Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUPAGUR. 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meðferðarheimili unglinga að Tindum verður lokað 1. september Hár kostnaður og léleg nýting Fjöldi vistmanna verið á bilinu tveir til fjórir unglingar STARFSEMI meðferðarheimilisins að Tindum á Kjalarnesi verður hætt frá og með 1. september nk. Bragi Guðbrandsson, forstöðumað- ur Bamastofu, segir að ástæðan sé tvíþætt, aðsókn hafi verið minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og einnig hafi kostnaður við reksturinn verið hár. Verður húsnæði Tinda auglýst til sölu. Bragi segir að ákvörðun um lok- unina feli ekki í sér neinn dóm um meðferðarstarfið á Tindum. Starfs- fólkið þar hafi unnið gott starf og veitt góða þjónustu, en 12 manns vinna við heimilið. Helmingur starfsmanna er fastráðinn og fær hann önnur störf að sögn Braga. Einnig sé hugsanlegt að hægt verði að finna önnur störf fyrir þá laus- ráðnu sem þess þurfa. Lítil nýting Meðalnýting Tinda hefur verið lítil undanfarin ár, en fímm ár eru síðan heimilið tók til starfa. Bragi segir að steininn hafi tekið úr í sumar og fjöldi vistmanna verið á bilinu 2-4 unglingar. „Þetta hefur verið afskaplega lítil nýting,“ segir hann. „Víst er að vandamálin eru til staðar og við verðum að bjóða upp á úrræði fyrir ungt fólk í vímu- efnavanda. Hitt er aftur annað að í Tinda sem stofnun er of mikið lagt miðað við þá þörf sem er fyrir hendi.“ Kostnaður við rekstur Tinda hef- ur verið 50 milljónir á ári og segir Bragi ekki réttlætanlegt að nýta fjármunina á þennan hátt. Starf- semin hófst fyrir um fimm árum og var gert ráð fyrir að heimilið annaðist 16-18 ungmenni í einu. Bragi segir að eftirspurnin væri minni og meðainýting undanfarin ár hefði verið 6-7 ungmenni. Bragi segir ljóst að menn hafi ofmetið þörfina þegar áætlanir voru gerðar um rekstur Tinda. Einnig hafi SÁÁ og Vífilsstaðir, sem Geð- deild Landspítalans rekur, í auknum mæli veitt 16-19 ára gömlum ein- staklingum aðstoð. Hann segir að umsvif Tinda hafi minnkað til að koma til roóts við nýtinguna en það hafi ekki dugað til. „Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað er hægt að halda úti stofnun fyrir fáa,“ segir hann. Til dæmis byggist meðferðin upp á hópstarfi og ekki sé hægt að halda uppi þeirri vinnu þegar einungis 2-4 einstaklingar eru í meðferð. Ekki sé hægt að draga frekar úr fjölda starfsfólks, því það vinni vakta- vinnu. Þetta sé ein ástæða fyrir háum rekstrarkostnaði. Verið er að kanna aðrar úrlausn- ir fyrir unglinga í vímuefnavanda, meðal annars möguleika á rekstri dagdeildar og einnig samstarf við Geðdeild Landspítalans. Bragi segir að ekki sé búið að ákveða hvaða möguleiki verði valinn. Bragi segir að lokun Tinda hafi verið á dagskrá síðan á síðasta ári, en ekki hafi verið ráðgert að loka stofnuninni fyrr en búið yrði að byggja meðferðarstöð í Grafarvogi, í nágrenni Keldna. Eru fram- kvæmdir við hana að heijast nú og er áætlað að miðstöðin verði tekin í notkun næsta vor. Á síðasta ári var ákveðið að sam- eina þijár meðferðardeildir, Tinda, móttökustöðina að Efstasundi 86 og meðferðarheimilið að Sólheimum 7, í eina meðferðarstöð, sem heitir Meðferðarstöð ríkisins og á að þjóna unglingum yngri en 16 ára. Verður starfsemi þessi undir einu þaki í Grafarvoginum. Hvað varði 16-18 ára unglinga sem orðnir eru sjálfráða segir Bragi að í undirbúningi hafi verið sam- starf við Geðdeild Landspítalans til að sinna þeim. Um helmingur þeirra, sem leitað hafa aðstoðar á Tindum, hefur verið á þeim aldri. Þrotabú Hraðfrysti- húss Patreksfjarðar Veð- og forgangs- kröfur greiddust að fullu SKIPTUM er lokið í þrotabúi Hraðfrystihúss Patreksfjarðar en það var tekið til gjaldþrota- skipta 31. júlí 1989 með úr- skurði sýslumannsins á Pat- reksfirði. Upp í veðkröfur greiddust rúmlega 339 milljónir. For- gangskröfur námu samtals 17,1 milljón króna og greidd- ust þær að fullu. Upp í almenn- ar kröfur fengust 14,1% eða 41,8 milljónir af 296,4 milljón- um króna. Ekkert fékkst upp í eftirstæðar kröfur. Sveinn Sveinsson hrl. var skipaður bústjóri í þrotabúinu og síðar skiptastjóri. Tæp 45 ár liðin frá Geysisslysinu á Bárðarbungu FLAK Geysis á Vatnajökli skömmu eftir slysið. Ólafur Ragnar Grímsson leggur til- lögur fyrir utanríkismálanefnd Tilvist kjamavopna á íslandi verði könnuð Flakið af Geysi horfið FLEST bendir til að flak flugvél- arinnar Geysis, sem brotlenti á Bárðarbungu í september 1950, hafi færst til og sé ekki lengur á þeim stað þar sem flugvélin fórst. Helgi Björnsson, jarðeðlis- fræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, hefur kortlagt botn Bárðarbungu með íssjá og hefur flugvélin ekki fundist við rann- sóknina. Helgi hefur m.a. notað íssjána til að finna flugvélaflök í Grænlandsjökli. Helgi sagði að í þeim rann- sóknum sem hann hefði gert með íssjá á Bárðarbungu hefði flug- vélaflakið ekki komið fram. Hann sagðist því hallast að því að vélin væri komin á botn jökuls- ins og kæmi þess vegna ekki fram á þeim radartækjum sem notuð væru. Undir Bárðarbungu er mikil askja og sagði Helgi ekki ólíklegt að flugvélina væri að finna á börmum öskjunnar. Sé það rétt hefur hún færst tugi metra til austurs. Helgi sagði að líkast til væri flakið á a.m.k. 100 metra dýpi í jöklinum. Hann sagði að líklega væri hægt að finna flakið ef menn legðu sig fram um það. ■ Rannsóknir sínar hefðu miðað að því að kortleggja botn jökuls- ins og hann hefði ekki lagt á sig aukavinnu við að leita að flakinu. Geysisslysið er eitt kunnasta flugslys íslandssögunnar. Geysir brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli, en vélin var á leið til íslands frá Luxemborg. Áhafnar- innar, sex manns, var leitað í fjóra daga áður en hún fannst. Eftir tæpa viku dvöl á jöklinum tókst að bjarga allri áhöfninni. Björgunin var mjög erfið. ÓLAFUR Ragnar Grímsson alþing- ismaður lagði til á fundi utanríkis- málanefndar í gær að skipaður verði starfshópur innlendra og erlendra sérfræðinga sem kanni m.a. upplýs- ingar um hugsanlega staðsetningu kjarnorkuvopna á íslandi, um flutn- ing kjarnorkuvopna um íslenska lofthelgi og landhelgi og um við- komu flugvéla og skipa sem báru kjarnorkuvopn á íslandi. í tillögum sem Ólafur Ragnar lagði fram á fundinum segir einnig að í ljósi þess að bandarísk stjórn- völd hafi nú látið dönskum stjóm- völdum í té formleg svör um kjarn- orkuvopn á Grænlandi sé eðlilegt að ætla að bandarísk stjórnvöld séu einnig reiðubúin að veita formleg svör við spurningum sem varða Is- land. Lagði Ólafur Ragnar því til að utanríkisráðherra yrði falið að skrifa bandarískum stjórnvöldum og óska eftir skriflegum svörum við níu spurningum sem lúta m.a. að hugsanlegum flutningi kjarnavopna til íslands og hugsanlegum áætlun- um um flutning slíkra vopna til landsins. Utanríkismálanefnd frestaði af- greiðslu málsins í gær en nokkrir nefndarmenn og utanríkisráðherra óskuðu eftir að fá að skoða málið nánar. Ný afstaða Bandaríkjamanna í svörum Williams Perrys Ólafur Ragnar dreifði einnig frá- sögn af fréttamannafundi Williams J. Perrys, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, með dönskum fréttamönnum 1. júlí sl. þar sem m.a. var ijallað um bandarísk kjarnavopn í Thule-herstöðinni. Ól- afur Ragnar bendir á að í svörum Perrys birtist ný afstaða Banda- ríkjamanna í þessum efnum, því þar komi skýrt fram að bandarísk stjórnvöld séu reiðubúin að svara hvetjum þeim spurningum sem stjórnvöld annars ríkis kynnu að bera fram um þessi efni. 13 ára stúlka fékk nýra frá ömmu sinni Líðan stúlkunnar góð eftir atvikum ÁSTA Kristín Árnadóttir, 13 ára, dvelur nú á Barnasjúkrahúsinu í Boston í Bandaríkjunum en nýra úr móðurömmu hennar, Ástu Steinsdóttur, var grætt í hana 20. júlí síðastliðinn Líðan Ástu Kristínar er eftir atvikum góð að sögn móður henn- ar, Vilborgar Benediktsdóttur, en næstu dagar og vikur munu skera úr um hvort aðgerðin hafi heppn- ast eins vel og útlit er fyrir nú, níu dögum eftir aðgerð. Líðan Ástu eldri er nokkuð góð, hún segist a.m.k. ekki kenna sér meins. Þetta er í annað skipti sem í stúlkuna er grætt nýra en hún fór í sams konar aðgerð aðeins tveggja ára að aldri og þáði hún þá nýra föður síns. Hins vegar kom upp undirliggjandi höfnun fyrir um átta árum og fyrir rúmi ári lá ljóst fyrir að Ásta Kristín þyrfti að fá annað nýra Foreldrar Ástu, þau Vilborg og Guðmundur Árni Hjaltason, hafa bæði gefið börnum sínum annað nýra sitt, fyrst Ástu 1984 og síð- ar Brynju árið 1987. Þau eiga fjögur börn og er Ásta Kristín þeirra elst. Tvíburarnir, Brynja og Arna, eru 9 ára og Benedikt Andrés er 5 ára. Að sögn Vilborg- ar þurfa þær Ásta og Brynja að vera í stöðugri lyfjameðferð og þegar þær verða veikar verður að gæta þeirra mjög vel. Auk þess eru þær eru í reglulegri skoð- un hjá lækni. Finna ekki mun á sér eftir nýrnamissinn Þau Vilborg og Benedikt segj- ast ekki finna nokkurn mun á lík- amlegri líðan sinni vegna nýrna- gjafarinnar. Útbreiddur miskiln- ingur sé að fólk með eitt nýra þurfi að passa sérstaklega upp á sig og fæði sitt en hún segir svo ekki vera, a.m.k. ékki í þeirra til- viki. Hún gekk með yngsta bamið eftir nýrnagjöfina og kenndi sér ekki meins. Óðru máli gegnir um dætur þeirra tvær sem báðar fæddust með nýrnagalla. Eftir nýmaígræðslumar verða þær aldr- Ásta Kristíu Árnadóttir ei alheilbrigðar en geta þó lifað nokkum veginn eðlilegu lífi og leikið sér eins og önnur böm. Þau hjónin vonast til að geta komið heim til lslands á næstu vikum ásamt dóttur sinni og móð- ur Vilborgar en það veltur á því að allt gangi eins vel og útlit er fyrir. Læknar ytra hafa því ekki viljað nefna neinar dagsetningar í því sambandi en gera þó ráð fyrir Ásta Kristín geti bráðlega farið í íbúð foreldra sinna sem þeir leigja utan við Boston. Þar geta þeir annast hana, vigtað, mælt blóð- þrýsting og þess háttar. Vilborg segir að Ásta Kristín sé furðu keik eftir jafnviðamikla aðgerð og vilji ólm komast af sjúkrahúsinu. Mikill kostnaður vegna veikindanna Vilborg segir að Trygginga- stofnun taki þátt í hluta þess kostnaðar sem hlotist hefur af veikindum dætra þeirra, sem óhjá- kvæmilega er mjög hár. Hún seg- ir að þau hafi alltaf einhvern veg- inn getað klórað sig fram úr sínum fjárhagsörðugleikum vegna þeirra erfiðleika sem þau hafa glímt við á undanförnum árum. Félag Ár- neshreppsbúa mun standa fyrir fjársöfnun á næstunni til styrktar ijölskyldu þessari sem mætt hefur svo miklu meira andstreymi en gerist og gengur. Þeir sem styrkja vilja fjölskylduna vegna læknis- meðferðar dóttur þeirra og uppi- halds fjórmenninganna í Banda- ríkjunum er bent á reiknjng 1124- 26-50 í Sparisjóði Árneshrepps, Norðurfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.