Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Frænka mín, SESSELJA BJARNARDÓTTIR er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Kristnesspítala. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Bára Ingjaldsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, ÁRNÝ GUÐRÚN RÓSMUNDSDÓTTIR Efstasundi 4, Reykjavík, lést 29. júlí sl. á Dvalarheimilinu Hrafn- istu Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda. Magnús Jörundsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GEIRNÝTÓMASDÓTTIR áður til heimilis að Efstasundi 29, lést í Hrafnistu Reykjavík laugardaginn 29. júlí. Útför hennar verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA METÚSALEMSDÓTTIR KJERÚLF frá Hrafnkelsstöðum, Hléskógúm 10, Egilstöðum, andaðist í sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 29. júlí. Jóhanna Einarsdóttir, Viðar Arthúrsson, Guðrún Einarsdóttir, Jón E. Kjerúlf, Jón M. Einarsson, Sigurlaug Jónasdóttir, Þorvarður B. Einarsson, Elín Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GÍSLASON, vörubifreiðastjóri, Skipasundi 25, Reykjavík, lést á Hrafnistu sunnudaginn 30. júlí. Sigriður Pálsdóttir, Jóhann V. Guðmundsson, Kári Pálsson, Ólöf Ingimundardóttir, Stefán Pálsson, Málfríður Á. Þorvaldsdóttir, Páll R. Pálsson, Sigurbjörg Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR frá Hvitárvöllum, Lönguhli'ð 3, Reykjavík, lést 29. júlí í Landspítalanum. María Sigmundsdóttir, Ásgeir J. Guðmundsson, Sæmundur Sigmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRIN M. JÓHANNESSON LANGE, Bogahlíð 14, Reykjavfk, lést í Landspítalanum laugardaginn 29. júlí. Guðjón Jóhannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. SIGURÐUR BALD VINSSON + SigUrður Bald- vinsson var fæddur á Hálsi í Oxnadal 26. sept. 1915. Hann lést á Fjór ðungssj úkrahús- inu á Akureyri 23. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Guðbjörg Helga Sveinsdóttir, f. 9.9. 1884 á Neðri- Rauðalæk, d. 21. okt. 1924, og Baldvin Sig- urðsson, f. 5. ágúst 1872 á Myrká, d. í ágúst 1940. Þau bjuggu á ýmsum bæjum í Oxnad- al, en lengst á Hálsi. Síðast bjuggu þau á Höfða við Akur- eyri. Þau eignuðust tíu börn. Þau voru: 1) Guðbjörg Soffía, f. 3.5. 1909, d. 4.8. sama ár. 2) Þórey, f. 2.12. 1910, d. 31.7. 1924. 3) Ingólfur bóndi og verkamaður á Naustum, f. 1912. 4) Sigurður, f. 30.3. 1913, d. 1.12. 1915. 5) Björn Sveinn, f. 26.9.1914, bóndi á Naustum. 6) Sigurður f. 26.9. 1915, d. 23.7. 1995. 7) Sveinbjörg Guðný Sigurbjörg, f. 6.12. 1916, húsfreyja á Akureyri. 8) Þórdís Jónína, f. 7.8. 1918, húsfreyja á Akranesi. 9) Þórhallur, f. 20.3. 1920, d. sama ár. 10) Þórlaug Guðbjörg, f. 3.11. 1922, hús- freyja á Akureyri. Sigurður kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, Ragnheiði Pálsdóttur, 1952. Foreldrar hennar voru María Stef- ánsdóttir frá Möðrudal og Páll Vigfússon frá Jök- uldal, er bjuggu í Víðidal, Grund á Jökuldal og á Aðal- bóli. Börn Sigurðar og Ragnheiðar eru 1) Baldvin Halldór, f. 26.5. 1953, mat- reiðslumaður á Ak- ureyri, kvæntur Þórhildi Ingu Ingimundardóttur og eiga þau eitt barn. 2) Hrafn, f. 8.12. 1958, afgreiðslumaður í Reykjavík, fráskilinn og á tvö börn. 3) Helga María, f. 8.12. 1961, húsfreyja á Akureyri, fráskilin og á þijú börn. Sambýlismaður _ hennar Árni Páll Halldórsson. Áður átti Ragnheiður einn son, Pál bif- vélavirkja og bifreiðasljóra á Akureyri. Hann er kvæntur Þór- unni Pálsdóttur og eiga þau tvö börn. Sigurður stundaði ýmis störf á Akureyri, en lengst verslunar- og skrifstofustörf. Útför Sigurðar er gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ÆSKUMINNINGAR eru flestum dýrmætar og helgar. Og þegar ein- hver æskufélaga hverfur úr hópnum, koma minningarnar skýrar fram í hugann. Svo er nú, þegar frændi minn Sigurður Baldvinsson er ailur. Við vorum systkinasynir. Hann fluttist í Naust ungur að aldri er móðir hans lést. Hann ólst upp hjá föðursystkinum mínum. Við lékum okkur saman og urðum að mörgu leyti samrýndir. Eitt áttum við sér- staklega sameiginlegt. Það var ánægjan að umgangast sauðféð. Það var unun okkar og ævintýri. Þá koma mér í huga vísur úr kvæðinu Fjárhús- ilmur eftir Guðmund Inga Kristjáns- son, sem mér finnst eiga vel við hér. Fjárhús held ég hæfði mér. Hér eru bestu sporin. Undarlega um mig fer angan þeirra á vorin. Fylltur em eg fjárhúsþrám, fótum held ei kyrrum. Heitan liggur ilm af ám opnum fram úr dyrum. Endalaust gátum við rætt um kindurnar. Við þekktum allar æmar með nöfnum á heimilunum á Naust- um. Á sumrin þegar unglingar fóru eitthvert tii að skemmta sér um helg- ar var skemmtun okkar nafnanna að ganga upp í fjall, stundum upp á Súlumýrar og vita hvað við sæjum af kindum sem við þekktum. Margt bar fyrir auga enda fegurðin mikil, en að skoða kindurnar var mesta ánægjan. Þetta var gert oft á sumri ár eftir ár. Svo kom að hausti, göngur og réttir hófust — það var skemmtilegur tími og unaðslegar eru minningarnar er við riðum milli réttanna í nágrenn- inu 0g rákum safnið heim. Oft fórum við fleiri en tveir, en Sigurður Bald- vinsson var ætíð sjálfsagður foringi í þessum ferðum. Hann fór sjálfur í göngur á Bleiksmýrardal. Það fór ég síðar, þó aldrei eins langar göngur og hann. En að fara á Reykjarétt í Fnjóskadal var ævintýri er ekki gleymist. Ekki má gleyma er rekið var á vorin austur á Bieiksmýrardal. Það var fagurt að líta yfir Eyjafjörð þegar komið var upp á Bíldsárskarð og ekki síður þegar hinn skógi vaxni Fnjóskadalur blasti við. Við vorum oft margir í för, en alltaf fannst mér Sigurður frændi minn bera þar af þótt aðrir væru duglegir og ágætir. Sigurður var afburða markglöggur og má segja að hann hafi kunnað markaskrár nærliggjandi sveita utan- að. Þar sem hann var mættur þurfti lítt að huga í markaskrár, nóg var að leita til hans. Ég var mjög stoltur af frænda mínum þá sem oftar. Æskan leið, margt breyttist en ástin á kindunum dofnaði lítt hjá okkur frændum. Síðar taka skólaárin við, Sigurður var við nám í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar einn vetur, en haustið 1933 settist hann í 2. bekk Menntaskólans á Akureyri og lauk þaðan gagnfræða- prófi 1935. Hann varí 4. bekk stærð- fræðideildar næsta vetur, en hætti síðan námi. Búskapur beið hans á Naustum, en síðan komu önnur störf, svo sem hjá Sauðfjárveikivömum. Þar vann hann lengi, bæði hér í Eyja- firði, Húnavatnssýslum, Borgarfirði og víðar. Síðast starfaði hann við verslunar- og skrifstofustörf hér á Akureyri, eða allttil hann hætti vegna aldurs. Allt gerði hann af alúð og samviskusemi. Þetta var fyrir tíma tölvunnar, þá var meira handskrifað en Sigurður hafði fasta og skýra rit- hönd og kom það sér vel á þeim tíma. Þannig leið ævin, hann sem hefði átt að vera bóndi á góðri sauðjörð varð góður skrifstofumaður. Þannig t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, fósturfaðir, bróðir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR E. SIGURÐSSON, rafeindavirki, Álftahólum 6, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 30. júlí. Finnbjörg Konný Hákonardóttir, Lára Ólafsson, Sigurlaugur Birgir Ólafsson, Þuríður Pétursdóttir, Sigurður Ólafsson, Bára Sif Pálsdóttir, Hákon Ólafsson, Lárus Ólafsson, Helga Georgsdóttir, Jón Þórðarson, systir og barnabörn. gerist oft í lífi manna. Hann stóð sig vel í því sem hann gerði að h'fsstarfi. Ég hefði betur hugsað mér hann sem bónda með stórt fjárbú á góðri jörð, sjá hann annast féð sitt, smala því, hýsa það og fóðra. í æsku sátum við oft á garðaband- inu og horfðum á ærnar éta töðuna. Það voru unaðsstundir. Við ræddum um framtíðina sem hlaut að vera þessu lík, bentum svo á þessa eða hina ána, töluðum um persónuleika þeirra því ólíkar voru þær, þetta voru sjálfstæðir einstaklingar. Spjölluðum um búskapinn eins og við vildum hafa hann. En við vissum lítt hvað framundan var, árin liðu og samfundir okkar urðu strjálii. Ég fluttist burt úr bæn- um, hann bjó hér og stofnaði heimili. Hann kvæntist Ragnheiði Pálsdóttur úr Jökuldal, hún bjó honum ágætt heimili, þau eignuðust þijú börn. Baldvin Halldór, matreiðslumann á Akureyri, Hrafn, afgreiðslumann í Reykjavík og Helgu Maríu, húsfreyju á Ákureyri. Ragnheiður átti son áður en hún giftist, Pál bifvélavirkja á Akureyri og gekk Sigurður honum í föðurstað og var alltaf mjög kært með þeim. Heimilið var hamingjureitur frænda míns, þar undi hann glaður við sitt og var mjög heimakær. Þó fannst mér á stundum að hann teldi sig hafa farið á mis við eitthvað. Var það ekki umsýslan með kindur? Þar var hugur hans og langan. Eftir erfíð veikindi hefur hann kvatt okkur og öðlast hvíld. í trú á annað líf og æðra eignast hann það sem best hæfir. Kannske „hann kem- ur árdegis út á hlað, í eyrum jarmur lætur“. Ég þakka frænda mínum öll kynn- in allt frá bernsku okkar, bið Guð að blessa sál hans. Við Aðalbjörg sendum Ragnheiði, börnum þeirra og ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Guðmundsson frá Grenjaðarstað. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ÍIÉTIL LÖFTLEIBIR 108 Reykjavík. Sími 31099 til kl.22,-einnigum! Skreytingar viö öll tilefni. Gjafavörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.