Morgunblaðið - 01.08.1995, Side 23

Morgunblaðið - 01.08.1995, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 23 HELGA Lára Haraldsdóttir við verk sitt „Toffee Noses“. HELGA Lára Haraldsdóttir myndlistarmaður gerir góðlát- legt grín að „listaelítu" Lund- únaborgar í nýju verki sínu sem hún sýnir í sýningarsalnum Ver- million í London. Hún kallar verk sitt Karamellunef eða „Toffee noses“ og samanstend- ur það af nefjum af ýmsum stærðum og gerðum, mótuðum í karamellu, og er komið fyrir í vandaðri umgjörð úr gljálökk- uðum við og flaueli. Heiti verks- ins er slanguryrði, notað um fólk sem þykir þóttafullt og snobbað. Karamellu- nef eru ekki menningar- væn Innblástur að verkinu fékk Helga frá Konunglega óperu- húsinu Covent Garden í London og er verkið fært í stíl hússins með bogadregnum linum, rauð- um flauelssessum og gylltri málningu. Að sögn Helgu var . verkið hannað til að geta prýtt húsakynni Covent Garden en verkið á jafn vel heima á svipuð- um menningarsetrum eins og t.d. í Þjóðleikhúsinu, Tate-gall- eríinu og á fleiri stöðum. Helga segir að karamellunef séu óholl menningunni líkt og karamella geti farið illa með tennur. Þeir sem eiga leið um London geta séð verkið í „Galerie Ver- million“, 120 Upper Tooting Road, London SW17 7EN. Sigríður Ella í Holland Park FIMM íslenskir söngvarar taka þátt í tveimur af þeim þremur óperuhátíð- um í Englandi sem haldnar eru í sumar og sagt var frá nýlega hér í blaðinu. Hátíðirnar sem hér um ræð- ir eru Glyndeboume-og Holland Park hátíðin. Sigríður Ella Magnúsdóttir sópr- ansöngkona, eða Sirry Ella eins og hún kallast úti í Englandi, söng hlut- verk Amneris í Aidu Verdis á þrem- ur sýningum á Holland Park hátíð- inni fyrir skemmstu. Holland Park í Kensington er stór garður skammt frá miðborg London. Glæsileg sýning Að sögn Sigríðar er Aida greinilega mjög vinsæl þarna enda var uppselt á sýningarnar tveim mánuðum fyrir frumsýningu. „Sýningin var mjög glæsileg og mér fannst mjög ánægjulegt að fá tækifæri til að syngja þarna enda ekki auðsótt að fá sönghlutverk í óperuhúsum á Englandi,“ sagði Sigríður Ella en hún fékk hlutverkið eftir áheyrnar- próf í janúar síðastliðnum. Ólína Weightmann handavinnu- kennari er búsett í London og sá sýninguna. „Holland Park er ægilega fallegur staður. Sýningar þar fara fram úti undir bemm himni og Aida var sett upp í gömlum hallarrústum sem tjaldað var yfir. Siginður Ella stóð sig framúrskarandi vel og hún fékk mikil bravóhróp fyrir frammi- stöðuna en Englendingar em yfirleitt mjög sparir á þau. Mér fannst Sigríð- ur vera best meðal jafningja og hvað er hægt að segja meira,“ sagði Ólína sem var ánægð með kvöldið sem var SIGRÍÐUR Ella Magnúsdóttir í hlutverki Amneris á sviðinu í Holland Park. fagurt og vel fallið til að njóta ópem- söngs undir berum himni. Glyndebourne Þóra Einarsdóttir sópran, Loftur Erlingsson baritón og Tómas Tóm- asson bassi eru í kór Glyndebourne óperunnar sem setur meðal annars upp verk eftir Janacek, Rossini og Mozart. Sýningarnar í Glyndebourne standa til loka ágústmánaðar. Guð- jón Óskarsson syngur hlutverk Commendatore í Don Giovanni Moz- arts sem sýnd verður til 27. ágúst. --------------------------; Morgunblaðið/Sverrir UNGIR þjóðdansarar og spilarar sækja Osló heim í ágúst. Ævintýrið Gilitrutt dansað í Noregi NORRÆNT þjóðdansa- og þjóð- lagamót, Barnlek-95, verður haldið 2.-6. ágúst nk. í Gjorvik í Noregi og er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8-16 ára. Mótið er á vegum NORDLEK, sem eru samtök þjóðdansa- og þjóðlagaspilara á Norðurlöndum. Hópur 30 barna og fullorðinna úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, danshópur Umf. Fjölnis og þjóð- lagasveit Tónlistarskólans í Grafar- vogi munu sækja þetta mót frá Is- landi. Stjórnandi dansa er Elín Svava Elíasdóttir og stjórnandi tónlistar Wilma Young. Haldið verður utan að morgni 31. júlí. Á mótinu verður margt til skemmtunar, og er yfirskrift móts- ins þjóðsögur og ævintýri. Af því tilefni hafa börnin æft upp dagskrá sem samin er í kringum ævintýrið um Gilitrutt og tekur það um 15 mínútur í flutningi. Einnig hafa verið settar upp aðrar sýningar með íslenskum og norrænum dönsum. Á mótinu er boðið upp á fjöl- breytta dagskrá fyrir utan hefð- bundnar sýningar með dansi og tónlist og er hægt að velja sér þátt- töku í, og læra að spila á munn- hörpu, flétta vinabönd, lita ull, taka þátt í íþróttum, kórsöng, dansi o.fl. Eftir móttið verður dvalið í Osló í boði ungra þjóðdansara og spilara og þar verður farið í skoðunarferð- ir og dansað saman og bundist vina- böndum og önnur eldri treyst. Hópurinn kemur heim 10. ágúst. | | I PHILCOH ______ ___I P JlLll li.JU.ll. JIJIJif%| i ■ ■ ... endalaus gæði WMN 862 Þvonavél Vél með rafeindastýringu sem skynjar misvægi í hleðslu og stjórnar vinduhraða. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst:5kg. Verð: 52.500,- WDN 1053 Þvonavél og þurrkari Alsjálfvirkt þvotta- og þurkkerfi. Þéttir gufu og er því barkalaus. Tekur inn á sig heittog kaltvatn. Afköst: 5 kg. þurrkaraafköst: 2,5 kg Uerð: 15.300,- L Umboösmenn um land allt. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 Jj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.