Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGAEDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Beinir, færeyskur togari í eigu Samherja, kom til Akureyrar í gær Verkefnið spennandi en bjartsýnin hófleg Færeyskt-íslenskt fiskiskip BEINIR, tog’ari í eigu Fram- heija í Færeyjum, kom til Akureyrar í gær í fyrsta skipti. Þorsteinn Vilhelmsson skip- stjóri og einn eigenda Beinis var auk tollvarða fyrsti maður um borð í skipið eftir að það „ VIÐ erum hóflega bjartsýnir á að þetta geti gengið og lítum á þetta sem spennandi verkefni," sagði Þorsteinn Már Baldvins- son, framkvæmdasljóri Sam- heija á Akureyri, en í gærdag kom Beinir til hafnar á Akur- eyri. Togarinn er í eigu Fram- heija í Færeyjum sem Samheiji er hluthafi í, en þeir keyptu hlut í félaginu í síðustu viku. Beinir, sem er tæplega 1.800 tonn að stærð, var keyptur á uppboði og verður skipið gert ót frá Færeyjum. Hann verður við veiðar í Barentshafi ogað hluta til á Reykjaneshrygg. Ahöfnin verður að mestu færeysk. Þorsteinn Már sagði að fyrir lægi að endurnýja vinnslubúnað skipsins. „Við munum sjá um það í fyrstu að koma vinnslubún- aði í gott horf. Vandamálið við útgerðina var vinnslubúnaður- inn, þannig að við ætlum okkur að koma honum í lag. Þá munum við sjá um framleiðslu og sölu- mál,“ sagði Þorsteinn Már. Færeyingar líkir okkur „Það er spennandi fyrir okkur að taka þátt í rekstri annars staðar en á íslandi og við teljum þetta ágætt tækifæri að taka höndum saman við Færeyinga. Þetta er fólk sem ekki er ósvip- að okkur og hugsar á svipuðum nótum. Vissulega hefur að hluta til gengið illa hjá þeim, en við teljum okkur geta stuðlað að því að þetta skip verði gert betur út en var og erum í raun sann- færðir um það. Innan Samheija liggur mikil þekking á vinnslu, útgerð og sölumálum og með því að leggja hana fram á þetta að geta gengið upp í Færeyjum.“ Fjármálaráðherra um kjarasamning hjúkrunarfræðinga frá í vor Ekki nothæfur sem við- miðun fyrir sjúkraliða FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, segir að ekki sé hægt að bjóða sjúkraliðum sambærilegar launahækkanir og hjúkrunarfræðingar hafa fengið á síðustu árum, þar sem hjúkrunarfræðingastéttin hafí algera sérstöðu hvað það snerti að menntunarkröfur hjúkrunarfræðingastétt- arinnar hafí breyst úr því að vera þijú ár eftir gagnfræðanám í fjög- urra ára háskólanám og þeir dregist í launum aftur úr stéttum með sambærilega menntun. Samningurinn geti því ekki verið notaður sem viðmiðun í kjarasamningum sjúkraliða, sem eru í verkfalli. Friðrik sagði að hækkun hjúkr- unarfræðinga hefði átt sér stað á löngu tímabili og aðrar stéttir feng- ið nokkra hækkun á sama tíma, þar á meðal sjúkraiiðar árið 1992. Að auki hefði samningurinn við hjúkrunarfræðinga mikla sérstöðu. „Þar var í raun verið að viðurkenna í kjarasamningi samninga sem áður höfðu verið gerðir af einstökum sjúkrastofnunum. Jafnframt var verið að samræma kjör tveggja félaga sem sameinast höfðu í eitt. í þeirri samræmingu var óhjá- kvæmilegt að taka tillit til þess að viðmiðun hjúkrunarfræðinga er ekki lengur sótt í stéttir sem hafa gagnfræðaskólamenntun og þriggja ára nám eftir það, heldur í fjögurra ára nám á háskólastigi," sagði Friðrik. Samsvarandi launabreytingar hjá kennurum áður Hann sagði að slíkar breytingar á launakerfínu hefðu stundum átt sér stað áður eins og til dæmis hvað varðaði kennara á árunum 1986 og 1987. „Þá verður einnig að hafa í huga að hækkun hjúkrun- arfræðinga er ákaflega misjöfn eft- ir einstaklingum. í sumum tilvikum er um enga hækkun að ræða en í öðrum þar sem mest breytingin varð er um verulega hækkun að ræða,“ sagði Friðrik. Hann sagði að hvað aðra kjara- samninga snerti væri ekki hægt að miða við þá hjúkrunarfræðinga sem fengju mesta hækkun sam- kvæmt þessum samningi, ekki frekar en hægt væri að sækja viðm- iðun til þeirra hjúkrunarfræðinga sem enga launahækkun fengju. ■ Skýrsla um kostnaðarauka/26 Austurrískt fyrirtæki lýsir áhuga á Sorpu AUSTURRÍSKA fyrirtækið Rupert Hofer hefur leitað til borgaryfirvalda um möguleika á að taka beinan þátt í rekstri Sorpu byggðasamlags. Borgarstjóri segir að fyrirtækið hafi séð urn og mótað sorphirðu í Austur- ríki um áratuga skeið. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra hefur aust- urríska fyrirtækið lýst áhuga á meirihlutaeign í Sorpu og jafnvel að yfirtaka fyrirtækið. „Þetta er ekki tilboð um kaup en áhugi á þátt- töku,“ sagði hún. Óskað er eftir að borgarstjóri kynnti sér þá þjónustu sem fyrirtækið hefur uppá að bjóða í Austurríki. Hafa reynslu „Þeir halda að það kerfí sem þeir hafa við sorphirðu og endurvinnslu, flokkun og förgun sorps, geti komið að notum hér á landi," sagði Ingi- björg. „Þeir hafí þá reynslu sem þurfí til að reka þetta á hagkvæman hátt.“ Borgarstjóri sagði að Reykja- víkurborg, sem á meirihluta í Sorpu, gæti óskað eftir endurskoðun á sam- þykktum um fyrirtækið og jafnframt óskað eftir að draga sig út úr því. Samskip hf. o g Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum Stofna flutn- ingamiðstöð SAMSKIP hf. og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum stofnuðu á fimmtudaginn fyrirtækið Flutn- ingamiðstöð Vestmannaeyja hf., þar sem Samskip eiga 70% hlut og Vinnslustöðin 30%. Hlutafé i fyrirtækinu er 5,5 milljónir króna. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, verður stjórnarformaður nýja félagsins. „Þetta er í samræmi við það sem við gerðum á Akur- eyri,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. „Þar stofnuðum við Flutningamiðstöð Norðurlands með KEA sem 20% eiganda. Við viljum byggja upp sjálfstæðar flutningamiðstöðvar á helstu byggðakjömunum og gerum það í samvinnu við heimamenn." Ólafur sagði að í samvinnu við heimafólk og þá aðila sem væru stærstu flutningaaðilarnir í þessu vildi fyrirtækið byggja upp slíkar flutningamiðstöðvar, því þannig hefðu menn gagnkvæma hagsmuni af slíkum miðstöðvum. Möguleiki á fleiri aðilum „Markmiðið hjá þessu fyrirtæki í Vestmannaeyjum er að þjóna Vestmannaeyjum og gera það mjög vel. Þjóna þeim með flutn- inga, hvort sem það er ferskur fisk- ur sem flytja þarf til annarra staða á landinu, eigin útflutningi og veita þá löndunarþjónustu sem bátar og fyrirtæki þurfa á að halda.“ Ólafur sagði að möguleiki væri á því að fleiri aðilar í Vestmanna- eyjum kæmu inn í fyrirtækið á síðari stigum, þótt ekkert væri frá- gengið í þeim efnum enn. Fékk 10 millj. gullpott . 31 ARS Kópavogsbúi vann 10,2 milljóna króna gullpott í GuIInám Happdrættis Háskóla íslands síð- astliðinn mánudag. Maðurinn var spila á gullnámu- kassi í veitingahúsinu Mömmu Rósu í Kópavogi klukkan tæplega hálfþrjú siðdegis þegar kassinn tók skyndilega að spila lag og blikka Ijósum því til staðfestingar að maðurinn hefði unnið. Þetta er, að sögn Guðmundar Sigurbergssonar hjá HHÍ, þriðji gullpotturinn sem gengur út í gullnámunni; í hinum voru 9,5 miiyónir og 14,6 milljónir króna. Vinningshafinn hefur óskað eft- ir nafnleynd. ♦ « ♦ Víðir átti 42 milljónir SKIPTUM er nýlega lokið í þrotabúi Verslunarinnar Víðis sf. en fyrirtæk- ið og eigendur þess voru teknir tÐ gjaldþrotaskipta í apríl 1988. í búun- um fundust eignir fyrir um 42 millj- ónir króna til að greiða upp í kröfur sem námu um 231 milljón króna. Lýst var 6,4 milljóna króna for- gangskröfum í þrotabú Víðis og greiddust þær að fullu og einnig greiddust 22,3 milljónir, eða um 10%i upp í 224,4 milljóna almennar kröfur í fyrirtækið. Að auki runnu 6% í viðbót uppf almennar kröfur með 13,7 milljó eignum eins eiganda fyrirtækisim en eignir annarra eigenda dugðj aðeins til greiðslu á veðkröfum ! hlutaðeigandi fasteignum. —----^--------- Byggingafél. Hamrar 124 millj. tap á gjaldþrotinu SKIPTUM er lokið í þrotabúi bygg ingafélagsins Hamra sem varð gjald þrota í nóvember 1988. í búinu funcj ust eignir til að greiða rúmlega 3,í milljón upp í forgangskröfur, en krö| ur námu alls 127 millj. kr. Forgangskröfur voru alls 17| milljónir kr. og greiddust rúm 17f þeirra, en ekkert er til í búinu til : greiða almennar kröfur sem samta var lýst fyrir 109,1 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.