Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.1994, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SlMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kreditkortafyrirtæki búast við 10 milljarða veltu í jólaverslun _ Stystakorta- tímabilið hafíð STYSTA greiðslukortatímabil ársins hófst í gær, 18. nóvember. Það stendur til 8. desember þeg- ar hið eiginlega jólatímabil hefst. Nýhafið tímabil er því 10 dögum styttra en venjulegttímabil. A hinn bóginn stendur jólatímabilið frá 8. desember til 18. janúar og er því 10 dögum lengra en venju- legft telst. Viðskiptin snarminnka íjanúar Einar S. Einarsson, forsijóri Visa Islands, segir að áætla megi að heildarkortaviðskipti beggja kortafyrirtækja frá 18. nóvem- ber til 17. janúar nemi um 10 milljörðum króna. Viðskiptin fari að langmestu leyti fram fyrir jól, þau snarminnki í janúar. í samanburði við tvo mánuði á undan jukust kortaviðskipti Visa- ísland í desember og janúar sl. <“^um 853 milljónir hérlendis en drógust saman erlendis um 345 milljónir. Hins vegar segir Einar S. Einarsson að í kortaviðskipt- um erlendis gæti yfirleitt snemmbúinnar jólauppsveiflu á haustmánuðum, október og nóv- ember, vegna verslunarferða. Hann segir að úttektir á jólatíma- bilinu nemi að jafnaði um þriðj- ungi hærri upphæð en í meðal- mánuði. Febrúarreikningar 15-17% hærri en að meðaltali Atli Orn Jónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Kreditkorta hf., segir að eiginlegjólavertíð byrji ekki fyrr en með næsta kortatímabili sem hefst 8. des- ember. Hann segir ekki mikla kortanotkun á yfirstandandi tímabili. Atli Örn segir að velta jólatímabilsins í ár verði að lík- indum svipuð og í fyrra en þá var hún 1,1 milljarður hjá Kred- itkortum hf. Hver reikningur eftir jólatímabilið, sem kemur til greiðslu í febrúar, hljóðar að meðaltali upp á 60 þúsund krón- ur, en að sögn Atla er það 15-17% hærra en í meðalmánuði. Morgunblaðið/Sverrir STARFSMENN verslana í höfuðborginni eru sem óðast að klæða þær í jólabúning. í gær unnu starfsmenn Kringlunnar að því að setja upp jólaskraut á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. Lúðueldi í Þor- lákshöfn VEGNA jákvæðs árangurs af til- raunum í lúðueldi hefur Fiskeldi Eyjafjarðar hf. ákveðið að ganga til samninga við Framkvæmdasjóð um kaup á fiskeldisstöðinni Ísþóri í Þor- lákshöfn og hefja þar tilraunir með matfiskeldi á lúðu. Hlutafé í Fiskeldi Eyjafjarðar hf. hefur verið aukið um 130 millj. kr. og verður því varið til að kosta endurbætur á stöðinni sem áætlað er að kosti um 50 millj. kr. Árangur í lúðueldi hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. hefur farið sífellt batnandi. Tilraunir með nýtt fóður lofa göðu og sömuleiðis hefur nú tekist að færa til hrygningartíma lúðunnar. Bjartsýni forráðamanna fyrirtækisins hefur því aukist til muna þó ennþá sé of snemmt að fullyrða um að hægt sé að reka lúðu- eldi með hagnaði í framtíðinni, að sögn Ólafs Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Eftir miklu er að slægjast í þess- um tilraunum því fersk lúða er mjög eftirsótt á erlendum mörkuðum og seld á háu verði. Hluthafafundur í Fiskeldi Eyja- fjarðar hf. samþykkti á fimmtudag heimild til að auka hlutafé um 130 millj. kr. í 235 milljónir. ■ Aukin bjartsýni/14 Leiðarí Aftenposten Alþjóð- legan úr- skurð um deiluna STÆRSTA dagblað Noregs, Aften- posten, segir í leiðara í dag, laugar- dag, að komi til nýrra árekstra milli íslands og Noregs á Svalbarðasvæð- inu komi í ljós þörf á alþjóðlegum úrskurði sem svari því hver réttur Noregs til yfirráða á svæðinu sé. Blaðið segir að ekki sé hægt að ganga að því sem vísu á hvem veg slíkur úrskurður félli. í leiðaranum segir að niðurstaða héraðsdóms í Hágangsmálinu sýni greinilega, að norsk stjórnvöld hafi, lagalega séð, verið að fiska í grugg- -— ugu vatni. Það sé ekki gott fyrir Noreg þegar dómstóll finni rök til að halda því fram að strandgæslan, sem hafi haft samþykki vamarmála- ráðherrans fyrir aðgerðum sínum, hafi brotið gegn norskum lögum með tilraunum til að klippa togvírana. Blaðið lætur í Ijós þá von, að reglu- gerð um veiðar á Svalbarðasvæðinu veiti sterkari lagalegri grundvöll í framtíðinni, eftir þær breytingar sem gerðar voru á henni í sumar. Skipherrann á Senju brotlegur Siglingamálastofnun ríkisins hef- ur sent norsku siglingamálastofnun- inni umsögn um þann atburð í sumar er norska strandgæsluskipið Senja sigldi nærri fimm íslenskum toguruin á Svalbarðasvæðinu. Siglingamála- stofnun kemst að þeirri niðurstöðu, að skipherrann á Senju hafi brotið alþjóðlegar siglingareglur. ■ Norðmenn ósáttir/24 Sáttatillaga í Atlanta- deilunni lögð fram í dag ALLSHERJARVERKFALL Félags íslenskra at- vinnuflugmanna hjá Atlanta' tók gildi í gær. Stjórn FIA ákvað vegna utandagskrárumræðu á Alþingi og loforða ráðherra félags- og sam- göngumála, um að hún myndi beita sér fyrir lausn deilunnar, að fresta um sólarhring að senda beiðni um stuðning til Alþjóða flugmannasam- bandsins, Norræna flutningaverkamannasam- bandsins og verkalýðsfélaga á Suðurnesjum. Formaður FÍA segir þetta gert til að sjá hvað kemur út úr samningafundi í dag, en hann sé bjartsýnni um lausn en oft áður. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir að emb- ætti ríkissáttasemjara hyggist leggja fram sátt- atillögu á fundi deiluaðila í dag, sem feli m.a. í sér að starfsaldursröð gildi og forgangsréttará- kvæði til handa FFF, ásamt því að staða flug- mannanna sex innan Atlanta sem eru í FIA verði óbreytt frá því sem var. Jón Grímsson, varaformaður FFF, kvaðst í samtali við Morgun- blaðið í gær hafa skoðað tillöguna að hálfu í gærmorgun. Áðurnefnd ákvæði séu til staðar, en hann vildi ekki tjá sig um þær af ótta við að spilla fyrir samningaviðræðum. „Sáttavilji fyrir hendi“ Geir Gunnarsson vararíkissáttasemjari kvaðst í gær ekki vilja ræða um tillögu sem ekki er formlega búið að leggja fram, en ýmsar hug- myndir um lausn verði skoðaðar í dag. „Ég held að sáttavilji sé fyrir hendi, en þetta er mjög erfitt og sérstakt mál. Á fundinum reynir á hvernig þetta verður leyst og hvort úrslit nást í málinu," segir Geir, Samgönguráðherra og félagsmálaráðherra hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að ekki sé tímabært að ríkisstjórnin grípi inn í rás atburða í Atlanta-deilunni með skipan sátta- nefndar. Félagsmálaráðherra kvaðst á Alþingi í gær telja að lausn málsins byggðist m.a. á að starfsmenn Atlanta, óháð því hvaða stéttarfélagi þeir tilheyra, leysi sín á milli hvernig þeir ætla að starfa hjá fyrirtækinu. ■ FÍA frestaði að senda/6/11 Morgunblaðið/Muggur LOÐNA rannsökuð um borð í rannsóknaskipinu Arna Friðriks- syni. Einnig var r/s Bjarni Sæmundsson í leiðangrinum. I heild- ina var ástand sjávar gott á norður- og austurmiðum. Leiðang- ursstjórar voru Hjálmar Vilhjálmsson og Sveinn Sveinbjörnsson. Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar Minna fannst en búizt var við AÐEINS mældust um 570.000 tonn af hrygingarloðnu í árlegum haust- leiðangri Hafrannsóknastofnunar, sem er miklu minna en búizt hafði verið við. Litlar líkur eru á því taldar að meira sé en þetta af fullorðinni loðnu í landgrunnskantinum, en mið- að við reynslu undanfarinna ára var farið yfir sennilegasta útbreiðslu- svæði veiðistofnsins. Fullorðna loðn- an var einnig óvenju rýr og meðal annars þess vegna er talið hugsan- legt að hluti stofnsins hafi enn verið á eða í námunda við grænlenzka landgrunnið, en þangað varð ekki komizt vegna veðurs og ísa. Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að veiðistofninn verði mældur á ný í janúar á næsta ári og að þeim mælingum loknum verði ákveðinn heildarkvóti fyrir vertíðina 1995 til 1996. Kvóti hefur verið ákveðinn til bráðabirgða 636.503 tonn. Veiðar fóru þokkalega af stað að áliðnu sumri, en nánast engin veiði hefur nú verið um tveggja mánaða skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.