Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói og 67 12" pizzur m/þrem áleggjum á. Verð kr. 39,90 mínútan. siuuYuu EINN Ein steipa, tveir strákar, þrír möguleikar MMWlBMBiiBBIMHllWÍIBnma ■miaciIIIIBIIIiiHIIuiiiiiailimn UUIIimillRlliiJKni! ISSIIV'Kiiwma UHItK ■■ ■ SIÍI ana nmu H cnliwni nDwaUIHM *rr nmm maBiHHM i*bi1II1K1ii!ÍB!!®I ■nianaaiiHMHIIEIBtt Tr -WaSlfj Stórskemmtileg gamanmynd með vafasömu ívafi með LARA FLYNN BOYLE, STEPHEN BALD- WIN og JOSH CHARLES í aðal- hlutverkum. Stuart er hrifinn af Alex, Alex þráir Eddy og Eddy ... er ekki með kynhvatir sínar á alveg á hreinu. „Galsafengin og lostafull, með kynlíf á heilanum. Aldrew Fleming lætur allar óskir unga fólksins um kynlíf rætast á hvíta tjaldinu og hrífur okkur með sér. Samleikur þríeykisins er frábær." David Ansen, NEWSWEEK Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. Bíómiðar á Threesome fylgir fyrstu 300 18" pizzunum frá PIZZA67 s. 671515 SlMI 671515 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG ÚLFUR Sýnd kl. 6.45. kl. 9 og 11. _________ Framlag islands til Óskarsverðlauna 1994. Kr. 800 f. fullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. Syngjandi ljóðskáld ÞAÐ eru ljóðin sem skipta öllu máli og þar er Hörður Torfason á réttri leið. TONLIST Illjómplata ÁHRIF HARÐAR TORFA Áhrif, höfundur ljóða og laga: Hörður Torfa. Hljóðfæraleikarar: Jens Hansson saxar, hljómborð, Björgvin Gíslason gítarar, Georg Baldursson bassi, Baldvin Sigurðsson bassi í Loðdýrið, Dan Cassidy fiðla, Hörður Torfa gítarar, söngur, bakraddir. Kór: Steingerður Sigþórs- dóttir, Árni Kristjánsson, Guðmund- ur Karl Friðjónsson, Halla Gísladótt- ir, Rósalind Gísladóttir, Þórhildur Tómasdóttir. Útsetrimgar, forritun, upptökur og hljóðblöndun: Jens Hansson. Útgefandi: Hörður Torfa. 48,12 mín., 1.999 kr. HÖRÐUR Torfason hefur stund- um verið kallaður fyrsti íslenski trúbadorinn og sjálfsagt borið þá nafngift með rentu. Hlutverki trúbadorsins hefur verið líkt við hlut- verk sögumanns, sem notar tónlistar- formið til að koma frásögninni á framfæri og má vissulega til sanns vegar færa að sú er aðferð Harðar Torfa við að koma sínum boðskap til fólks. Sjálfur hefur hann þó ný- lega lýst því í viðtali að búið sé að útþynna hugtakið „trúbador" í vitundf almennings, sem tengir það fremur raulandi strák á bjórknæpu en skap- andi listamanni. Hörður Torfason á vissulega enga samleið með slíkum skemmtikröftum og því vil ég frekar nota orðið „ljóða- tónská]d“ um Hörð og listsköþun hans. í því sambandi nægir að vísa til nýs geisladisks, sem hann hefur nú sent frá sér og ber nafnið „Áhrif“, en þar sýnir Hörður að honum lætur vel að færa hugsanir sínar í ljóð og sníða síðan um þau falleg lög. Sjálf- sagt munu einhveijir andans menn vera þessu ósammála því í Ijóðagerð sinni beitir Hörður hefðbundnum reglum bragfræðinnar um stuðla, Bókastefna í Gautaborg ►BÓKASTEFNAN í Gautaborg var haldin nýlega. Islenskir rithöf- undar kynntu verk sín og spjöll- uðu við lesendur, fyrirlesarar skiptust á skoðunum, m.a. um fornar og nýjar íslenskar bók- menntir, framtíðartungumál Norðurlanda og galdra. Islensku dagskráratriðin, sem tengdust að nokkru fimmtíu ára afmæli lýð- veldisins, mæltust vel fyrir að sögn Önnu Einarsdóttur sem á sæti í sljórn Bok & Bibliotek. ANNA Einarsdóttir og finnski rithöfundurinn Antti Tuuri. höfuðstafi og endarím, sem í seinni tíð hefur ekki þótt merkileg latína meðal íslenskra samtímaskálda, hvort sem það stafar af getuleysi þeirra sjálfra til að beita þeim reglum eða virðingarieysi fyrir gömlum hefð- um. Látum það liggja á milli hluta. Á nýju hljómplötunni kemur Hörð- ur víða við í ljóðum sínum, sem ort eru á ýmsum tímum og ýmsum stöð- um, en þau fela í sér eins konar uppgjör við fortíðina eða öllu heldur „ýmsa elskhuga f gegnum tíðina“, eins og Hörður orðaði það sjálfur í áðumefndu viðtali. Þama er til dæm- is ljóðið Rigning, sem ort var í Wash- ington DC 1973, og Morgunn, sem ort var í Lundi 1982, en flest ljóð- anna em þó yngri, ort eftir 1990. Hörður klæðir ljóðin síðan í tóna, sem falla í flestum tilvikum vel að efninu. Lögin em að vísu dálítið keimlík og mætti Hörður ef til vill athuga sinn gang í þeim efnum í framtíðinni, svona til að skerpa betur á andstæð- um ljóðanna. Hvað tónlistina snertir er meira lagt í útsetningar og undirleik en menn eiga að venjast á fyrri plötum Harðar. Jens Hansson ber hitann og þungann af útsetningum og upptöku- stjóm og hefur þar unnið ágætt verk, en í útsetningum gætir áhrifa víða að og má þar heyra tangó, salsa, blús og jafnvel kántrý. Að mínu mati hefur best tekist til í lögunum Rigning, Bátur og Loðdýrið, en í síð- astnefnda laginu kemur leikarinn upp í Herði við túlkun á hrollvekj- andi textanum. Hörður hefði gjaman mátt gera meira af því að beita leik- rænum stílbröðum í framsetningu ljóðanna á þessari plötu enda er hann þar á heimavelli. Lögin sjálf gefa þó ef til vill ekki mikið tilefni til átaka eða tilfæringa á sviði upptökutækni og útfærslu. Þau em flest fremur slétt og felld og einhvern veginn hef ég á tilfinn- ingunni að Hörður hefði alveg getað gengið frá þeim sjálfur, einn með gítarinn. Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr framlagi tónlist- armannanna á plötunni því þeir skila sínu með miklum ágætum. Hins veg- ar er ljóst, að tónlistin sem slík er aðeins umgjörð um boðskap ljóð- anna. Það eru þau sem skipta hér öllu máli og þar er Hörður Torfason á réttri leið- Sveinn Guðjónsson GESTIR á bókastefnu: Armann Snævarr, Hrafnhildur Stefánsdótt- ir, Jenna Jensdóttir og Sigriður Snævarr, sendiherra í Svíþjóð. ÞRÍ R kampakátir fyrirlesarar: Kristinn Jóhannesson, Lars Lönnroth og Heimir Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.