Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 23 HELGA Lára Haraldsdóttir við verk sitt „Toffee Noses“. HELGA Lára Haraldsdóttir myndlistarmaður gerir góðlát- legt grín að „listaelítu" Lund- únaborgar í nýju verki sínu sem hún sýnir í sýningarsalnum Ver- million í London. Hún kallar verk sitt Karamellunef eða „Toffee noses“ og samanstend- ur það af nefjum af ýmsum stærðum og gerðum, mótuðum í karamellu, og er komið fyrir í vandaðri umgjörð úr gljálökk- uðum við og flaueli. Heiti verks- ins er slanguryrði, notað um fólk sem þykir þóttafullt og snobbað. Karamellu- nef eru ekki menningar- væn Innblástur að verkinu fékk Helga frá Konunglega óperu- húsinu Covent Garden í London og er verkið fært í stíl hússins með bogadregnum linum, rauð- um flauelssessum og gylltri málningu. Að sögn Helgu var . verkið hannað til að geta prýtt húsakynni Covent Garden en verkið á jafn vel heima á svipuð- um menningarsetrum eins og t.d. í Þjóðleikhúsinu, Tate-gall- eríinu og á fleiri stöðum. Helga segir að karamellunef séu óholl menningunni líkt og karamella geti farið illa með tennur. Þeir sem eiga leið um London geta séð verkið í „Galerie Ver- million“, 120 Upper Tooting Road, London SW17 7EN. Sigríður Ella í Holland Park FIMM íslenskir söngvarar taka þátt í tveimur af þeim þremur óperuhátíð- um í Englandi sem haldnar eru í sumar og sagt var frá nýlega hér í blaðinu. Hátíðirnar sem hér um ræð- ir eru Glyndeboume-og Holland Park hátíðin. Sigríður Ella Magnúsdóttir sópr- ansöngkona, eða Sirry Ella eins og hún kallast úti í Englandi, söng hlut- verk Amneris í Aidu Verdis á þrem- ur sýningum á Holland Park hátíð- inni fyrir skemmstu. Holland Park í Kensington er stór garður skammt frá miðborg London. Glæsileg sýning Að sögn Sigríðar er Aida greinilega mjög vinsæl þarna enda var uppselt á sýningarnar tveim mánuðum fyrir frumsýningu. „Sýningin var mjög glæsileg og mér fannst mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að syngja þarna enda ekki auðsótt að fá sönghlutverk í óperuhúsum á Englandi,“ sagði Sigríður Ella en hún fékk hlutverkið eftir áheyrnar- próf í janúar síðastliðnum. Ólína Weightmann handavinnu- kennari er búsett í London og sá sýninguna. „Holland Park er ægilega fallegur staður. Sýningar þar fara fram úti undir bemm himni og Aida var sett upp í gömlum hallarrústum sem tjaldað var yfir. Siginður Ella stóð sig framúrskarandi vel og hún fékk mikil bravóhróp fyrir frammi- stöðuna en Englendingar em yfirleitt mjög sparir á þau. Mér fannst Sigríð- ur vera best meðal jafningja og hvað er hægt að segja meira,“ sagði Ólína sem var ánægð með kvöldið sem var SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir í hlutverki Amneris á sviðinu í Holland Park. fagurt og vel fallið til að njóta ópem- söngs undir berum himni. Glyndebourne Þóra Einarsdóttir sópran, Loftur Erlingsson baritón og Tómas Tóm- asson bassi eru í kór Glyndebourne óperunnar sem setur meðal annars upp verk eftir Janacek, Rossini og Mozart. Sýningarnar í Glyndebourne standa til loka ágústmánaðar. Guð- jón Óskarsson syngur hlutverk Commendatore í Don Giovanni Moz- arts sem sýnd verður til 27. ágúst. --------------------------; Morgunblaðið/Sverrir UNGIR þjóðdansarar og spilarar sækja Osló heim í ágúst. Ævintýrið Gilitrutt dansað í Noregi NORRÆNT þjóðdansa- og þjóð- lagamót, Barnlek-95, verður haldið 2.-6. ágúst nk. í Gjorvik í Noregi og er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára. Mótið er á vegum NORDLEK, sem eru samtök þjóðdansa- og þjóðlagaspilara á Norðurlöndum. Hópur 30 barna og fullorðinna úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, danshópur Umf. Fjölnis og þjóð- lagasveit Tónlistarskólans í Grafar- vogi munu sækja þetta mót frá Is- landi. Stjórnandi dansa er Elín Svava Elíasdóttir og stjórnandi tónlistar Wilma Young. Haldið verður utan að morgni 31. júlí. Á mótinu verður margt til skemmtunar, og er yfirskrift móts- ins þjóðsögur og ævintýri. Af því tilefni hafa börnin æft upp dagskrá sem samin er í kringum ævintýrið um Gilitrutt og tekur það um 15 mínútur í flutningi. Einnig hafa verið settar upp aðrar sýningar með íslenskum og norrænum dönsum. Á mótinu er boðið upp á fjöl- breytta dagskrá fyrir utan hefð- bundnar sýningar með dansi og tónlist og er hægt að velja sér þátt- töku í, og læra að spila á munn- hörpu, flétta vinabönd, lita ull, taka þátt í íþróttum, kórsöng, dansi o.fl. Eftir móttið verður dvalið í Osló í boði ungra þjóðdansara og spilara og þar verður farið í skoðunarferð- ir og dansað saman og bundist vina- böndum og önnur eldri treyst. Hópurinn kemur heim 10. ágúst. | | I PHILCOH ______ ___I P JlLll li.JU.ll. JIJIJif%| i ■ ■ ... endalaus gæði WMN 862 Þvonavél Vél með rafeindastýringu sem skynjar misvægi í hleðslu og stjórnar vinduhraða. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst:5kg. Verð: 52.500,- WDN 1053 Þvonavél og þurrkari Alsjálfvirkt þvotta- og þurkkerfi. Þéttir gufu og er því barkalaus. Tekur inn á sig heittog kaltvatn. Afköst: 5 kg. þurrkaraafköst: 2,5 kg Uerð: 15.300,- L Umboösmenn um land allt. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 Jj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.