Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.08.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Heilbrigðisnefnd Eyjafjarðar úrskurðar um hávaðamengUn af dansleikjahaldi Hávaði frá KEA berst yf- ir á Hörpu Fólk flúði rigninguna syðra og fyllti Ijaldstæði norðanlands Besta helgi sum- arsins að baki Bundið við bryggju FJÖLDI skemmtiferðaskipa sem viðkomu hafa á Akureyri í sumar hefur aldrei verið jafnmikill, eða 37 alls. Nú fer að draga úr skipa- komum, en farþegarnir af Mermoz sem lá bundið við Oddeyr- arbryggju í gærdag hafa eflaust átt góðan dag í blíðviðrinu norðan- lands. Tríó Reykja- víkur á Lista- safninu SÝNING á grafíkverkum eftir Haf- liða Hallgrímsson tónlistarmann stendur nú yfir í Listasafninu á Akureyri en hún er í tengslum við Listasumar. í tilefni af því verða tvennir tónleikar í safninu þar sem flutt verður tónlist eftir Hafliða. Fyrri tón- leikarnir verða annað kvöld, mið- vikudags- kvöldið 2. ágúst kl. 20.30 en þá leikur Tríó Reykjavíkur, skipað þeim Halldóri Haraldssyni píanóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleik- ara og Gunnari Kvaran, sellóleikara. Leikin verða verk eftir Hafiiða Hallgrímsson, samin á árunum 1970 til 1993, Þijú íslensk þjóðlög útsett fyrir selló og píanó, Svipmyndir fyr- ir píanó, Solitaire fyrir einleiksselló, Norrænar svipmyndir fyrir fíðlu og píanó, Offertó fyrir einleiksfíðlu og Metamorphoses fyrir píanótríó. Hafliði er Akureyringur, búsettur í Skotlandi. Hann varð fyrst þekktur fyrir sellóleik áður en hann snéri sér að tónsmíðum sem hann sinnir nú nær eingöngu. HEILBRIGÐISNEFND Eyjafjarðar hefur í úrskurði sínum gefíð for- svarsmönnum Hótels KEA frest til 1. nóvember næstkomandi til að draga úr hávaða vegna dansleikja- halds en eigendur Hótels Hörpu hafa lengi barist fyrir því að svo verði gert. Hótelin eru samliggjandi og berst hávaði frá KEA yfir til Hörpu þegar dansleikir eru haldnir. Guðmundur Ámason, hótelstjóri Hótels Hörpu, sagði að samninga- umleitanir hefðu staðið yfír frá því nýir eigendur tóku við rekstri hótels- ins sumarið 1992 en þær hefðu siglt í strand og því verið leitað álits lög- fræðings og væri úrskurður heil- brigðisnefndar Eyjafjarðar byggður á því. Úrskurður nefndarinnar er á þá leið að nauðsynlegum endurbót- um vegna hávaðamengunar verði að ljúka eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Ómæld óþægindi „Við fögnum því að þessu ófremdarástandi linni, hávaði sem berst yfir á hótelið til okkar þegar haldnir eru dansleikir á KEA hefur valdið okkur ómældum óþægindum og tjóni," sagði Guðmundur en bætti við að Hörpumenn væru síður en svo á móti dansleikjahaldi á Hótel KEA, þeir vildu einungis að endurbætur yrðu gerðar þar sem hávaði væri yfir leyfilegum mörkum. Gunnar Karlsson, hótelstjóri á Hótel KEA, sagði að afstaða til úr- skurðar heilbrigðisnefndar hefði ekki verið tekin, hann hefði nýlega borist og lykilmenn væru í sumar- leyfum. „Það er spurning hvort við sætum þessum úrskurði eða áfrýjum til stjórnar hollustuverndar, en möguleiki er á því sættum við okkur ekki við þessa afgreiðs!u,“ sagði Gunnar. Einfaldur veggur milli hótelanna Gunnar sagði að húsin hefðu ver- ið byggð fyrir um 50 árum og þá hefðu kröfur og þekking verið með öðrum hætti en nú. Húsin hefðu staðist allar kröfur þess tíma, en hljóðmengun væri vissulega of mik- il miðað við hertar kröfur frá árinu 1992. Hann sagði að þegar húsa- kynnum hefði verið breytt fyrir nokkrum árum hefði verið vandað sérlega til hljóðeinangrunar, sér- staklega frá salnum þar sem dans- leikir eru haldnir og það tekist vel, enginn hávaði bærist inn á herberg- in á Hótel KEA. Gallinn væri sá að veggurinn milli húsanna væri einfaldur og benti hann á að eigend- um Hörpu hefði verið kunnugt um hvaða starfsemi færi fram í salnum handan veggjarins. Spurningi væri því sú hvort KEA-mönnum bæri einum að kosta úrbætur. „Við höf- um enn ekki tekið afstöðu til þessa máls, en munum gera það alveg á næstunni," sagði Gunnar. FERÐAFÓLK af suðvesturhluta landsins var áberandi á tjaldstæð- um á Akureyri og nágrenni um helgina og eru Ijaldverðir sam- mála um að allra besta helgi sum- arsins sé að baki. Helsta ástæða góðrar gistinýtingar um liðna helgi telja tjaldverðir vera rign- ingu á sunnanverðu landinu og góða veðurspá norðanlands. „Þetta er besta helgi sumars- ins,“ sagði Ingvar Ivarsson, tjald- vörður á tjaldstæðinu á Akureyri, sem var smekkfullt yfir alla helg- ina. Hann sagði að um 550 manns hefðu verið á svæðinu hvora nótt um helgina, aðfaranótt laugar- dags og sunnudags, en þá hefði fólk farið að tygja sig til brottfar- ar. Algjör toppur Met var sett á tjaldstæðinu í júnímánuði þegar gistinætur urðu 2.557 talsins, en hafa að jafnaði verið um 1.500 síðustu árin. „Það voru hér margir í kringum polla- mót í knattspyrnu og hundasýn- ingu í júnímánuði sem skýrir þessa aukningu," sagði Ingvar. Júlí var að hans sögn rólegur fram af enda þá fremur kalt í veðri, en síðustu tvær helgar mánaðarins voru mjög góðar. „Og algjör toppur um síðustu helgi þannig að þetta stefnir einnig í að vera góður mánuður," sagði hann. „Það hefur rignt fyrir sunnan síðustu daga og þá steymir fólkið norður, ég held að það sé aðal- skýringin á því hversu margt fólk var hér um helgina," sagði hann. Á fimmtudagsmorgun verður opnað tjaldstæði í Kjarnaskógi og sagði Ingvar að fjölskyldufólki, útlendingum „og þeim sem vilja svefnfrið" yrði beint þangað, en um komandi helgi, verslunar- mannahelgina, verður hátíðin Halló Akureyri haldin í bænum. „Það var mikið af fólki hér um verslunarmannahelgina í fyrra og við erum farin að safna kröftum fyrir þá næstu." Á flótta undan rigningunni „Það var nánast allt fullt hjá okkur aðfaranótt laugardags og örfá stæði laus á laugardags- kvöld,“ sagði Sigurbjörg Þor- steinsdóttir á tjaldstæðinu Húsa- brekku handan Akureyrar, en þar voru um 500 manns í tjöldum og öðru gistirými um liðna helgi. „Það var mikið að gera, þetta var besta helgin það sem af er sumri,“ sagði hún. Góða veðurspá norðanlands taldi hún vera helstu skýringu á fjölda gesta á svæðinu. „Það má segja að megnið af fólkinu hér hafi verið af sunnanverðu landinu, fólk sem var að flýja rigninguna." Mikil lausaumferð Fremur dræm nýting hefur ver- ið á tjaldsvæði við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit það sem af er sumri, en um nýliðna helgi varð algjör sprenging. „Það var allt gjörsamlega troðið og varla hægt að koma niður tjaldi til viðbótar," sagði Laufey Leifsdóttir hjá Hótel Vin sem sér um rekstur tjaldsvæð- isins á Hrafnagiii. Á milli 60 og 70 tjöld voru á tjaldstæðinu um helgina og um 200 manns. „Þetta er tvímælalaust besta helgi sumarsins," sagði Laufey. „Við fáum enga hópa hingað, byggjum allt á lausaum- ferð og hún var mikil um liðna helgi enda veðrið gott og við erum dálítið háð því.“ Um næstu helgi verður efnt til Ættarmóts Helga magra á Hrafnagili og bjóst Laufey við fjöl- menni. Undirbúningur er í fullum gangi, reist hefur verið nokkurs konar sirkustjald þar sem verða skemmtanir og einnig er verið að reisa á svæðinu timburhús sem hýsa mun sölutorg. Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson SVISSLENDINGARNIR Urs Vollenweider, Tania Gachet og Stefan Briitsch á tjaldsvæðinu á Akureyri í gær, en þau hafa verið á ferðalagi um Island síðustu tíu daga. Næst liggur leiðin að Hveravöllum og síðan ætluðu þau að Geysi. Qz ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966 ÚBVltó*" FAWU'11' ^úlíbœkumar eru k omnar [C)vi6wvi&/slfrn,a Saga mánaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.