. hefur haft fimmtán eða fleiri rekkjunauta um ævina. Þegar litið er til talna um fjölda rekkjunauta tel ég hæpið að þær styðji þá fullyrðingu að .... fijálst kynlíf viðgengst meðal unglinga á íslandi". Hálf sagan sögð Tölur um þungunartíðni segja nefnilega bara hálfa söguna um kyn- líf ungs fólks og hvers vegna ungar mæður eru hlutfallslega fleiri hér- lendis en í áðumefndum nágranna- löndum. Ég tel að það sé fullmikil einföldun að afgreiða þessar tölur sem merki um tengslaleysi uppa- lenda við æskuna og að „fijálst kyn- líf‘ sé afleiðingin. Háar tölur um þungunartíðni mætti ef til vill frekar túlka sem merki um viðleitni til tengslamyndunar en það telst eitt af hlutverkum kynlífs. Vel má vera að einhveijar unglingsstúlkur séu að reyna að bæta fyrir tengslaleysi með því að tengjast í kynlífi öðrum ein- staklingi og koma af stað nýju lífi með þungun. En þegar mæður sem áttu sitt fyrsta barn ungar að árum eru sjálfar spurðar um þessa reynslu segja þær flestar: „Ég var of ung, en ég hefði ekki vilja missa af þessari reynslu." Þörf á að efla kynfræðslu Þáð sem mig langar að benda les- endum Morgunblaðsins á er að marg- ir þættir geta skipt máli um hvernig túlka megi tölur um þungun svo sem notkun getnaðarvarna, framkvæmd kynfræðslu í reynd, fóstureyðingar, viðhorf íslensks samfélags til ungra foreldra og lækkandi meðalaldur kynþroska á þessari öld. Getnaðar- varnanotkun hérlendis er ekki talin vera jafn algeng og í áðurnefndum nágrannalöndum. Þetta myndi ég frekar túlka sem merki um að þörf sé á að efla kynfræðslu meðal ungs fólks en að fullyrða að meira sé um „fijálst kynlíf" eða „lauslæti“ hér á landi en meðal grannþjóðanna. Það væri líka fróðlegt að kanna hvort lækkandi meðalaldur við kynþroska, þ.e.a.s. líffræðilegi þátturinn, breyti einhveiju um það hvenær fyrstu kyn- mörk eigi sér stað. í áðurnefndri könnun kom í ljós að nærri þriggja ára munur er á meðaldri við fyrstu kynmörk meðal yngsta aldurshópsins (16-19 ára) og elsta aldurshópsins (50-60 ára). I rannsókn Krabba- meinsfélags íslands hefur komiðfram að meðalaldur fyrstu blæðinga hefur færst neðar í aldri um 3,6 mánuði á hveijum tíu árum síðan í byijun ald- arinnar. Kynþroski stúlkna hefst fyrr en áður Þetta þýðir að kynþroski stúlkna hefst fyrr en áður. Gæti þetta skipt máli um það hvenær fyrstu kynmörk eiga sér stað? Gæti þetta þýtt að unglingsárunum hafi fjölgað og að samfélagið hafi ekki leitt hugann að mögulegum breytingum á samskipt- um ungs fólks í kjölfarið? Færri fóst- ureyðingar hérlendis miðað við önnur lönd geta þýtt hærri tölur um þung- unartíðni. Éf tölur um tíðni fóstur- eyðinga eru til dæmis bornar saman á íslandi og í Danmörku kemur fram að tíðni fóstureyðinga er meiri þar en 'nér. Hér á landi má líka túlka hærri þungunartíðni meðal 15-19 ára kvenna sem merki um að að- standendur kvennanna séu reiðubún- ari hér en annarsstaðar að rétta þeim hjálparhönd í gegnum meðgönguna og í umönnun bamsins. Ég vona að með þessu bréfi mínu til blaðsins hafi mér tekist að vekja athygli lesenda á því að tölur um þungunartíðni segja lítið til um hvort unglingar hér á landi almennt stundi „fijálst kynlíf“ eða ekki. JÓNAINGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, hjúkrunar- og kynfræðingur.. sunnuo. ki. i j-i # rcvsia Faxafeni 11,108 Reykjavík, sími 686999 Sérverslun með stök teppi og mottur OpiðídagMkl. 12:00-16:00 RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S. 619550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.