Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 37 MIIMNINGAR EINAR HELGASON + Einar Helgason fæddist á Hlið- arfæti í Svínadal 24. nóvember 1901. Hann lést á Sjúkra- húsi Akraness 18. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helgi Einarsson frá Botni og Sigríður Guðnadóttir frá Sarpi í Skorradal. Systkini hans voru Kristinn, bóndi á Vestra-Súlunesi, lát- inn, Sigurður, smið- ur, búsettur á Akra- nesi, Vilborg, hús- freyja á Eystra-Súlunesi og Beinteinn, smiður, látinn. Einar fluttist með foreldrum sínum að Súlunesi, þá unglingur. Eftir nám fluttist hann til Akraness og bjó þar til dauðadags. Eiginkona Einars var Þórunn Símonardóttir, farandkennari. Foreldrar hennar voru Símon Símonarson frá Ásgarði og Her- dís Jónsdóttir frá Hamrakoti. Þórunn lést 1989. Börn Þórunn- ar og Einars eru: 1) Eiður Helgi, viðskiptafræðingur á tölfræði- sviði Seðlabanka Islands, for- stöðumaður Vegarins, kristins samfélags í Reykjavík, ókvænt- ur, og barnlaus, búsettur í Reykjavík. 2) Óttar, bifreiða- stjóri, búsettur á Laugarvatni og á fimm uppkomin börn með fyrrverandi konu sinni, Hrönn Hákonardóttur. 3) Herdís Ing- veldur, kennari og BA í sál- fræði, gift séra Birgi Ásgeirs- syni. Þau eiga þrjú uppkomin ÉG held að Einar sé einhver óvenju- legasti maður sem ég hef kynnst. Frjór hugur hans virtist ekki eiga sér nein takmörk og innsæi hans á menn og málefni slíkt að maður varð oft hreint hissa. Það var líka einstaklega skemmtilegt að umgangast þennan mann og ekki alltaf auðvelt, því hann var svo stór í hugsun og þurfti dug- andi brýningu, sem auðvitað var ekki alltaf til staðar hjá manni. Best var þó náttúrlega vinátta hans. Þar skipti engu, þótt 44 ár skildu okkur að. Hún var heil og hrein. Hann var orðspar maður, en legði hann til manns lofs- yrði var það af heilindum gert og segði hann manni til vamms, var það eingöngu málefnalegt. Sannarlega var það líka lærdómsríkt. Einari var raunar sérstaklega lagið að fjalla málefnalega um menn og hluti. Hann gat til dæmis fjallað al- gjörlega á hlutlægan hátt um bflana sína, annaðhvort til lofs eða lasts. Það er fáum gefið. Og þegar pólitíkin var annars vegar, sem reyndar skipaði töluverðan sess í huga hans, skipti málefnið sjálft öllu máli. Hann gat Safnaðarheimili Háteigskirkju iinii; 59 í 1199 rr~ LCGSTCINAR Groníl s/f I | i HELLUHRAUN 14 | ' 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 börn og eru búsett í Reykjavík. Einar lærði hús- amíði hjá Einari Einarssyni. Hann teiknaði fjölda húsa og byggði bæði á Akranesi og víða um sveitir Borgar- fjarðar og Snæfells- ness. Hann rak í mörg ár bílasmiðju og teiknaði og byggði yfirbygg- ingu á rútubíla. Hann stofnaði hlutafélagið Fell, sem annaðist mal- arnám, seldi möl og sand. Einnig stofnaði hlutafélagið Eldingu, sem annaðist gijótnám til hafn- argerðar og rak steypugerð. Hann var yfirverkstjóri við byggingu Sementsverksmiðj- unnar og tók þátt í bæjarmála- pólitík, einkum tvö kjörtímabil á stríðsárunum og þar á eftir. Sat hann þá í ýmsum nefndum bæj- arins og í atvinnumálanefnd nokkur kjörtímabil. Hann vann í launadeild Sementsverksmiðj- unnar eftir byggingarfram- kvæmdir og síðustu starfsár sín eða allt til 1974. Vann á eigin smíðaverkstæði eftir það. Smíð- aði þá ýmis húsgögn og einnig margar standklukkur. Einar hafði Víðidalsá á leigu í yfir 20 ár og sat í stjórn Veiðifélags Akraness í mörg ár. Útför Einars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. verið hjartanlega ósammála einhveij- um í meginatriðum, ekki síst ef hann var í vitlausum flokki, en ef sá hinn sami kom fram með skoðanir eða hugmyndir, sem Einari fannst nokkuð til um, var hann fyrstur til að hrósa því og taka undir. Iðni hans og verklag hófst upp af lífsgleði, hugmyndaauðgi og fram- sýni. Hann var rétt unglingspiltur þegar hann gerði rennibekk úr fót- stiginni saumavél móður sinnar og smíðaði í honum alls kyns nytjahluti og skrautmuni. Og hann var varla stígvélafær, þegar hann var farinn að veiða silung og lax í ám og lækjum Svínadals og Leirársveitar. Seinna þegar hann var kominn á Skagann teiknaði hann og byggði hús og bfla. Allt frá A til Ö. Húsateikningar hans voru mjög hagkvæmar og stílhreinar, en vinnan í húsa- og bílagerðinni vönduð og endingargóð. Ég hygg að hann hafí teiknað og smíðað einn fyrsta húsbíl hérlendis, sem var rúta með góðum sætum, stofu og þægind- um. Þegar skömmtunartíminn var hvað verstur, fór hann þær leiðir að panta sjálfur erlendis frá þá hluti sem þurfti. Þó hafði hann engin tungumál lært. En í bókaskápnum fundust bækur á ýmsum tungumálum. Ég held að honum hafi þótt skemmtileg- ast að lesa sænsku. „Það er eiginlega nóg að lesa eina bók, þá er þetta komið,“ sagði hann, „þetta er svo líkt íslenskunni!" Sementsverksmiðjan var þó hans stærsta verkefni. Þá var hann í at- vinnumálanefnd Akraness. Margar ferðir voru farnar eftir strandlengju Borgarfjarðar og Snæfellsness til að fínna hentug efni til sementsgerðar. Og mikil var gleðin þegar verksmiðj- an fékkst byggð á Akranesi. Jón Vestdal, sá glöggi og vitri maður, fékk Einar til að stýra byggingar- vinnunni. Það var áreiðanlega góð ráðstöfun og þessir tveir jaxlar gátu tekist á málefnalega og verið vinir. Verkinu lauk líka á áætlun. Hvíld Einars fólst í því að veiða. Það var eins og augun hans, stálgrá með hvítum hring um augasteininn, væru hönnuð til veiða. Hann virtist fínna fisk hvar sem hann kom að á. Fengsæid hans og farsæld í veiði- skap var líka einstök. Hvergi undi hann sér betur en á Borginni minni í Vesturhópi, þar sem hann byggði tvo bústaði; þann síðari þegar hann var langt kominn á áttræðisaldur. Á þessum stað hefur oft verið kátt á hjalla. Þórunn, tengdamamma, si- hlæjandi að segja skemmtisögur, spurul og ættfróð. Varla nefndi hún bæ eða mannsnafn að Einar drægi ekki fram vísu úr pússi sínu til að krydda söguna. Þvílíkur urmull af vísum og kveðskap alls konar, sem hann geymdi í huga sér. Einar var frekar hávaxinn miðað við samtímamenn, stórbeinóttur nokkuð, skarpleitur en svipfríður. Hann var ákaflega trúr í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur, vinfastur og einstaklega greiðugur. Innsæi hans á málefni líðandi stundar eru mér eftirminnileg og mikill skóli. Hann hafði þá yfirsýn, sem mjög fáum er gefin, og réttlætiskennd hans risti mjög djúpt. Honum var einstaklega lagið að nýta alla hluti vel og þegar einhver hefði hent efn- isbút, varð hann í höndum hans að einhveijum nytsömum hlut, sykur- töng t.d. Standklukkumar, sem voru með síðustu verkum hans vöktu at- hygli og eru víða stofuprýði. Eg sakna þessa góða tengdaföður mjög mikið og þeirra hjóna beggja. Við öll minnumst hans af mikilli gleði og þökkum Guði það sem hann gaf okkur fjölskyldunni í þessum merki- lega og hjartahlýja manni. Birgir Ásgeirsson. Elsku afí er nú látinn og kominn til ömmu. Amma og afi vom ein- stakt fólk og sóttum við barnabörnin mikið til þeirra. Það var bara svo gaman að koma til þeirra. Hvort sem það var uppi á Akranesi eða fyrir norðan í sumarbústaðnum, en þar dvöldu þau flest sumur sín seinni ár. Amma var mikill vinur manns og alltaf síhlæjandi. Við sátum gft tím- unum saman að spjalla, hlæja og svo auðvitað að punta ömmu í leiðinni en það var það besta sem maður gat gert fyrir hana. Afi var alvörugefnari og var sí- fellt að aðhafast eitthvað. Hann smíðaði húsgögn, verkfæri, klukkur og í raun hvað sem var. Hann var þúsundþjalasmiður og var sama hvað maður bað afa að búa til. Afi veiddi mikinn silung og reykti hann á sumr- in í sumarbústaðnum og ófáir komu við í kaffi hjá afa og ömmu til að neyta þessa góðgætis, heimareyktur silungur og heimabakaða rúgbrauðið hennar ömmu var hreinasta sæl- gæti. Það var líka gott að leita til þeirra með vandamál, sem komu upp hjá okkur krökkunum, hvort sem það var í leik eða í alvöru lífsins. Þau voru fróðleiksfólk og nutum við barnabömin góðs af því. Minningin um ömmu og afa er sterk og veit ég að það á við um hin barnabömin þeirra líka. Afi og amma voru stór þáttur í lífi okkar. Þórunn Birgisdóttir. —>----——] t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN FRIÐBERG HERMANNSSON Ásbraut 19, Kópavogi, lést 30. júli. Svava Sigmundsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir, Ragnar Borgþórsson, Svanur Kristinsson, Steinþóra Sigurðardóttir, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Jakob Guðjohnsen, og barnabörn. t Faðir okkar, EINAR HELGASON, húsa- og bílasmiður, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju 1. ágúst kl. 14.00. Eiður Einarsson, Óttar Einarsson, Herdis Einarsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GfSLADÓTTIR, Hamraborg14, Kópavogi, lést 30. júlí í Landspítalanum. Jóna Sigriður Valbergsdóttir, Sigfús Karlsson, Valberg Sigfússon, Karl Sigfússon, Hjalti Sigfússon. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, MAGNÚS BÆRINGUR KRISTINSSON fyrrverandi skólastjóri, Skólatröð 6, Kópavogi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. júlí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, þriðjudaginn 1. ágúst, kl. 15.00. Guðrún Sveinsdóttir, Kristinn Ó. Magnússon, Margrét B. Eiríksdóttir, BrynhildurS. Magnúsdóttir, Jón. S. Bates, Svanhvít G. Magnúsdóttir, Gfsli Ellertsson, Þórfríður Magnúsdóttir, Óskar G. Óskarsson, Magnús Árni Magnússon, Sigríður B. Jónsdóttir og barnabörn. J< t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, FREDERIK LARSEN, Austurvegi 63, Selfossi, andaðist laugardaginn 29. júlí sl. Jarðarförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Guðnadóttir. t HERMANN SVEINSSON, Lönguhlíð 3, Reykjavík, andaðist i Landakotsspítala 30. júlí. Guðmunda Vigfúsdóttir, Arnfríður Hermannsdóttir, Fjóla Hermannsdóttir, tengdabörn, barna- og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, ODDNÝ JÓHANNA BENÓNÝSDÓTTIR frá Eyvindarmúla, Fljótshlíð, til heimilis á Hrísrima 5, Reykjavík, er lést í Landspítalanum 28. júlí sl., verður jarðsungin frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð fimmtudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Jón Þórðarson, Þórður Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Pálmi Hreinn Harðarson, Njóla Jónsdóttir, Benóný Jónsson, Sigriður Viðarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.